Morgunblaðið - 26.02.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.02.2002, Blaðsíða 1
2002  ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A ÞRÍR FÉLLU Á LYFJAPRÓFI Á ÓL Í SALT LAKE / B5 ARON Kristjánsson, landsliðs- maður í handknattleik og leik- stjórnandi Íslands- og bikarmeist- ara Hauka, er með tilboð upp á vasann frá spænska 1. deildarlið- inu Valencia. Aron lék sem kunn- ugt er mjög vel með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í Svíþjóð fyrir skömmu og þar kviknaði áhugi forráðamanna Valencia að reyna að krækja í Ar- on en þeir fylgdust grannt með mótinu eins og fleiri forráðamenn félaga frá Þýskalandi og Spáni. Aron, sem kom heim síðastliðið sumar eftir nokkurra ára dvöl í Danmörku þar sem hann lék með Skjern, er samningsbundinn Haukunum en samningur hans við Hafnarfjarðarliðið rennur út eftir næsta tímabil. „Það er auðvitað gaman að fá svona tilboð og það er mjög freist- andi að stökkva á það. Ég þarf hins vegar að ræða við Haukana áður en ég tek ákvörðun. Ég er samningsbundinn þeim svo ef það kemur til að ég fari til Spánar verður Valencia að semja við Hauka,“ sagði Aron í samtali við Morgunblaðið í gær. Aron segir að forráðamönnum Valencia sé kunnugt um að hann sé samningsbundinn Haukum og hann segir að það ætti að skýrast fljótlega hver niðurstaðan verður. Valencia er í áttunda sæti af 18 liðum í spænsku 1. deildinni með 18 stig í jafnmörgum leikjum. Aron Kristjánsson er með tilboð frá ValenciaSVANA Jóhannsdóttir, GFD, sésthért glíma við Ingu Gerðu Péturs- dóttur, HSÞ, í þriðja mótinu í Landsglímunni. Inga Gerður varð sigurvegari í síðasta mótinu, fékk átta vinninga af níu mögulegum, en Svana varð í öðru sæti eftir auka- glímu við Hildigunni Káradóttur, HSÞ. Svana varð aftur á móti sig- urvegari í Landsglímunni, fékk 17 stig úr mótunum þremur. Inga Gerða var í öðru sæti með 15 stig. Lárus Kjartansson, HSK, varð sigurvegari í Landsglímunni í karlaflokki. Morgunblaðið/Árni Sæberg Svana og Lárus sigur- vegarar ■ Úrslit/B11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.