Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2002 C 3  TEITUR Örlygsson hefur leikið níu sinnum til úrslita með Njarðvík og sigrað sex sinnum. Friðrik Stef- ánsson er að leika sinn þriðja bik- arúrslitaleik en hann lék með KFÍ árið 1998 í tapleik gegn Grindavík en hann var í sigurliði Njarðvíkinga ár- ið 1999.  BRENTON Birmingham hefur ekki tapað bikarúrslitaleik en hann lék með Njarðvík árið 1999 og ári síðar var hann í herbúðum Grindvík- inga.  PÁLL Kristinsson, leikmaður Njarðvíkur, er öðru sinni mættur í „Höllina“ en Pálína Gunnarsdóttir, unnusta hans, verða í eldlínunni fyrr um daginn með liði Njarðvíkur.  LOGI Gunnarsson er að leika sinn fyrsta bikarúrslitaleik með Njarð- víkingum en faðir hans Gunnar Þor- varðarson afrekað það að tapa í öll fimm skiptin sem hann lék til úrslita með Njarðvík og ekki tókst honum það síðar sem þjálfara. Gunnar var aftur á móti formaður félagsins þeg- ar bikarinn fór til Njarðvíkur árið 1999.  LEIÐ karlaliðs KR í úrslitaleikinn var á þann veg að í 32 liða úrslitum var lið Hattar lagt að velli, Hamar var næst í röðinni, Þór Þ. í 8 liða og Þór frá Akureyri í undanúrslitum.  NJARÐVÍKINGAR mættu Grind- víkingum strax í 32 liða úrsl., en síð- an voru lið Breiðabliks, Reynis frá Sandgerði og Tindastóls lögð að velli.  Í KVENNAFLOKKI sigraði KR lið Keflavíkur í 16 liða úrsl., lið Ár- manns var næst í röðinni og ÍS var slegið út í undanúrslitum.  NJARÐVÍK sigraði b-lið granna sinna úr Keflavík í 1. umferð, KFÍ í þeirri næstu og lið Hauka í undan- úrslitum.  ÞESS má geta að heimasíður fé- laganna eru með líflega umfjöllum um bikarleikina en slóð Njarðvík- inga er www.umfn.is/karfan/ en vesturbæjarliðið er með heimsíðu sína undir slóðinni www.kr.is/karf- an/. BIKAR- PUNKTAR Brenton á að stöðva „pjakkinn“ „MARKMIÐ okkar er að leikmenn liðsins séu vel hvíldir og upplifi að þeir séu léttir í skrokknum þegar í leikinn er komið,“ Friðrik Ragn- arsson, þjálfari Njarðvíkur. „Við tókum vel á því á æfingum liðsins í síðustu viku og það kom berlega í ljós í leikjunum gegn Keflavík og Tindastól, þar voru menn þreyttir og þungir. Við teljum að Jón Arnór Stefánsson sé lykilmaður KR sem þarf að stöðva og Brenton Birm- ingham fær það hlutverk að slökkva í „pjakknum.“ Friðrik sagði að óvíst væri hvað gerðist með Bandaríkja- manninn Pete Philo sem búið væri að sækja um leikheimild fyrir. „Ég nota hann ekki ef hann verður ekki með okkur það sem eftir lifir leik- tíðar. Fari svo að það verði gerður við hann samningur verður Philo í aukahlutverki í leiknum ef hann verður þá með. Það er alltaf áhætta að taka inn nýja leikmenn. Ef við náum að stilla saman strengi okkar sem lið á laugardaginn með hjálp leikkerfa okkar er ekkert lið sem getur stöðvað okkur – þetta vitum við og ætlum okkur að gera það,“ sagði Friðrik. FÓLK  SIGURVIN Ólafsson, knattspyrnu- maður, skrifaði í gær undir nýjan tveggja ára samning við KR-inga. Sigurvin gekk í raðir KR frá Fram í fyrra en lék þar áður með ÍBV. KR- ingar hafa á undanförnum vikum ver- ið duglegir að gera nýja samninga við liðsmenn sína, en þó eiga fjórir lyk- illeikmenn eftir að gera það – Krist- ján Finnbogason, Guðmundur Bene- diktsson, Þormóður Egilsson og Einar Þ. Daníelsson.  SPÆNSKA handknattleiksliðið Ciudad Real, sem er í öðru sæti í 1. deild á Spáni, vill fá landsliðsmanninn Ólaf Stefánsson í sínar raðir, sam- kvæmt frétt þýska netmiðilsins sport1. Samningur Ólafs við Magde- burg rennur út sumarið 2003, en spænska liðið er tilbúið að kaupa Ólaf strax eftir yfirstandandi keppnistíma- bil.  CONVERSANO, lið Guðmundar Hrafnkelssonar á Ítalíu, tapaði á laugardaginn sínum þriðja leik í deildinni. Guðmundur var fjarri góðu gamni þegar liðið heimsótti Fasano, sem er í næsta nágrenni og tapaði 26:20. Þetta var 500. leikur Convers- ano í ítölsku deildinni.  UM aðra helgi verður bikarkeppnin á Ítalíu, en hún er leikin með dálítið öðru sniði en hér heima. Átta efstu lið- in í deildinni leika og er keppnin klár- uð á tveimur helgum. Conversano er í 4. sæti, en Modena, lið Hilmars Þór- lindssonar, er í 9. sæti sem stendur, tapaði 25:20 fyrir Mazara um helgina.  STAFFAN Olsson, leikmaður sænska landsliðsins og þýska félags- ins Kiel, segist ekki útiloka að hann endurnýi samning sinn við Kiel til eins árs, en núverandi samningur hans við félagið rennur út í vor. Ols- son endurnýjaði samninginn til eins árs í fyrra og sagði þá að hann ætlaði sér að flytja heim til Svíþjóðar að honum loknum. Olsson verður 38 ára á þessu ári.  RAÚL, sóknarleikmaðurinn sterki hjá Real Madrid, verður frá keppni í tvær vikur vegna meiðsla á fæti sem hann hlaut í leik við Valladolid, sem Real tapaði á miðvikudag, 2:1.  ÞÆR fréttir bárust frá Skotlandi í gær, að innan tveggja vikna verði Þjóðverjinn Berti Vogts búinn að skrifa undir samning sem landsliðs- þjálfari Skota, sem leika í sama riðli og Íslendingar í undankeppni EM í Portúgal 2004.  LANDSLIÐSMAÐURINN Andri Sigþórsson var á skotskónum með liði sínu Molde gegn Brann í gær er norsku úrvalsdeildarliðin áttust við í æfingaleik í Vestlandshallen. Andri lék aðeins í fyrri hálfleik gegn Teiti Þórðarsyni og lærisveinum hans og skoraði Andri mörkin á 5. og 44. mín- útu. Bjarni Þorsteinsson var einnig í byrjunarliði Molde. Leiknum lauk með 3:1 sigri Molde.  FINNINN Mikael Forsell vonast eftir því að fá sæti í byrjunarliði Chelsea vegna góðrar frammistöðu sinnar í leikjum liðsins að undan- förnu. Forsell hefur skorað 5 mörk í síðustu átta leikjum Chelsea og frammistaða hans er farin að vekja athygli. Belgíska liðið Anderlecht hefur sýnt Finnanum áhuga en for- ráðamenn Chelsea segja, að hann sé framtíðarmaður í liðinu og hafa gert við hann samning til ársins 2005.  NATALIA Baranova, rússnesk skíðagöngukona sem er fyrrum heimsmeistari unglinga í greininni, fær ekki að keppa á vetrarólympíu- leikunum sem hefjast í Salt Lake City í dag. Ástæðan er að hún féll á lyfja- prófi sem var tekið hjá henni eftir mót í Austurríki í síðasta mánuði.  DAVID Seaman, Lee Dixon og Tony Adams léku allir með varaliði Arsenal í gærkvöld sem gerði 2:2 jafntefli við Watford. Þessar þrjár gömlu kempur hafa allar verið frá meira og minna í vetur vegna meiðsla en þær komust klakklaust frá leikn- um í gær og gætu því fengið að spreyta sig með aðalliðinu áður en langt um líður. Að mínu mati liggur höfuðstyrk-ur KR-liðsins í Jóni Arnóri Stefánssyni. Hann hefur leikið best allra í vetur og er lykilmaður KR. Það er ekki nóg að stöðva strákinn í því að skora því hann splundrar upp hvaða vörn sem er með hraða sínum og hefur gott auga fyrir samherjum sínum sem njóta góðs af. Njarðvíkingar munu leggja höfuðáherslu á að stöðva hann en það verður erfitt. Að auki hefur KR yfir ráða meiri breidd en Njarðvík en ég er ekki viss um að það skipti öllu máli þegar aðeins er um að ræða einn leik – stærsta leik ársins. Herbert Arnarson mun eflaust blómstra enda að leika í fyrsta sinn til úrslita og að sama skapi er Arnar Kárason mjög traustur leikmaður sem spilar líka hörku vörn.“ Jón Örn hafði meiri áhyggjur af Keith Vassell sem stýrir kvennaliði KR áður en hann leikur sjálfur með karlaliði KR. „Það bíður erfitt verk- efni til handa Keith Vassell því hann hefur verið að gefa nokkuð eftir og hefur að mínu mati ekki leikið vel í vetur. Ef eitthvað er hefur Friðrik Stefánsson miðherji Njarðvíkinga yfirhöndina ef þeir léku einn á móti einum. Samt sem áður er Keith Vassell reyndur leikmaður sem skilar alltaf sínu en hann er ekki eins áberandi í leik KR og áður.“ Logi og Brenton áberandi en Teitur verður lúmskur „Tvíeykið Brenton Birmingham og Logi Gunnarsson koma til með að bera uppi sóknarleik Njarðvík- inga. Annar þeirra á eftir að eiga stórleik. Teitur Örlygsson hefur ekki haft sig í frammi í vetur en þetta er leikur sem hann langar til að gefa allt í. Það sem hefur einkennt þessa stráka er að þegar í úrslitaleiki er komið þá eru þeir eins og beljur á vorin, sprækir og taka af skarið þegar þurfa þykir. Þrátt fyrir að stigaskorið dreifist meira í KR-lið- inu finnst mér alltaf eins og þeir Logi og Brenton geti nánast skorað þegar þeir vilja og þeir eiga síðan alltaf von á því að Teitur detti í stuð – eins og svo oft áður. Eins og áður segir er Njarðvík með besta byrj- unarlið landsins og ég tel að það skipti litlu máli hverjir verða á bekknum í þessum leik, það dugir að nota sex til sjö leikmenn.“ Jón Örn var ekki viss um að nýr leikmaður væri góð lending fyrir Njarðvík. „Ég veit að Friðrik Ragn- arsson mun ekki treysta á að nota nýja leikmanninn í þessum leik. Ef hann verður með mun hann leika af- ar lítið og verður ekki afgerandi þáttur í leiknum. Annað væri tómt rugl í svo mikilvægum leik en mað- ur veit samt aldrei hvað gerist í íþróttum.“ Jón Örn stýrði sem kunnugt er liði ÍR til sigurs í keppninni fyrir ári og sagði þjálfarinn að miklu skipti að bregða ekki útaf vananum í und- irbúningi liðanna. „Það er mikil spenna sem myndast hjá leikmönn- um á þessum degi. Það er mín trú að menn notist við sömu rútínu og notuð er á venjulegum leikdegi í deildinni. Slíkt hjálpar mönnum að ná einbeitingu. Ég hef trú á því að Njarðvíkingar nái að sigra. Þeir eru með hlutverkin sín á hreinu og gengur vel að skora. Það sem getur gert þeim erfiðara fyrir er ef ein- hverjar breytingar verða á hlut- verkaskipan þeirra og menn finni sig ekki í nýjum hlutverkum.“ Morgunblaðið/Jim Smart bikarúrslitaleik og leikur síðan bikar- nnarsson og Brenton Birmingham. Jón Arnór ber KR-liðið uppi JÓN Örn Guðmundsson var sannspár þegar hann rýndi í möguleika karlaliðanna sem léku til undanúrslita í bikarkeppni KKÍ og Doritos og því var ekki um annað að ræða en að þjálfari ÍR-inga fengi annað tækifæri þegar að úrslitaleiknum kæmi. Jón Örn sagði að breiður leikmannahópur einkenndi lið KR en að Njarðvíkingar hefðu á að skipa besta fimm manna liði landsins og væru því sigurstranglegri. Jón Örn Guðmundsson þjálfari ÍR segir Njarðvíkinga vera líklegri til að hampa bikarnum í karlaflokki gegn KR Morgunblaðið/Þorkell Jón Arnór Stefánsson, leikmaðurðinn sterki hjá KR-liðinu, treður hér knettinum í körfu í leik gegn ÍR-ingum. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson ÞAÐ er ótrúlegt en satt að einn fremsti leikmaður landsins und- anfarinn áratug eða svo, KR- ingurinn Herbert Arnarson, er að leika í fyrsta sinn í bikarúrslitum. „Það eru ekki margir sem vita þetta en þetta er aðeins fimmta tímabilið sem ég leik hér á landi. Ég hef aldrei leikið í úrslitum áður,“ sagði Herbert. „Þetta er leikur sem ekki allir fá að upplifa á ferli sínum sem leikmenn og ég ætla að njóta dagsins til hins ýtrasta,“ bætti Her- bert við. Herbert er í hlut- verki nýliðans ÍÞRÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.