Morgunblaðið - 29.01.2002, Síða 6
HANDKNATTLEIKUR
6 B ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Sigfús hefur náð einstaklega velsaman með Rúnari Sigtryggs-
syni, Patreki Jóhannessyni og
Ólafi Stefánssyni.
Saman hafa þeir
myndað á tíðum
ógnvænlegan múr
sem andstæðing-
arnir hafa átt í vandræðum með að
klífa. „Þetta er fyrst og fremst
liðsvinna, við styðjum hver annan,
ef ég geri einhverja vitleysu þá
hlaupa þeir í skarðið og öfugt. Allir
leggjast á eitt og þannig verður
þessi vinna skemmtileg og skilar
árangri. Og það er sama hvert er
litið á vellinum. Allir leggja sig
fram, leika sem ein heild. Þannig
hefur grunnurinn verið lagður að
góðum árangri til þessa.
Fyrir hvern leik hefur verið farið
gaumgæfilega yfir leikaðferðir
andstæðinganna, reynt að lesa í
leik þeirra. Til dæmis gegn Sviss
sem hefur góðum skyttum á að
skipa. Þá lékum við framar, reynd-
um að stöðva skytturnar og það
tókst. Svona ætlum við að haga leik
okkar áfram, sníða varnarleikinn
að því hvað andstæðingurinn býður
upp á hverju sinni.“
Sigfús segir að á undanförnum
vikum hafi verið unnið mjög skipu-
lega að því að efla hópinn og
stemninguna innan hans. Ferðirn-
ar til Póllands og Noregs hafi verið
einkar erfiðar, bæði andlega og lík-
amlega, en þær hafi skilað tilsett-
um árangri, fært menn saman og
búið til samstæða liðsheild sem
skili árangri þegar á hólminn er
komið. Andinn innan hópsins sé
eins og best gerist og síðan hafi ár-
angurinn til þessa á EM gert gott
betra.
Þú varst ekki í liðinu fyrir ári,
síðan hefur margt breyst og nú ert
þú að leika lykilhlutverk í landslið-
inu. Er með því draumur að ræt-
ast?
„Ég átti um tíma mjög erfitt í líf-
inu, lenti í rugli og fór í áfeng-
ismeðferð. Það tók sinn tíma að
feta sig af stað á nýjan leik, því er
ekki að leyna, en nú hef ég náð tök-
um á lífinu aftur og það segir til sín
á leikvellinum. Ég er Guðmundi
Guðmundssyni landsliðsþjálfara
þakklátur fyrir að gefa mér tæki-
færi með landsliðinu þegar hann
tók við því í vor. Um leið stend ég í
þakkarskuld við þjálfara minn hjá
Val, Geir Sveinssyni, fyrir að sýna
mér mikla þolinmæði og taka mig
inn í hópinn hvað eftir annað þann-
ig að ég gæti hugsanlega fengið
annað tækifæri til þess að leika
sem atvinnumaður í Evrópu. Í
sameiningu lögðum við upp með
það að ég næði árangri smátt og
smátt og nú uppsker ég af því.
Þetta var ef til vill umdeilt á sínum
tíma en ég legg mig fram við að
standa mig, gera það sem ég kann
best, það er að leika handknatt-
leik.“
Hvernig sérðu næstu leiki á EM
fyrir þér?
„Hvort sem leikið er í forriðli
eða milliriðli þá er hver leikur
hreinn úrslitaleikur í keppni sem
þessari. Þannig á að leggja upp.
Hér eftir sem hingað til tökum við
einn leik fyrir í einu og sjáum til
hvaða árangri það skilar þegar upp
verður staðið.
Vissulega hefur ákveðinni pressu
verið létt af okkur, það að vera
komnir í milliriðlana og hefja þar
keppni með þrjú stig.
Það hefur verið stígandi í leik
okkar á EM. Í fyrsta leiknum lék-
um við vel um tíma en missum
hann síðan niður í jafntefli. Við-
ureignin við Slóvena var góð af
okkar hálfu og síðan gegn Sviss
tökum við strax frumkvæðið og
keyrðum síðan fulla ferð allt til
leiksloka, uppskeran er stórsigur.
Ég vona að okkur takist að halda
áfram að sýna stíganda í okkar
leik, þá getur allt gerst,“ sagði Sig-
fús Sigurðsson, varnarjaxl og línu-
maður íslenska landsliðsins, en
hann leikur með Magdeburg í
Þýskalandi á næstu leiktíð.
Sigfús Sigurðsson er Guðmundi Þ. þakklátur fyrir að hafa gefið sér tækifæri með landsliðinu
Árangur-
inn byggist
á sterkri
liðsheild Þrír sterkir varnarmenn – Sigurður Bjarnason, sem hefur veriðmeiddur, Sigfús Sigurðsson og Rúnar Sigtryggsson.
„ÞESSI leikur var alveg rosalega skemmtilegur, þeir gerast vart
betri, ekki síst í ljósi þess að við höfum alltaf átt í basli með Sviss
undanfarin ár,“ sagði Sigfús Sigurðsson, sem farið hefur hamförum
í vörn íslenska landsliðsins á EM auk þess að vera mikilvægur
hlekkur í sóknarleiknum sem línumaður. „Nú spiluðum við með
hjartanu, samstaðan algjör, krafturinn mikill og í sameiningu skilaði
þetta góðum sigri,“ bætti Sigfús við en frammistaða hans hefur
vakið mikla athygli á EM.
Eftir
Ívar
Benediktsson
Morgunblaðið/Janne Andersson
Svissneskur varnarmaður
stöðvar Halldór Ingólfsson.
= /
!<
B &)+ + )'%
! "#
$ %&'""(
)""(
#
*
*
*
*
*
*
+ ," -('. # / 0 1"' # , "(
", "
%
#"
77
A7
"#
"
"A
"
#A
"
""
"
"#
"
#
"
#
$ %&'""(
+2
$ %&'""(
)"(
#
32" #
* *
*
*
*
*
*
+ ," -('. # / 0
& ' & (!
) *+, -
.!/ 0 -
12 . 1-
3!3"-
(! 1+-
4* 12 -
5- 2!( &# ,! 0!-
0 6!!-
' 3"#-
0 1-
12 0 -
!
%
%%
%
C
+ /++
/?+$ ,7
!/! 45
"( !" # " ",'"
Ólafur Stefánsson ......................................27
Júrí Kostetsky, Úkraínu............................26
Nedeljko Jovanovic, Júgóslavíu................23
Robert Kostadinovic, Sviss .......................22
Stefan Lövgren, Svíþjóð............................21
Renato Vugrinec, Slóveníu........................19
Patrekur Jóhannesson...............................18
Lars Christiansen, Danmörku..................18
Zoran Lubej, Slóveníu ...............................17
Zvonimír Bilic, Króatíu..............................16
Idian Maimon, Ísrael .................................16
Stefan Kretzschmar, Þýskalandi..............16
Jan Filip, Tékklandi...................................16
Florian Kehrmann, Þýskalandi ................15
Slavko Gouluza, Króatíu ............................15
Ólafur er
marka-
hæstur