Morgunblaðið - 29.01.2002, Síða 4

Morgunblaðið - 29.01.2002, Síða 4
HANDKNATTLEIKUR 4 B ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞANNIG varði Guðmundur gegn Slóveníu: 15 langskot, þar af 8 til mótherja, eftir gegnumbrot 4, þar af 2 til mótherja, úr horni 4, þar af 2 til mótherja, 1 eftir hraðaupphlaup, af línu 3, þar af 3 til mótherja og eitt vítakast. Alls 28 skot, þar af 15 sem fóru aftur til mótherja. Þannig varði Guðmundur var fín, það er ekki annað hægt en vera ánægður með að skora þrjátíu og eitt mark gegn Slóvenum.“ Sjálfur átti hann erfitt uppdráttar í sókninni gegn Spánverjum, skoraði aðeins tvö mörk úr tíu skottilraun- um. Á móti Slóvenum var allt ann- að upp á teningnum, Patrekur skoraði níu mörk, þar af átta í síð- ari hálfleik. Hann segir engu skipta hver skori mörk liðsins, svo lengi sem þau eru gerð. „En auð- vitað er gaman þegar maður nær sér á strik,“ sagði Patrekur og bætir við: „Ég hef orðið það mikla reynslu að ég er alveg hættur að fara á taugum þótt ekki gangi allt upp, ég veit að getan er fyrir hendi. Það var talsverð spenna í mér fyrir Spánarleikinn, það var viðureign sem maður hafði lengi spáð í. Fyrir vikið voru sum skotin ótímabær og ekki nógu vel ígrunduð. Með það var ég óánægður og var staðráðinn í að gera betur, það tókst; ég lét leikinn koma til mín, var ekki að stressa mig of mikið þótt byrjunin væri róleg. Ég vissi að hlutirnir myndu koma þegar á leikinn liði. Aðalmálið er það að liðið í heild nær vel saman, það fleytir okkur áfram í þessari keppni frekar en einstaklingarnir,“ sagði Patrekur. Gólfið flutt frá Skövde til Globen STRAX og keppni lauk í Skövde á sunnudagskvöldið kom hópur manna til þess að taka saman gólfið sem leikið var á í íþróttahöllinni. Gólfefnið, úr 60 cm ferhyrndum plötum, sér- staklega hannað til handknattleiksiðkunar, var lagt ofan gúmmídúk sem fyrir var á gólfinu, líkt því sem er í mörgum íþróttahúsum á Íslandi. Tveimur tímum eftir að leik Spán- verja og Slóvena lauk var búið að taka gólfið saman og það tilbúið á brettum til ferðar til Stokkhólms. Þar verður það lagt á gólf Globen-hallarinnar sem hýsir leiki í undanúrslitum og úrslitum Evrópukeppninnar um næstu helgi. Gólfefnið er sænsk uppfinning. Frá fyrstu mínútu til hinnar síð-ustu var ljóst að íslenska liðið ætlaði ekki að láta Slóvena slá sig út af laginu. Staðan í hálfleik var 15:11, Íslandi í vil, sem hafði forystu allan leikinn að því und- anskildu að Slóvenar skoruðu fyrsta markið. Eins og fyrri daginn léku Íslend- ingar 6/0-vörn og greinilegt var að Slóvenar áttu í mesta basli með að brjóta hana á bak aftur strax frá upphafi. Sigfús Sigurðsson og Rún- ar Sigtryggsson fóru mikinn að vanda í vörninni og síðan var það Guðmundur markvörður. Hann fór hamförum í markinu, varði alls 18 skot í fyrri hálfleik og hefur ekki í annan tíma sýnt eins stórbrotna frammistöðu með landsliðinu. Alls varði hann 28 skot í leiknum, mörg þeirra úr opnum færum. Um miðj- an fyrri hálfleikinn tókst Slóvenum að minnka muninn í eitt mark, 7:6 og 8:7, en Guðmundur kom í veg fyrir að Slóvenum tækist að jafna. Þar með var ákveðinni hindrun rutt úr vegi. Greinilegt var að töglin og hagldirnar voru í höndum Íslend- inga, þeir sigu fram úr á ný og voru fjórum mörkum yfir í hálfleik. Ekki hefði verið ósanngjarnt að mun- urinn væri meiri þar sem Íslend- ingar fóru illa að ráði sínu í nokkr- um upplögðum marktækifærum. Slóvenar léku lengst af 3/2/1- vörn eins og þeir hófu leikinn gegn Sviss kvöldið áður. Það skilaði ekki tilætluðum árangri og var því skipt yfir í 5/1-vörn þegar leið á síðari hálfleik. Sú breyting hafði ekki merkjanleg áhrif, íslenska liðið hélt sínu striki. Í raun má segja að ánægjulegt hafi verið að sjá að Ís- lendingar áttu svar við hverju því sem Slóvenar brydduðu upp á og að engu virtist skipa þótt Guð- mundur Guðmundsson landsliðs- þjálfari leyfði flestum leikmönnum að spreyta sig. Maður kom í manns stað. Greinilegt var að íslenski hóp- urinn var mjög einbeittur og sam- stiga. Í síðari hálfleik var aldrei veru- leg hætta á því að Íslendingar misstu forskotið. Slóvenar minnk- uðu muninn í 24:21 þegar átta og hálf mínúta var eftir. Þá komu þrjú íslensk mörk í röð og úrslitin voru ráðin og Ísland komið áleiðis í milli- riðla keppninnar. Áður er getið frammistöðu Guð- mundar í markinu. Hann var tví- mælalaust besti maður íslenska liðsins og virkilega ánægjulegt að sjá leikreyndasta mann liðsins beinlínis ausa úr skálum reynsl- unnar á örlagastundu í mótinu þeg- ar virkileg þörf var á. Sigfús og Rúnar voru öðrum fremri í vörn- inni og enn einu sinni sannaðist það hversu mikill hvalreki endurkoma Sigfúsar er fyrir íslenska landsliðið. Patrekur átti stórleik í sókninni í síðari hálfleik, skoraði átta mörk eftir að hafa látið lítið fyrir sér fara í þeim fyrri. Að vanda var hann fastur fyrir í vörninni. Guðjón Val- ur átti prýðisleik og sýndi og sann- aði hversu öflugan persónuleika hann hefur að bera, að rífa sig upp úr gríðarlegum vonbrigðum sem síðustu sekúndur Spánarleiksins voru fyrir þennan unga mann. Því má gefa íslenska liðinu mikið hrós fyrir stóran sigur í tvöfaldri merk- ingu þess orðs. Morgunblaðið/Janne Andersson Patrekur Jóhannesson skorar eitt af níu mörkum sínum gegn Slóvenum. Guðmund- ur fór ham- förum í markinu FRÁBÆR varnarleikur og ekki síst stórbrotin markvarsla Guð- mundar Hrafnkelssonar mark- varðar lögðu öðru fremur grunninn að öruggum sex marka sigri Íslendinga á Slóven- um, 31:25, í leik sem margir höfðu kviðið fyrir í ljósi von- brigða með úrslitin gegn Spán- verjum kvöldið áður. Um leið vann íslenska liðið sér keppn- isrétt í milliriðlum Evrópu- keppninnar. Þótt vörnin hafi verið góð, og ekki síst Guð- mundur í markinu, er rétt að hrósa öllum leikmönnum ís- lenska liðsins, þeim tókst svo sannarlega að snúa sér að verk- efninu, létu fortíðina ekki plaga sig þegar á hólminn var komið. Ívar Benediktsson skrifar frá Skövde                                 !   "#   $ % &'              () +,             ' -  .    +) / 0 ) '   1  %1       '  2     2 ,+ % 3 4              )'% 5+ ' 60&5 +04+77  % +/ 20+ 8+9+:& ; +   <  +:&  = / +  /, !+>0, 4/+20 3& +  ' 34+ ? 0&+ +   /4+   +2 +  %&+@& /   !"#  Patrekur eftir leikinn gegn Slóveníu Sýnir hvað hópurinn er sterkur „EFTIR viðureignina við Spánverja var ég svolítið hræddur við þennan leik. Vonbrigðin voru það mikil með niðurstöðu mála eftir leikinn á föstudaginn. En þessi sigur sýnir hvað hópurinn er sterkur þegar á reynir,“ sagði Patrekur Jóhannesson eftir sigurinn á Slóv- enum, 31:25, í Skövde. Við stóðum virkilega vel saman.Vörnin var frábær og Guð- mundur fór hamförum í markinu. Nú er að halda áfram og vinna úr því sem fyrir hendi er og gert hef- ur verið.“ Patrekur segir að stjórn leiksins hafi allan tímann verið í höndum íslenska liðsins. „Sóknin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.