Morgunblaðið - 26.02.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.02.2002, Blaðsíða 4
ÍÞRÓTTIR 4 B ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ SILJA Úlfarsdóttir, frjálsíþrótta- kona úr FH, setti um helgina Ís- landsmet í 200 metra hlaupi innan- húss, en hún keppti í Bandaríkjun- um. Silja kom í mark á tímanum 24,32 sek. en gamla metið átti hún sjálf, en það var 24,38 sek. Þetta var síðasta mótið sem hún tekur þátt í á innanhússtímabilinu vest- anhafs en hálftíma áður en Silja setti Íslandsmetið hafði hún tekið þátt í 400 metra hlaupi og þar kom hún í mark á tímanum 54,84 sek. Í gær voru tekin lyfjapróf af Silju og verður Íslandsmetið ekki staðfest fyrr en niðurstöður úr því prófi liggja fyrir. Silja með Íslandsmet RÚSSNESKA stúlkan Svetlana Fe- ofanova sló enn einn ganginn heimsmet sitt í stangarstökki inn- anhúss á móti í Lievin í Frakklandi á sunnudaginn. Feofanova stökk 4,74 og bætti heimsmet sitt um 1 sentímetra en þetta var í fjórða skipti á einum mánuði sem hún slær heimsmetið. Feofanova reyndi að slá heimsmet Stacy Dragilu frá Bandaríkjunum sem hún á utan- húss (4,81 metra) þegar hún lét hækka rána í 4,82 metra en henni mistókst að fara yfir þá hæð. Monika Pyrek frá Póllandi varð önnur í stangarstökkskeppninni en hún stökk hæst 4,56 metra og í þriðja sæti hafnaði Pavla Ham- ackova sem einnig stökk 4,56 metra. Heims- og ólympíumeist- arinn Stacy Dragila náði sér ekki á strik og varð aðeins í fjórða sæti með stökk upp á 4,46 metra. Enn eitt metið hjá Feofanovu BJÖRGVIN Sigurbergsson, kylf- ingur úr Keili, hefur fengið boð um að leika á tveimur atvinnu- mannamótum sem fram fara í Afr- íku í lok mánaðarins og byjun þess næsta. Mótin eru hluti af áskor- endamótaröðinni eða Challenge- Tour. Fyrra Afríkumótið er í Kenýa og hefst það fimmtudaginn 28. febr- úar og lýkur sunnudaginn 3. mars. Það síðara er í Sambíu og hefst 7. mars og lýkur 10. mars. Að und- anförnu hefur Björgvin dvalið á Englandi við æfingar en auk Björg- vins mun Birgir Leifur Hafþórsson, Leyni, taka þátt í mótunum tveimur. Björgvin með boð frá Afríku Þetta var orðið dökkt um tíma envið neituðum að gefa okkur,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, eftir leikinn. „Eftir að við beittum smá taktík í vörninni hjá okkur, þá hörf- uðu þeir og við nýtt- um okkur það. Við rifum okkur upp eftir herfilegan leik gegn Breiðablik en vorum næstum búnir að falla í sömu gryfju hér og gegn Blikum.“ KR á eftir þrjá erfiða leiki, tvo heimaleiki gegn Grindavík og Njarð- vík og einn útileik við Tindastól. Seg- ir Ingi Þór alla þessa leiki vera úr- slitaleiki um hvernig fari að lokum á toppnum. Hamar hafði komið sér upp þægi- legu forskoti tvisvar í leiknum, fyrst í öðrum leikhluta, 34:25, en á þeim tímapunkti var leikur liðanna eins og svart og hvítt. KR-ingar með góðum varnarleik minnkuðu hins vegar muninn og náðu að jafna fyrir hálf- leik, 46:46. Var leikurinn í járnum í upphafi þriðja leikhluta, en þá small allt í baklás hjá gestunum og jafnvel ein- földustu atriði gengu ekki upp. Ham- ar jók smátt og smátt forystuna, en í þessum leikhluta skoruðu Hamars- menn 28 stig gegn 12 stigum KR. Í lok þriðja leikhluta var staðan 72:58, 14 stiga munur, en munurinn fór mest í 16 stig í upphafi fjórða leik- hluta, 74:58. Ólafur J. Ormsson hélt sínum mönnum á floti í upphafi fjórða leik- hluta en hann skoraði 9 stig í röð fyr- ir gestina, allt þriggja stiga körfur. Með góðri vörn söxuðu KR-ingar á forskotið. Hamarsmenn virtust þó hafa öll tök á leiknum. Heimamenn skoruðu hins vegar ekki stig á síð- ustu tveimur mínútunum en í stöð- unni 86:81 var allt útlit fyrir heima- sigur. Jón Arnór sá þó til að svo yrði ekki. Hamarsmenn gerðu sig seka um slæm mistök á lokasprettinum er þeir misstu boltann við miðju þegar 5 sek. voru eftir og má kannski segja að þessi mistök hafi kostað þá sig- urinn. Allt Hamarsliðið spilaði ágætlega en þó stóðu þeir Svavar Birgisson og Nathaniel Pondexter upp úr. Pond- exter skoraði 20 stig, tók 11 fráköst og var með 9 stoðsendingar. Gunn- laugur Erlendsson setti niður mik- ilvægar körfur og segja verður Skarphéðni Ingasyni til hróss að hann barðist vel. Hjá KR var Jón Arnór Stefánsson langbestur og sýndi hann það í þess- um leik hve mikilvægur hann er fyrir liðið. Menn vinna hins vegar ekki leiki einir en Ólafur J. Ormsson skor- aði á mikilvægum auknablikum og átti góðan leik þegar spilið hrundi hjá samherjum hans. Keith Vassel hefur hins vegar oft verið betri en hann átti ekki sinn besta dag á sunnudags- kvöldið. „Þetta var ekki sanngjarnt tap. Þeir settu kannski einhverja pressu á okkur sem við ekki réðum við en þennan leik áttum við að vinna, þeir þurftu hins vegar að vinna leikinn til að halda sér í toppslagnum. Þessi leikur er aftur á móti búinn og það verður ekki stöðvað við hann,“ sagði Pétur Ingvarsson, spilandi þjálfari Hamars. Damon sá um Hauka Flestir þeirra sem lögðu leið sína ííþróttahúsið við Sunnubraut í Reykjanesbæ á sunnudagskvöldið bjuggust vafalaust flestir við auðveldum sigri Keflvíkinga og sú varð raunin. Keflavík sigraði 100:92 og leiddi einnig í hálfleik 47:45. Þrátt fyrir að stigamunurinn í lok- in væri ekki nema 8 stig þá segir það lítið um liðsmuninn á þessum tveim- ur liðum. Haukarnir börðust þó grimmilega á köflum en það vantaði neistann og kraftinn. Það dugir ekki að skilja hann eftir heima þegar kom- ið er á heimavöll Keflvíkinga. Heimamenn hafa verið að leika firnavel í vetur og eru enn einir á toppi deildarinnar. Haukar veittu þeim harða mótspyrnu á köflum en í þriðja leikhluta virtist sem heima- menn ætluðu að stinga gestina af. Haukarnir gáfust þó ekki upp og geta þakkað Bjarka Gústafssyni að munurinn varð ekki meiri því á ögur- stundu skoraði hann þrjár þriggja stiga körfur og munaði um minna. Það eitt dugði þó ekki til og Keflvík- ingar, með Damon Johnson í farar- broddi sigruðu verðskuldað. Fyrrnefndur Damon var án efa besti maður vallarins og skoraði 41 stig. Guðjón Skúlason var enn sem fyrr drjúgur og setti niður 24 stig, sjö þriggja stiga körfur, eina tveggja stiga körfu og eitt vítaskot. Það þykir þó ekki fréttnæmt á þeim bænum. Eitt er víst að nú þegar dregur að úrslitakeppninni þá er staða Keflvík- inga góð og ekkert sem bendir til þess að þeir láti undan síga í eftirleik Íslandsmótsins. Antropov með stórleik Oftar en ekki hafa leikir Tinda-stóls og Þórs verið miklir bar- áttuleikir, þar sem sigur hefur getað fallið hvorum megin sem var, og sú varð einnig raunin á sunnudagskvöldið. Leikurinn var frá upphafi hraður og mikil barátta, en hinsvegar höfðu heimamenn frum- kvæðið í sínum höndum og sigruðu 89:81. Vörn Tindastóls var mjög sterk og átti Antropov þar stórleik, en Hjört- ur Harðarson og Pétur Sigurðsson héldu sínum mönnum inni í leiknum með fallegum þriggja stiga körfum. Þegar í fyrsta leikhluta eftir sjö mínútur fékk þjálfari Þórs á sig tæknivíti, og skoraði Kristinn úr báð- um skotunum, en síðan skoraði Antropov og þannig náðu heima- menn ellefu stiga forystu í þessum leikhluta. Í öðrum leikhluta hélt baráttan áfram, Antropov tók Óðin úr umferð, en var einnig sterkur undir körfu andstæðinganna, en Hjörtur raðaði niður þrem þriggja stiga í röð, og þegar um tíu sekúndur voru til leik- hlés jöfnuðu Þórsarar, 42:42. Krist- inn Friðriksson átti hinsvegar loka- orðið og sýndi áhorfendum enn einu sinni hvernig á að skora með þriggja stiga skoti utan af miðjum velli þegar mikið liggur við. Í síðari hálfleik hélt baráttan áfram, Þórsararnir börðust mjög vel, en nú var það hinsvegar Kristinn Friðriksson sem skoraði úr þriggja stiga skotum þegar andstæðingarnir voru komnir óþægilega nærri. Lengstum var munurinn fimm til tíu stig og því hélst spennan alveg fram á lokamínúturnar þar sem ekkert mátti útaf bera. Þrátt fyrir mikla baráttu Þórsar- anna náðu heimamenn að innbyrða mikilvægan sigur, 89:81, sem styrkir stöðu þeirra í úrslitakeppninni sem framundan er. Kristinn Friðriksson, Antropov og Spillers áttu mjög góð- an leik. Antropov varði m.a. átta skot og í mörgum tilvikum náði hann að varna leikmönnum andstæðinganna að komast í skotstöðu þannig að í tímapressu urðu þeir að skjóta fyrir utan. Þá átti Helgi Freyr Margeirsson mjög sterka innkomu og lofar hans frammistaða góðu. Hjá Þór var Hjörtur Harðarson langbesti maður, Óðinn náði ekki að sýna sitt besta enda undir mjög strangri gæslu, skoraði aðeins þrjú stig í fyrri hálfleik, og er sjálfsagt óvanur því að setja ekki meira mark sitt á leikinn, en um hann losnaði að- eins í síðari hálfleik og þá var ekki að sökum að spyrja. Stevie Johnson, Pétur Sigurðsson og Hafsteinn Lúð- víksson áttu ágæta spretti. ÍR þokast nær úrslitakeppninni ÍR-ingar þokuðust úr fallsætinu íúrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðið lagði Stjörnuna að velli, 85:72. Stjarnan hefur ekki unnið leik í efstu deild í vetur og var þetta nítjándi tapleikur liðsins í röð. Bak- verðir ÍR, Ólafur Sigurðsson og Ei- ríkur Önundarson, voru iðnir við að ná knettinum af leikmönnum Stjörn- unnar en Eiríkur náði átta slíkum og Ólafur sex. Í hálfleik var tólf stiga munur á liðunum, 44:32. ÍR er aðeins tveimur stigum frá því að komast í úrslitakeppnina en liðið er með 14 stig en Haukar og Þór Ak. eru með 16 og Akureyrarliðið í 8. sætinu sem stendur. Kevin Grandberg leikmaður og þjálfari Stjörnunnar var atkvæða- mestur í stigaskorun og fráköstum liðsins en hann skoraði 16 og tók 11 fráköst. Cedrick Holmes skoraði 30 stig fyrir ÍR og tók 11 fráköst en Ei- ríkur Önundarson skoraði 21 stig auk þess sem hann gaf 6 stoðsendingar. Breiðablik á góðum skriði Breiðablik fylgdi eftir góðum sigriá KR á dögunum með því að sigra Skallagrím á heimavelli sínum í Smáranum, 81:69, og er Kópavogs- liðið nú í 7. sæti deildarinnar með 16 stig en Borgnesingar eru í fallsæti sem stendur með 12 stig. Mikill áhugi virðist vera að vakna á meðal stuðningsmanna Breiðabliks því um 500 áhorfendur mættu til þess að fylgjast með viðureign liðanna. Líklegt er að Breiðablik nái að sigra í þriðja leiknum í röð á fimmtu- daginn þar sem liðið leikur gegn lán- lausum Stjörnumönnum og ætti staða liðsins að styrkjast við það því aðeins þrjár unmferðir eru eftir af deildarkeppninni. Skallagrímur á eftir að leika við Hamar og Tindastól á heimavelli og Keflavík á útivelli og þurfa menn þar á bæ að spýta í lófana ef ekki á illa að fara. Jón Arnór þyngdar sinnar virði í gulli KR tryggði sér sigurinn, 86:88, þegar aðeins sekúnda var eftir af leik Hamars og KR á sunnudaginn. Jón Arnór Stefánsson tók skot úr nánast vonlausri stöðu, en viti menn spjaldið og ofaní og var hann þyngdar sinnar virði í gulli fyrir KR þetta kvöld. Má segja að heimamenn hafi kastað sigrinum frá sér. Ljósmynd/Helgi Valberg Jón Arnór Stefánsson liggur hér á gólfinu eftir viðureign við Hamarsmanninn Svavar Birgisson, en síðan stóðu Jón Arnór og samherjar hans hjá KR uppi sem sigurvegarar. Helgi Valberg skrifar Kristján Jóhannsson skrifar Björn Björnsson skrifar ENSKA sjónvarpsstöðin ITV mun á næstunni óska eftir að fá að semja á ný um sjónvarpsréttinn frá leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í knatt- spyrnu, en eigendur ITV telja að núgildandi samningur sé allt of dýru verði keyptur. Granada og Charlton eru eig- endur ITV, sem greiðir um 13 millj- arða ísl. kr. á ári fyrir sjónvarps- réttinn, og samkvæmt fréttum frá Englandi hefur ITV óskað eftir því að greiða aðeins 2⁄3 hluta af umsam- inni upphæð. Spekingar á Bret- landseyjum þykjast sjá þess skýr merki að forráðamenn sjónvarps- stöðva víðsvegar um heim hafi keypt sjónvarpsrétt frá ýmsum knattspyrnukeppnum of dýru verði. Taka þeir sem dæmi að þýska fjölmiðlasamsteypan KIRCH riðar til falls, en samsteypan er rétthafi sjónvarpsefnis frá HM í knatt- spyrnu sem fram fer í S-Kóreu og Japan í sumar. ITV vill semja á ný

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.