Morgunblaðið - 05.03.2002, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 05.03.2002, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2002 B 7 Nokkur taugatitringur var í leik-mönnum í byrjun leiks og kom fyrsta markið ekki fyrr en eftir rúm- lega þriggja mínútna leik. Eftir það var jafnt á öllum tölum og skiptust liðin á að taka forystuna. Í stöðunni 9:10 tók Erlingur þjálfari ÍBV leikhlé en eitthvað virtist það hafa farið illa í leikmenn hans því Víkingar skoruðu næstu fjögur mörk og voru 14:9 yfir í leikhléi og lögðu þar með grunninn að sigrinum. Víkingsstelpur voru yfir, tveimur til þremur mörkum nánast allan seinni hálfleikinn en Vestmannaey- ingar náðu þó að jafna í stöðunni 20:20 í fyrsta sinn í langan tíma. Í þessari stöðu varð vendipunktur leiksins en Eyjastelpur hefðu getað komist yfir en Andrea Atladóttir misnotaði hraðaupphlaup og í stað- inn geystust Víkingsstúlkur fram og komust aftur yfir. Þær gáfu það ekki eftir og sigruðu að lokum 22:23. Besti maður vallarins var Helga Torfadóttir markvörður Víkinga en hún varði 17 skot. Guðmunda Krist- jánsdóttir átti einnig góðan leik og var markahæst í liði Víkings með sjö mörk. Besti maður ÍBV í leiknum var Ana Perés sem skoraði 13 mörk og er á góðum degi einn besti leik- maður deildarinnar. Fyrir utan Önu átti allt Eyjaliðið vægast sagt slakan dag og verður að bretta upp erm- arnar fyrir komandi átök. Víkingar spiluðu ekkert sérstak- lega vel og geta þakkað Helgu mark- verði sínum sigurinn, því markvarsl- an var það sem skildi liðin að í þessum leik. „Liðið var einfaldlega ekki tilbúið, ekki nógu mikil einbeit- ing í mannskapnum. Fyrri hálfleik- urinn var okkur dýrkeyptur þar sem spiluðum mjög illa. Við vorum því alltaf að elta í seinni hálfleik og klikkuðum tvisvar þegar við hefðum getað komist yfir og því fór sem fór. Við erum alveg á jörðinni, það var bara einhver doði yfir okkur, eitt- hvað sem ég get ekki skýrt. Það var einfaldlega enginn vilji til að vinna,“ sagði Ingibjörg Jónsdóttir fyrirliði ÍBV niðurlút eftir leikinn. „Þetta var erfið fæðing en hún byrjaði vel, við byrjuðum leikinn mjög vel en að halda barninu lifandi gekk aðeins verr en gekk þó að lok- um. Helga spilaði þennan leik mjög vel og hún var að verja mjög vel á meðan markverðir þeirra náðu sér ekki á strik og það var það sem gerði útslagið í þessum leik. Ég er gífur- lega sáttur við þetta. Það er alltaf erfitt að koma hingað, Eyjastúlkur með gríðarlega sterkt lið og það er frábært að ná í tvö stig hérna,“ sagði Stefán Arnarsson þjálfari Víkinga hæstánægður með sigurinn. Aftur sigur hjá KA/Þór Stúlkurnar í KA/Þór unnu sinnannan leik í röð þegar þær lögðu Valsstúlkur á heimavelli og skyndilega eru þær komnar með 4 stig og áttunda sætið ekki eins langt í burtu og áður. Úrslit leiksins urðu 27:25 eftir spennandi lokamínútur. Heimastúlkur byrjuðu illa. Staðan var 3:7 eftir 17 mín. en þá skoruðu þær 5 mörk í röð og höfðu yfir í leik- hléi, 13:10. Sigurbjörg Hjartardóttir, markvörður KA/Þórs, varði 14 skot í hálfleiknum. KA/Þór hélt frum- kvæðinu allt þar til staðan var 18:18. Á síðustu mínútunni var staðan 26:25 og Valsstúlkur í sókn en þær misstu boltann og heimastúlkur innsigluðu sigurinn. Sigurbjörg varði 20 skot í leiknum og Elsa Birgisdóttir fór á kostum og skoraði 11 mörk. Hjá Val var Hrafn- hildur Skúladóttir langbest og skor- aði 10 mörk. Köttur og mús í Safamýri Leikur Fram og Stjörnunnar í 1.deild kvenna í handknattleik, sem fram fór í íþróttahúsi Fram í Safamýri á laugar- dag, var leikur katt- arins að músinni. Stjarnan, sem var í hlutverki kattarins, lék sér að Frömurum og sigraði örugglega með 13 marka mun 22:35. Það var aðeins á fyrstu mínútum leiksins að Framarar höfðu einhvert erindi í leikmenn Stjörnunnar. Hin leikreynda Svanhildur Þengilsdóttir dró vagninn í liði Fram en það var einfaldlega ekki nóg. Ragnheiður Stephensen fór hamförum í liði Stjörnunnar, skoraði mörk í öllum regnbogans litum og átti fjöldann allan af stoðsendingum, frábær leik- ur hjá þessum snjalla leikmanni. Þá átti Jelena Jovanovic góðan leik í liði Stjörnunnar en hún varði m.a. þrjú vítaköst í leiknum. Það varð síðan ekki til að draga úr gleði Stjörnunnar á laugardag að fá þær fréttir úr Vestmannaeyjum að Víkingur vann ÍBV og er Stjarnan nú komin í þægilega stöðu í 2. sæti deildarinnar, með þrjú stig á Eyja- stúlkur en þessi tvö lið mætast ein- mitt í næstu umferð deildarkeppn- innar. Óvæntur sigur Vík- ings í Eyjum EYJAKONUR tóku á móti Víkingum á laugardaginn, fullar sjálfs- trausts eftir gott gengi undanfarið en Víkingsstelpur hafa verið brokkgengar. Víkingsstelpur komu því öllum á óvart með því að leggja ÍBV að velli. Víkingar leiddu í hálfleik með fimm mörkum, 9:14 og sigruðu að lokum 22:23. Einar Hlöðver Sigurðsson skrifar Stefán Þór Sæmundsson skrifar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar HANDKNATTLEIKUR Áhorfendur, sem voru yfir tvöþúsund, voru strax virkir og stukku á fætur í hvert sinn, sem flautað var á þeirra menn eða glæsileg tilþrif sáust. Strax á fyrstu mínútu sást að FH-ingar ætluðu að selja sig dýrt, spiluðu vörnina aft- arlega og biðu þess albúnir að Haukamenn hættu sér of nálægt. Þetta skilaði forystu, mestri 10:6, því hinum megin gekk þeim betur að finna glufur í Haukavörninni. Þegar Haukar sáu að hlutirnir voru að þróast á verri veg kom til kasta Halldórs Ingólfssonar, sem tók af skarið auk þess að taka við leik- stjórninni. Það dugði til að koma fé- lögum hans í gang og þeim tókst að halda í við FH-inga, sérstaklega eft- ir að þeim tókst að lesa út sókn- arleik þeirra og stöðva Sigurgeir Árna Ægisson, sem átti hvert þrumuskotið á fætur öðru í byrjun. Með því að skora tvö fyrstu mörk- in eftir hlé komust Haukar í fyrsta sinn yfir og tókst að halda naumu forskoti. Ekki síst vegna þess að FH-ingar glutruðu boltanum of oft og þegar Jónas Stefánsson varði glæsilega í marki FH voru það Haukamenn, sem voru fyrri til að hirða boltann þegar hann hrökk út í teig. Munurinn varð mestur 18:21 fyrir Hauka en þá tók FH leikhlé. Hernaðaráætlunin gekk upp því þeir breyttu stöðunni á 7 mínútum í 25:23 sér í hag en tvö af mörkunum komu eftir hraðaupphlaup þegar þeir voru einum færri. Þá tóku Haukar leikhlé og tæpar sex mín- útur til leiksloka. Í stöðunni 26:26 fóru FH-ingar í sókn en Magnús Sigmundsson varði skot þegar tæp mínúta var eftir. Ásgeir Hallgríms- son braust í gegn og fékk vítakast þegar 34 sekúndur voru eftir og Rúnar kom Haukum í 27:26. Enn lögðu FH af stað í sókn en tuttugu sekúndum fyrir leikslok var dæmd á þá lína og Haukar áttu ekki vand- ræðum með að halda boltanum þar til leikurinn var flautaður af. Hjá FH var Jónas Stefánsson bestur og átti mjög góðan leik á milli stanganna. Valur Arnarson lét mik- ið til sín taka og Sigurgeir Árni Æg- isson til að byrja með. Björgvin Rúnarsson var einnig sprækur. Lið- ið byrjaði mjög vel en tókst ekki að halda sínu striki. Halldór Ingólfsson bar uppi leik Hauka, var sá eini sem virtist geta tekið til hendinni þegar hvorki gekk né rak. Rúnar Sigtryggsson, Vignir Svavarsson og Ásgeir Hallgrímsson voru ágætir. „Höktum í byrjun“ „Við vorum að hökta í byrjun og sóknarleikurinn gekk ekki upp svo að við breyttum til og fundum réttu leiðina,“ sagði Haukamaðurinn Halldór Ingólfsson eftir leikinn. „Við höfðum hinsvegar fulla trú á að við ynnum þennan leik, það valt bara á því hvenær við tækjum þá. Mér fannst við vera komnir með þá um miðjan seinni hálfleik en vorum klaufar að missa boltann tvisvar sinnum og þeir að fá hraðaupp- hlaup, sem gáfu mörk því þá áttum við gera út um leikinn,“ bætti Hall- dór við sáttur bæði við leikinn og sigurinn. „Svona eiga þessir leikir að vera, spenna, barátta og slagsmál og úrslit að ráðast á lokasekúndum. Í svona grannaslag er allt lagt undir og menn leggja 110% á sig. Þetta var samt eins og hver annar leikur, sem við förum í til að vinna en samt miklu skemmtilegri. Það er alltaf mikið talað um þessa leiki dagana á undan og mikil spenna í Firðinum. Menn eiga eftir að segja að þessi leikur hafi verið mjög spennandi og við heppnir en betra liðið vann.“ Morgunblaðið/Jim Smart ann fiskaði vítakastið, sem Rúnar Sigtryggsson skoraði sigurmark Hauka úr – í Hafnarfjarðarrimmunni. Grannaslag- ur með öllu NÁGRANNASLAGUR FH og Hauka í Kaplakrika á sunnudaginn bauð upp á allt sem þarf í góðan grannaslag – mikla baráttu með tilheyr- andi mistökum, sviptingar, vafasama dóma, marga áhorfendur sem lifðu sig inn í leikinn og sigurmark á síðustu mínútu. Það urðu síðan Haukar sem höfðu heppnina með sér í lokin í 27:26 sigri en óneit- anlega virtust dómar þeim hentugir á síðasta sprettinum og sárt fyrir FH að fá ekkert fyrir góða frammistöðu. Stefán Stefánsson skrifar Morgunblaðið/Jim Smart Hér á myndunum til hliðar og fyrir ofan má sjá stuðningsmenn Hauka og FH í fullum herklæðum í Kaplakrika. g u ði ir ð t- á í ð ér í n o ur a- a g “ ti rs í ir u n. g n tt s- ð u m m ir ð g ð ir n ér u -

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.