Morgunblaðið - 07.02.2002, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.02.2002, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 C 3 kenndur og með alla þessa vel spilandi einstaklinga var hann mjög dapur, þar sem einstaklingsframtakið réð ríkj- um. Það gengur ekki að spila enda- laust frjálsan leik í alþjóðlegum hand- knattleik í dag. Það dugar ekki að stóla á einstaklinga í svona stórmótum heldur verður liðið að leika vel sem ein liðsheild.“ Guðmundur blæs í herlúðra Guðmundur Þórður Guðmundsson tók við stjórn landsliðsins í maí 2001 og byrjaði þá strax að búa liðið undir átök við Hvít-Rússa um farseðil á EM í Svíþjóð. Hann blés í herlúðra og fór með sveit sína til æfinga í Belgíu, þar sem leiknir voru tveir leikir gegn Belgum og einn gegn Hollendingum, áður en haldið var til Minsk í Hvíta- Rússlandi. Undir stjórn Guðmundar voru Hvít-Rússar óvænt lagðir að velli á heimavelli þeirra, sem hafði verið þeirra sterkasta vígi í mörg ár – loka- tölur, 30:23. Ótrúleg úrslit og þrátt fyrir eins marks tap í Laugardalshöll- inni, 26:27, voru Íslendingar komnir áfram á EM í Svíþjóð. Áhuginn fyrir landsliðinu vaknaði á ný og af litlum neista verður oft mikið bál. Guðmundur þjappaði sveit sinni saman og kom með leikkerfi, sem ekki höfðu verið ríkjandi áður. Allir leik- menn fengu hlutverk til að leika í vörn og sókn, en fengu jafnframt leyfi til að brjótast út úr þeim þegar við átti. Guðmundur kom á aga og hlutirnir fóru að ganga upp, þannig að léttleik- inn réð ríkjum. Góður árangur á móti í Noregi og tveir yfirvegaðir sigrar í leikjum gegn Þjóðverjum í Laugardalshöllinni juku mönnum bjartsýni áður en landsliðið hélt í æfingabúðir í Danmörku fyrir EM. Menn gerðu ekki miklar kröfur til landsliðsins áður en EM hófst. Fyrsta skrefið var að komast áfram úr riðla- keppninni og reyna að standa sig sem best í milliriðli. Menn gældu við sjö- unda til tíunda sæti – það reiknaði enginn með einu af fjórum efstu sæt- unum. Það fór á annan veg, stemmningin var geysilega góð í landsliðshópi Ís- lands – léttleikinn, sem hafði ekki sést í langan tíma, réð nú ríkjum. Leik- menn skemmtu sjálfum sér og um leið landsmönnum. Einfaldur boltaleikur var ekki leng- ur gerður flókinn og mikill. Guðmundur Þórður hefur komið landsliðinu á ný á þann stall þar sem það á heima – í hóp bestu landsliða heims. Menn eru þegar byrjaðir að ræða um heimsmeistarakeppnina í Portúgal 2003 og EM 2004, sem lands- liðið hefur þegar tryggt sér þátttöku- rétt í. Suma dreymir nú þegar um Ól- ympíuleikana í Aþenu 2004. Eins og staðan er í dag, þá er í góðu lagi að láta sig dreyma. Framtíðin er björt. Það kom fram í Svíþjóð. náðum ekki að fylgja varnarleiknum eftir í seinni hálfleiknum og sóknar- leikur okkar batnaði ekki. Við þurfum nú að setjast niður og ræða málin, finna út hvað er að og hvernig við get- um náð okkar fyrri styrk.“ Það var flestum ljóst að höfuðverk- ur landsliðsins var einhæfur sóknar- leikur, þar sem leikmaður eins og til dæmis Róbert Julian Duranona fékk ekki að leika sams konar hlutverk og hann gerði með KA og liði sínu í Þýskalandi. Óvæntir hlutir áttu síðan eftir að gerast – Duranona var settur fyrir- varalaust út úr landsliðinu í þýðing- armiklum leikjum gegn Ungverjum. Þá var sagt að leikstíll hans hentaði ekki gegn Ungverjum og var greini- legt að þjálfari íslenska landsliðsins var búinn að gleyma því að Duranona átti mjög góðan leik gegn Ungverjum á HM í Kumamoto, skoraði níu mörk. Seinna viðurkenndi þjálfarinn að það hefðu verið mistök að hafa Dur- anona ekki með í leikjunum gegn Ungverjum. Í forkeppni fyrir EM í Króatíu 2000 komust Íslendingar áfram á betri markatölu en Svisslendingar. Þá vissu menn ekki hvernig reglur voru og þurfti að hringja til Sviss úr Kapla- krika til að fá úr því skorið hvort landslið Sviss eða Íslands væri komið áfram. Þegar svarið kom, að Ísland færi áfram, var langt síðan vonsviknir áhorfendur höfðu yfirgefið Kapla- krika – vissu ekki betur en Íslending- ar væru úr leik. Ekki urðu neinar breytingar á leik- skipulagi landsliðsins fyrir EM í Kró- atíu, þar sem Ísland varð í næstneðsta sæti – tapaði fimm leikjum, en vann einn. Þar með fékkst ekki farseðill á ÓL í Sydney 2000, sem margir höfðu vonað að næðist. Einn af forráðamönnum HSÍ sagði að menn yrðu að fara í naflaskoðun að loknu móti. Aldrei fréttist neitt af þeirri naflaskoðun, eða hvort hún fór fram yfirhöfuð. Áhuginn fyrir landsliðinu fór smátt og smátt að fjara út og hann var ekki mikill þegar landslið- ið tók þátt í HM í Frakklandi 2001, þar sem var háður Hrunadans. Lands- liðið hafnaði í tólfta sæti og kipptu menn sér ekkert upp við það – áttu ekki von á betri árangri. Menn voru sammála um að leikskipu- lag hefði vantað í leik íslenska liðsins, sem hefði verið hugmyndasnauður í langan tíma. Viggó Sigurðsson, þjálfari meist- araliðs Hauka, sagði í viðtali við Morgunblaðið að hann væri ekki ánægður með leik liðsins. „Við erum með góða einstaklinga en það vantar meira af leikkerfum í sókninni, að ég tali ekki um hraðaupphlaupin. Sókn- arleikurinn var lengstum tilviljunar- Geir Sveinsson, Júlíus Jónasson, Bjarki Sigurðsson, Róbert Julian Duranona, Patrekur Jóhannesson, Konráð Olavson og markverðirnir Guðmundur Hrafnkelsson og Berg- sveinn Bergsveinsson, sem vörðu mjög vel á HM. Ungu leikmennirnir í liðinu voru Dagur Sigurðsson, Ólafur Stefánsson, sem höfðu verið að gera mjög góða hluti með Wuppertal í Þýskalandi, Björgvin Björgvinsson, Gústaf Bjarnason, Jason Ólafsson, Róbert Sighvatsson og Reynir Þór Reynisson. Íslenska liðið fór hægt af stað, en eftir að glæsilegur sigur vannst á Júgóslavíu í þriðja leik, 27:18, fóru hjólin að snúast og það hratt. Eins og alltaf þá magnaðist spenn- an á Íslandi og menn vöknuðu um miðjar nætur til að sjá „strákana okk- ar“ á fullri ferð. Litháar voru lagðir að velli, Sádi-Arabar og síðan Norðmenn í spennuleik í 16-liða úrslitum, 32:28. Menn voru byrjaðir að ræða um und- anúrslit, en þá kom óþarfa tap fyrir Ungverjum, 26:25. Eftir það voru Spánverjar lagðir að velli og þá Egyptar í leik um fimmta sætið, 23:20. Frjáls sóknarleikur, góð vörn og frábær markvarsla var það sem boðið var upp á. Dæmið gekk upp og Ísland náði sínum besta árangri á HM. Það voru margir sem hrósuðu ís- lenska liðinu – sögðu það skipað leik- mönnum á besta aldri, sem ættu eftir að halda merki Íslands á loft í næstu framtíð. Náðu ekki að fylgja árangrinum eftir Íslenska landsliðið náði ekki að fylgja árangrinum í Kumamoto eftir – liðið komst ekki í lokakeppni Evrópu- mótsins á Ítalíu 1998 og heldur ekki á HM í Egyptalandi 1999. Þá var ljóst að ýmislegt var að í uppbyggingu landsliðsins. Viðvörunarbjöllur hringdu í Aarau í Sviss í október 1998, þar sem Íslendingar máttu sætta sig við tap fyrir Svisslend- ingum í baráttu um sæti á HM í Egypta- landi. Geir Sveins- son, fyrirliðinn sterki, var ekki ánægður eftir leikinn í Sviss og sagði í við- tali við Morgunblað- ið: „Eftir þennan leik verð ég hrein- lega að segja að það er margt sem veldur mér miklum áhyggjum. Það er greinilegt að það er margt sem við þurfum að bæta í leik okkar, ef við ætlum okkur að ná okkar fyrri styrk. Það er ekki nægilegt að leika góðan leik í þrjátíu mínútur. Sóknarleikur okkar var ekki neitt sérstakur í fyrri hálfleik, en þó nægilega góður til að vera þremur mörkum yfir. Það var eingöngu vegna þess að við lékum sterkan varnarleik og fengum þannig hraðaupphlaup á Svisslendinga. Við seðil á ÓL í Barcelona 1992. Sagan frá Ólympíuleikunum í Seoul endurtók sig í Tékkóslóvakíu. Allan léttleika vantaði í leik íslenska landsliðsins. Leikmennirnir þoldu ekki álagið – höfðu ekki gaman af því sem þeir voru að fást við. Sögulegu tímabili í sögu handknatt- leiks á Íslandi lauk í Prag í Tékkóslóv- akíu, tjaldið féll. Bogdan Kowalczyk hélt til Póllands, hans þætti var lokið. Kynslóðaskipti Þorbergur Aðalsteinsson tók við landsliðinu og það urðu kynslóða- skipti. Þriðja sæti náðist í B-keppn- inni í Austurríki 1992 – og farseðill á HM í Svíþjóð 1995, og landsliðið tók sæti Júgóslavíu á Ólympíuleikunum í Barcelona sama ár. Þar má segja að íslenska landsliðið hafi komið skemmtilega á óvart með því að kom- ast í undanúrslit. Leikið var gegn Samveldinu, gömlu Sovétríkjunum, og tapaðist leikurinn 23:19. Í leik um bronsið voru Frakkar sterkari, 24:20. Íslenska liðið náði sér ekki á strik í HM í Svíþjóð 1993 og heldur ekki í heimsmeistarakeppninni á Íslandi 1995, þrátt fyrir miklar væntingar. Enn einu sinni þoldu leikmenn Ís- lands ekki pressuna þegar á hólminn var komið. Ísland missti af sæti á ÓL í Atlanta 1996. Fögnuður í Álaborg á fullveldisdegi Það var ekki fyrr en á fullveldisdag- inn 1. desember 1996 í Álaborg í Dan- mörku, að íslenskir handknattleiks- unnendur fóru fyrir alvöru að taka gleði sína á ný. Það var þegar Íslend- ingar fjölmenntu þar í höllina og sáu „strákana okkar“ leggja Dani að velli á eftirminnilegan hátt, 24:22. Róbert Julian Duranona fór á kostum undir lok leiksins – hreinlega skaut Íslandi á HM í Kumamoto í Japan 1997. Danir áttu erfitt með að kyngja tap- inu, en það vakti mika athygli hvað Ís- lendingar voru margir á leiknum – handknattleiksunnendur komu frá öll- um bæjum og borgum í Danmörku og með ferjum frá Noregi og Svíþjóð. Þeir komu saman í diskóteki í miðbæ Álaborgar, þar sem menn voru mál- aðir. Síðan var gengið í skrúðgöngu að íþróttahúsinu. „Hverjum datt í hug að hafa leikinn hér í Álaborg?“ spurði sænskur þjálfari Danmerkur eftir leikinn. Glæsilegur árangur í Kumamoto Það voru ekki miklar vonir bundnar við landsliðið, sem hélt til Kumamoto í Japan 1997, til að taka þátt í HM. Engin pressa var á liðinu – menn fóru til að gera sitt besta. Þorbjörn Jens- son var þjálfari landsliðsins – tók við starfi Þorbergs eftir HM á Íslandi. Landsliðið sem lék í Kumamoto var sterk blanda af ungum leikmönnum og reyndum refum – það voru leik- menn eins og Valdimar Grímsson, leikana skapaði mikla spennu – miklar kröfur voru gerðar en síðan kom mar- tröðin í ólympíuþorpinu í Seoul, sem var eins og fangabúðir. Það var langt á æfingar, það var langt í leiki – og það var langt í þann árangur, sem við von- uðumst eftir. Andrúmsloftið var raf- magnað og lamandi.“ Æfingarnar skiluðu sér Alfreð Gíslason sagði að hinar miklu æfingar fyrir Ólympíuleikana í Seoul hefðu skilað sér sex mánuðum síðar, eða í B-keppninni í Frakklandi. Bogdan og aðrir höfðu lært af mistök- unum og eftir greinina um grímuna, sem birtist í Morgunblaðinu, lét Bogd- an léttleikann ráða ríkjum – tók niður fýlulegu grímuna, sem svo margir þekktu, og setti þá brosandi upp. Árangurinn lét ekki á sér standa. Mikil stemmning skapaðist í kringum landsliðið og þegar það mætti Pólverj- um í úrslitaleik fyrir framan 14 þús. áhorfendur í Bercy-höllinni í París, voru þangað mættir um 500 hand- knattleiksunnendur frá Íslandi. Tvær breiðþotur fóru frá Íslandi með áhorf- endur – færri komust að en vildu í ferðirnar til Parísar. Þar fögnuðu Íslendingar sigri við geysilegan fögnuð áhorfenda, 29:26. Alfreð Gíslason var valinn maður B- keppninnar. Ísland hafði tryggt sér rétt til að leika á HM í Tékkóslóvakíu. Bogdan sendi tóninn frá Stupava! Bogdan var ekki ánægður með und- irbúning landsliðsins fyrir HM í Tékkóslóvakíu 1990. Gamla vanda- málið kom upp – hann átti erfitt með að fá leikmenn sem léku með erlend- um liðum. Þegar Bogdan kom frá Pól- landi til Tékkóslóvakíu, þar sem landsliðið tók þátt í æfingamóti í nóv- ember 1989, var hann óhress með að margir bestu leikmenn Íslands voru ekki með í ferð. Hann notaði tækifær- ið og sendi tóninn til Íslands í viðtali við Morgunblaðið og sagði m.a.: „Það er eins og margir á Íslandi séu ekki komnir heim frá París. Það er eðlilegt fyrir Íslendinga – þeir vilja liggja lengi á sigrinum og gleðjast. Síðan þarf að koma áfall til þess að menn vakni af þyrnirósarsvefninum.“ Væntingar á ný – og sagan endurtók sig Mikil spenna var byggð upp fyrir HM í Tékkóslóvakíu – aðeins tvær breytingar gerðar frá gullliðinu í Par- ís. Karl G. Benediktsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, sagði eftir fyrsta leikinn – sigur á Kúbu, að Ís- land hefði aldrei átt betra lið. „Í liðinu eru frábærir einstaklingar, sem vinna saman sem liðsheild.“ En eftir það small allt í baklás og mikið spennufall var í leik gegn Júgó- slavíu, 27:20, og í kjölfarið kom tap fyrir Sovétmönnum, 27:19. Mestu vonbrigðin voru er leikur við Frakka um 9. sætið tapaðist, en hann gaf far- Morgunblaðið/Brynjar Gauti tokkhólmi – Dagur Sigurðsson, Guðmundur Hrafnkelsson, Bjarni Frostason, Róbert Sighvatsson, Aron Kristjánsson, Einar Örn Jónsson, Sigfús Sigurðsson, Halldór Ingólfsson, Gústaf Bjarnason, Guðjón Valur Sigurðsson, Ragnar Óskarsson, Ólafur Stefánsson, Gunnar Berg Viktorsson og Rúnar Sigtryggsson. Þegar leikið var gegn Svíum á HM í Sviss 1986 var áhuginn orð- inn svo mikill á Íslandi að ákveðið var að opna sjónvarpið á fimmtudagskvöldi. HANDKNATTLEIKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.