Morgunblaðið - 05.03.2002, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.03.2002, Qupperneq 2
ÍÞRÓTTIR 2 B ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í vetur hefur Brentford blandað sér af krafti í topp- baráttu 2. deildarinnar og Ív- ar er einn af hornsteinum liðsins en hann er sá eini sem hefur leikið alla leiki þess á tíma- bilinu; meira að segja hverja ein- ustu mínútu í þeim öllum, og fengið mjög góða dóma fyrir frammistöðu sína. Ívar hefur lengst af sínum ferli leikið sem miðjumaður en nú er hann kominn í vörnina þar sem hann kann best við sig. „Já, það er engin spurning að þetta er mitt besta tímabil hjá fé- laginu. Ég þakka það ekki síst því að ég er búinn að spila sömu stöðu allt tímabilið. Þegar Steve Coppell tók við liðinu í fyrrasumar lét hann mig strax á undirbúningstímabilinu spila alla leiki sem miðvörður og þar hef ég verið í öllum leikjum vetrarins til þessa. Fram að því hafði ég spilað hér og þar á vell- inum, allar stöðurnar í þriggja og fjögurra manna miðju og allar stöð- ur í bæði þriggja manna og fjög- urra manna vörn, og var meira að segja í framlínunni um tíma. Ég var orðinn þreyttur á þessum til- færslum og það er allt annað að geta einbeitt sér að einni stöðu.“ Tek hiklaust þátt í sóknarleiknum Þrátt fyrir að Ívar sé kominn aft- ar á völlinn hefur hann skorað fleiri mörk en áður og er fjórði marka- hæsti leikmaður Brentford í vetur með 5 mörk. „Ég er þegar kominn með einu marki meira en allt tímabilið í fyrra og held vonandi áfram að lauma inn einu og einu. Ég fer fram í öllum föstum leikatriðum en ég hef samt skorað fjögur af þessum mörkum með því að taka lengur þátt í um- ræddum sóknum og þá með skotum frá vítateig. Ég hef ákveðið frelsi að þessu leyti, Coppell hefur aldrei skammað mig fyrir að taka þátt í sóknarleiknum og ég geri það hik- laust þegar færi gefst. En aðalhlut- verk mitt er þó varnarleikurinn og ég einbeiti mér að honum.“ Coppell hefur gjörbreytt liðinu Brentford er það lið sem mest hefur komið á óvart í 2. deild í vetur en fæstir áttu von á að það ynni stór afrek í vetur. „Gengi okkar er allt annað og betra en á síðasta tímabili. Við vor- um efstir um tíma og höfum frá byrjun verið í hópi sex efstu liða. Coppell hefur gjörbreytt liðinu þótt leikmannahópurinn sé svipaður og í fyrra, og reyndar aðeins minni. Skipulagið er annað og betra og festan í öllu kringum liðið miklu meiri en áður. Coppell er mjög reyndur sem leikmaður og knatt- spyrnustjóri og veit nákvæmlega hvað hann vill. Árangurinn er sá að þetta lið sem endaði í neðri hluta deildarinnar í fyrra er nú að berjast um að komast upp í 1. deild.“ Brentford hefur ekki sömu fjár- hagslegu burði og flest hinna topp- liðanna í 2. deild en Ívar telur að liðið eigi samt ágæta möguleika á að fara upp. „Við erum búnir með rúmlega 30 leiki og erum enn í baráttunni þeg- ar lokaspretturinn er framundan, þrátt fyrir að við ættum erfitt upp- dráttar í kringum áramótin og töp- uðum þá fimm leikjum í röð. Ef við lendum ekki í vandræðum með leik- bönn og meiðsli erum við með nægi- legan styrk til að fara alla leið. Það er mikil spenna í kringum félagið vegna þess hve vel okkur hefur gengið, stuðningsmennirnir áttu ekki von á þessu því okkur var yf- irleitt spáð sæti í kringum miðja deild. Frammistaðan hefur því ver- ið framar öllum vonum en ég hef fulla trú á að við getum haldið þetta út og unnið okkur sæti í 1. deild.“ Samdráttur hjá Brentford eins og fleiri félögum Brentford er oftar í fréttunum vegna ýmissa mála utan vallar en vegna frammistöðunnar innan vall- ar. Ron Noades, eigandi Brentford og fyrrum knattspyrnustjóri félags- ins, er í stöðugu stríði við borgaryf- irvöld. Hann vill fá að byggja nýjan leikvang og hefur meðal annars hótað að flytja félagið út fyrir London eða taka upp samstarf við annað félag um heimavöll, en hvor- ug hugmyndin á upp á pallborðið hjá stuðningsmönnum Brentford. „Þessi órói í kringum félagið hef- ur verið viðvarandi síðan ég kom hingað í nóvember 1999. Þá vorum við í námunda við toppinn en eftir að umræða um að Noades væri að kaupa Crystal Palace fór í gang, dalaði liðið og menn voru að velta sér upp úr alls kyns hlutum. Noad- es er peningamaður, hann tapar á félaginu eins og staðan er í dag og ætlar ekki að halda því áfram. Hann vill að félagið reki sig sjálft. Þegar ég kom voru 36 leikmenn á samningi, nú eru þeir aðeins 24 og það hefur verið dregið saman á mörgum sviðum. Þetta er reyndar að gerast víða um England um þessar mundir, peningarnir eru í úrvalsdeildinni og að hluta í 1. deild en flest félögin í 2. deild tapa pen- ingum. Það sem bjargar mörgum þeirra eru oft á tíðum ríkir eigend- ur sem taka tapið á sig með von um að liðin komist upp um deild og skili þá hagnaði.“ Hlakka til að sjá hvað bíður mín í vor Samningur Ívars við Brentford rennur út í vor og hann hefur því haft leyfi til að ræða við erlend fé- lög frá áramótum. Hann hefur hins vegar lítið hugsað um þau mál. „Það hefur ekkert verið rætt um samning við mig hjá Brentford og við erum einir tíu sem erum samn- ingslausir í vor. Noades hefur reyndar sagt að hann semji við mig og þrjá aðra ef við vinnum okkur upp í 1. deild. Ég tel að það sé sterk staða fyrir mig að vera samnings- Ívar Ingimarsson hefur vakið athygli hjá B „Kominn tími til að stíga næsta skref“ Ívar Ingimarsson hefur ekki verið í hópi umtöluðustu atvinnuknattspyrnumanna Ís- lands til þessa. Hann hefur leikið með Brentford í ensku 2. deildinni frá því í nóv- ember 1999 og verið þar í byrjunarliði nán- ast frá fyrsta degi. Nú er frammistaða hans með félaginu farin að vekja athygli og sjálf- ur stefnir Ívar að því að leika deild ofar á næsta tímabili. Víðir Sigurðsson fylgdist með Ívari í leik með Brentford á dögunum og ræddi við hann um gengi sitt og félagsins og framtíðarhorfurnar. ARNÓR Guðjohnsen, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í knatt- spyrnu, hefur ákveðið að gerast al- þjóðlegur umboðsmaður fyrir knattspyrnumenn. Hann gengst undir tilskilið próf síðar í þessum mánuði til að fá löggildingu frá Al- þjóða knattspyrnusambandinu og Knattspyrnusambandi Íslands. Arnór hefur lagt skóna á hilluna eftir langan feril. Hann var þjálfari og leikmaður Stjörnunnar á síðasta tímabili en ákvað að hætta störfum hjá Garðabæjarliðinu í byrjun þessa árs. „Mig langar til að starfa áfram í kringum fótboltann eftir að hafa verið í því umhverfi alla tíð. Ég vonast eftir því að geta nýtt mér reynslu mína sem atvinnumaður til að liðsinna efnilegum íslenskum leikmönnum sem vilja reyna fyrir sér erlendis,“ sagði Arnór í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann lék sem atvinnumaður frá 1978 til 1998, eða í tuttugu ár, með Lokeren og Anderlecht í Belgíu, Bordeaux í Frakklandi og Häcken og Örebro í Svíþjóð. Arnór verður þriðji íslenski um- boðsmaðurinn en fyrir eru með FIFA-leyfi þeir Ólafur Garðarsson og Eyjólfur Bergþórsson. Bjarni Sigurðsson, fyrrverandi landsliðs- markvörður, var með FIFA-leyfi um tíma en er hættur störfum. Ætlar að nýta sér reynsluna ARNÓR VERÐUR UMBOÐSMAÐUR SKAGAMAÐURINN Teitur Þórð- arson hefur hafnað tilboði frá norska úrvalsdeildarliðinu Lyn um að taka við sem þjálfari þess. Teitur þjálfar sem kunnugt er lið Brann í sömu deild. Norska dagblaðið Bergens Tid- ende skýrir frá því að Lyn hafi viljað kaupa upp samning Teits við Brann. Stuart Baxter, sem kom Lyn upp í úrvalsdeild fyrir tveimur árum og hélt liðinu þar í fyrra, hætti störfum eftir síðasta tímabil og aðstoð- arþjálfarinn Sture Fladmark tók við. Hann hefur ekki byrjað vel og í síð- ustu viku tilkynntu leikmenn liðsins að þeir hefðu ekki trú á honum. Með Lyn leika þeir Helgi Sigurðsson og Jóhann B. Guðmundsson, og mark- vörðurinn Ólafur Gottskálksson dvelur þessa stundina í herbúðum félagsins á La Manga á Spáni. „Þetta var dautt mál af minni hálfu strax frá byrjun. Ég er sáttur hjá Brann, hef skrifað undir nýjan samning þar og vil einbeita mér að því,“ sagði Teitur við Bergens Tid- ende í gær. Teitur þjálfaði Lyn árin 1991 og 1992 og Ólafur bróðir hans, núver- andi þjálfari ÍA, lék þar undir hans stjórn. Teitur hafnaði tilboði Lyn NORSKA KNATTSPYRNAN JÓN Arnar Magnússon hafnaði í fjórða sæti í sjöþraut Evrópu- mótsins innanhúss í Vín um helgina. Jón hlaut 5.996 stig og var 284 stigum á eftir Tékkanum Roman Sebrle sem varð Evrópu- meistari, en hann varð einnig heimsmeistari í greininni í fyrra í Lissabon. Í öðru sæti hafnaði landi Sebrle og Evrópumeistari fyrir tveimur árum, Tomás Dvorák, með 6.165 stig. Dvorák er jafnframt Evrópumethafi, met hans er 6.424 stig. Erki Nool frá Eistlandi hlaut bronsverð- launin með 6.084 stig. Fimmta sætið kom síðan í hlut Ungverj- ans Atila Zsivoczky, hann öngl- aði saman 5.957 stigum. Jón Arnar hljóp 60 m grinda- hlaup á 8,24 sekúndum en það var fyrsta keppnisgrein síðari keppnisdags. Þar með hafði hann sætaskipti við Nool sem var í fjórða sæti eftir fyrri keppnisdaginn, en Jón var þá þriðji. Jóni tókst vel til í stang- arstökki, fór yfir 5 metra. Það nægði ekki því Nool lyfti sér yfir 5,20. Þegar kom að síðustu keppnisgreininni var ljóst að Jón þyrfti að vera fjórum sekúndum á undan Nool í 1.000 metra hlaupinu til þess að eiga mögu- leika á bronsverðlaunum. Það tókst Jóni ekki. Noll hljóp á 2.45,60 mín., en Jón Arnar kom í mark á 2.50,91 og sá þar með endanlega á eftir bronsverðlaun- unum. Af fimmtán keppendum sem hófu þrautina þá tókst þrettán þeirra að komast í gegnum þrautina áfallalaust. Morgunblaðið/Sverrir Jón Arnar Magnússon Jón Arnar í fjórða sæti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.