Morgunblaðið - 12.02.2002, Síða 5

Morgunblaðið - 12.02.2002, Síða 5
FÓLK  GÚSTAF Björnsson þjálfari fékk óvæntan stuðning þegar hann stýrði Haukastúlkum gegn ÍBV á laugar- daginn. Keflavíkurliðið í knatt- spyrnu var mætt á pallana og hvatti fyrrverandi þjálfara sinn til dáða.  „NÚ MEIKAR ÞÚ það Gústi“ glumdi í hátalarakerfinu eftir leik- inn því Keflvíkingar fengu þul leiks- ins til að spila lagið eftir leikinn.  HAUKAR höfðu greinilega ekki nógu mikla trú á stuðningi frá áhorf- endapöllunum því þeir þurftu sér til fulltingis marga trommuleikara til að skapa hávaða. Margir töldu það afturför því flest íþróttahús stefna að því að losna við slíkan hávaða. HANDKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2002 B 5 RAGNAR Óskarsson og fé- lagar hans í Dunkerque töpuðu fyrir frönsku meist- urunum í Chambéry í úr- slitaleik frönsku deildabik- arkeppninnar í hand- knattleik um helgina en átta lið kepptu til úrslita um titilinn. Chambéry sigr- aði, 25:19, eftir að hafa leitt í hálfleik, 11:9. Ragnar skoraði 3 mörk fyrir Dunk- erque í sjö skottilraunum. Í leik um fimmta sætið í keppninni tapaði Paris SG, lið Gunnars Berg Viktors- sonar fyrir Istres, 32:29. Gunnar Berg skoraði 4 mörk fyrir Paris SG í sjö skottilraunum. Dunkerq- ue missti af bikar Hraðinn var mikill til að byrjameð og tíu mörk skoruð áður en tíu mínútur voru liðnar. Þá kom bakslag í leik Haukastúlkna þeg- ar þeim tókst ekki að skora úr 8 sókn- um í röð á 7 mín- útum. Þjálfari þeirra tók þá leikhlé og eftir það færðu stúlkurnar sig framar í vörninni til að stöðva skyttur gestanna. Fljótlega fór sóknarleikur Eyjastúlkna að riðlast en þeim tókst þó að hafa 12:10 for- ystu í leikhléi. Gestirnir úr Eyjum skoruðu á fyrstu mínútu síðari hálfleiks en síðan liðu tæpar 12 mínútur að næsta marki á meðan Hafnfirð- ingar skoruðu sex. Sóknarleikur ÍBV var hruninn í algeru ráðaleysi og um leið sjálfstraustið en Hauka- stúlkur héldu sínu striki og í stöð- unni 24:18 slökuðu þær alveg á klónni. Haukastúlkur voru vel að sigr- inum komnar með yfirvegaðri sókn sem skilaði auknu sjálfstrausti sem aftur hafði áhrif á sóknarleikinn. „Við sköpuðum okkur færi í fyrri hálfleik en tókst ekki að nýta þau,“ sagði Inga Fríða Tryggvadóttir, sem var markahæst Hauka. „Vörn- in var svo sem ágæt en það eru góðar skyttur í ÍBV og ef það er ekki stigið út á móti þeim skora þær. Við breyttum því vörninni í síðari hálfleik og fórum lengra út í þær og það gekk einfaldlega upp í dag. Fyrri hálfleikur spilaðist alveg eins og í bikarundanúrslitaleiknum og verið getum að þær hafi talið að sigur væri í höfn. Við ætluðum okkur að sanna að svo væri. Það er alltaf fúlt að tapa í bikarkeppni en við spiluðum hörmulega í Eyjum þó að við værum alltaf inni í þeim leik en vildum sýna betri leik núna og vinna,“ bætti Inga Fríða við en hún var atkvæðamikil á línunni. Hanna G. Stefánsdóttir og Thelma Björk Árnadóttir voru einnig góðar í hornunum enda kom ekki eitt mark frá Haukum með skotum ut- an af velli. Jenný Ásmundsdóttir stóð einnig fyrir sínu í markinu. Hættum að leika saman „Við spiluðum fyrri hálfleik svo sem ágætlega en ég veit ekki hvað gerðist hjá okkur í hálfleik því það var öll barátta úr okkur,“ sagði Vigdís Sigurðardóttir, fyrirliði og markvörður ÍBV, eftir leikinn.„Lið- ið hætti að spila saman og ein- staklingar hættu að þora að skjóta auk þess að það var enginn kraftur í vörninni. Það var sárt að sjá þetta hjá mannskap sem getur miklu meira,“ bætti Vigdís við og sagði bikarúrslitaleikinn við Gróttu/KR um næstu helgi ekki hafa truflað neitt. „Við erum ekkert farnar að spá í úrslitaleikinn, stjórnin sér um alla vinnuna en á morgun byrjum við að hugsa um hann.“ Fram upp fyrir Víking Fram skaust upp fyrir Víking með 22:21 sigri í Safamýrinni á laugardaginn og er nú komið í 6. sæti deildarinnar. Framstúlkur voru með forystuna lengst af og 13:10 í leikhlé en þegar Björk Tómasdóttir var sett í stranga gæslu eftir hlé riðlaðist leikur þeirra og Víkingar náðu tveggja marka forskoti, 18:16. Þá sýndu hinar ungu Safamýrarstúlkur góða baráttu með því að leggja ekki árar í bát, komust aftur yfir og sigruðu. „Ég er mjög ánægður með liðið, sérstaklega með vörnina í fyrri hálfleik því við ætluðum okkur að stöðva sendingar inná línuna og það gekk,“ sagði Þór Björnsson, þjálfari Framstúlkna, eftir leikinn. „Þó að leikur okkar hafi riðlast eft- ir hlé náðu leikmenn sér á strik og héldu haus, sem sýnir stíganda í liðinu og að það er að ná tökum á því að leika í efstu deild.“ Morgunblaðið/Ásdís Harpa Melsted sækir að marki Eyjastúlkna og skorar eitt af þremur mörkum sínum fyrir Hauka. Varnarveggur Hauka- stúlkna ókleifur ÍBV ÖFLUGUR varnarleikur Haukastúlkna gerði sóknartilburði Eyja- stúlkna máttlausa þegar liðin mættust í deildarkeppninni á Ásvöll- um á laugardaginn og með 24:20 sigri tókst Hafnfirðingum að hefna fyrir tap í undanúrslitum bikarkeppninnar þegar ÍBV vann í Eyjum. Fyrir vikið sitja Haukastúlkur sem fastast á toppi deildarinnar en Eyjastúlkur eftir sem áður í því þriðja. Stefán Stefánsson skrifar SIGURÐUR Bjarnason skoraði 5 mörk og var markahæstur í liði Wetzlar sem tapaði fyrir Flensburg, 26:21, á útivelli í þýsku úrvalsdeild- inni í handknattleik um helgina. Guðjón Valur Sigurðsson var ekki á meðal markaskorara í liði Essen sem vann stórsigur á botnliði Haml- en, 35:23. Patrekur Jóhannesson lék ekki með Essen vegna meiðsla. Kiel sótti Solingen heim og sigraði 30:25. Sænski landsliðsmaðurinn Jo- hann Petterson var markahæstur í liði Kiel með 8 mörk en félagar hans í Evrópumeistaraliði Svía, Staffan Olsson, Stevan Lövgren og Magnus Wislander, höfðu hægt um sig. Ols- son skoraði 2 mörk, Wislander 1 en Lövgren komst ekki á blað. Lemgo vann öruggan sigur á Grosswallstadt, 28:21, og heldur þriggja stiga forskoti á Kiel. Sigurður skoraði fimm

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.