Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 4
 JÜRGEN Röbers, þjálfari Herthu Berlín, hefur verið látinn tapa pokann sinn fimm mánuðum áður en samningur hans við liðið er úti. Liðinu hefur ekki gengið vel og hefur leikið þrjá leiki án sigurs síð- an deildakeppnin hófst á ný í Þýskalandi eftir vetrarfrí.  FALKO Götz, unglingaþjálfari hjá Herthu, mun stjórna liðinu þar til Huub Stevens, þjálfari Schalke, tekur við stjórninni í júní. Götz fær aðstoð hjá Andreas Thom, fyrrver- andi landsliðsmanni Þýskalands.  RÖBER er fimmti þjálfarinn í Þýskalandi í vetur, sem missir starf sitt. Áður hafa hætt þeir Friedhelm Funkel, Hansa Rostock, Werner Lorant, 1860 München, Ewald Lienen, Köln, og Frank Pagelsdorf, Hamburger SV. 260 þjálfarar hafa misst starf sitt í þýsku fyrstudeildarkeppninni síð- an hún hófst með núverandi fyr- irkomulagi 1963.  ÍTALSKA liðið Lazio mun gera allt til að fá Argentínumanninn Ju- an Sebastián Verón á ný til liðs við sig, en liðið seldi hann til Man. Utd. sl. sumar. Verón var í heimsókn í Róm á dögunum. Lazio er tilbúið að láta Man. Utd. fá ítalska landsliðs- manninn Alessandro Nesta í skipt- um, auk þess að greiða peninga.  JUAN Sebastián Verón, 26 ára, og fjölskylda hans, hafa ekki náð að aðlagast lífinu í Manchester.  ÍRSKI landsliðsmaðurinn Lee Carsley, sem Everton er að kaupa frá Coventry á tvo milljarða ísl. króna, mun leika með liðinu gegn Arsenal um helgina.  ROBERT Lee, leikmaður með Newcastle, er á leið til Derby og mun þessi 36 ára miðjuleikmaður fá peysu nr. sjö. Hann er annar leik- maðurinn sem John Gregory, nýi knattspyrnustjórinn hjá Derby, kaupir á stuttum tíma – hinn er Warren Barton, sem lék með Lee hjá Newcastle.  ÍTALSKI sóknarleikmaðurinn Benito Carbone hjá Bradford hef- ur neitað að fara að láni til Middl- esborough. Steve McClaren, knatt- spyrnustjóri „Boro“, á í erfiðleikum með að fá menn til liðs við sig – hef- ur áður reynt að krækja í Andy Cole, Dwight Yorke og Argentínu- manninn Diego Forlan, sem fór til Man. Utd.  PAOLO di Canio, 33 ára, ætlar ekki að skrifa undir nýjan samning við West Ham, eftir að núverandi samningur hans við liðið rennur út í sumar. Man. Utd. hætti við að kaupa Di Canio á dögunum og hef- ur hann hug á að fara á ný til Ítalíu.  BOLTON er að ganga frá samn- ingi við danska landsliðsmanninn Stig Tofting frá Hamburger SV í gær – þessi 32 ára miðvallarleik- maður, sem var Íslendingum erf- iður á dögunum í Kaupmannahöfn, mun skrifa undir samning til ársins 2004. Þá hefur Bolton hug á að fá franska landsliðsmanninn Youri Djorkaeff til liðs við sig, en hann vill fá að hugsa málið nánar.  TOFRING hittir fyrir þrjá danska leikmenn hjá Bolton, þá Per Fradsen, Bo Hansen og Hen- rik Pedersen.  CLAUDIO Caniggia, Glasgow Rangers, er kominn á ný í lands- liðshóp Argentínu. Þjálfarinn Marcelo Bielsa kallaði á hann fyrir leik gegn Wales, en Caniggia hefur ekki leikið landsleik síðan 1996.  LEEDS er tilbúið að kaupa Barry Ferguson, fyrirliða Glasgow Rangers, og er sagt að David O’Leary, knattspyrnustjóri Leeds, sé tilbúinn með tilboð í hinn 24 ára miðjumann – kaupverð 1,5 milljarð- ar ísl. kr. Arsenal og Liverpool hafa einnig sýnt Ferguson áhuga. FÓLK LÁRUS Orri Sigurðsson, knatt- spyrnumaður hjá WBA, hefur tekið ákvörðun um að vera úti í tvö ár til viðbótar en hann hugðist flytja heim í sumar ásamt fjölskyldu sinni eftir margra ára dvöl erlendis í at- vinnumennsku. Samningi Lárusar við WBA lýkur í sumar en félagið hefur lagt mikla áherslu á að halda honum og hefur boðið honum að framlengja samninginn. Lárus hef- ur þegar hafnað tveimur tilboðum frá WBA en í samtali við Morgun- blaðið í gær sagði hann að samn- ingaviðræður væru í gangi og framhaldið ætti að skýrast fljót- lega. Lárus hefur átt góðu gengi að fagna með WBA á leiktíðinni. Hann hefur átt fast sæti í byrjunarliðinu og einungis misst úr einn leik á leik- tíðinni en þá tók hann út leikbann. Lárus Orri verður áfram hjá WBA Næsta skref hjá okkur er aðkanna hvort fyrrgreind félög hafi ótvíræðan áhuga á að taka sæti í deildinni. Það er stjórnarfundur hjá KSÍ á morgun [í dag] og þá þarf það að liggja fyrir hvaða lið tekur sæti Þróttar,“ sagði Halldór ennfremur. Í greinargerð sem aðalstjórn Þróttar sendi út vegna óskar sinnar um að vera dregin úr keppni í efstu deild kvenna segir m.a.: „Stjórn Þróttar skorar á KSÍ að fara vand- lega yfir stöðu kvennaknattspyrn- unnar. Stjórnin óttast að núverandi fyrirkomulag þar sem örfá félög draga til sín alla bestu leikmennina og eru í algjörum sérflokki komi í veg fyrir eðlilega uppbyggingu. Ljóst er að taka verður málefni kvennaknattspyrnunnar öðrum tök- um en knattspyrnu karla eins og sagan sýnir.“ Áhugi stúlkna er minni en pilta Halldór segir að margt sé hægt að taka undir í bréfi Þróttar. „Þetta er sennilega rétt lýsing á staðreynd- um,“ segir Halldór. „Á liðnum árum hef ég eytt miklum tíma að spá í kvennaknattspyrnuna og skipulag hennar. Það er ekki hægt að skipu- leggja sig út úr svona vanda nema að litlu leyti. Ef áhuginn fyrir knatt- spyrnu kvenna væri nægur þá væri fjölbreytnin meiri en nú er. Fram hjá því verður ekki horft að mínum dómi að áhugi stúlkna á knattspyrnu er minni en áhugi pilta. Þar af leið- andi hefur breiddin ekki verið næg í kvennaknattspyrnunni. Vissulega er hægt að hafa áhrif á þróunina en áhrifin verða frekar minniháttar en hitt. Þannig að margt af því sem Þróttur segir í greinargerð sinni eru staðreyndir sem margir höfðu áttað sig á fyrr. Því má segja að sá sem getur komið fram með lausnir á þessum málum eigi skilið viðurkenn- ingu,“ segir Halldór. Þróttarar segja ennfremur í greinargerð sinni að þeir telji ekki tímabært að vera með keppnislið í efstu deild þar sem leikmannahóp- urinn sé ekki nægilega stór til þess að takast á við verkefnið. Ennfremur að félagið hafi ekki fjárhagslegt bol- magn til þess að leita út fyrir land- steinana eftir leikmönnum. Orðrétt segir í greinargerð Þróttar: „Bilið á milli 1. deildar og efstu deildar er alltof stórt og innan deildarinnar er getumunur milli liða einnig mikill. Við það bætist að sterkustu liðin draga til sín alla bestu leikmennina, leikmenn sem kannski verma þar varamannabekki en eru fyllilega gjaldgengir í önnur lið í deildinni. Stjórn Þróttar telur að afleiðingar af þátttöku í efstu deild muni skaða mjög þá uppbyggingu sem unnin hefur verið í kvennaknattspyrnunni í félaginu undanfarin ár, allt frá 6. flokki og upp í meistaraflokk. Stjórn- in óttast að meistaraflokkurinn muni flosna upp í kjölfar þátttöku í efstu deild, eins og raunin hefur orðið hjá nokkrum félögum undanfarin ár.“ Eins og fram kemur hjá Þróttur- um þá er þetta ekki í fyrsta sinn á liðnum árum sem félag dregur sig úr keppni í efstu deild kvenna áður en keppnistímabilið hefst og oft hefur illa gengið að fá lið í staðinn í deild- ina, að sögn Halldórs. Hrífst ekki af fækkun liða „Það eru ekki mörg ár síðan lið dró sig úr keppni og þriðja liðið sem mótanefnd bauð þátttöku í staðinn tók boðinu. Af þessu leiðir að keppni í efstu deild verður ekki nógu jöfn, mikið bil er á milli liðanna. Það þýðir að ekki verður um nógu marga jafna leiki að ræða sem landsliðskonur þurfa á að halda,“ segir Halldór, sem ekki hrífst af þeirri hugmynd að fækka liðum í efstu deild. „Ég held að það sé ekkert skemmtilegri keppni þar sem liðin væru að mætast margoft yfir sumarið. Menn verða bara að láta reyna á núverandi fyr- irkomulag og vonast eftir að fram- farir verði í kvennaknattspyrnunni. Að vissuleyti má segja að það hafi hillt undir það á síðasta sumri þegar fimm lið skáru sig úr í Símadeild kvenna. Það er hins vegar ekki til nein töfralausn sem leiðir til þess að á einum til tveimur árum verði hægt að fjölga þeim liðum sem eru sam- keppnisfær við þau allra bestu hér á landi,“ segir Halldór B. Jónsson. KSÍ fellst á beiðni Þróttar, en óvíst er hver tekur sæti í efstu deild kvenna í knattspyrnu Það er engin töfralausn til „KSÍ hefur fallist á beiðni Þróttar um að kvennalið þess verði dregið úr keppni í Símadeild kvenna næsta sumar. Nú liggur fyrir að ákveða verður hvaða félagi verður boðin þátttaka í efstu deild í staðin og þá eru það Haukar eða Þór/KA/KS,“ sagði Halldór B. Jónsson, formaður mótanefndar KSÍ, um þá ósk aðalstjórnar Þrótt- ar að draga kvennalið sitt úr keppni í efstu deild kvenna á næstu leiktíð. Þróttur vann sér sæti í deildinni eftir einvígi við Hauka sl. haust en Þór/KA/KS féll úr deildinni. Eftir Ívar Benediktsson Reuters Fall er fararheill … gæti þessi skautamaður hafa hugsað þegar hann féll við æfingu í skautahöll- inni í Salt Lake City, þar sem vetrarólympíuleikarnir verða settir í dag. TAÍLENDINGURINN Praw- at Nagvajara er alveg viss um að hann muni koma síð- astur í mark í 30 kílómetra skíðagöngu á vetrarólymp- íuleikunum í Salt Lake City, en honum er nokk sama um það. Nagavajara er 43 ára gamall prófessor í tölv- unarfræðum við Drexel- háskólann í Bandaríkjunum, verður fyrsti Taílending- urinn til að keppa á vetraról- ympíuleikum. „Vetrar- íþróttir eru ekki algengar í Taílandi. Ég kynntist skíða- göngu þegar ég hóf nám í Boston og hef síðan gengið töluvert mér til skemmt- unar,“ segir prófessorinn og bendir á að þegar leikarnir voru í Nagano hafi ekkert verið fjallað um þá í Taí- landi. „Ég verð örugglega síðastur í mark en ég ætla samt að ná viðunandi tíma,“ segir hann um þátttöku sína í göngunni á vetrarleikunum. Þar sem Taílendingar hafa ekki lið sem tekur þátt í leik- unum þurfti hann aðeins að taka þátt í fimm alþjóðlegum mótum til að komast á leik- ana. „Það var fyrir þremur árum sem mér datt í hug að stefna á Ólympíuleikana – og nú er ég kominn með keppn- isnúmer og allt,“ segir kapp- inn. Hann er kominn til Salt Lake ásamt konu sinni og tveggja ára syni, sem hann segir að viti hvað á að gera þegar pabbi keppir: „Áfram Taíland, áfram!“ Verð örugglega síðastur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.