Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 C FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ  „BIKARDAGURINN“ hefst kl. 15.00 með leik KR og Njarðvíkur í kvennaflokki og kl. 17.00 hefst karla- leikurinn. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á sjónvarpsstöð- inni Sýn.  Þetta er í annað sinn í sögu bik- arkeppni KKÍ að lið frá sömu fé- lögum eigast við í karla- og kvenna- flokki. KR var í sömu stöðu árið 1997 þar sem karla- og kvennalið félags- ins töpuðu viðureignum sínum gegn Keflavík.  NJARÐVÍKINGAR munu bjóða stuðningsmönnum sínum upp á sætaferðir frá heimabænum kl. 14.00 á laugardaginn. KR-ingar treysta hins vegar á að almenningssam- göngutæki borgarinnar og einkabíl- ar skili þeirra stuðningsmönnum í Laugardalshöllina.  ÞEIR sem vilja fylgjast með báð- um viðureignum þurfa að greiða 1.200 kr. ef þeir teljast fullvaxta en börn greiða 500 kr. Áhorfendur sem ætla aðeins að fylgjast með karlalið- unum sem leika á eftir kvennaleikn- um greiða 1.000 kr.  ÞAÐ eru fyrstu Íslandsmeistarar KR og Njarðvíkur í karlaflokki sem verða sérstakir heiðursgestir á bik- arleik karlaliðanna.  RÖGNVALDUR Hreiðarsson og Rúnar Gíslason dæma kvennaleik- inn og eftirlitsdómari verður Erling- ur Snær Erlingsson. Leifur Garð- arsson og Kristinn Óskarsson dæma karlaleikinn og Bergur Steingríms- son verður eftirlitsdómari.  FYRST var leikið í bikarkeppni karla árið 1970 og árið 1975 í kvenna- flokki.  KR-INGAR hafa oftast sigrað í karlaflokki eða níu sinnum og síðast árið 1991, en þeir hafa leikið fimmtán sinnum til úrslita. Njarðvíkingar hafa leikið tólf sinnum til úrslita. Þeir töpuðu fimm fyrstu leikjunum en hafa sigrað alls sex sinnum og síð- ast árið 1999.  KR hefur þrettán sinnum komist í úrslit í kvennaflokki og fagnað sigri í átta skipti og síðast fyrir ári. Njarð- vík hefur afrekað að komast í úrslit í tvígang, 1983 og 1996, auk þess sem liðið er í úrslitum í ár. Njarðvík hef- ur ekki enn fagnað sigri í kvenna- flokki. BIKAR- PUNKTAR „ l þ l a t s l T o S þ i í v m a n m t v a v a n s l g v s Fjölgun í efstu deild 2006? STARFSHÓPUR sem skip- aður var á árþingi Knatt- spyrnusambands Íslands í fyrra sem skoða átti mögu- leika til að fjölga liðunum í efstu deild karla úr 10 í 12 hefur komist að þeirri nið- urstöðu að ekki sé unnt að fjölga liðum í deildinni án þess að lengja tímabilið, það er að hefja það fyrr á vorin. Hins vegar telur starfshóp- urinn að fjölgun um tvö lið sé æskilegt markmið til lengri tíma litið og leggur hann til að stjórn KSÍ vinni áfram að undirbúningi máls- ins og hafi það að markmiði fjölgun í efstu deild sumarið 2006. Álit starfshópsins verður rætt á ársþingi KSÍ sem haldið verður um helgina en fyrir þinginu liggja að venju nokkrar athyglisverðar til- lögur. Grindavík, FH og Keflavík leggja fram sam- eiginlega tillögu þess efnis að undanúrslitaleikirnir í bikarkeppni KSÍ fari fram á hluthlausum velli og verði spilaðir á Laugardalsvell- inum. KFS úr Vestmannaeyjum leggur fram tillögu að meina U-23 ára liðum þátttöku í bikarkeppni KSÍ þannig að félögum verði aðeins heim- ilað að senda eitt lið til keppni í bikarkeppninni. ÍBV leggur fram tillögu að stofnaður verði jöfn- unarsjóður í deildabik- arkeppninni þar sem félög sem taka þátt í keppninni greiða ákveða upphæð til þess að jafna ferðakostnað félaga. Þá leggja Breiðablik og KR tillögu til álykta um Ís- landsmót 40 ára og eldri þar sem keppt verður í 7 manna liðum. Vassell á hvorum tveggja vígstöðv- unum KEITH Vassel, þjálfari kvennaliðs KR, er jafnframt einn af lykilmönnum karla- liðsins sem leikur strax á eftir kvennaliðinu. Það er harla óvenjulegt að sami einstaklingur gegni svo veigamiklu hlutverki í báð- um úrslitaleikjunum. „Satt best að segja veit ég ekki hvernig ég á að undirbúa mig fyrir laugardaginn. Ég hef aldrei lent í þessu áður. Það eina sem ég hef ákveð- ið er að lifa í núinu á leik- dag, ekki hugsa um það sem hefur gerst og á eftir að gerast, enda er það það eina sem ég get gert. Vandamálið verður að fara úr þjálfarahlutverkinu og beint inn í hlutverk leik- mannsins, en það eru góðir menn sem eiga eftir að hjálpa mér,“ sagði Vassel. HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla, ESSO-deild: Austurberg: ÍR–Víkingur ........................20 Digranes: HK–FH ....................................20 Akureyri: Þór A.–Grótta/KR ...................20 Selfoss: Selfoss–Valur ..............................20 1. deild kvenna, ESSO-deild: Kaplakriki: FH–Valur ..............................20 Í KVÖLD KNATTSPYRNA Afríkukeppnin, undanúrslit: Senegal - Nigería...................................... 2:1 Mali - Kamerún ........................................ 0:3 England 1. deild: Crystal Palace - Wolves........................... 0:2 Frakkland París SG - Bordeaux ................................ 1:0 Holland Bikarkeppni: Ajax - Groningen ...................................... 4:0 Ítalía Bikarkeppnin: Brescia - Parma........................................ 2:1 KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Boston–Sacramento............................85:102 Cleveland–Houston...........................111:109 New Jersey–Dallas ...........................100:112 Minnesota–Portland ........................113:103 Seattle–Phoenix ....................................90:79 LA Lakers–Chicago..............................89:97 1.deild karla Valur - ÍA ............................................ 108:66 ÚRSLIT KR er með sterkara lið fljótt álitið, mikla breidd og einstak- linga sem hafa leikið lengi saman og farið í marga úr- slitaleiki. Reynsla er gríðarlega mikilvæg í slíkum leikjum og þar sem þær eru með eitt besta varnarlið deildar- innar eru þær líklegri á laugardag- inn,“ sagði Anna en hún sagðist ekki hafa séð til bandarísku stúlk- unnar Carrie Coffman. „Hún er hávaxin og getur ekki annað en styrkt gott lið enn frekar.“ Um möguleika Njarðvíkinga sagði Anna að koma Ebony Dick- inson til liðsins breytti miklu en ljóst væri að Njarðvíkingar hefðu ekki mikla reynslu í slíkum leik. „Ég sá Dickinson leika gegn Grindavík um sl. helgi og hún á eftir að leysa mörg verkefni vel af hendi. Hún getur leikið allar stöð- ur á vellinum og verður líkast til í hlutverki leikstjórnanda með Njarðvík. Svæðisvörn verður þeirra vopn enda fá lið eins hávax- in og Njarðvíkurliðið.“ Anna sagði ennfremur að eini veikleiki KR þegar í leikinn kæmi væri að vanmeta Njarðvík þegar hún var beðin um að setja sig í spor þjálfara liðanna. „Ég veit að KR ætlar sér ekki að vanmeta andstæðingana en undir niðri vita þær að þær eiga að vinna. Það hef- ur oft komið fyrir íþróttamenn að falla í þessa gryfju þótt þeir ætli sér það ekki og ég myndi hamra á því að fara í leikinn af krafti frá upphafi. Njarðvíkurliðið hefur aft- ur á móti engu að tapa. Þær ættu að leggja áherslu á að njóta dags- ins og leiksins til hins ýtrasta og ekki hugsa of mikið um umstangið og umgörð leiksins. Nú þegar ég er að tjá mig um þetta finn ég hvað mig dauðlangar til þess að vera í sporum liðanna sem leika en ég mæti þá bara á svæðið í stað- inn,“ sagði Anna María. Anna María Sveinsdóttir spáir í viður- eign kvennaliða KR og Njarðvíkur Dickinson breytir miklu ÞAÐ er ólíkur bakgrunnur kvennaliðanna sem leika til úrslita í bik- arkeppni KKÍ og Doritos á laugardaginn. Þrefalt meistaralið sl. árs. KR, sem skipað er reyndum leikmönnum mætir þar lítt reyndu liði Njarðvíkur. Morgunblaðið fékk Önnu Maríu Sveinsdóttur til að meta möguleika liðanna en Anna María hefur oftar en ekki verið í sömu aðstöðu sem leikmaður og þjálfari kvennaliðs Keflavíkur. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson „VIÐ þurfum að vera duglegri en Njarðvíkingar á öllum sviðum og takist okkur það vinnum við leikinn. Auk þess þurfum við að fækka töp- uðum boltum gegn Njarðvík,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari karlaliðs KR, er hann var inntur eft- ir því hvað þyrfti til að KR hampaði bikarnum í Laugardalshöllinni. Ingi sagði að sögusagnir um að nýr leikmaður yrði eftir vill í leik- mannahóp Njarðvíkinga truflaði ekki einbeitingu KR-inga. „Auðvitað skiptir það einhverju máli hvort þessi leikmaður, Pete Philo, verður með eða ekki en við undirbúum okkur fyrir leik gegn því liði sem við höfum mætt að und- anförnu. Við vitum ekkert um Philo og ætlum ekki að láta það trufla okkur.“ Ingi sagði að vissulega væri það álitamál hvort lið ættu að fá til sín erlenda leikmenn á seinni stig- um keppnistímabilsins þegar búið væri að loka á félagsskipti íslenskra leikmanna. „Það eru mismunandi ástæður að baki í hvert sinn sem erlendur leik- maður er fenginn til að styrkja lið. Stundum eru menn meiddir og þá þarf að fá aðra í staðinn en Njarð- víkingar eru í þeirri stöðu að þeir geta fengið til sín erlendan leik- mann og það er ekkert við því að segja.“ Ingi var spekingslegur þegar hann var spurður um leynnivopn KR-inga. „Við höfum tekið tæknina með í okkar lið og að undanförnu hef ég verið að klippa niður mynd- skeið af leikkerfum Njarðvíkinga, með hjálp íslensks tölvuforrits sem er hannað fyrir þjálfara. Þetta er al- veg nýtt fyrir okkur og vonandi sí- ast þetta inn hjá leikmönnum liðsins og ég vænti að þeir verði með hreyf- ingar andstæðinganna á hreinu þeg- ar í leikinn er komið,“ sagði Ingi. Tæknin í lið með KR-ingum Keith Vassell hefur nóg að gera – stjórnar kvennaliði KR gegn UMFN í b úrslitaleik strax á eftir. Hér á hann í höggi við Njarðvíkingana Loga Gu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.