Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 6
HANDKNATTLEIKUR 6 B ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þegar tæpar fimm mínútur voruliðnar af síðari hálfleiknum höfðu Framarar enn 6 marka for- stkot 20:14. Þá misstu Framarar tvo leikmenn útaf í tvær mínútur og á þeim tíma og næstu fimm mínútur skoruðu þeir ekki mark en Eyjamenn settu boltann fimm sinn- um í netið. Allt í einu var mikil spenna hlaupin í leikinn en Framarar komu sterkir til baka, skoruðu þrjú mörk í röð og virtust vera að ná tökum á leiknum á ný. En Eyjamenn voru ekki á því að játa sig sigraða, skoruðu næstu fjögur mörk og jöfnuðu leikinn í 23:23 þegar rúmar 8 mínútur voru eftir af leiknum sem var æsispenn- andi allt til loka. En Framarar höfðu ávallt yfirhöndina og Hjálmar Vil- hjálmsson tryggði þeim sigurinn þeg- ar tæp hálf mínúta var til leiksloka. Eyjamenn gerðu hvað þeir gátu til að jafna en allt kom fyrir ekki og Fram- arar fögnuðu vel. Guðjón Finnur Drengsson var að vonum kátur í leikslok. „Þetta var góður sigur og ég er mjög ánægður með niðurstöðuna, loksins datt þetta okkar megin. En þetta er búið að vera svolítið gloppótt hjá okkur í vetur og við þurfum að fara að stoppa upp í þetta,“ sagði Guðjón. Róbert Gunnarson var besti leik- maður Fram í þessum leik, en liðið allt á hrós skilið fyrir geysilega mikla baráttu og vilja til góðra verka. Þá var athyglisvert að fylgjast með vara- markverðinum, Magnúsi Erlends- syni sem lék nær allan síðari hálfleik- inn og stóð sig virkilega vel. Markaleikur á Akureyri Þór sigraði Stjörnuna örugglega ímiklum markaleik á Akureyri sl. sunnudag. Lokatölur urðu 39:32 eftir að heimamenn höfðu haft örugga forystu í leikhléi, 22:14. Stjarnan fer því öðru sinni á skömmum tíma með slæmar minn- ingar frá Akureyri en liðið fékk líka 39 mörk á sig gegn KA á dögunum. Stjörnumenn skoruðu þó 10 mörkum meira á móti Þór en sennilega er orð- ið ljóst að liðið mun trauðla tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Þórsarar standa nú í mikilli baráttu um sæti í þeirri keppni og í hönd fara spenn- andi vikur. Tölurnar úr fyrri hálfleik tala sínu máli. Þórsarar keyrðu á hröðum sóknum; voru fljótir að taka miðju og iðulega búnir að skora eða fiska víti áður en Stjarnan gat stillt upp í vörn. Gestirnir hafa eflaust orðið hvíldinni fegnir í leikhléi en þá var staðan 22:14 og Þórsarar með unninn leik í hönd- unum. Eftir 36 marka fyrri hálfleik bjugg- ust flestir við meiri ró og festu í seinni hálfleik. Því fór fjarri. Mörkin urðu 35 og nú var það Stjarnan sem hafði bet- ur, skoraði 18 mörk en Þór 17. Stjarn- an eygði jafnvel möguleika í stöðunni 35:30 því enn voru rúmar 5 mín. eftir en þá tók Hafþór Einarsson til sinna ráða í marki Þórs og varði m.a. 2 víta- skot. Til að undirstrika hraðann í leikn- um og skotgleðina þá má geta þess að þótt mörkin í leiknum hafi orðið 71 þá vörðu markverðir liðanna samtals 36 skot og fjölmörg skot fóru forgörðum á annan hátt. Þórsarinn Aigars Lazd- ins var illviðráðanlegur og skoraði 15 mörk, þar af 10 í fyrri hálfleik. Sig- urður Sigurðsson, ungur hornamað- ur, og línumaðurinn Þorvaldur Þor- valdsson skoruðu 5 mörk hvor en allir á leikskýrslu, að þjálfaranum undan- skildum, fengu að spreyta sig og komust allir á blað. Davíð Kekelia var bestur Stjörnumanna og skoraði 8 mörk en Vilhjálmur Halldórsson og Þórólfur Nielsen áttu góða spretti. Sigurpáll Árni Aðalsteinsson þjálf- ari Þórs sagði lið sitt vera á uppleið á ný eftir nokkra dýfu. Þórsarar byrj- uðu mjög vel í mótinu og voru lengi í toppbaráttunni en nú er liðið ekki lengur í hópi 8 efstu liða. Að sögn Sig- urpáls var alltaf hætta á bakslagi og meiðsl lykilmanna settu verulegt strik í reikninginn. Loks hélt Afturelding út Þetta var tvímælalaust besti heilileikur okkar í vetur, nú héldum við út en fram til þessa höfum við átta ágæta spretti en síð- an gefið eftir. Það átti sér ekki stað núna enda var góð einbeiting í hópnum,“ sagði glaðbeittur Bjarki Sigurðsson, þjálfari og leikmaður Aftureldingar, eftir að hans menn höfðu unnið öruggan sigur á „spútnik-liði“ deild- arinnar, ÍR, að Varmá, 27:22. Bjarki og hans menn gátu svo sannarlega brosað breitt eftir leikinn því þeir léku virkilega vel og höfðu töglin og hagldirnar nær allan leikinn. Staðan í hálfleik var 13:12, Mosfellingum í vil. Þar með tryggði Afturelding stöðu sína í fjórða sæti deildarinnar, tveim- ur stigum á eftir ÍR sem er í þriðja sæti og ekki síst, þremur stigum á undan ÍBV sem er í fimmta sæti en Mosfellinga sækja Eyjamenn heim á morgun. „Við vorum að vissu leyti komnir upp að vegg, það er ef við ætl- uðum að vera í hópi fjögurra efstu þá var nauðsynlegt að bíta frá sér og vinna þennan leik,“ sagði Bjarki þjálf- ari og bar lof á frammistöðu sinna manna í leiknum. ÍR-ingar hafa komið liða mest á óvart í vetur með baráttugleði sinni og einurð. Framan af leik tókst þeim að halda sínu striki, en þegar á leið urðu þeir að gefa eftir. Þeir fundu fá svör gegn sterkri vörn Aftureldingar, þar sem hver maður á fætur öðrum fór á kostum. „Við unnum leikinn fyrst og fremst á góðri vörn, okkur tókst að neyða sóknarmenn ÍR til þess að skjóta úr erfiðum færum og fyrir vikið fékk ég mörg auðveld skot á mig sem ekki var mikill vandi að verja,“ sagði Reynir Þór Reynisson, markvörður Aftureldingar sem stóð svo sannarlega fyrir sínu að þessu sinni og varði 19 skot. Leikurinn í Mosfellsbænum á sunnudaginn var góð skemmtun, hraðinn var lengst af mikill og tals- vert var um opin færi. Fast var tekist á en umfram allt á heiðarlegan hátt þannig að enginn varð sár af þeim sökum af leikvelli. Leikmenn Aftureldingar komust snemma í góða forystu en ÍR-ingar gáfu lítt eftir og jöfnuðu fljótlega, einkum fyrir þær sakir að þeim tókst að koma skipulagi á sóknarleik sinn sem var býsna brottgengur í upphafi. Eftir jafnan leik um tíma tókst ÍR að komast í tvígang yfir, 9:7 og 10:8 og svo virtist sem sem Breiðhyltingar ætluðu að taka leikinn í sínar hendur. En Mosfellingar voru á öðru máli, þeir gyrtu sig í brók í vörninni og efldu þor sitt í sókninni, skoruðu fjög- ur mörk í röð og breyttu stöðunni úr 8:10 í 12:10. Eftir það komust leik- menn ÍR aldrei yfir, frumkvæðið var heimamanna. Kári Guðmundsson jafnaði reynd- ar metin fyrir ÍR í upphafi síðari hálf- leiks, 13:13, en þá skildi leiðir er leik- mönnum Aftureldingar tókst að skora fjögur mörk í röð. Það bil tókst ÍR-ingum aldrei fyllilega að brúa, náðu einu sinni að minnka muninn í eitt mark, 19:18, en síðan ekki söguna meir. Feikisterk vörn Aftureldingar lét hið bráðskemmtilega lið ÍR aldrei komast upp með neinn moðreyk það sem eftir lifði leiks. Sóknarleikurinn gekk sem smurð vél og sex marka sigur varð staðreynd, e.t.v. eitthvað sem fáir reiknuðu með. Víst er að leikmenn Aftureldingar höfðu svo sannarlega lært heima fyrir þennan leik, það sást öðru fremur á varnarleiknum, þar sem heimamenn virtust þekkja hverja hreyfingu sókn- armanna ÍR. Fyrir vikið komust skyttur ÍR-ingar lítt áleiðis og nær því alveg tókst að loka fyrir sending- ar inn á línuna. Sóknarleikur Aftur- eldingar gekk einnig lengst af vel. Hann hikstaði um tíma eftir að Daði Hafþórsson meiddist eftir um stund- arfjórðungs leik, en hikstinn rjátlað- ist af mönnum fljótlega og á tíðum í síðari hálfleik var vörn ÍR leikin sundur og saman, nokkuð sem oft hefur ekki átt sér stað í vetur. Ef ekki hefði komið til stórleikur Hreiðars Guðmundssonar, markvarðar ÍR, hefði sigur Aftureldingar orðið mun stærri. Hreiðar varði 19 skot, mörg úr opnum færum. „Hjá okkur brást mjög margt í þessum leik, það er óhætt að segja að við lékum illa, einkum þá í sókninni,“ sagði Júlíus Jónasson, þjálfari ÍR í leikslok. „Fyrirfram þá vissum við að um erfiðan leik yrði að ræða og fátt kom á óvart í leik Aftureldingar. Eigi að síður tókst okkur ekki að gera það sem gera þurfti,“ sagði Júlíus. Sanngjörn skipting stiga á Seltjarnarnesi Sitthvort stigið til handa Gróttu/KR og KA í 25:25 jafnteflin þeg- ar liðin mættust á Seltjarnarnesi á laugardaginn verður að teljast sanngjarnt því hvort lið átti skil- ið eitthvað fyrir mikla baráttu. Heimamenn geta helst þakkað stigið Hlyni Morthens markverði sínum, sem varði oft glæsilega á ögurstund. Með sigrinum náði KA Gróttu/KR að stigum en skaust upp í 6. sæti deild- arinnar á betri markahlutfalli. Strax í upphafi var ljóst að hvergi yrði gefið eftir. Varnarmenn beggja liða voru ekki í neinum silkihönskum og mörkin létu á sér standa til að byrja með því en þar áttu báðir mark- verðir hlut að máli. Gestirnir frá Ak- ureyri tóku Aleksandr Petersons úr umferð en hann reif sig þó stundum lausan og skoraði þá oftast. Liðin skiptust á hafa yfirhöndina en mun- urinn varð aldrei meiri en tvö mörk fyrr en strax eftir hlé þegar KA náði þriggja marka forskoti. Þá tók Hlyn- ur til sinna ráða. Hann varði hvað eft- ir annað erfið skot uns félagar hans náðu sér aftur á strik og forystu. Síð- ustu mínúturnar voru æsispennandi. Heimir Örn Árnason jafnaði 25:25 fyrir KA þegar rúmar tvær mínútur voru til leiksloka, heimamenn skutu framhjá hinum megin og eftir langa og stranga sókn misstu KA-menn boltann fjórum sekúndum fyrir leiks- lok. Grótta/KR lagði af stað í sókn en KA-menn mundu vel eftir því þegar Grótta/KR vann Aftureldingu með ævintýralegu marki á síðustu sek- úndu og náðu aðstöðva sóknina. „Vörnin heldur vel í fjörutíu sek- úndur en síðan dettum við niður enda skorar KA fjögur mörk þannig,“ sagði Ólafur Lárusson þjálfari Gróttu/KR eftir leikinn. „Það voru sveiflur í síðari hálfleik þegar liðin skiptust á að vera yfir svo að þegar upp er staðið þá var jafntefli nokkuð sanngjarnt þó að ætluðum okkur auð- vitað sigur. Þeir fá öll vafaatriði og oft loðir við þá að fá heimadómgæslu með sér á útileiki,“ bætti Ólafur við. Hann átti alveg eins von á að Pet- ersons yrði tekinn úr umferð. „Þetta var hörkuleikur en ég er sár yfir að vinna ekki því mér fannst við hafa frumkvæðið í leiknum og þeir alltaf að elta,“ sagði Jónatan Þór Magnússon úr KA. Ásamt Jónatani áttu Hans Hreinsson markvörður, Andrius Stelmokas og Heimir Örn Árnason ágætan leik. Sveiflur og spenna FRAMARAR unnu mikilvægan sigur, 27:26, á ÍBV í 1. deild karla í handknattleik, þegar þessi lið mættust í Safamýri á laugardag. Í hálfleik hafði Fram sex marka forskot, 17:11. Framarar byrjuðu leikinn af miklum krafti og eftir að jafnt hafði ver- ið með liðunum 4:4 settu Framarar í gírinn og náðu sex marka for- ystu þegar 10 mínútur voru eftir af hálfleiknum. Þeirri forystu héldu þeir til loka fyrri hálfleiks en seinni hálfleikur var heldur betur sveiflukenndur. Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Stefán Þór Sæmundsson skrifar Ívar Benediktsson skrifar Stefán Stefánsson skrifar Ásgeir Örn Hallgrímsson eftir að ha „ÉG er mjög ósáttur við lokin á leiknum og maður skilur kannski núna þegar menn eru að væla um dómgæslu í lok leikja,“ sagð Guðmundur Karlsson, þjálfari FH, efti leikinn. „Í svona hörkuleik getur verið a Héðinn hefði átt skilið að fá þessa brott vísun í lokin en að bæta við víti úti miðjum velli þegar enn á eftir að fara gegnum tvo menn – það snýr leiknum vi finnst mér. Það eru dómar í lokin sem mé finnst augljóslega falla Haukamegin og svona jöfnum leik skiptir þetta máli en fram að því var dómgæslan ágæt. Sv fannst mér mjög slakt þegar fimm mínútu eru eftir að gefa bara gult spjald á vara mannabekk Hauka – er þá ætlunin að vís út af í næsta leik? Og ég er viss um að ég hefði fengið tveggja mínútna brottvísun, bætti Guðmundur við en var að öðru leyt ánægður með sína menn. „Ég var annar mjög ánægður með mitt lið og baráttuna því. Við komum hingað til að fá stig fyri baráttuna um að komast á meðal átta efstu svo að ég er frekar sár yfir þessu í lokin Það gekk upp, sem ég lagði upp með og markvarslan var góð en það vantar enn leikmenn. Héðinn er ekki kominn í sit besta form og ég er ekki búinn að fá rúss ann á línuna. Það vantar því í liðið til a spila í 60 mínútur af sama krafti og fyrstu 25 mínúturnar en við sýndum að við getum þetta.“ Þjálfarinn sagði leikinn á allra vörum síðustu dagana og Haukar nokkuð vissi um sig. „Stemmningin í bænum hefur veri gríðarlega mikil en það er enginn launung að menn skynjuðu að Haukarnir áttu a koma hingað til að snýta okkur því þei voru svo miklu betri en ég held að menn hafi séð að þeir þurftu hjálp til að vinna hé í dag,“ sagði Guðmundur. Dómar féllu Haukameg- in í lokin  GUNNAR Berg Viktorsson skor- aði 6 mörk fyrir París SG sem vann Nimes á útivelli, 27:25, í frönsku 1. deildinni í handknattleik á laugardag- inn. Ragnar Óskarsson og félagar í Dunkerque sátu hjá í umferðinni en lið hans er í þriðja sæti og París SG í því fimmta.  PATREKUR Jóhannesson gerði 5/2 mörk þegar Essen tapaði fyrir Grosswallstadt um helgina. Guðjón Valur Sigurðsson gerði 3 mörk fyrir Essen, sem missti með tapinu annað sætið í deildinni.  GYLFI Gylfason átti stórleik með Düsseldorf þegar liðið vann CSG Er- langen, 30:20 í suðurhluta þýsku 2. deildarinnar í handknattleik á sunnu- dag. Gylfi fær mikið lof frá þjálfara sínum á heimasíðu félagsins, en hann skoraði 7 mörk í leiknum, þar af eitt úr vítakasti. Róbert Sighvatsson er einnig sagður hafa leikið vel, jafnt í vörn sem sókn, en hann skoraði 5 mörk. Sagt er á heimaíðu Düsseldorf á Netinu að Gylfi komi til greina í ís- lenska landsliðið í handknattleik sem leikur þrjá leiki í æfingamóti í Dan- mörku eftir tvær vikur og Guðmund- ur Guðmundsson landsliðsþjálfari hafi þegar falast eftir liðsstyrk Gylfa.  DÜSSELDORF er nú í 4. sæti deildarinnar með 32 stig, sex stigum á eftir Östringen og Friesenheim sem deild efsta sætinu.  HARALDUR Þorvarðarson var ekki á meðal markaskorara er Stral- sunder HV vann TSV Altenholz, 30:23, í norðurhluta þýsku 2. deild- arinnar í handknattleik um helgina. Stralsunder HV er nú í 7. sæti deild- arinnar með 26 stig.  HILMAR Þórlindsson var með sex mörk fyrir Modena er liðið tapaði 26:23 á útivelli fyrir Prato í ítölsku 1. deildinni í handknattleik um helgina. Modena er í 10. sæti deildarinnar.  GUÐMUNDUR Hrafnkelsson lék að vanda í marki Papillon Convers- ano jafntefli, 27:27, við Torggler Gro- up Merano í ítölsku 1. deildinni. Guð- mundur og samherjar eru í fjórða sæti deildarinnar með 41 stig, 8 stig- um á eftir Bologna sem er í efsta sæti.  DAÐI Hafþórsson, leikmaður Aft- ureldingar, tognaði illa á hægri ökkla eftir rúmlega 14 mínútna leik gegn ÍR á sunnudaginn. Kom hann ekkert meira við sögu í leiknum og er alls óvíst hvort hann geti leikið með gegn ÍBV í Eyjum annað kvöld.  BJARKI Sigurðsson, þjálfari Aft- ureldingar, kom til leiks þegar Daði meiddist, en Bjarki var búinn að liggja í flensu í heila viku þegar leik- urinn fór fram. Hann ætlaði sér ekki að leika en var samt á leikskýrslu ef eitthvað færi úrskeiðis. Bjarki fór á kostum í sókninni, skoraði fimm mörk og átti fjölda stoðsendinga.  HRAFN Ingvarsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir meistaraflokkslið Aftureldingar á Íslandsmótinu er hann gerði nítjánda mark Mosfellinga úr hraðaupphlaupi á 39. mínútu. Hrafn er aðeins 16 ára og var að leika sinn þriðja leik með meistaraflokki á Íslandsmótinu.  OLEG Kuleschov, leikstjórnandi þýsku handknattleiksmeistaranna Magdeburg hefur framlengt samning sinn við félagið til eins árs, til loka leiktíðarinnar vorið 2003. FÓLK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.