Vísir - 14.05.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 14.05.1980, Blaðsíða 2
2 viðskipti Útgefandi: Samtökin Viðskipti og verzlun Félag fslenzkra stórkaupmanna. Umsjón: Jón Birgir Pétursson Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson AbyrgÓarmaöur: Pétur Sveinbjamarson Verslun sem ekki mo nrípAíi/f I I Id {XrXjGI Þaðer stundum sagt, að helztir ókostir tæknivæð- ingar og margbreytileiks nútimans, séu hinar flóknu og fjölbreyttu reglur, sem fylgja framþró- uninni, sem eru þó nauðsyn, sem eins konar vegvís- ar, eða umferðarlög mannlegra samskipta og um- svifa. Kynslóðir sem lifa á tímum örra breytinga, mega hafa sig allar við að fylgja breytingunum. Það er æði stórt stökk af hestbaki til hraðskreiðra bíla þessarra ára, frá tveggja til þriggja vikna sigling- um landa á milli, Itveggja til þriggja tíma flug milli sömu staða í dag, og þannig má lengi telja, og er nema von að svo sem einn og einn undrist eða rugl- ist svolitið í öllu saman, a.m.k. á stundum. Þó er sýnu verst, þegar umferðarreglurnar og ákvæðin eru þannig sniðin, að eitt rekur sig á ann- ars horn, en einmitt þannig eru reglurnar, ákvæðin og kröfurnar, sem verzlunin býr við. Hver veit t.d. ekki, að verzlunin má ekki „græða", það er Ijótt, og það er aumingjaskapur að tapa og hreint fyrirhyggjuleysi að fara á hausinn. Það er líka augljóst, að verzlun, sem ekki græðir, „á létt með" að greiða háa skatta, búa við lág rekstrarlán og halda uppi stórum og dýrum lager og greiða háa vexti. Allt þetta, og reyndar margt fleira, segja regl- urnar, sem verzlunin býr við. Ég býst við því, að flestir hafi verið sammála blaðagrein kaupmannsins, sem benti á að manni sem lánaði 1 lítra af benzíni fyrir síðustu helg- ina sem líterinn kostaði 370 kr., var ekki nóg að fá 370 kr eftir helgi, þegar sami benzfnlítri kostaði 430 kr. Hann varð einfaldlega að fá annað hvort 430 krónur, eða 1 lítra af benzíni á bilinn, annars höfðu benzínbirgðir hans (sem hann átti fyrir helgi á tanknum) rýrnað um 60 kr. Það þykir hins vegar alveg sjálf sagt, að verzlunin selji á gamla innkaupsverðinu, en ekki á endur- kaupsverði, þá nefnilega getur hún ekki grætt, og geti hún ekki grætt, sýnast reglurnar gera ráð fyrir að hún eigi betra með að greiða skattana sína og háu vextina, eins og áður segir. Þett geta líka allir séð sjálfir, ef t.d. mánaðarlaun hrökkva tæpast fyrir fæði, húsnæði og klæðum mánaðarins, verður auðvitað léttara að greiða síma, heita vatnið og raf- magnið, aðógleymdum sköttunum. Menn taka bara neyzlulán útá„lúxusíbúðina" sína, og eftir þvf sem þau lánin verða fleiri og hærri, og íbúðin dýrari að sama skapi (í krónutölu), eftir því vegnar þessum einstaklingi betur. Hann er að„græða" (auðvitað á laun) á verðbólgunni. Ég held, að við skiljum öll svona dæmi hjá sjálf- um okkur, og að þetta gengur ekki, og við vitum, að ríkisfyrirtækin skilja þetta hjá sér. Gerum okkur grein fyrir þvf, að verzlunin er safn fyrirtækja og einstaklinga, með alveg sömu þarf ir og þú og ég, að þessu leytinu. Hættum að rugla um verzlun, — látum ekki póli- tfska hlaupagikki afflytja málefni verzlunarinnar og hrekja hana með þvf f heldur útlendinga. Stöndum vörð um íslenzka verzlun, treystum hana og eflum, sköpum verzluninni lífvænleg skil- yrði og unnum henni réttlætis, það er sjálfstæðis- mál okkar allra, það er hagsmunamál okkar allra, og það hlýtur að vera stolt okkar allra. Eflum frjálsa verzlun f frjólsu landi. Einar Birnir formaður Félags fsl. stórkaupmanna. &verzlun Innflutningurinn 1979: Kom frá alls 119 löndum — en mikill meirihluti frá 8 löndum • skýrslum fluttum vií m« vörur frá 119 löndum. FyrirferBarmestu vörufiokk- arnir voru þessir: Milljaröar Jaröolia og jaröoliuafuröir 56.2 Rafmagnsvélar og tæki 16.9 Flutningatækiá vegum 15.6 Spunagarn, vefnaöur 12.1 Vélar til atv.rekstrar 12.5 Unnarmálmvörur 11.1 Onnurflutningatæki 10,5 Ýmsar iönaöarvörur 9.6 Fatnaöur, annar en skófatnaöur 9.2 Vélar tilsérstakra atv.gr. 9,5 Járnogstál 9.0 Málmgrýtiogmálmúrgangur 8.5 Pa ppir og pappirsvörur 8.0 Plastefnio.fi. 6.2 Unnar vörur úr tré og korki (þó ekki húsgögn) 6.2 Fjarskiptatæki, hljóöupptökutæki hljóöfl.tæki 5.9 Ávextir og grænmeti 5.6 Trjáviöur og korkur 5.6 Kaffi,te, kakó.krydd 5.4 Korn og unnar kornvörur 5.3 Sé enn frekar farið ofan I tölur Hagstofunnar má sjá aö bifreiðar voru fluttar inn á siðasta ári fyrir samtals 13.8 milljaröa, varahlutir og hjólbarðar fyrir 4 milljarða til bifreiöaflotans okkar, flugvélar fyrir 777 milljónir króna.skip fyrir 9.1 milljarö. Til aö knýja ökutæki, fiskiskip og flugvélar, auk miöstöövar- kyndinga og diselrafstööva, var keypt bensin alls konar og oliur fyrir 54.9 milljaröa. Ef nefna á dæmi um einstakar vörur aörar. er nærtækt aö nefna litsjónvarpstadci; þau voru keypt fyrir alls 1.2 milljaröa króna. 7916 tæki; áriö á undan voru flutt til landsins 12020 tæki sem kost- uöu þá 1.5 milljaröa króna. Þá voru fluttar inn 1979 3620 þvottavélar fyrir 336 milljónir króna, vindlingar yfir 1.6 milljaröa króna, — og kaffiö eitt út af fyrir sig kostaöi hingaö kom- iö 3.8 milljaröa króna. Allar eru þessar tölur cif-tölur, þaö er kostnaöarverö vörunnar erlendis, trygging og fragt, — en tolluiinn á eftir að leggjast á verö vörunnar. Ríkið fær 50% af útsöluverði einnar brauðristar Brauðrist þarf aö vera til i hverju eldhúsi. út úr verzlun i dag kostar hún 22.574 krónur. í innkaupi kostar hún tæpar 5.000 krónur, eða 4.870 krónur. „Djöf- uls okur er þetta”, segir fólk, og er það nema von. Einhverjir bölva milliliðnum en athuga ekki að þeim sem sjá um innkaupin er ekki um aö kenna. Rikisvaldiö telur það munað að rista brauðið sitt. Þvi tekur rikis- sjóður 11.330 krónur af þessu verði. Innkaupsverðið er 21.8%, rikissjóður tekur 30.9% ýmis gjöld vegna sendingarinnar eru 9.1%, heildsöluálagning 5%, smá- söluálagning 15,2% og loks ofan á allt saman enn til rikisins, sölu- skattur 19.0%. Þaö er ekki von aö barniö skilji þaö, — en rikiö telur aö ristað brauö sé lúxus og beri þvf aö skattleggja brauöristar sem munaöarvöru. fslendirigar keyptu mest, eöa en þá koma næst Danir meö 25.8 öllu heldúr dýrast frá Sovétrikj- miiljaröa, Norömenn meö 24.6 unum I fyrra. ÞaÖan voru gerö milljaröa, Hollendingar meö 22.8 innkaup fyrir jafnvirði 32.6 millj. og Sviar 22.0 milljaröa. Frá milljaröakróna. Þar vega bensin Bandarikjunum fluttum viö inn og oliur þyngst. vörur fyrir 19.0 milljaröa króna. Bretar seldu okkur vörur fyrir Frá þessum átta þjóöum kom 32.5 milljaröa króna, Vestur- þvi megniö af okkar nauösynja- Þjóöverjar fyrir 31.2 miUjaröa, vöru I fyrra, en samkvæmt hag- t Reykjavikurhöfn er meira en 90% vöruinnflutningsins skipað I land. Þangað koma á ári hverju tugþúsundir lesta af varningi frá öllum heimshornum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.