Morgunblaðið - 12.02.2002, Síða 12

Morgunblaðið - 12.02.2002, Síða 12
FORRÁÐAMENN þýska liðsins Kaiserslautern stað- festu í gær að menn frá enska liðinu Bolton hefðu fengið leyfi til að hefja við- ræður við franska lands- liðsmanninn Youri Djork- aeff, sem hefur misst sæti sitt í byrjunarliði Kaisers- lautern. Djorkaeff hefur fengið staðfestingu á því hjá Andr- eas Brehme, þjálfara Kais- erslautern, að hann sé ekki inni í framtíðarplani hans. Það eru því miklar líkur á að Djorkaeff taki tilboði frá Bolton á næstu dögum. Djorkaeff á leið til Bolton  FORMAÐUR framkvæmdastjórn- ar vetrarólympíuleikanna í Salt Lake City, Mitt Romney, tók að sér að stýra umferðinni við keppnisstað brunkeppni karla á sunnudaginn. Romney var sjálfur að fara til keppn- isstaðarins á bíl en komst ekkert áfram en greip þá til þess ráðs að stýra umferðinni inná hliðargötur sem greiddu úr flækjunni.  ROMMEY segir að áhorfendur taki ekki mark á skiltum sem sett hafi ver- ið til leiðbeiningar og það orsaki mikl- ar umferðartafir við keppnistaðina.  ÞÝSKI innanríkisráðherrann, Otto Schily, hrósar öryggisgæslunni á ÓL í Salt Lake í hástert og segir jafn- framt að þeir sem sinni gæslunni séu samt sem áður vinsamlegir í viðmóti.  MARKVÖRÐUR ísknattleiksliðs Slóvakíu, Jan Lasak, kom bandarísk- um áhorfendum á óvart þar sem hann hitaði upp fyrir leik gegn Lettum.  LASAK grýtti öllum pökkunum sem notaðir voru við upphitun liðsins uppí áhorfendasvæðin en því eiga áhorfendur ekki að venjast.  SKÍÐAGÖNGUMAÐUR frá Kosta- ríku, Arturo Kinch, fékk keppnisleyfi á elleftu stundu þar sem hann gat sannfært keppnisstjórnina um að ágreiningur innan stjórnar keppnis- liðs Kostaríku hefði gert honum erfitt fyrir og ekki tilkynnt um þátttöku hans.  GAIA Bussani Antivari frá Gran- ada fékk hinsvegar ekki leyfi til að keppa í svigkeppni kvenna þar sem Ólympíunefnd Granada hafði ekki ráðgert að senda keppendur á vetr- arleikana en Antivari óskaði eftir því að fá að taka þátt á síðustu stundu en var neitað.  SAMPPA Lajunen, sem vann gullið í norrænni tvíkeppni, var með hár sitt litað í finnsku fánalitunum. Í heima- landinu er Lajunen einnig þekktur sem gítarleikari í hljómsveit sem nefnist „Gestastjörnurnar“. Lajunen var ekki hrifin af spurningum finnskra blaðamanna um hljómsveit- ina. „Gleymiði bandinu – ég vann gull á ÓL,“ sagði Lajunen.  FRITZ Strobl gullverðlaunahafi í bruni karla var með skýringarnar á hreinu eftir keppnina. „Ég er í her- bergi númer 1-1-1 og varð fyrstur. Í Nagano var ég með herbergi númer 11 og varð ellefti í mark. Þetta getur ekki verið tilviljun,“ sagði Strobl, sem er lögreglumaður í heimalandi sínu, Austurríki.  BRESKI fáninn var dreginn í hálfa stöng á keppnistöðum ÓL í Salt Lake City í minningu Margrétar prinsessu sem lést í London á laugardag. FÓLK Það var mikil spenna í keppniþeirra Belmondo og Lazutina og margir héldu að spilið væri búið hjá þeirri ítölsku þegar hún braut skíðastaf í miðri keppni. „Ég öskraði á mína menn sem áttu að vera með stafi tilbúna við brautina en ég sá ekki neinn. Það var erfitt að ganga um 500 metra með aðeins einn staf,“ sagði Belmondo. Lazutina var ekki ánægð með ör- yggisgæsluna á leikunum. „Þetta er of mikið af því góða. Þeir þefuðu af vatninu sem ég ætlaði að nota í keppninni og grömsuðu sig í gegnum allt sem við vorum með. Ég kom hingað til að keppa í skíðagöngu en ekki til þess að gera eitthvað af mér,“ sagði sú rússneska allt annað en ánægð með öryggismálin. Spánverji sigraði í göngu Spánverjar eru ekki vanir að fagna sigri í skíðagöngu karla og hinn þýskættaði Johann Mühlegg sá til þess að fyrstu gullverðlaun Spán- verja í þrjátíu ár voru þeirra. Muehl- egg sigraði í 30 km göngu með frjálsri aðferð en Mühlegg keppti áð- ur undir merkjum Þýskalands áður en hann fékk spænskt ríkisfang. Laganna vörður kom á óvart í bruninu Það kom fáum á óvart að baráttan um gullið í bruni karla á ÓL í Salt Lake yrði innbyrðisbarátta gríðar- sterks liðs Austurríkismanna en það sem kom mest á óvart var að það var lögreglumaðurinn Fritz Strobl sem stóð á pallinum með gullið um háls- inn. Strobl sinnir starfi sínu sam- hliða skíðamennskunni en var ekki í vandræðum með að koma fyrstur í mark í 3.000 metra langri brunbraut- inni í Utah. „Ég hugsaði ekki um að sigra heldur aðeins að komast niður brautina. Að ég skyldi sigra er hreint út sagt ótrúlegt,“ sagði Strobl en hann er sjötti Austurríkismaðurinn sem sigrar í bruni á ÓL í þau 15 skipti sem keppt hefur verið í grein- inni. Norðmaðurinn Lasse Kjus varð annar í röðinni og Stephan Eber- harter sem var talinn sigurstrang- legastur varð þriðji. Það vakti athygli að allir skíða- mennirnir sem tóku þátt í brun- keppninni luku allir keppni en það hefur ekki gerst fyrr á ÓL. Belmondo vann slaginn við Lazutinu STEFANIA Belmondo frá Ítalíu vann til fyrstu gullverðlaunanna á vetrarólympíuleikunum sem hófust í Salt Lake City um helgina. Hin 33 ára gamla Belmondo kom fyrst í mark í 15 km göngu kvenna með frjálsri aðferð en þetta er í áttunda sinn sem hún nær í verðlaun á ÓL en þau fyrstu komu í Albertville árið 1992. Larissa Lazutina frá Rússlandi varð önnur, aðeins 1,8 sekúndum á eftir Belmondo, en Lazutina hefur einnig náð í átta verðlaun á ÓL. ■ Úrslit/B11 ÞAÐ vissu fáir hver Svisslending- urinn Simon Ammann var áður en hann hóf keppni í skíðastökki af 90 metra palli á ÓL á sunnu- daginn. Allir áttu von á því að Þjóðverjinn Sven Hannawald og hinn pólski Adam Malysz myndu fljúga lengst allra en hinn smá- vaxni og léttbyggði Ammann skaut þeim aftur fyrir sig í keppninni. Hannawald varð ann- ar og Malysz þriðji. Þetta er í fyrsta sinn sem Svisslendingur sigrar í skíðastökki og sigurinn var því enn sætari fyrir Ammann. „Ég titra enn,“ sagði Ammann þremur tímum eftir að honum varð ljóst að hann hafði sigrað. „Yfirleitt titra ég rétt áður en ég renni mér af stað en núna titra ég af geðshræringu,“ bætti Am- mann við en hann missti af tveim- ur keppnum í vetur vegna meiðsla sem hann hlaut í keppni en nafn hans var aldrei nefnt á nafn þegar spekingar vestanhafs veltu fyrir sér möguleikum kepp- enda í skíðastökkinu. Alan Alborn frá Bandaríkj- unum, sem var talinn geta bland- að sér í baráttuna og náð í fyrstu verðlaun Bandaríkjamanna í greininni í 78 ár, endaði 11. sæti. AP Simon Ammann frá Sviss stökk lengst og tryggði sér gull. Ammann var aldrei nefndur á nafn ÞRÁTT fyrir sex aðgerðir á hné og nú síðast í desember á sl. ári tókst Emese Hunyady frá Aust- urríki að gera það sem hana hef- ur alltaf dreymt um en það er að sigra í 3000 metra skautahlaupi á Ólympíuleikum. Hunyady, sem er 35 ára og er að taka þátt í sjöttu vetrarleikum sínum, gerði gott betur því hún setti heimsmet í greininni í Salt Lake City en það var í eigu Gunda Niemann-Stirnemann sem setti það í Nagano fyrir fjórum árum. „Ég er ótrúlega hamingju- söm þar sem ég var ekki viss um að verða valin í liðið vegna hné- meiðslanna en þessi gullpening- ur er mér mikils virði,“ sagði Hunyady en hún vann til gull- verðlauna á ÓL 1994 í 1.500 m skautahlaupi og segist Hunyady ætla að ná í þann titil aftur. Í 5.000 metra skautahlaupi karla var Hollendingurinn Jochem Uytdehaage fljótastur – setti nýtt heimsmet. Hunyady upplifði drauminn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.