Morgunblaðið - 26.02.2002, Page 8

Morgunblaðið - 26.02.2002, Page 8
HANDKNATTLEIKUR 8 B ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Heimamenn skoruðu fyrsta markleiksins en Haukarnir jöfnuðu strax og héldu svo ávallt eins marks forystu þangað til á 18. mínútu að ÍBV komst aftur yfir og eftir það varð ekki aftur snúið fyrir Haukana. Eyjamenn náðu fljótlega eftir það öruggri for- ystu og réðu Haukarnir ekkert við frábæra Eyjapeyja. Haukarnir reyndu allt hvað þeir gátu að bregð- ast við. Þeir skiptu um markmann, tóku Mindaugas úr umferð en það var alveg sama hvað þeir reyndu, ekkert gekk. Hálfleikstölur voru 17:11 ÍBV í vil. Vestmannaeyingar mættu gríðarlega ákveðnir til seinni hálfleiks, staðráðnir í því að tapa ekki niður þessu forskoti. Þeir skor- uðu þrjú fyrstu mörkin og héldu áfram að auka forskot sitt jafnt og þétt. Eyjaliðið hreinlega valtaði yfir stjörnum prýtt lið Haukanna og náði mest tólf marka forystu. Það var ekki fyrr en um miðjan seinni hálf- leikinn að Haukaliðið fór aðeins að klóra í bakkann eftir að Viggó hafði tekið nánast allt byrjunarliðið sitt út af. Þeir brugðu þá á það ráð að taka Arnar og Mindaugas úr umferð og náðu með því að minnka muninn í fjögur mörk rétt undir lokin en nær komust þeir ekki, lokatölur 34:30. Eyjamenn eiga mikið hrós skilið fyrir vægast sagt frábæran leik og er þetta besti leikur liðsins í vetur og örugglega einn besti leikur liðsins í langan tíma. Þú spilar ekki betur en andstæðingurinn leyfir sagði einhver spekingur og það sannaðist heldur betur í þessum leik, Íslands- og bik- armeistararnir áttu hreinlega aldrei möguleika. Maður vallarins var án efa markvörður Eyjamanna, Hörður Flóki Ólafsson, sem varði hvorki fleiri né færri en 25 skot, þar af að- eins eitt þar sem knötturinn barst aftur til Haukanna. Einnig var gam- an að sjá Jón Andra Finnsson koma sterkan inn eftir mikil og erfið meiðsli síðustu tvö ár og er hann von- andi búinn að ná sér. Að öðru leyti áttu allir Eyjastrákarnir frábæran leik. Allt Haukaliðið fær falleinkunn fyrir frammistöðu sína, það var einna helst Halldór Ingólfsson sem var með einhverju lífsmarki. ,,Þetta var frábær leikur hjá okk- ur. Við vorum vitanlega ósáttir við sjálfa okkur eftir ÍR leikinn og ákváðum að taka okkur saman í and- litinu og gefa allt í þetta. Það er auð- velt að undirbúa lið fyrir leik á móti Íslands- og bikarmeisturunum og þeir ekki búnir að tapa leik. Þetta er annað liðið sem kemur hingað tap- laust og við náum að leggja það en við vorum fyrstir til að vinna Val á sínum tíma í haust. Mér finnst þessi dómaraumræða sem hefur verið í kringum leiki Hauka í vetur vitan- lega gengin út í öfgar, dómararnir voru mjög góðir hérna í dag,“ sagði Sigbjörn Óskarsson þjálfari Eyja- manna. ,,Þetta var auðvitað mjög góður leikur þótt vissulega sé alltof mikið að fá á sig þrjátíu mörk en það gefur augaleið að fyrst við skorum 34 mörk þá erum við að fá margar sóknir á okkur í staðinn. Þetta var mjög fínt, svart og hvítt miðað við leikinn á móti ÍR síðast,“ sagði maður leiks- ins, Hörður Flóki Ólafsson, kampa- kátur eftir leikinn. ,,Við vorum hreinlega að leika illa. Það vantaði alla einbeitingu í liðið og við vorum bara andlega og líkamlega tómir. Þetta var alls ekki spurning um vanmat. Við gerðum okkur grein fyrir því fyrir leikinn að þetta er mjög erfiður völlur hérna og það vantaði bara alla stemmningu í liðið, við vorum ekki að spila á okkar getu og þá vinnum við engan. Það getur ekki endalaust haft áhrif á liðið að fimm lykilmenn þess voru á EM en það hefur kannski svolítil áhrif á liðið að það er búið að vera rosalega mikið andlegt álag á okkur undanfarið leik eftir leik, nýkomnir úr þessum bik- arúrslitaleik og hann kostar mikla orku og ég fann það bara að liðið náði sér engan veginn á strik. Þessi dóm- araumræða í leikjum okkar í vetur er hreinlega vitleysa og ég skil hrein- lega ekki þá umræðu. Dómgæslan í dag var mjög góð og hreint til fyr- irmyndar,“ sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka. Lítið um varnir Bláklæddir FH-ingar unnu mik-ilvægan sigur á Þór frá Akur- eyri, 34:30. Lítið sem ekkert sást til varnarleiks eða markvörslu hjá lið- unum í fyrri hálfleik og mjög fljótlega var ljóst að liðin myndu ná að skora a.m.k. 30 mörk. Liðin voru með frábæra sóknarnýtingu fram eftir öllum fyrri hálfleik og það var ekki fyrr en að um 7 mínútur voru til leikhlés að einhver mark- varsla og varnarvinna fór að sjást hjá liðunum. Staðan í leikhléi var enda 17:16 og talsverð spenna í leiknum. FH-ingar náðu að hrista af sér slyðruorðið í vörninni þegar tæpar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og náðu þá fimm marka for- skoti og lögðu grunninn að góðum sigri. Þórsarar gáfust þó ekki upp, minnkuðu muninn í tvö mörk en þá sögðu FH-ingar hingað og ekki lengra og tryggðu sér tvö mikilvæg stig. „Það var eiginlega ekki heil brú í leik liðanna í dag,“ sagði Björgvin Rúnarsson, sem var besti leikmaður FH í leiknum – skoraði sjö mörk sem öll voru úr hraðaupphlaupum. Páll Viðar Gíslason var besti leikmaður Þórs en líkt og FH-ingar áttu þeir í mesta basli með varnarvinnuna og markvörsluna framan af leik. Fjórtán mörk Guðjóns Framarar klífa enn töflu 1. deildarog eru komnir í níunda sætið eftir sigur á Selfyssingum, 34:31, í Framhúsinu. Þeir hafa krækt í fimm stig í þremur fyrstu leikjum sínum eftir áramótin og ætla sér greinilega að gera harða atlögu að áttunda sætinu og úrslitakeppninni. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn og því mikið í húfi. Stuðnings- menn þeirra virtust þó ekki gera sér grein fyrir mikilvægi leiksins og voru fámennir á pöllunum. Það virð- ist reyndar ekki tiltökumál lengur þótt aðeins mæti 150 manns á leik í 1. deild enda erfitt að byggja upp spennu í endalausri forkeppni. Leikurinn var hraður og sveiflu- kenndur. Selfoss með undirtökin framan af en Framarar virtust með pálmann í höndunum eftir að hafa náð átta marka forystu fyrir hlé. Auk þess hafði Selfoss misst Þóri Ólafs- son af velli vegna þriggja brottvísana áður en fyrri hálfleikur var úti. Sami munur var, 23:15, þegar 5 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik en þá tóku Selfyssingar mikinn kipp og höfðu jafnað metin aðeins 13 mínút- um síðar. Eftir það var allt í járnum þar til Guðjón Finnur Drengsson skoraði þrjú mörk í röð og kom Fram í 33:30. Manni fleiri í stöðunni 33:31 virtust Selfyssingar enn eiga von en Björgvin Björgvinsson slökkti hana með glæsilegu gegnumbroti eftir aukakast 45 sekúndum fyrir leikslok. Guðjón Finnur átti stórgóðan leik með Fram og skoraði 14 mörk á fjöl- breyttan hátt en hann, Hjálmar Vil- hjálmsson, Björgvin Björgvinsson og Róbert Gunnarsson báru uppi leik Safamýrarpilta. Í heild átti lið þeirra afar köflóttan leik, sérstak- lega var varnarleikurinn slakur, en Framarar sýndu styrk þegar á reyndi. Hjá Selfyssingum voru hinir óút- reiknanlegu Valdimar Þórsson og Hannes Jón Jónsson allt í öllu ásamt Jóhanni Inga Guðmundssyni sem varði 19 skot. Selfyssingar eru óhræddir við að keyra upp hraðann, með Valdimar í aðalhlutverki, en það kom þeim í koll í fyrri hálfleik þegar þeir fengu hvert hraðaupphlaupið á sig á fætur öðru. Þeir sýndu mikla seiglu með því að jafna metin en höfðu ekki kraft til að fylgja því eftir. Sigurmark á elleftu stundu Einbeitingin skein úr andliti leik-manna Gróttu/KR gegn Aftur- eldingu í leik liðanna í 1. deild karla í handknattleik á sunnudagskvöld. Einbeitingin skilaði Gróttu/KR mikil- vægum sigri, 21:20, og tveimur stigum nær úrslita- keppninni. Alexander Paterson skoraði sigurmarkið úr hraðaupp- hlaupi rétt fyrir leikslok og gríðar- legur fögnuður braust út meðal leik- og stuðningsmanna Gróttu/KR. Lokamínúta leiksins var æsi- spennandi. Grótta/KR hafði yfir- höndina allan hálfleikinn en Mosfell- ingar komust inn í leikinn þegar tvær mínútur voru til leiksloka og jöfnuðu leikinn, 20:20. Þeir fengu gullið tækifæri til að tryggja sér sigurinn þegar heima- mönnum mistókst að skora í næstu sókn og höfðu eina mínútu til umráða til að skora sigurmarkið. Það tókst þó ekki því þegar aðeins 5 sekúndur voru til leiksloka fengu þeir dæmdan á sig ruðning. Grótta/KR geystist fram í sókn og Alexander Paterson skoraði sigurmarkið, 21:20. „Þetta var spurning um heppni í lokin og hún féll okkar megin,“ sagði Magnús Arnar Magnússon, fyrirliði Gróttu/KR, kampakátur í leikslok. Ekki er hægt að taka út neinn leik- manna Gróttu/KR umfram annan. Liðið sem heild vann í sameiningu að þessum sigri. Leikmenn Aftureldingar náðu ein- hvern veginn ekki að sýna hvað í þeim býr í þessum leik. Þeir voru þó á köflum að leika ágætan sóknarleik en þeir náðu ekki að brjóta baráttu- glaða vörn Gróttu/KR á bak aftur. Reynir Þór Reynisson markvörður var þeim drjúgur á lokakafla síðari hálfleiks er hann varði m.a. vítakast en það dugði ekki til. Hrun hjá Víkingi Sigur var innan seilingar hjá Vík-ingum – höfðu þriggja marka forskot tæpum tíu mínútum fyrir leikslok þegar Stjörnumenn sóttu þá heim í Víkina. En vænleg staða virtist slá þá útaf laginu því Garðbæingar gerðu tíu mörk á móti tveimur á næstu 8 mínútum og sigr- uðu, 30:26. „Við misstum haus í lokin, fengum tvær brottvísanir og réðum ekki við það,“ sagði Víkingurinn Þór- ir Júlíusson eftir leikinn og var ekki sáttur við hrunið síðustu mínúturn- ar. Eyjamenn fyrstir að leggja Hauka VESTMANNAEYINGAR tóku á móti Íslands- og bikarmeisturum Hauka á laugardaginn í Vestmannaeyjum. Fyrir þennan leik höfðu Haukarnir ekki tapað leik, hvorki í deild né bikar, en Eyjamenn hafa verið brokkgengir og kannski sumpart valdið vonbrigðum miðað við þann mannskap sem liðið er með. Fyrir leikinn bjóst því enginn við að Eyjastrákarnir gætu unnið Hauka, nema leikmenn og stuðnings- menn ÍBV. En annað kom á daginn því Eyjamenn gerðu sér lítið fyrir og völtuðu yfir Íslands- og bikarmeistarana og endaði leikurinn 34:30 fyrir ÍBV en lokatölur leiksins gefa engan veginn rétta mynd af leiknum því mest náði ÍBV tólf marka forskoti. Einar Hlöðver Sigurðsson skrifar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Víðir Sigurðsson skrifar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Stefán Stefánsson skrifar Ólafur Stefánsson hafði sig frekarlítið í frammi. Hann skoraði að- eins tvö mörk í leiknum en lék félaga sína oft vel uppi og þá einkum og sér í lagi franska línumanninn Geric Kervadec, sem var langmarkahæst- ur í liði Magdeburg með 9 mörk. Bennet Wiegert, Nenand Perunicic og Joel Abati komu svo allir með 5 mörk. Hjá Celje voru slóvensku landsliðsmennirnir Renato Vugrinec og Roman Pungartnik atkvæðamest- ir með 7 mörk og þá átti Dejan Peric, landsliðsmarkvörður Júgóslava snjallan leik á milli stanganna. Leikurinn var allan tímann í járn- um. Celje hafði eins marks forustu í hálfleik, 14:13, og jafnt var á flestum tölum í síðari hálfleik. Júgóslavneski risinn Nenand Perunicic fékk gullið tækifæri til að jafna metin undir lok- in en honum brást bogalistin úr opnu færi þegar 10 sekúndur voru eftir og Celje tókst í kjölfarið að skora síð- asta mark leiksins úr hraðaupp- hlaupi. Ólafur átti ekki sinn besta leik „Við erum komnir svolítið upp að vegg en ég tel samt að við eigum fulla möguleika á að slá slóvenska liðið út. Þetta eru ekki nema tvö mörk og þó svo að við eigum í vændum mjög erf- iðan útileik þá getur liðið leikið mun betur en það gerði í þessum leik,“ sagði Ólafur Stefánsson í samtali við Morgunblaðið. Ólafur sagði að varnarleikur Magdeburg hefði brugðist en liðið missti lykilmann varnarinnar, fyrir- liðann Steffan Stiebler, útaf vegna meiðsla eftir aðeins 10 mínútna leik. „Við lentum í basli með vörnina og við fengum þar að leiðandi mun færri hraðaupphlaup en ella. Þá var sókn- arleikurinn vandræðalegur. Celje lék framstæða vörn og lagði áherslu á að stöðva skytturnar í okkar liði. Ég átti kannski ekki minn besta leik og Perunicic gat ekki beitt sér að fullu vegna meiðsla,“ sagði Ólafur. Magdeburg vann tvo titla á síð- ustu leiktíð. Liðið varð þýskur meist- ari og sigraði í EHF-keppninni en ekki hefur gengið sem skyldi hjá lið- inu í ár. Magdeburg er í sjötta sæti í deildinni og á varla möguleika á að verja titilinn og eftir ósigurinn gegn Celje hafa möguleikar liðsins á að vinna til verðlauna í Evrópukeppn- inni dvínað til muna. „Það er frekar ólíklegt að við vinnum deildina eins og staðan er í dag en við höfum ekki gefist upp í Meistaradeildinni þó svo að það líti ekki allt of vel út. Þá erum við komn- ir í undanúrslit í bikarkeppninni svo stuðningsmenn okkar eru ekki enn farnir að snúa baki við okkur.“ Morgunblaðið/Jens Wolf Ólafur Stefánsson náði sér ekki á strik. Á brattann að sækja fyrir Magdeburg ÞÝSKU meistararnir í Magdeburg standa höllum fæti í viðureign sinni á móti slóvenska liðinu Celje Piovarna Lasko í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Liðin mættust í Berlín að viðstöddum 8.000 áhorfendum um helgina og fóru gestirnir með sigur af hólmi, 31:29. Leikið var í Berlín þar sem íþróttahöll Magde- burg var upptekin. Síðari leikurinn verður í Slóveníu um næstu helgi og verður þar á brattann að sækja fyrir lærisveina Alfreðs Gíslasonar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.