Morgunblaðið - 29.01.2002, Síða 1
2002 ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR BLAÐ B
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
VIÐTAL VIÐ GUÐMUND Þ. GUÐMUNDSSON / B2, B3
ÞÓREY Edda Elísdóttir stang-
arstökkvari og Vernharð Þorleifs-
son júdómaður eru komin í A-flokk
íslenskra afreksmanna, en fyrir í
honum voru Vala Flosadóttir stang-
arstökkvari og Örn Arnarson sund-
maður. Þau fjögur fengu hæstu
styrki einstaklinga í gær þegar
Íþrótta- og ólympíusamband Ís-
lands tilkynnti úthlutun 30 milljóna
króna úr afrekssjóði sínum og frá
svonefndri ólympíufjölskyldu.
Fjórmenningarnir fá samtals
1.440 þúsund krónur hvert á árinu
2002. Að auki fær Vernharð 400
þúsund krónur og andvirði 249 þús-
und króna í farmiðum frá ólympíu-
fjölskyldunni og er því alls styrktur
um tæplega 2,1 milljón á árinu.
Alls var í gær tilkynnt úthlutun á
um 30 milljónum króna, 20,3 millj-
ónum úr afrekssjóði og 2,9 frá ól-
ympíufjölskyldu. Handknattleiks-
samband Íslands fékk hæstan styrk
sérsambanda, alls 4 milljónir króna
vegna A-landsliðs karla. Reyndar
fær Frjálsíþróttasambandið sam-
tals um 6,4 milljónir en af því eru
um 1,9 milljónir vegna landsliðs-
verkefna og annað er vegna ein-
staklinga. Þá fær Sundsambandið
alls um 4,2 milljónir, þar af rúm-
lega 1,7 milljónir vegna A-landsliðs.
Björn Bjarnason mennta-
málaráðherra sagði við þetta tæki-
færi að til athugunar væru hug-
myndir um að efla starfsemi
afrekssjóðsins þannig að hann yrði
í stakk búinn til að styðja mynd-
arlega við bakið á íþróttaflokkum
sem ná langt á stórmótum, eins og
handknattleikslandsliðið.
Til viðbótar hefur ÍSÍ stofnað
styrktarsjóð fyrir ungt og efnilegt
íþróttafólk. Nýi sjóðurinn nýtur 10
milljóna króna framlags úr rík-
issjóði en sambandið leggur af
aflafé sínu 5 milljónir til viðbótar.
Þórey Edda og Vernharð í A-flokk ÍSÍ
Ólafur í aðgerð vegna
axlarmeiðsla?
ÓLAFUR Gottskálksson, markvörður enska 2. deildarliðsins Brent-
ford, er meiddur í öxl og gæti þurft að fara í aðgerð. Ólafur missti
af leik Brentford við Brighton í síðustu viku en hann hafði leikið
alla leiki liðsins á tímabilinu og spilaði 45 deildaleiki af 46 í fyrra.
„Ég hef verið slæmur í hægri öxl að undanförnu og var sendur í
sneiðmyndatöku á föstudaginn. Þá kom í ljós að festa í axlarvöðva
er rifin. Ég mun hitta sérfræðing síðar í vikunni og hann ákveður
hvað gera skal,“ sagði Ólafur við Morgunblaðið í gær.
Íslenska liðið hefur leikið þannig tilþessa í mótinu að það getur með
góðum leik staðið í þeim andstæð-
ingum sem það mæt-
ir á næstu dögum.
Leikmenn eru fullir
sjálfstrausts, en gera
sér um leið grein fyr-
ir að það verður við ramman reip að
draga,“ sagði Einar. Íslenska liðið
mætti því franska í vináttulandsleik í
Danmörku á dögunum. Sá leikur
endaði með jafntefli, 22:22. Einar
sagði að leikmenn jafnt sem þjálf-
arar byggju að ákveðinni reynslu eft-
ir þann leik sem nýtt yrði nú. „Hann
var nokkuð góður, Frakkar léku á
fullri ferð og tóku enga áhættu eftir
að hafa legið fyrir Dönum daginn áð-
ur. Þar af leiðandi gefur þessi leikur
ákveðna mynd sem við getum aukið
við,“ sagði Einar.
Guðmundur fékk í gær upptökur
af leikjum Frakka á mótinu til þessa.
Farið var yfir þá leiki í gærkvöldi og
verður haldið áfram við það í dag.
Einar sagði að Frakkar léku fram-
liggjandi 3/2/1 vörn og það vel. Ís-
lensku sóknarmennirnir yrðu að
hafa vara á sér.
Leikur Sigurður með?
Sigurður Bjarnason tók þátt í æf-
ingu íslenska liðsins í Västerås í gær
og virðist vera klár í slaginn ef Guð-
mundur kallar eftir honum, en Sig-
urður hefur ekkert leikið í keppninni
til þessa. Gústaf Bjarnason á hins
vegar lengra í land og óvíst er hve-
nær hann verður klár í slaginn á ný.
Þá er Rúnar Sigtryggsson með sær-
indi í hnésbótarsin, en í samtali við
Morgunblaðið í gær hafði hann ekki
miklar áhyggjur enn sem komið er.
Morgunblaðið/Janne Andersson
Guðjón Valur Sigurðsson og Einar Örn Jónsson fagna síðasta
markinu gegn Sviss – „sirkusmarki“ Guðjóns Vals.
Komnir í
dauðafæri
„VIÐ gerum okkur fyllilega grein fyrir því að við erum komnir í
dauðafæri á mótinu,“ sagði Einar Þorvarðarson, aðstoðarþjálfari ís-
lenska landsliðsins í handknattleik, eftir æfingu í íshokkíhöllinni í
Västerås síðdegis í gær. Þar mæta Íslendingar heimsmeisturum
Frakka kl. 15 í dag í fyrstu umferð milliriðlakeppni Evrópumótsins.
Ívar
Benediktsson
skrifar frá
Västerås