Morgunblaðið - 26.02.2002, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.02.2002, Blaðsíða 5
ÓL Í SALT LAKE CITY MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2002 B 5 Knattspyrnuskóli Bobby Charlton ÍT ferðir hefur fengið umboð fyrir hinn virta og vinsæla knattspyrnuskóla Bobby Charlton í Englandi. Skólinn hentar einkum fyrir 13-16 ára, stráka og stelpur. Ferðir fyrir einstaklinga, lið og litla hópa í júlí og ágúst, t.d. 1.-8. ágúst, 3.-12. ágúst o.fl. Tilvalin fermingargjöf fyrir fótboltastelpur og -stráka! Alltaf íslenskur fararstjóri með í för! Gerið verðsamanburð! Nánari upplýsingar á skrifstofu okkar í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal Ferðaskrifstofa íþróttamannsins!, sími 588 9900, fax 588 9901, netfang: itferdir@itferdir.is ERYTHROPOIETIN, EPO, er hormón sem finnst í öllum mann- eskjum enda framleitt í líkam- anum. Darbopetin eða NESP er endurbætt útgáfa af EPO sem gert er á rannsóknarstofum og er talið vera mun áhrifaríkara en EPO. Hormónin er einnig hægt að fá í sprautuformi en þau stýra og hafa áhrif á framleiðslu rauðra blóð- korna (hemoglobín). Fjölgun rauðra blóðkorna hefur áhrif á af- kastagetu blóðrásarkerfisins til þess að flytja súrefni sem leiðir af sér, að viðkomandi íþróttamaður getur aukið úthald sitt og þrek. Í skíðagöngu hefur verið sett efri mörk á hlufall hemoglóbíns fyrir keppni en karlar mega vera með allt að 17,5 grömm í hverjum dl og konur 16,5. Sem dæmi má nefna að íþróttamaður sem eykur hlutfall hemoglóbíns úr 14,8 og í 15,8 getur búist við að úthaldið aukist um allt að 5% og því er eftir miklu að slægjast í keppni þeirra bestu. Hvað er EPO og NESP? KANADAMENN brutu loks ís- inn í ísknattleikskeppni karla- liða á vetrarólympíuleikunum í Salt Lake City, ís sem ekki hafði haggast í hálfa öld. „Það verður þjóðhátíð norðan við landamær- in,“ sagði varnarmaðurinn Adam Foote eftir 5:2 sigur á Bandaríkjamönnum í úrslita- leiknum. Heimamenn höfðu ekki tapað í 24 leikjum í röð á vetr- arleikum sem haldnir hafa verið í Bandaríkjunum. „Fáir bjugg- ust við þessu, sérstaklega eftir að við töpuðum opnunarleiknum gegn Svíum, 5:2.“ Forráðamenn Kanada sögðu að herbragð Dan Craigs, sem lék áður í landsliði Kanada, hefði heppnast en Craig skildi eftir lukkutröll liðsins í keppn- isísnum áður en leikarnir hófust og var „dúkkan“ frosin í ísnum alla keppnisdagana. Joe Sakic skoraði tvö marka Kanada, Jarome Iginla bætti við tveimur og Paul Kariya skoraði eitt. Sakic skoraði fjögur mörk og gaf þrjár stoðsendingar á leik- unum og var valinn besti maður keppninnar. Martin Brodeur, markvörður Kanada, átti einnig stórkostleg- an leik en hann varði 31 af alls 33 skotum Bandaríkjamanna. Faðir hans var í bronsliði Kan- ada á vetrarleikunum árið 1956. Wayne Gretzky, skærasta stjarna Kanadamann fyrr og síðar fagnaði sigrinum gríð- arlega en hann var í hlutverki framkvæmdastjóra liðsins og liðsmenn Kanada sögðu að Gretzky hefði haft mikil áhrif á liðið. Gretzky valdi ma. liðið ásamt þjálfurum þess en aðstoð- arþjálfari liðsins, Ken Hitch- cock, sagði að goðsögnin hefði dregið liðið áfram á erfiðum stundum í keppninni og engu máli hefði skipt hvort um var að ræða lykilmenn liðsins eða vara- menn sem lítið fengu að spila. Gretzky fór ekki út á ísinn til þess að taka við verðlaunum liðsins og sagði að leikmennirnir ættu að eiga þá stund fyrir sig. Gretzky hafði mikil áhrif á liðið FRAKKAR fögnuðu tvöföldum sigri í svigi karla á vetrarólympíuleik- unum í Salt Lake City. Kristinn Björnsson hafnaði í 22. sæti og Jó- hann Friðrik Haraldsson varð í 29. sæti en þeim Kristni Magnússyni og Björgvini Björgvinssyni tókst ekki að ljúka keppni. 78 keppendur voru skráðir til leiks og tókst aðeins 34 þeirra að ljúka keppni. Kristinn, sem tók þátt í sínum fjórðu vetrarleikum, var talsvert frá sínu besta en hann er sem kunn- ugt nýbyrjaður að keppa á nýjan leik eftir erfið meiðsli í hné. Frakk- ar unnu tvöfaldan sigur – Jean- Pierre Vidal varð hlutskarpastur á 1.41,06 mín. og Sebastian Amiez varð annar á 1.41,82 mín. Bretinn Alain Baxter vann óvænt brons- verðlaunin en þetta er í fyrsta sinn sem Breti kemst á pall í alpagrein- um á vetrarólympíuleikunum. Hann kom í mark á 1.42.32 mín. Kristinn kom í mark níu sek. eftir sigurvegaranum, á tímanum 1.49,81 mín. og Jóhann Friðrik var rúmlega sextán sekúndum á eftir sigurveg- aranum, á 1.57,17 mínútum. Tvöfaldur sigur hjá Frökkum AP Kristinn Björnsson í svigkeppninni í Deer Valley. Skíðagöngumaðurinn JohannMühlegg skráði sig á spjöld sögunnar með því að sigra í 30 km göngu en aldrei áður höfðu Spán- verjar fagnað sigri í þeirri grein. Mühlegg bætti um betur og sigr- aði í 10 km eltigöngu og enn var komið að Mühlegg þar sem hann sigraði í 50 km göngu og fullkomn- aði þrennuna, en enginn skíða- göngumaður hefur áður náð að landa þremur gullverðlaunum í einstaklingskeppni á vetrarólymp- íuleikum. Betri útgáfa af EPO En hinn þýskættaði Mühlegg fékk ekki að fagna gullinu í 50 km göngunni lengi á sunnudaginn því í blóðsýni sem tekið var af honum á fimmtudag greindust ummerki um blóðþynningarlyfið darbopetin, eða NESP, sem er betri útgáfa af blóðþynningarlyfinu EPO. Rússnesku stúlkurnar Larissa Lasutina og Olga Danilova reynd- ust einnig hafa notað sama lyfið og Mühlegg. Lasutina hafði sigraði í 30 km göngu og var þar með í öðru sæti á lista þeirra sem flest verðlaun hafa hlotið á vetrarleik- um frá upphafi. Lasutina náði um stundarsakir tíundu verðlaunum sínum á ferl- inum en áður hafði hún unnið sex gull, þrjú silfur og eitt brons. Norðmaðurinn Bjørn Dæhlie hefur unnið flest verðlaun á vetr- arleikum, átta gull og fjögur silfur. Grunuðu Mühlegg um græsku Talsmenn WADA sögðu í gær að Mühlegg hefði verið undir smásjá þeirra allt frá því í desem- ber þar sem hann þótti sýna óeðli- legar framfarir á stuttum tíma. Mühlegg fékk spænskt ríkisfang árið 1999 en hann keppti áður fyr- ir Þjóverja þar sem hann er fædd- ur og uppalinn. Dagblaðið El Mundo segir að fallið hafi verið hátt hjá Mühlegg eftir að hann hafði unnið mestu afrek í sögu spænskra vetraríþrótta – og að nú vilji Spánverjar ekkert vita af hon- um – enda sé Mühlegg í raun Þjóðverji. Stærsta lyfjamál ólympíuleika síðan í Seoul árið 1988 þar sem Ben Johnson missti æruna Þrír féllu á lyfja- prófi í Salt Lake FYRIR ári í heimsmeistarakeppni í Lahti í Finnlandi voru það finnsk- ir skíðagöngumenn sem féllu í gildruna og voru staðnir að notkun blóðþynningarlyfsins EPO. Nú ári síðar var Alþjóðalyfjaeftirlitið, WADA, betur í stakk búið vegna EPO og að auki átti WADA tromp uppí erminni sem íþróttamenn og -konur vissu ekki af. Norskir fjöl- miðlar segja í dag að ekki hafi komið upp stærra lyfjamál á ólympíu- leikum síðan kanadíski spretthlauparinn Ben Johnson féll í Seoul árið 1988. Larisa Lasutina Reuters Johann Muehlegg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.