Morgunblaðið - 29.01.2002, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 29.01.2002, Qupperneq 2
ÍÞRÓTTIR 2 B ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÖRN Arnarson varð í fimmta sæti í 200 metra baksundi á heimsbik- armóti sem fram fór í Berlín um helgina. Örn synti á 1:56,24 mín- útum eða á sama tíma og hann synti á í undanrásum. Í 50 metra baksundinu hafnaði Örn í sjöunda sæti á tímanum 25,15 sekúndum en Íslandsmet hans í greininni er 24,79 sekúndur. Á laugardaginn keppti Örn í 100 m baksundi. Hann varð í 10. sæti og komst ekki úrslit en hann synti á 54,39 sekúndum. Sex heimsmet féllu á mótinu í Berlín. Ástralinn Geoff Hugell synti 50 metra flugsund á 22,74 sek. Oleg Lisogor, Úkraínu, synti 50 m bringusund á 26,20 sek. Martina Moravciva, Slóvakíu, bætti heims- metið í 100 m flugsundi þegar hún kom í mark á 56,55 sek. Banda- ríkjamaðurinn Ed Moses synti 200 m bringusund á 2:03,17 mín, Bret- inn Zoe Baker sló heimsmetið í 50 m bringusundi með því að synda á 30,31 sek. og Thomas Rupprath synti 100 m flugsund á 50,10 sek. 200 M BAKSUND Örn fimmti í Berlín Örn Arnarson ROGER Gustafsson, þjálfari sænska knattspyrnuliðsins IFK Gautaborg, hitti forráðamenn Kefl- víkinga um helgina til að ræða um hugsanleg kaup Gautaborg á Hjálmari Jónssyni. Rúnar Arnarson, formaður knattspyrnudeildar, sagði í samtali við Morgunblaðið að fundurinn hefði verið gagnlegur með Gust- afsson og það mundi skýrast innan tíðar hvert framhaldið yrði í mál- inu. ,,Við höfum ekki fengið tilboð frá Gautaborg enn sem komið er en ég reikna með að heyra frá félaginu innan tíðar. Við finnum fyrir áhuga Svíanna að fá Hjálmar og þó svo að Gustafsson hafi ekki náð að sjá Hjálmar í leik með okkur um helgina veit hann hvað býr í leik- manninum,“ sagði Rúnar. Missti af tengiflugi Gustafsson hugðist sjá Hjálmar í leik með Keflvíkingum á móti Fylki í Reykjaneshöllinni á föstudag en vegna veðurs í Svíþjóð missti hann af tengifluginu til Íslands og kom því ekki til landsins fyrr en á laug- ardag. Hann náði því ekki að fylgjast með Hjálmari í leik því hann hélt af landi brott áður en Keflvíkingar mættu KR-ingum í úrslitaleik á fjögurra liða mótinu í Reykjanes- höllinni þar sem Keflvíkingar fögn- uðu sigri. MISSTI AF LEIKNUM Gustafsson ræddi við Keflvíkinga RÍKHARÐUR Daðason bjargaði Stoke frá ósigri á móti Wigan í ensku 2. deildinni í knattspyrnu um helgina þegar hann jafnaði metin úr vítaspyrnu 25 mínútum fyrir leikslok. Stoke, sem lék á heimavelli, lenti tvívegis undir en Marc Goodfellow, fyrrverandi Eyjapeyi, og Ríkharður jöfnuðu metin hvor í sínum hálfleik. Brot- ið var á Ríkharði í vítateignum og skoraði hann sjálfur úr vítaspyrn- unni af öryggi. Stoke-liðinu hefur gengið illa upp á síðkastið en þetta var fjórði leikurinn í röð sem því tekst ekki að sigra. „Ég varð fyrir vonbrigðum að ná ekki nema stigi út úr leiknum þó svo að við lentum tvívegis und- ir. Við sóttum mjög stíft til sigurs á lokakaflanum. Við breyttum leikkerfinu, fórum í 4:3:3 og feng- um færin til að gera út um leikinn en því miður var lukkan ekki með okkur. Það er alltaf slæmt að tapa stigum heima en eftir tvo tapleiki í röð getum við verið ánægðir með síðari hálfleikinn í þessum leik og vonandi að liðið haldi áfram á þeirri braut í leikn- um á móti Peterborough á þriðju- daginn,“ sagði Guðjón Þórðarson, knattspyrnustjóri Stoke, eftir leikinn. Guðjón segir að stutt sé í að Pétur Hafliði Marteinsson og Stefán Þór Þórðarson geti farið að spila en þeir eru báðir byrjaðir að æfa eftir að hafa verið frá vegna meiðsla. Lengra er hins vegar í að Brynjar Björn Gunn- arsson verði klár í slaginn en hann fótbrotnaði í síðasta mán- uði. Ríkharður Daðason og Bjarni Guðjónsson léku báðir allan leik- inn og hrósaði Guðjón Ríkharði fyrir góðan leik. Morgunblaðið/Golli Ríkharður Daðason Ríkharður bjargaði Stoke „ÍSLENSKA liðið er mjög sterkt, miklu betra en það hefur verið um langan tíma,“ sagði Arno Ehret, landsliðsþjálfari Sviss, eft- ir tapið fyrir Íslendingum. Þá var ekki ljóst hvort hann héldi áfram í keppninni með sitt lið eður ei. Það réðst síðar um daginn þegar Spánverjar unnu Slóvena með fimm mörkum og Sviss féll úr leik á lakari markatölu. Ekki náðist í Ehret þegar sú staðreynd lá fyrir en ljóst var að hann bjó sig undir að svo gæti farið. „Þrátt fyrir allt tel ég þennan mun sem var á liðunum í dag ekki gefa rétta mynd af bilinu milli þeirra. Ísland náði góðum leik og við fengum að súpa seyðið af því. Vörn íslenska liðsins var sterk, okkur gekk illa að ráða við hana. Ein afleiðing varnarleiksins var sú að íslenska liðið fékk mörg hraðaupphlaup og byggði upp gott forskot. Ég hef ekki mætt eins sterku íslensku landsliði lengi og hvað þá að Íslendingar fái svona mörg hraðaupphlaup,“ sagði Ehret og bætti því við að hann hrifist af íslenska landslið- inu eins og það leikur nú, það væri til alls líklegt í milliriðl- unum. Staða Sviss í keppninni væri vonbrigði að vissu leyti. Þótt liðið hefði fyrirfram verið talið það lakasta í riðlinum hefðu mögu- leikar þess á að komast í milli- riðla verið raunverulega fyrir hendi þegar á hólminn var komið. Framhaldið verður erfitt, andstæð-ingarnir verða engin lömb að leika við. Okkur hefur hins vegar tek- ist að sýna fram á það að takist okkur að leika vel þá getum við staðið í hverjum sem er. Ég og leikmenn- irnir gerum okkur skýra grein fyrir því að þótt möguleikarnir séu fyrir hendi þá erum við ekki endilega sig- urstranglegra liðið í þeim viðureign- um sem bíða okkar í Västerås, það þýðir hins vegar ekki að við förum í leikina í þeim einum tilgangi að vera með.“ Í leiknum gegn Sviss hélt liðið áfram að leika 6-0 vörn en samt sem áður leyfðu menn sér að fara fram og stöðva andstæðinginn. Er þetta það sem koma skal? „Það er mikill misskilningur að halda að 6-0 vörn sé eingöngu hægt að leika aftur á línu. Við spilum hana ekki þannig, heldur sækjum grimmt á skyttur andstæðinganna fram á völl- inn, það er allt með ráðum gert og hefur gengið vel upp til þessa í keppn- inni. Starfið við uppbyggingu varnar- innar heldur hins vegar áfram og ég tel að ennþá sé eitthvað óunnið í þeim efnum.“ Þessi varnaraðferð reynir mjög á leikmenn, ekki satt? „Svo sannarlega, ekki síst þar sem við leikum á miklum hraða og nýtum hvert einasta tækifæri sem gefst til hraðaupphlaupa. Þess ofan er hrað- inn mikill í sókninni hjá okkur. Allt kostar þetta mikla orku sem þýðir að nauðsynlegt er að nota alla fjórtán leikmennina sem eru á leikskýrslu hverju sinni. Ég er mjög ánægður með hversu vel leikmenn eru að standa sig. Til þess að svo sé er nauð- synlegt að hver og einn leikmaður þekki sitt hlutverk til hlítar og þess vegna hafa æfingarleikirnir síðustu vikur verið afar mikilvægir, það er að sanna sig enn betur en áður um þess- ar mundir. Sem dæmi nefni ég ferðina til Póllands á milli jóla og nýás. Þar gafst mönnum eins og Halldóri Ing- ólfssyni, Ragnari Óskarssyni, Gunn- ari Berg Viktorssyni og Aroni Krist- jánssyni og fleirum tækifæri á að leika þrjá leiki á þremur dögum, kom- ast inn í öll atriði. Þetta vegur þungt í dag og hefur að mínu mati gert það að verkum að hægt er að leika vörnina og sóknina með þeim hætti sem gert hefur verið til þessa á EM. Það er á hreinu að þegar allir hafa allt sitt á hreinu þá ganga hlutirnir upp, það er nú ekki flóknara.“ Það getur vart talist slæm staða sem landsliðið er í þegar hægt er að leyfa sér þann munað að láta einn fremsta handknattleiksmann heims, Ólaf Stefánsson, sitja á varamanna- bekknum, ekki rétt? „Það er rétt, slíkt er ekki slæm staða, ekki síst þegar sá sem leysir Ólaf af, Halldór Ingólfsson, er allt önnur „útgáfa“ af handknattleiks- manni, það er leikið á allt annan hátt og um leið kemur önnur vídd í sókn- ina. Halldór hefur marga mjög góða kosti sem hann nýtir sér vel. Það er hið besta mál fyrir liðið í heild, Ólafi eins og öðrum veitir ekkert af að fá tækifæri á að kasta mæðinni öðru hverju.“ Að baki uppbyggingu landsliðsins leggja margir hönd á plóginn, árang- urinn nú er ákveðinn sigur fyrir heild- ina, ekki satt? „Það er rétt, margir koma að lands- liðinu og þótt keppninni sé langt í frá lokið þá er rétt að þakka öllum þeim. Að þessu kemur stjórn HSÍ, aðstoð- armaður minn, Einar Þorvarðarson, Jóhann Ingi Gunnarsson, formaður landsliðsnefndar og nefndin í heild, læknir, sjúkraþjálfari, sjúkranuddari, liðsstjóri og margir fleiri sem búa til lið. Slíkt er nauðsynlegt og er einn þáttur þess að hægt sé gera hlutina eins vel og kostur er á. Í aðdraganda þessarar keppni hefur verið reynt að „ÞAÐ er gríðarlegur léttir í mínum huga nú þegar fyrsta markmiðinu hefur verið náð,“ sagði Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðs- þjálfari eftir leikinn við Sviss á sunnudag og sæti í milliriðlum EM var innsiglað með stórsigri. „Og það sem meira er við höfum náð því á mjög viðunandi hátt og rúmlega það, förum með þrjú stig inn í milliriðla af fjórum mögulegum. Sú staða er mjög sterk þar sem við stöndum jafnfætis Frökkum, Þjóðverjum og Spánverjum. Fram- haldið verður á svipuðum nótum og til þessa á mótinu, tökum einn leik fyrir í einu, reynum að einbeita okkur að hverjum leik eins og kostur er, ekki spá of mikið lengra fram í tímann. Eigi að síður kem- ur allur hópurinn saman núna og setur sér í sameiningu annað markmið vegna þeirra leikja sem framundan eru í milliriðlum. Þeg- ar því er lokið kemur í ljós hvernig okkur tekst upp gegn þeim stór- þjóðum úr handknattleiksheiminum sem við þurfum að glíma við,“ sagði Guðmundur og greinilegt að þungu fargi var af honum létt. Ívar Benediktsson skrifar frá Skövde Ehret hrífst af Íslendingum Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari segir að það Erum ekki saddir þótt vel hafi borið í veiði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.