Morgunblaðið - 26.02.2002, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.02.2002, Blaðsíða 9
HANDKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2002 B 9 ESSEN skaust upp í annað sæti í þýsku úrvalsdeildinni í hand- knattleik á sunnudag. Essen sótti heim Post Schwerin og vann fjög- urra marka sigur, 25:21. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 1 mark fyrir Essen en Patrekur Jóhann- esson lék ekki með liðinu vegna meiðsla. Rúmenski landsliðsmað- urinn Licu var langmarkahæstur allra á vellinum en hann skoraði 15 mörk. Gústaf Bjarnason skoraði 3 mörk fyrir Minden en þau dugðu skammt því Minden lá á útivelli fyrir Nordhorn, 35:30. Norski landsliðsmaðurinn Frode Hagen var í miklu stuði í liði Norhorn og skoraði 11 mörk. Sigurður Bjarnason lék ekki með Wetzlar vegna meiðsla sem sigraði Solingen á útivelli, 32:28. Lemgo, sem ekki lék í deildinni þar sem liðið mætti Kiel í EHF- keppninni, er í efsta sæti með 35 stig, Essen er í öðru sæti með 32 stig og Kiel í þriðja með 30 en lið- ið á tvo leiki til góða. Essen í annað sætið Langt fram í fyrri hálfleik í Garða-bænum voru sóknarlotur langar því liðin fóru afar varlega og sýndu mikla þolinmæði. Helst voru það Harpa Melsteð í Haukum og Anna B. Blöndal í Stjörnunni, sem tóku af skarið. Fyrri hluta hálf- leiksins náði hvort lið aðeins 8 sókn- um en í þeim síðari 12, sem er samt ekki mikið en í síðari hlutanum gekk flest upp hjá Hafnfirðingum, sem skoruðu sjö mörk á móti þremur Garðbæinga svo að staðan í leikhléi var 8:12. Síðari hálfleikur var öllu líflegri en Haukar misstu tvívegis leikmann út- af á fyrstu átta mínútunum og brá nokkuð við enda nýtti Stjarnan það til að minnka muninn niður í 1 mark. En í stað þess að láta kné fylgja kviði fataðist Garðbæingum flugið, Hauk- ar náðu aftur fjögurra marka forystu en tókst heldur ekki að fylgja því eft- ir og þegar tæpar 7 mínútur voru til leiksloka var staðan 18:18 þrátt fyrir glæsileg mörk Haukastúlkunnar Nínu K. Björnsdóttur sem lék í fyrsta sinn gegn sínum fyrri fé- lögum. Spennan var mikil og Haukar skora tvö mörk úr næstu fjórum sóknum en hjá Stjörnunni fór allt í handaskolum, ýmist varði Jenný Ás- mundsdóttir eða skotið var í slá eða stöng. Ekki bætti úr skák að Herdís Sigurbergsdóttur úr Stjörnunni var vikið af leikvelli en þeim tókst engu að síður að minnka muninn í eitt mark tæpri mínútu fyrir leikslok. Haukar fóru í sókn og sluppu tvíveg- is við að fá dæmdan á sig ruðning en tókst að halda út þessa mínútu og fögnuðu ærlega. „Við áttum á brattann að sækja, byrjuðum betur en svo kom ljótur kafli sem kom Haukum í forystu og við vorum að elta þetta forskot allan leikinn, það tók mikla orku að ná því aftur og síðan fórum við illa með góð færi í lokin,“ sagði Ragnheiður Stephensen, stórskytta úr Stjörn- unni, eftir leikinn. „Ég er ekki vön að setja út á dómara en held að það hafi hallað meira á okkur, sérstaklega í lokin en það breytir ekki öllu með leikinn.“ Hún telur þó ekki alla von úti enn með að sigra í deildinni. „Með allri virðingu fyrir liðunum sem Haukar eiga eftir að spila við var þetta úrslitaleikur fyrir Hauka og ef úrslit verða „eftir bókinni“ verða þeir deildarmeistarar. Við eigum eft- ir að leika við ÍBV, sem skiptir okkur mestu máli en Haukastelpur verða að tapa þremur stigum til að við eig- um möguleika á deildarmeistaratitli því þær eru með mun betri marka- hlutfall,“ sagði Ragnheiður. Jelena Jovanovic varði 21 skot, þar af fjögur víti, og var langbest en Anna var einnig góð. Ragnheiður, Halla María Helgadóttir og Margrét Vilhjálms- dóttir áttu góða en stutta spretti. „Við fengum fimm víti, vorum tvisvar fjórum mörkum yfir og sigr- um svo með einu marki en svona er lífið; gerir auðvelda hluti erfiða,“ sagði Brynja Steinsen úr Haukum eftir leikinn. „Það er erfiðara að spila við leikmenn, sem maður þekkir vel og veit hvað þeir ætla sér að gera, því ef það gengur upp hjá þeim verð- ur maður eins og kjáni. Þetta á við bæði lið, Stjörnustelpur vissu að ég myndi gefa á Ingu Fríðu á línunni en samt gekk það upp. Mér fannst held- ur halla á okkur dómgæslan um tíma en leikmenn beggja liða eiga að skammast sín fyrir allt tuðið því það gerði leikinn aðeins leiðinlegri,“ bætti Brynja við, ánægð með að liðið þyrfti ekki að treysta á aðra til að sigra í deildinni. „Við lögðum upp með að þessi leikur skipti höfuðmáli, það kæmu aðrir á eftir en við hefðum þá styrkt stöðu okkar með þriggja stiga forskoti á Stjörnuna og fimm á ÍBV. Við höfum komið okkur vel fyr- ir í efsta sæti og þurfum ekki að treysta á mistök annarra, heldur bara á okkur sjálfar.“ Ásamt Brynju voru Jenný markvörður, Harpa og Inga Fríða Tryggvadóttir góðar en Nína og Thelma Bj. Árnadóttir gerðu ágæta hluti. Helga gerði gæfumuninn í Víkinni Í Víkinni náðu heimasæturnar strax yfirhöndinni á móti FH en tókst þó ekki að ná góðum tökum á leiknum fyrr en í síðari hálfleik þeg- ar Helga Torfadóttir, sem varið hafði 5 skot fyrir hlé eins og mark- vörður FH, tók til sinna ráða og varði fjórtán. „Ég held að bæði lið hafi komið tilbúin í þennan leik en það gekk frekar upp það sem við ætl- uðum og þetta var mikilvægur sig- ur,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Víkinga, eftir leikinn, sáttur við 25:24 sigur. Á Seltjarnarnesi byrjaði Grótta/ KR af meiri krafti og náði 7 marka forystu eftir tuttugu mínútur. „Þær gripu okkur í bólinu en við náðum aðeins að klóra í bakkann. Það var samt ekki fyrr en eftir hlé að það varð hugarfarsbreyting hjá okkur að við komumst inn í leikinn,“ sagði Elvar Erlingsson, þjálfari Vals, eftir leikinn. Staðan í hálfleik var 14:9 fyr- ir Gróttu/KR en um miðjan síðari hálfleik jöfnuðu Valsstúlkur og tókst að sigra 25:23 á síðustu tíu mínútun- um. „Við erum nú traustar í fjórða sæti og höldum áfram að tína inn stig,“ hélt þjálfarinn áfram. „Það er vænlegt að fá heimaleik í úrslita- keppninni en það eru fjórir leikir eft- ir og ekkert má útaf bera. Hinsvegar er þetta þriðji sigur okkar í röð og ekki sá síðasti.“ Létt hjá Eyjakonum Nýkrýndir bikarmeistarar ÍBVhöfðu yfirhöndina allan leikinn gegn Fram og áttu gestirnir aldrei möguleika, 33:20. Eyjastúlkur komu mjög ákveðnar til leiks í byrjun og skoruðu átta fyrstu mörk leiksins. Fram- stúlkur náðu þá loks að komast á blað eftir tíu mínútna leik. Eftir það misstu ÍBV stelpur einbeitinguna og fóru að hætta að vinna saman sem lið heldur ætlaði hver og ein að gera hlutina upp á eigin spýtur. Það hefur aldrei boðað gott enda náðu Fram- arar að minnka muninn í fjögur mörk í stöðunni, 11:7. En nær kom- ust Framarar ekki í leiknum því Eyjakonur vöknuðu af værum blundi og sigur þeirra var öruggur. Besti maður vallarins var Andrea Atladóttir sem skoraði alls sjö mörk í öllum regnbogans litum auk þess sem hún mataði samherja sína og sendi fjöldann allan af stoðsending- um. Annar leikmaður sem stóð sig mjög vel var Þórsteina Sigurbjörns- dóttir, 17 ára Eyjamær, sem hefur ekki fengið mikið að spreyta sig í vetur. Hún nýtti svo sannarlega tækifærið sem hún fékk því hún skoraði sex mörk úr sex tilraunum. ,,Þetta var frekar létt í dag, kannski hálfgerð prófraun eftir bik- arúrslitaleikinn. Samt komu kaflar í þessum leik, svona upp og niður, sem við vorum alls ekki sáttar við en við náðum að halda haus og spila okkar bolta og þá kom bara getumunurinn í ljós. Um miðjan fyrri hálfleikinn slökuðum við á og þá kom bara kæruleysi í mannskapinn og allir vildu ná boltanum og allir vildu skora. Þá tókum við leikhlé og töl- uðum um að spila okkar bolta og gera þetta almennilega sem er kannski stærsta prófið í svona leikj- um. Að reyna að spila alltaf eins vel og þú getur alveg sama hver and- stæðingurinn er og við náðum því í seinni hálfleik og kláruðum þetta svo með stæl. Það gengur mjög vel að koma stelpunum niður á jörðina eftir bikarúrslitaleikinn og eins og ég segi; þessi leikur var kannski próf- raunin. Ungu stelpurnar komu sterkar inn og ég er mjög ánægður með það. Þær fengu tækifæri og nýttu sér það,“ sagði Erlingur Richardsson, þjálfari Vestmanney- inga. Haukastúlkur eru í góðum málum HELDUR rættist úr viðureign Stjörnunnar og Hauka þegar lið- in mættust í Garðabænum á laugardaginn. Efsta sæti deild- arinnar var í húfi og setti það svip sinn á leikinn, sem byrjaði heldur varfærnislega en lauk með æsispennandi lokamín- útum þegar Haukastúlkur höfðu 20:19 sigur. Þær hafa því komið sér makindalega fyrir á toppi deildarinnar með gott forskot á næstu lið, Stjörnuna og ÍBV, sem þær hafa þegar leikið við, og deildarsigur veltur algerlega á því hvort þær standa sig í stykkinu – ekki á óförum ann- arra. Valsstúlkur eru áfram í 4. sæti deildarinnar eftir 25:23 sigur á Gróttu/KR og Víkingum tókst að taka 6. sætið af FH með 25:24 sigri í Víkinni. Stefán Stefánsson skrifar Morgunblaðið/Árni Sæberg Guðríður Margrét Vilhjálmsdóttir, Stjörnunni, nær ekki að stöðva Hörpu G. Melsted, Haukum. Einar Hlöðver Sigurðsson skrifar  RÓBERT Sighvatsson skoraði 5 mörk fyrir Düsseldorf og Gylfi Gylfason 4 þegar liðið gerði jafntefli, 27:27, á móti Gensungen í norður- riðli þýsku 2. deildarinnar í hand- knattleik um helgina. Düsseldorf er í fjórða sæti.  HARALDUR Þorvarðarson skor- aði 3 mörk fyrir Stralsrunder sem sigraði TV Grambke, 31:19, í suð- urriðli 2. deildarinnar. Stralsrunder er í 7. sæti deildarinnar.  GUÐMUNDUR Hrafnkelsson og félagar hans í Conversano sigruðu Ascoli, 25:20, í ítölsku 1. deildinni í handknattleik um helgina. Convers- ano er í fjórða sæti deildarinnar með 40 stig. Bologna er efst með 46, Prato 44 og Trieste 42.  MODENA, lið Hilmars Þórlinds- sonar, tapaði á útivelli fyrir Ancona, 33:30. Modena er í 9. sætinu með 19 stig. FÓLK RAGNAR Óskarsson skoraði 9 mörk fyrir Dunkerque sem sigraði Paris SG, 27:25, á útvelli í frönsku 1. deildinni í handknattleik um helgina. Ragnar var mjög atkvæða- mikill í sóknarleik sinna manna. Hann stjórnaði leik liðsins eins og herforingi og skoraði grimmt. „Ég fann mig mjög vel í leiknum og þetta er örugglega einn af mín- um betri leikjum með Dunkerque,“ sagði Ragnar í samtali við Morg- unblaðið. Ragnar sagði að Gunnar Berg Viktorsson, félagi sinn í íslenska landsliðinu, hefði ekki getað leikið með Parísarliðinu vegna meiðsla í öxl og hefði munað um minna fyrir heimaliðið. „Við erum mjög ánægðir með gengi okkar í vetur og við höfum sett stefnuna á að ná öðru sætinu. Mér sýnist á öllu að Montpellier verði meistari en baráttan um ann- að sætið og jafnfram Evrópusæti kemur til með að standa á milli okk- ar og Creteil.“ Ragnar er markahæsti leik- maður Dunkerque á leiktíðinni en hann hefur skorað 81 mark og er í sjötta sæti yfir markahæstu leik- menn deildarinnar. Samningur Ragnars við franska liðið rennur út í vor og sagði Ragnar að ekkert væri byrjað að ræða framhaldið. „Það er vel inni í myndinni að vera hér áfram en ég hef samt ekk- ert verið að velta mér upp úr því. Það skýrist þegar líður á vorið hvort ég verði hér áfram eða fari eitthvað annað,“ sagði Ragnar. Montpellier er efst í deildinni með 46 stig, Creteil og Dunkerque koma næst með 39 stig og í fjórða sætinu er Istres með 35 stig. Paris SG er í sjötta sæti með 34 stig. Ragnar með 9 mörk í sigri Dunkerque Ragnar Óskarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.