Vísir - 14.05.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 14.05.1980, Blaðsíða 4
Auglýsing Tollkrítin— beðið eftir fjármálaráðherra: Hagstæð fyrir neytendur ríkiskassa og innflytjendur FjármálaráOherrar landsins undanfarin ár, — engum þeirra hefur unnist timi til aö kanna hagræOi tollkrítarlnnar fyrir rlkissjóO, innflytj- endur, —og aO ekki sé talaO um alla alþýOu manna. Tollkrlt hefur nil veriö viöhöfö meöal nágrannaþjóöa okkar ár- um saman og er þaö einróma álit þar aö hún hentl vel. Og hvaö er svo tollkrit? Hér er um aö ræöa grelöslufrest á tollgreiöslu I tiltekinn tlma frá komu vörusendlngar til landsins. Tollurinn er lánaöur gegn trygg- ingum sem taldar eru viöunandl, en reiknaö meö þungum viöurlög- um sé ekki staöiö i skilum viö rikissjóö. Og hvert er svo hagræöiö af tollkrit? Jú, flutningur vörunnar frá framleiöanda til kaupanda verö- ur hraöari, þ.e. geymslutlmi vör- unnar I pakkhúsi skipafélags eöa flugfélags styttist. Varan kemst fyrr en ella i umsetningu og vaxtakostnaöur minnkar. Eins og nú háttar liggur vara gjarnan 6-8 vikur i pakkhúsum, sem er óeöli- legt ef miöaö er viö vöruaf- greiöslu meöal annarra þjóöa. Þetta kostar mikiö fé, sem leggst ofan á vöruveröiö I formi vaxta- kostnaöar og pakkhúsleigu. Hér á landi hefur J. Ingimar Hansson rekstrarverkfræöingur gert athugun á hugsanlegu hag- ræöi og sparnaöi af tollkrltinni. Var sá útreikningur geröur fyrir nefnd, sem fjármálaráöuneytiö lét skipa 1977. Sú nefnd er fyrir löngu búin aö skila afar jákvæöu áliti á tollkritinni og leggur til aö hún veröi tekin upp hér á landi. Rekstrarhagfræöingurinn reiknar meö aöeins einnar viku styttingu á geymslutima vöru á hafnarbakka. Hann segir aö sparnaöurinn I heild yröi um 550 milljónir króna, þar af 300 milljónir vegna minni meöferöar vöru, 200 milljónir vegna vaxta- spamaöar og 50 milljónir vegna minnl tjónaáhættu. Tölur þessar eru frá 1977, — þær má þrefalda. Auk þess hafa vextir hækkaö verulega slöan og benda má á aö geymslutlmi varanna mundi ugg- laust minnka meira en um eina viku ef tollkrtt yröi tekln upp. Og hvaö þýöir tollkritin fyrir neytandann? Þaö er augljóst aö varan gæti komist til neytandans ódýrari en ella. Ekki aöeins vegna greiöari afgreiöslu hennar til smásölu- verzlunarinnar. Heldur einnig vegna þess aö tollkritin mundi opna möguleika á stærri innkaup- um heildverzlana erlendis frá, og þar meö hagkvæmari og ódýrari innkaupum en nú er almennt hægt aö viöhafa. Þannig gæti toll- krltin örvaö verzlunina i landinu til aö lækka vöruveröiö. Þannig er til nokkurs aö vinna aÖ tollkrltarmáliö veröi afgreitt farsællega. Ariö 1977 var taliö aö meö tollkrit gætum, viö sparaö 3 manna fjölskyldu 30 þúsund krón- ur og fimm manna fjölskyldu, vísitöiufjölskyldunni, 50 þúsund krónur á ári. Trúlega mundu þessar t<3ur i dag ver. 90 þúsund og 150 þúsund krónur. Þeim verö- mætum vill ilklega enginn kasta á glæ. Hvað sagði nefndin um tollkrít- armálið? Fjármálaráöuneytiö skipaöi nefnd á sinum tlma til aö kanna kosti og galla tollkritarinnar. Nefndin skilaöi áliti slnu I ágúst 1978. Fróölegt er aö kynna sér niöurstööur hennar, en þær voru m.a. þessar: 1. Einróma var lagt til aö tollkrft veröi tekin upp hér á landi. 2. Tollkrít örvar inhflytjendur til stærri pantana, stærri inn- kaupa og ieiddi þar af leiöandi til hagstæöara verös vegna magnafsláttar. 3. Betri nýting hafna, meö fljótari afgreiöslu hefur áhrif á vöru- verö og innflutningsverö. Vörur liggja á hafnarsvæöum hér- lendis fimm til sex sinnum lengur en i höfnum nágranna- landa meö tilheyrandi óþarfa fjárfestingarkostnaöi vegna vöruskemma (óaröbær fjár- festing rýrir lífskjör). 4. Tollkrlt nái til allra aöflutn- ingsgjalda og aö gjaldfrestur veröi 60 dagar. 5. Geymslutimi vöru hjá farm- flytjanda styttist og viö þaö fæst ódýrari geymslu og meö- ferö. Er þaö talin ein vika, og heildarsparnaöur um 300 mkr. á ári. 6. Lækkun á vaxtakostnaöi ef heildarbiröir I landinu minnk- uöu. Heildarsparnaöur er hér reiknaöur um 200 mkr. á ári. 7. Sparnaöur vegna minni tjóna- áhættu um 50 mkr. 8. Breytingar á skjalameöferö leiddu til 300 mkr. sparnaöar. 9. Unnt veröur þvi aö spara allt aö einum milljaröi króna á ári (verölag 1977) beint og óbeint vegna áhrifa tollkrítar. Sparn- aöurinn kæmi fram á nokkuö löngum tima, eftir þvi sem aö- ilar aölöguöu vinnubrögö sín aö nýjum aöstæöum. „Gjöriö þiö svo vel elskurnar”, maturinn er tilbúinn. Og liér borgar sig aö nota jólaplatta fremur en venjulegt postulln. Matardiskar eru nefniiega f hærri toilflokki en skrautdiskar. Borðað af jólaplöttum Þegar unga fólkið stofnar heimili kemst það gjarnan að furðulegum hlutum sem snúa að tollkerfinu okkar. Eitt dæmi af handahófi: Fólk sem ætlar að kaupa postulfnsdiska ætti aö velja diskana úr tollflokki 69 13 00, skrautdiska, t.d. jólaplattana vinsælu, þeir eru nefnilega ódýr- ari en matardiskar I flokki 69 12 00. Sá flokkur nær til borðbúnaöar og annarra vara sem almennt eru notaðar i búshaldi eða til hreinlætis úr annars konar leir en postulini. Skrautdiskarnir falla undir skreytingar, skrautmuni til per- sónulegra nota: húsgögn eins og segiri tollskránni. Tollgjöldin eru 22%, nema ef diskarnir eru frá EFTA-löndunum, þá er tollur enginn en vörugjaldiö 6%. Þess skal getið að álagning á skrautdiskinn er frjáls, en svo er ekki meö matardiskinn. Sé sett upp dæmi af tveim diskum, sitt úr hvorum flokkinum, innkaupsverö beggja 100 krónur ytra, þá mundi skrautdiskurinn kosta 2345 krón- ur en matardiskurinn 4593 krón- ur! Ertu heila- þveginn? Af hverju hefuröu horn f siöu verzlunarinnar i landinu? Itarleg skoöanakönnun hefur leitt I ljós aö fjóröi hver lslendingur elur I brjósti heldur neikvætt viöhorf til verzlunarinnar. Er slik afstaöa ekki tekin vegna heilaþvottar sem staðið hefur f áratugi i sumum fjölmiölum okk- ar? Vart getur hér veriö um nei- kvæöa og jafnvel fjandsamlega afstööu aö ræöa vegna þess aö viökomandi hafi kynnt sér af gaumgæfni verzlunina i landinu. Verzlunin er ung atvinnugrein á lslandi og aöeins 125 ár sföan aö verzlunin var gefin frjáls. Samt hefur verzlunin alla tfö búiö viö meiri höft, meiri álögur, og meiri tortryggni, en nokkur önnur at- vinnugrein innlend. Aö sjálfsögöu skilja allflestir eöli viöskipta og verzlunar og eru þakklátir fyrir að f þessari grein standa drvakrir menn vörö um hag neytandans. Verzlunin er I eöli sinu mikil samkeppnisgrein, og hér á landi hafa kaupmenn ætlö haft samkeppnina aö leiöar- ljósi. Þeir hafa barist ótrauöir, hver við annan, og sameiginlega gegn heimskulegum opinberum aðgeröum, sem þvi miöur hafa sjaldan veriö neinum til gagns. Áþjánin og álagn- ingin Æ meira ber á þvf aö erlendir söiumenn komi til landsins og selji vöru sfna beint til verzlana hér. Staðreyndin er sú aö heimskuleg lög og reglugerðir eru aö kyrkja heildverzlun innlendra á ýmsum sviöum, t.d. er nánast engin skóheildverzlun til lengur. Undarleg þversögn þetta, þegar fólki er innprentað aÖ a.m.k. helmingur allra hörmunga þjóö- arinnar gegnum aldirnar hafi veriö af völdum verzlunaráþján- ar, aö nú á 125 ára afmæli frjálsr- ar verzlunar f landinu skuli sföan hægtaö telja fólki trú um aö verö- lagi veröi haldiö i skefjum, sé álagningu verzlunarinnar haldiö I skefjum!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.