Morgunblaðið - 12.02.2002, Side 1

Morgunblaðið - 12.02.2002, Side 1
2002  ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A NJARÐVÍK OG KR BIKARMEISTARAR / B6, B7, B9 KEPPNI í bruni kvenna á Ólympíu- leikunum í Salt Lake City, sem vera átti í gær, var frestað þar til í dag vegna mikils vinds ofarlega í brekk- unni. Dagný Linda Kristjánsdóttir verður því að bíða aðeins áður en hún hefur keppni fyrir Íslands hönd á leikunum, en Emma Furuvik féll úr leik er hnémeiðsl tóku sig upp á æf- ingu í fyrir helgi og því ljóst að hún keppir ekki í bruninu eins og til stóð. Annars bar helst til tíðinda síðari hluta dags í gær að Þjóðverjanum Georg Hackl mistókst að verða fyrstur manna til að sigra á fernum vetrarólympíuleikum í röð. Hackl keppir í einstaklingskeppni á bobb- sleða og hafði sigrað á síðustu þrenn- um leikum. Í gær varð hann að játa sig sigr- aðan því Ítalinn Armin Zöggeler var fljótastur á sleðanum og kom í veg fyrir met Hackl. Sigur Ítalans kemur svo sem ekk- ert á óvart því hann varð annar í Nagano fyrir fjórum árum og að þessu sinni munaði mestu að þriðja ferð Hackl, af fjórum sem kapparnir renna sér, mistókst og hann fékk slakan tíma í henni. Það geta ekki allir unnið Það er alveg ljóst að á svo stóru móti sem Ólympíuleikum að allir geta ekki unnið. Flestir gera sér grein fyrir því en sumir taka því mjög illa ef ekki gengur nægilega vel. Bretar höfðu gert sér vonir um verðlaun og þar var Lesley McKenna, sem keppir á snjóbretti. Henni hlekktist hins vegar heldur betur á og varð í 17. sæti af 23 kepp- endum. „Ég er niðurbrotin því ég veit að ég get svo miklu betur en ég gerði,“ sagði breska stúlkan. Glynn Pedersen, skíðastökkvari Breta, stökk 78,5 metra og var ekki alveg sáttur við það enda aðstæður eins góðar og þær geta orðið. AP Stuðningsmenn austurríska landsliðsins á skíðum eru fjöl- mennir í Salt Lake City og hér að ofan bíða þeir eftir bruni kvenna, en þeir sneru heim þar sem því var frestað. Hér til hlið- ar fagnar Ítalinn Armin Zöggeler sigri á bobbsleða. Ekkert varð af bruninu Emma Furuvik meidd og keppir ekki AP Jóhann hættur hjá Gróttu/KR JÓHANN Samúelsson, sem leikið hefur með Gróttu/KR í handknattleik, er hættur. Hann segir ástæðuna vera persónulegar milli sín og Ólafs Lárussonar, þjálfara liðsins. „Ég fer ekkert nánar út í það, en þetta gat ekki gengið lengur þannig að það var ekki um neitt annað að gera en hætta. Ég ákvað mig endanlega nú um helgina“ sagði Jóhann í samtali við Morgunblaðið. Jóhann er 33 ára gamall og „það er sjálfsagt farið að síga á síðari hlutann hjá manni í þessu. En þetta er nokkrum mánuðum fyrr en ég hafði hugsað mér því ég var eig- inlega búinn að ákveða að hætta eftir þennan vetur,“ sagði Jóhann. Hann sagðist nú ætla að snúa sér að fjöl- skyldunni og einnig að öðr- um verkefnum sem hefðu set- ið á hakanum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.