Morgunblaðið - 16.04.2002, Síða 1

Morgunblaðið - 16.04.2002, Síða 1
2002  ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A ÓLAFUR OG SIGURÐUR Í LIÐI VIKUNNAR / B5 Morgunblaðið/Kristján Þróttarstúlkur frá Neskaupstað urðu um helgina Íslandsmeist- arar í blaki þegar þær lögðu KA-stúlkur 3:0 á Akureyri. Sig- urinn var nokkuð öruggur en hrinurnar enduðu 22:25, 15:25 og 23:25. Stúlkurnar frá Neskaupstað hafa verið sigursælar undanfarin ár og er þetta þriðji Íslandsmeistaratitill þeirra á jafnmörgum árum auk þess sem þær hafa orðið bikarmeist- arar og er stefnan hjá þeim að fá fullt hús í ár eins og und- anfarin ár. Á myndinni hampar Hulda Elma Eysteinsdóttir, fyr- irliði Þróttar, Íslandsbikarnum og með henni fagna Jóna Lind Sævarsdóttir, Iðunn Pála Guðjónsdóttir, Alexandra Tómasdótt- ir og aðeins sést í Ásdísi Helgu Sigursteinsdóttur. Þriðji Íslandsmeistara- titillinn á þremur árum SPÆNSKA handknattleiksliðið Bidasoa hefur mikinn áhuga á að fá KA-manninn Heiðmar Felixson til liðs við sig fyrir næsta tímabil. Þetta er staðfest á heimasíðu Bidasoa og kemur þar fram að félagið vilji fá Heiðmar til að leysa franska lands- liðsmanninn Patrick Casal af hólmi. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa viðræður á milli KA og Bidasoa staðið yfir undanfarin miss- eri og gæti farið svo að gengið yrði frá samningi félaganna einhvern næstu daga. „Ég veit ekki hvar málið er statt en ég veit þó að félagið setti sig í samband við KA fyrir nokkru. Ég hef ekki viljað hugsað of mikið um þetta heldur er ég að einbeita mér að því að klára tímabilið með KA,“ sagði Heiðmar í samtali við Morgunblaðið í gær. Heiðmar er ekki alveg ókunnugur atvinnumennskunni en hann lék með þýska liðinu Wuppertal í nokkur ár en sneri heim síðastliðið sumar og gekk til liðs við KA. „Ef það kemur upp á borðið að Bidasoa vilji fá mig er ég opinn fyrir því að skoða það. Þetta er sterkt fé- lag með mikla hefð en á meðan málið er á byrjunarstigi vill ég sem minnst ræða þann möguleika hvort ég fari til Spánar,“ sagði Heiðmar. Einn Íslendingur hefur leikið í búningi Bidasoa en fyrrum lærifaðir Heiðmars hjá KA, Alfreð Gíslason, þjálfari Magdeburg í Þýskalandi, lék með því við góðan orðstír fyrir ára- tug. Bidaoa er sem stendur í áttunda sæti af 16 liðum í spænsku 1. deild- inni. Bidasoa vill fá Heiðmar EINAR Guðmundsson, þjálfari karlaliðs Selfyssinga í handknatt- leik, hefur ákveðið að hætta með liðið og taka sér frí frá þjálfun um nokk- urn tíma. Einar tilkynnti leikmönn- um ákvörðun sína um jólin og hún er því ekki tekin í neinum fljótheitum. „Deildin á í miklum fjárhagsörð- ugleikum og verður að skera niður kostnað. Ég taldi þess vegna best að ég hætti og kom jafnframt með þá tillögu að Robertas Pauzuolis, leik- maður liðsins, tæki við þjálfuninni. Þannig væri hægt að halda honum og liðið myndi ekki veikjast og gæti haldið áfram á sömu braut,“ sagði Einar Guðmundsson við Morgun- blaðið en hann hefur þjálfað Selfyss- inga undanfarin þrjú ár. Robertas Pauzolis sagði í samtali við blaðið að hann væri í viðræðum við stjórn handknattleiksdeildarinn- ar um framtíð sína með Selfyssing- um. „Fyrst Einar er að hætta mun deildin að sjálfsögðu leita sér að nýj- um þjálfara. Hins vegar skil ég ekki af hverju hann er að hætta. Hann er góður þjálfari og hefur gert margt mjög gott fyrir liðið. Hann hefur ver- ið að byggja handboltann upp á Sel- fossi sl. þrjú ár og staðið mjög vel að öllum málum,“ sagði Robertas. Einar hætt- ur með Sel- fyssinga HEIMIR Ríkharðsson, þjálf- ari karlaliðs Fram í hand- knattleik, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann ætti ekki von á öðru en að hann héldi starfi sínu áfram hjá Safamýrarliðinu á næstu leiktíð en hann á eitt ár eftir af tveggja ára samningi sem hann gerði við Safamýrarliðið í fyrra. Framarar sátu eftir með sárt ennið en þeir höfnuðu í níunda sæti og tókst þar með ekki að komast í úr- slitakeppnina sem hefst annað kvöld. Heimir sagðist ekki eiga von á öðru en að halda að mestu sama mannskap og lék með liðinu í vetur. Hann sagði hins vegar vera óvissu um hvort Róbert Gunn- arsson yrði áfram en hann hefur velt því fyrir sér að halda til Danmerkur en þar er unnusta hans við nám. Heimir áfram með FramaraDAGNÝ Linda Kristjánsdóttir fráAkureyri, varð í 6. sæti í stórsvigi á norska meistaramótinu sem fram fór um helgina. Andrine Flemmen sigr- aði, Stina Hofgard Nielsen varð önn- ur og Anne Marie Müller þriðja. Dagný Linda fékk 33,34 FIS-stig fyrir árangurinn. Dagný Linda lenti einnig í sjötta sæti á alþjóðlegu stór- svigsmóti sem fór fram á sunnudag- inn og fékk 57,97 FIS-stig í því. Dagný Linda sjötta

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.