Morgunblaðið - 29.01.2002, Side 9

Morgunblaðið - 29.01.2002, Side 9
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2002 B 9 www.syn.is í síma 515 6100 eða í Skífunni 29. janúar - 3. febrúar mán- fim Heklusport kl. 22.30 mið Chelsea - Leeds Enski boltinn kl. 19.55 Bolton - Man. Utd. Enski boltinn kl. 19.50 þri sun Leeds - Liverpool Enski boltinn kl. 11.30 Ítalski boltinn kl. 13.55 Middlesbrough - Charlton Enski boltinn kl. 15.55 New York - Miami Heat NBA kl. 18.00 Superbowl Ameríski fótboltinn kl. 22.00 lau Roy Jones Jr. - Glen Kelly Hnefaleikar kl. 01.45  GUNNAR Einarsson var um helgina kjörinn nýr formaður Fim- leikasambands Íslands á ársþingi sambandsins um helgina. Aðrir sem eru í stjórn eru: Birna Björnsdóttir, Helgi G. Garðarsson, Skúli J. Björnsson og Örn Sigurðsson.  GUNNAR er forstöðumaður fræðslu- og menningsviðs í Garðabæ. Hann var á árum þekktur handknatt- leiksmaður, bæði með FH og ís- lenska landsliðinu og lék um tíma sem atvinnumaður í Þýskalandi. Gunnar tekur við starfi Árna Þórs Árnasonar.  NORÐMENN tryggðu sér þátt- tökurétt í undankeppni HM í hand- knattleik þegar þeir burstuðu Slóv- akíu, 32:18, í leik sem fram fór í Drammen að viðstöddum 3.700 áhorfendum.  RÚSSNESKA stúlkan Svetlana Feofanova bætti Evrópumet sitt í stangarstökki innanhúss um 1 sentí- metra þegar hún stökk 4,66 metra á móti í Dortmund.  EMMA Furuvik úr Ármanni varð í 34. sæti á alþjóðlegu stórsvigs- móti sem fram fór í Maria Alm í Aust- urríki sunnudaginn. Emma keppti einnig í stórsvigi á sama stað á laug- ardag en féll úr keppni í fyrri ferð.  MIKIL sorg er í herbúðum Middlesbrough eftir andlát tveggja ára gamals sonar Colins Coopers, varnarmanns Middlesbrough. Sonur Coopers kafnaði þegar hluti af leik- fangi festist í öndunarvegi hans og gerðist atburðurinn nokkrum klukkustundum eftir sigurleik Middl- esbrough gegn Manchester United í ensku bikarkeppninni á laugardag- inn. Cooper, sem er 34 ára gamall, og Julia eiginkona hans eiga þrjár eldri dætur.  ANDRI Sigþórsson skoraði mark Molde sem gerði 1:1 jafntefli við Lilleström í æfingaleik á Spáni um helgina. Andri og Bjarni Þor- steinsson boru báðir í byrjunarliði Molde og Indriði Sigðurðsson var í byrjunarliði Lilleström. FÓLK Gestirnir úr Vesturbænum áttuekki í miklum vandræðum með heimamenn þegar þær heimsóttu Grindvíkinga í 1. deild kvenna í körfu- knattleik. KR-ingar unnu sannfærandi sigur með 91 stigi gegn 59 heimastúlkna. Fyrsti leik- hluti var hnífjafn og svo virtist sem heimastúlkur ætluðu að selja sig dýrt. Eftir jafnan fyrsta leikhluta sigu gestirnir hægt og örugglega fram úr og í hálfleik var staðan orðin 26:53. Til að bæta gráu ofan á svart var Unndóri Sigurðssyni, þjálfara heimastúlkna vikið út úr húsi fyrir annað tæknivíti á bekkinn þegar tæpar 3 mínútur voru eftir af hálf- leiknum, reyndar voru þau tvö í röð. Þetta seinna tæknivíti var frekar hæpið að gefa og ljóst af þessari dómgæslu Kristins Óskarssonar að hann var ekki í góðu jafnvægi þenn- an daginn. Stúlkurnar í KR voru þó búnar að tryggja sér gott forskot þegar þetta gerðist en ljóst var að þessi dómgæsla bætti ekki stöðu heimaliðsins. Það er því skemmst frá því að segja að gestirnir héldu áfram að bæta við en heimastúlkur gáfust alls ekki upp og áttu margar þeirra ágætan leik en áttu einfaldlega við ofurefli að stríða. Gestirnir unnu því örugglega með 91 stigi gegn 59 heimastúlkna. Bestar í liði heima- stúlkna voru þær Petrúnella Skúla- dóttir og Ólöf H. Pálsdóttir en hjá gestunum áttu þær Helga Þorvalds- dóttir og Guðbjörg Norðfjörð fínan leik. Maður leiksins var þó án efa dómarinn Kristinn Óskarsson. „Ég vona bara að dómarar eins og leik- menn og þjálfarar skoði sig eftir lé- legan leik eins og við gerum. Það var margt jákvætt í leiknum hjá okkur, gekk vel í byrjun en greinilegt á leik okkar að okkur vantar reynslu sem við höfðum í gegnum Jessicu Gasp- ar. Hún er hætt hjá okkur vegna meiðsla. Það er mikill missir fyrir okkur að missa svona frábæran leik- mann og karakter sem hún er. Von- andi fyrir hana að hún komist fljótt á ról aftur. Eins og staðan er í dag er- um við með þetta lið og þurfum að laga okkar hugarfar og það er engin spurning um að við ætlum að veita þeim samkeppni,“ sagði Unndór Sig- urðsson, þjálfari Grindvíkinga. Alda Leif með 41 stig Alda Leif Jónsdóttir fór á kostum í liði ÍS þegar liðið vann stórsigur á KFÍ, 85:48, í 1. deild kvenna í körfu- knattleik á laugardaginn. Alda Leif skoraði tæplega helm- ing stiga Stúdína. Hún skoraði 41 stig, tók 7 fráköst, átti 7 stoðsend- ingar og náði 9 boltum af andstæð- ingum sínum. Stúdínur höfðu mikla yfirburði eins og lokatölurnar gefa til kynna. Ísfirðingar unnu að vísu fyrsta leikhlutann, 14:13, en eftir það tók ÍS leikinn gjörsamlega í sínar hendur. Dómari í aðalhlutverki Garðar Páll Vignisson skrifar Um helgina var keppt í þremurflokkum á Íslandsmeistara- mótinu, Novice-, Junior- og Senior- flokki. Það er greini- legt á öllu að list- hlaup á skautum er í mikilli sókn um þessar mundir og framfarir meðal keppenda umtals- verðar. Í samtölum blaðamanns við mótshaldara og fyrrverandi og nú- verandi þjálfara kom fram að yfir- bygging skautasvellsins í Laugardal fyrir nokkrum árum hefur orðið mikil lyftistöng fyrir íþróttina. Þátt- takendum fjölgar jafnt og þétt og metnaður allra sem að íþróttinni standa er mikill. Íris Kara Heiðarsdóttir, Skauta- félagi Reykjavíkur, sigraði í Novice- flokknum, en þar kepptu 15 stúlkur á aldrinum 12 til 14 ára. Hún háði harða keppni við þær Kristínu Helgu Hafþórsdóttur og Jónínu Björk Ingadóttur, sem eru báðar frá Skautafélagi Akureyrar. Miklar framfarir í Novice-flokki „Keppnin í Novice-flokknum er harðari núna heldur en hún hefur nokkru sinni verið og ber framför- unum sem hér hafa orðið gott vitni, sagði Helga Olsen, þjálfari í Skauta- félagi Reykjavíkur, í samtali við Morgunblaðið. Keppni í skylduæf- ingum fór fram á laugardag, en ein- kunnir úr þeim æfingum gilda 1⁄3 á móti frjálsu æfingunum sem fóru fram á sunnudag. „Skautasamband- ið hefur staðið fyrir æfingaferðum fyrir stelpurnar og fóru sex stelpur af þeim sem eru að keppa hér í dag í slíka æfingaferð á síðasta ári. Þá hafa erlendir þjálfarar komið hingað til lands og þeir bera með sér mikla þekkingu sem verður hér eftir og á eftir að nýtast þessum stelpum vel í framtíðinni,“ sagði Helga Olsen. Er spennt og kvíðin Aðeins þrír keppendur voru skráðir til leiks í næsta flokki, svo- kölluðum Junior-flokki, og voru þær allar frá Skautafélagi Akureyrar. Sigurvegari varð Audrey Freyja Clarke, Vanessa Jóhannesdóttir varð í öðru sæti en í þriðja sæti varð Helga Margrét Clarke. Samkvæmt upplýsingum blaðamanns þá eru ekki fleiri keppendur í þessum flokki vegna þess hlés sem gert var á æfingum í Reykjavík þegar byggt var yfir skautasvellið í Laugardal. Miðað við framfarirnar og æfing- arnar í Novice-flokknum er þess þó ekki langt að bíða að þessi flokkur verði fjölmennari. Eins og áður er getið þá var Sigurlaug Árnadóttir eini keppandinn í Senior-flokknum, en hún hefur orðið Íslandsmeistari í þessum flokki nokkur undanfarin ár. „Það er vissulega leiðinlegt að hafa ekki samkeppni, en það er samt miklu meiri pressa á manni heldur en margir halda. Það er lítill ljómi yfir því að hafa staðið sig illa í æfing- um og taka samt við gullpeningi, að- eins vegna þess að maður er einn. Þessi keppni hér í dag er góð æfing fyrir Norðurlandamótið eftir tvær vikur. Fyrir mér var þetta eins og lokaæfing fyrir Norðurlandamótið en þetta er í fyrsta sinn sem ég skauta báðar æfingarnar í keppni. Þetta er í annað sinn sem ég fer á Norðurlandamótið, en mér gekk framar vonum í fyrra.“ Ég er spennt og kvíðin, allt í senn Sigurlaug, sem er 17 ára gömul, sem sammála blaðamanni um það að hún eigi nokkur ár eftir í íþróttinni. „Já, já. Við vorum að tala um það um daginn að Maria Butruskaia er 29 ára og hún vann á stóru móti um daginn. Keppendur á stórmótum eru að verða eldri og það virðist vera liðin tíð að skautadansarar hætti um tvítugt. Ég held því að ég geti verið í þessu 10 ár í viðbót og þá er nú von til þess að ég fái meiri keppni en undanfarin ár,“ sagði Sigurlaug og brosti út að eyrum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Íslandsmeistarinn Sigurlaug Árnadóttir með verðlaun sín. „ÁSKORUNIN að vera ein í sínum styrkleikaflokki er ekki minni heldur en hún er þegar maður hefur fleiri til að keppa við,“ sagði Sigurlaug Árnadóttir, Skautafélagi Reykjavíkur, sem sigraði í elsta flokki á Íslandsmeistaramótinu í listhlaupi á skautum, sem fór fram í Skautahöllinni í Reykjavík um helgina. „Mér finnst alltaf jafn fynd- ið að stíga upp á pallinn núna síðustu tvö ár eftir að eldri stelpurnar hættu að keppa, en þær yngri hafa ekki enn náð upp í minn flokk í getu, sagði Sigurlaug,“ sem var ein í Senior-flokki, en hún sýndi ágætt öryggi í æfingu sinni á sunnudag. Hún sagði í samtali við Morgunblaðið að þátttakan á Íslandsmeistaramótinu væri kærkom- in æfing fyrir Norðurlandamótið í Finnlandi sem hún tekur þátt í eft- ir tvær vikur. Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Ein á palli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.