Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 1
2002  FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A TVÖFÖLD BIKARÚRSLIT HJÁ KR OG NJARÐVÍK / C2, C3 FYLKISMENN ætla að hafa tilboði norska liðs- ins Molde í landsliðsmanninn Ólaf Stígsson sem Árbæjarliðinu barst frá Molde í fyrrakvöld. Að sögn Kjartans Daníelssonar, formanns knatt- spyrnudeildar Fylkis, var tilboðið frá Norð- mönnunum lélegt og ekki um annað að ræða en að hafna því. Molde hefur verið með Ólaf í sigt- inu um nokkurt skeið og var hann við æfingar hjá liðinu í vikutíma á La Manga á Spáni fyrir skömmu. „Við viljum leggja ofurkapp á að halda Ólafi í okkar herbúðum. Við höfum orðið fyrir skakkaföllum og megum alls ekki við því að missa Ólaf,“ sagði Kjartan við Morgunblaðið í gær.Tveir leikmenn Árbæjarliðsins hafa meiðst illa að undanförnu. Hreiðar Bjarnason sleit hásin á Íslandsmótinu innanhúss og Elmar Ásbjörnsson, einn af ungu leikmönnum liðsins, sleit krossbönd í hné á æfingu í vikunni. Fylkir hafnar tilboði Molde ÓLAFUR Gottskálksson, knatt- spyrnumarkvörður, samdi í gær við enska félagið Brentford um að fá frjálsa sölu þaðan. Þar með má hann strax byrja að ræða við önnur félög um skipti, þótt hann eigi tæplega hálft annað ár eftir af samningi sínum við Brentford. Ólafur sagði við Morgunblaðið í gær að hann myndi halda áfram sínu striki hjá Brentford þar til í ljós kæmi hvert hann færi. „Ég er að jafna mig eftir sprautumeðferð og byrja að æfa á ný í næstu viku. Það virðast mörg lið hér í Englandi vera á höttunum eftir markvörðum þannig að ég hef engar áhyggjur. Mér liggur heldur ekkert á, aðal- málið sem stendur er að fá sig góðan af meiðslunum.“ Fram kom fyrr í vikunni að Ron Noades, eigandi Brentford, vildi losa sig við Ólaf vegna þess að hann væri félaginu of dýr. „Brentford er að skera niður all- an launakostnað og það má því segja að ég hafi legið vel við höggi. Ég vil komast héðan sem fyrst, allavega áður en samning- urinn rennur út. Mér finnst allan metnað vanta og andrúmsloftið hjá félaginu hefur versnað að undanförnu. Lykilmenn eru seld- ir, ekki samið við þá sem eru með lausa samninga, þar á meðal Ívar Ingimarsson, það er verið að selja völlinn og fleira í þeim dúr. Ég stefni að því að spila með fé- lagi þar sem metnaðurinn er meiri,“ sagði Ólafur. Hann var á dögunum orðaður við Wigan og Stoke, sem bæði leika í 2. deild eins og Brent- ford. „Stoke er vissulega félag með mikinn metnað en annars get ég lítið tjáð mig um þetta, þessi mál eru öll í höndunum á umboðsmanninum mínum. Ég bíð rólegur eftir rétta tækifær- inu,“ sagði Ólafur Gottskálks- son. Ólafur fær frjálsa sölu frá Brentford Það er í það minnsta ljóst að þessirausnarlega söfnun breytir miklu fyrir okkur og nú verður þetta enn meira gaman,“ sagði Guðumund- ur í samtali við Morgunblaðið. „Við erum að fara ofan í þessi mál og kort- leggja hvernig við ætlum að nýta þessa peninga þannig að við fáum sem mest út úr þeim. Ég get því ekki á þessari stundu nefnt neina upphæð, en auðvitað breytir þetta gríðarlega miklu fyrir okkur,“ segir formað- urinn. „Árangur liðsins í Svíþjóð og þessi fjársöfnun hér heima setur handbolt- ann hjá okkur á allt annað plan og þetta gjörbreytir einnig starfsum- hverfi okkar. Það hefur verið gaman að starfa við þetta en nú verður það enn þá skemmtilegra,“ segir hann. Vegna HM hé heima 1995 þurfti HSÍ að greiða um 11 milljónir í svo- kallaðan vörsluskatt vegna miðasölu- mála. Guðmundur sagði að búið væri að leiða það mál til lykta. „Staðan hjá okkur á síðasta ársþingi var sú að brúttóskuldir námu um 40 milljónum. Ég á ekki von á að skuldirnar hafi lækkað fyrr en núna að við fáum þessa miklu peninga. Við höfum verið með dýr verkefni í tengslum við þær vonir um árangur, sem náðist í Sví- þjóð þannig að það var talsvert lagt undir,“ segir Guðmundur. Spurður um hversu mikið hafi safnast sagði hann: „Það söfnuðust rúmar 30 milljónir og það gæti bæst við enn því það hafa nokkur fyrirtæki haft samband. Eins og gengur í svona söfnun skilar sér ekki allt í hús þann- ig að við teljum að þetta verði um 30 milljónir sem við fáum í kassann, sem er auðvitað ekkert annað en frábært. Mér fannst menntamálaráðherra og ríkisstjórnin sýna íþróttalífinu mikinn velvilja og taka drengilega og mannalega á þessu.“ Guðmundur sagði að vissulega hefði verið gaman að starfa innan sambandsins þótt inni á milli kæmu auðvitað dagar þar sem menn fengju sig fullsadda. Ársþingið verður haldið um mánaðamótin og sagði Guðmund- ur mjög freistandi að halda áfram og fylgja eftir þessum árangri. „Ég var raunar að hugsa um að hætta, en það er óneitanlega freistandi að halda áfram, en ég á eftir að ræða þetta við konuna og fjölskylduna,“ sagði for- maður HSÍ. Guðmundur Ingvarsson, formaður HSÍ, um styrki og fjársöfnun Gjörbreytt starfs- umhverfi hjá okkur GUÐMUNDUR Ingvarsson, formaður Handknattleikssambands Ís- lands, segir stöðu sambandsins óneitanlega mun betri eftir árang- ur landsliðsins á Evrópumótinu. Hann segir að menn séu að átta sig á stöðu mála þessa dagana og því erfitt að segja nákvæmlega til um hverju fjárframlögin, sem söfnuðust á meðan á keppninni stóð, breyttu fyrir sambandið. Reuters Vetrarólympíuleikarnir í Salt Lake City verða settir í dag. Sex íslenskir skíðamenn taka þátt í leik- unum að þessu sinni. Hér á myndinni má sjá Ítalann Roberto Cecon æfa sig í skíðastökki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.