Morgunblaðið - 07.02.2002, Side 1

Morgunblaðið - 07.02.2002, Side 1
2002  FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A PATREKUR JÓHANNESSON FRÁ Í ÞRJÁR TIL SEX VIKUR / C4 NJARÐVÍKINGAR hafa ákveðið að styrkja kvennalið sitt fyrir bikarúrslitaleikinn sem fram fer á laugardaginn í Laugardalshöllinni. Bandaríska stúlkan Ebony Dickinson var sér- staklega fengin fyrir bikarúrslitaleikinn en hún lék á sínum tíma með liði KFÍ á Ísafirði. Dickinson kom til landsins sl. laugardag og lék samdægurs gegn Grindavík þar sem hún skoraði 27 stig og tók 11 fráköst. Dickinson mun ekki leika fleiri leiki með Njarðvíkingum. Karlalið félagsins hefur óskað eftir leik- heimild fyrir Bandaríkjamanninn Pete Philo sem dvelur hér á landi þessa dagana og hefur æft með liðinu. Philo íhugar tilboð sem hann er með í höndunum frá liði í Íran en verði ekki af Íransför Philo er líklegt að hann geri samn- ing við Njarðvíkinga og verði með á laugar- daginn. Leikur einn leik með Njarðvík Stórsigur hjá Stoke BJARNI Guðjónsson og Stef- án Þór Þórðarson skoruðu báðir fyrir Stoke í gærkvöldi sem burstaði Cambridge, 5:0, í ensku 2. deildinni í knatt- spyrnu. Bjarni skoraði annað markið á 28. mínútu og Stef- án það þriðja á 63. mínútu en hann var þá nýkominn inná sem varamaður. Pétur Mar- teinsson lék síðustu 18 mín- útur leiksins en Bjarna var skipt útaf þegar 10 mínútur voru eftir. Ríkharður Daða- son gat ekki leikið vegna veikinda og Brynjar Björn Gunnarsson er enn frá vegna meiðsla. Með sigrinum komst Stoke upp í þriðja sæti með 57 stig, Brighton er stigi á undan í öðru sæti en Reading er í toppsætinu með 62 stig. ALLT bendir til þess að varn- armaðurinn sterki, Ólafur Adolfsson, leiki með knatt- spyrnuliði Víkings í 1. deildinni í sumar en Ólafur hefur til- kynnt um félagaskipti úr FH og í Víking sem er undir stjórn fyrrum félaga hans úr ÍA, Lúk- as Kostic. Ólafur er 34 ára gam- all og lék á sínum tíma 99 leiki með ÍA og skoraði 13 mörk. Sumarið 2000 lék Ólafur með FH í 1. deild þegar liðið tryggði sér sæti í efstu deild á ný en Ólafur tók sér hvíld frá knatt- spyrnu á sl. ári. Auk Ólafs hef- ur varnarmaðurinn Vilhjálmur Vilhjálmsson tilkynnt um fé- lagaskipti úr Þrótti R. í Víking en Vilhjálmur lék á sínum tíma með liði Fram. Ólafur Adolfsson í Víking RÚSSNESKA stúlkan Svetlana Fe- ofanova stal senunni á fyrsta stiga- móti Alþjóða frjálsíþróttasambands- ins, sem fór fram í Globen-höllinni í Stokkhólmi í gærkvöldi, er hún setti nýtt heimsmet í stangarstökki kvenna, stökk 4.72 m. Vala Flosadótt- ir tók þátt í mótinu, náði sér ekki á strik og stökk 4.15 m. Feofanova bætti eigið heimsmet um einn sentímetra frá því á móti á sunnudag og hafði mikla yfirburði. Í öðru sæti var bandaríski ólympíu- meistarinn Stacy Dragila sem stökk 4,47 metra og í þriðja sæti hafnaði Jelena Belyakova frá Rússlandi en hún stökk 4,37 metra eins og Gao Shuying frá Kína, Yvonne Busch- baum frá Þýskalandi og Monika Pyr- ek frá Póllandi. Feofanova varð rúmum 4 milljón- um krónum ríkari en þá upphæð fékk hún í verðlaun frá styrktaraðilum mótins fyrir að setja heimsmetið. Vala varð í áttunda og neðsta sæti með stökk upp á 4,15 metra, 11 sentí- metrum lægra en Kirsten Belin frá Svíþjóð stökk en hún varð í sjöunda sæti. AP Svetlana Feofanova frá Rússlandi er hér að stökkva 4,72 metra í stangarstökki og setja nýtt heimsmet á stigamóti í Globen-höllinni í Stokkhólmi í gærkvöldi. Vala Flosadóttir rak lestina á mótinu í Globen en hún stökk aðeins 4,15 metra. Feofanova með nýtt heimsmet í Globen Claudio Ranieri, knattspyrnu-stjóri Chelsea, var himinlif- andi með frammistöðu sinna manna gegn West Ham á útivelli í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í gærkvöld, þar sem gestirnir lentu í tvígang undir í leiknum en náðu að tryggja sér 3:2 sigur með marki á elleftu stundu. Þetta var síðari leikur liðanna þar sem liðin skildu jöfn, 1:1, í fyrri leiknum en í gær- kvöld átti að leika til þrautar. Víðir Sigurðsson, blaðamaður Morgunblaðsins, var á leiknum og á blaðamannafundi sem haldinn var í kjölfarið. Að sögn Víðis var ítalski knattspyrnustjórinn afar ánægður með að lið hans skyldi af- reka það, að skora þrjú mörk gegn West Ham sem aðeins hafði fengið á sig sjö mörk á heimavelli í vetur. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Chelsea en náði ekki að komast í eða skapa sér afger- andi marktækifæri. Eiður var tek- inn af leikvelli á 60. mínútu. Defoe kom West Ham í tvígang yfir í leiknum en í fyrra markinu hafnaði knötturinn í John Terry og markið var skráð sem sjálfsmark. Jimmy Floyd Hasselbaink jafnaði metin á 42. mín. með marki beint úr aukaspyrnu. Varamaðurinn Mikael Forssell sem kom inná í stað Eiðs Smára jafnaði að nýju, 2:2, áður en John Terry skoraði sigurmarkið þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Ranieri sagði jafnframt að markmið Chelsea væri að fara alla leið í ensku bikarkeppninni, en áður en að menn færu að láta sig dreyma um bikara og titla þyrfti að leysa fjölmörg verkefni og það næsta væri gegn Aston Villa nk. laugardag. Chelsea mætir 1. deildarliðinu Preston North End í 5. umferð bikarkeppninnar á heimavelli sín- um Stamford Bridge en þar gæti orðið um Íslendingaslag að ræða verði búið að greiða úr félagskipta- málum Þórðs Guðjónssonar frá Las Palmas á Spáni til Preston. Claudio Ranieri var himinlifandi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.