Morgunblaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 9
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 B 9 Matthias Sammer, þjálfari Bo-russia Dortmund, gaf til kynna eftir ósigur gegn Kaiserslaut- ern á sunnudaginn, 1:0, að baráttan við Bayer Leverkusen um þýska meistaratitilinn í knattspyrnu væri töpuð. Leverkusen, sem gerði jafn- tefli, 1:1, við Hamburger SV á laug- ardag, er komið með 5 stiga forystu þegar þremur umferðum er ólokið. Leikmenn Leverkusen virtust mjög þreyttir í leiknum í Hamborg, eftir slaginn gegn Liverpool í síð- ustu viku. Þeir fengu á sig mark strax á 5. mínútu þegar Sergei Barbarez skoraði en Oliver Neuville var fljótur að jafna, 1:1. Hertha Berlín heldur sínu striki og gæti nú jafnvel náð öðru sætinu á lokasprettinum. Alex Alves skoraði sigurmarkið gegn Hansa Rostock, 1:0, strax á 2. mínútu. Eyjólfur Sverrisson var á ný í leikmannahópi Herthu eftir nokkra fjarveru vegna meiðsla og kom inn á undir lok leiks- ins. Ottmar Hitzfeld, þjálfari Bay- ern, var ánægður með sína menn sem unnu sigur í Nürnberg, 2:1. „Þetta var mikilvægur vinnusigur í kjölfarið á hinum miklu vonbrigðum í Madríd,“ sagði Hitzfeld en lið hans er á skömmum tíma búið að missa af lestinni í öllum stórmótum vetrar- ins. Stjórn Bayern sendi frá sér skýr skilaboð fyrir leikinn í Nürn- berg að það kæmi einfaldlega ekki til greina að liðið klúðraði því að komast í meistaradeild Evrópu næsta vetur. Reuters Oliver Neuville, til hægri, skoraði mark Leverkusen í Hamborg, og hér á hann í höggi við Ingo Hertzsch, leikmann heimaliðsins. Með sigrinum náði Leverkusen 5 stiga forskoti á toppnum. Sammer telur barátt- una tapaða Með leik- menn frá fjór- tán löndum HOLLENSKA liðið Ajax tryggði sér rétt til að leika til úrslita í hollensku bik- arkeppninni með því að leggja PSV Eindhoven að velli, 3:0. Ajax mætir Utrecht 12. maí. Það má með sanni segja að lið Ajax sé fjöl- þjóðlegt, því að í herbúðum liðsins eru leikmenn frá fjór- tán löndum. Byrjunarliðið gegn PSV var þannig skipað: Fred Grim (Hollandi), Hatem Trabelsi (Túnis), Andre Bergdølmo (Noregi), Cristi- an Chivu (Rúmeníu), John O’Brien (Bandaríkjunum), Tomas Galasek (Tékklandi), Jan van Halst (Hollandi), Ste- ven Pienaar (Suður-Afríku), Maxwell (Brasilíu), Nikos Machlas (Grikklandi) og Mido (Egyptalandi). Til var voru Yakubu (Ghana), Joey Didulica (Ástr- alíu), Tim de Cler (Hollandi), Pius Ikedia (Nígería), Zlatan (Svíþjóð), Richard Knopper (Hollandi), Petri Pasanen (Finnland), Daniel Cruz (Kól- umbíu). Mark Owens var glæsilegt enhann lyfti boltanum yfir Tommy Sörensen, markvörð Sun- derland, eftir frábæra sendingu frá Steven Gerrard. Liverpool á nú aðeins einn úti- leik eftir, gegn Tottenham, en þrjá heimaleiki, gegn Derby, Ipswich og Blackburn. „Þetta eru erfiðir leikir, það er aldrei auðvelt að sækja Tottenham heim og við verð- um að vinna alla heimaleikina til að eiga einhverja möguleika. Við verðum að einbeita okkur að því sem við þurfum að gera og vona að leikmenn Arsenal misstígi sig – en þeir eru á mikilli siglingu,“ sagði Houllier eftir leikinn í Sunderland. Liverpool náði að rífa sig upp eftir ósigurinn beiska gegn Lev- erkusen fjórum dögum áður. „Gott lið tapar ekki tvisvar í röð og leik- mennirnir eiga heiður skilinn. Þeir sýndu mikið hugrekki, það er erfitt að spila í Sunderland en við sýnd- um styrk og einbeitingu með því að fá ekki á okkur mark og nýta tæki- færið. Arsenal stendur áfram best að vígi en nú erum við öruggir með eitt af fjórum efstu sætunum og þar með má segja að Evrópu- keppnin sé byrjuð hjá okkur,“ sagði franski knattspyrnustjórinn. Arsenal, Manchester United og Chelsea áttu öll frí vegna undan- úrslitanna í bikarkeppninni. New- castle komst í fjórða sætið, þremur stigum upp fyrir Chelsea með því að sigra Derby, 3:2, á útivelli eftir að hafa lent 2:0 undir í síðari hálf- leiknum. Tresor Lua-Lua skoraði sigurmark Newcastle á síðustu mínútunni og þar með er Derby nánast fallið úr úrvalsdeildinni. Ipswich og Blackburn léku ekki um helgina og staðan í fallbaráttunni breyttist því ekki að öðru leyti. Mark Viduka tryggði Leeds 1:0 sigur gegn Aston Villa á útivelli og lið hans er nú aðeins stigi á eftir Chelsea í sjötta sætinu. „Verðum að vona að Arsenal misstígi sig“ MICHAEL Owen hefur ekki sýnt sínar bestu hliðar undanfarnar vik- ur og mánuði. En á laugardaginn reyndist sóknarmaðurinn eldfljóti félagi sínu, Liverpool, afar dýrmætur þegar hann skoraði sig- urmarkið, 1:0, í erfiðum útileik gegn Sunderland í ensku úrvals- deildinni í knattspyrnu. Þessi þrjú stig gefa Liverpool aukna mögu- leika á að fylgja Arsenal alla leið í baráttunni um meistaratitilinn; strákarnir hans Gerards Houlliers eru nú stigi á eftir Arsenal, sem á leik til góða, og stigi á undan Manchester United. Reuters Michael Owen, framherji Liverpool, fagnar hinu dýrmæta sig- urmarki sínu gegn Sunderland á laugardaginn. Ronaldo að koma til RONALDO reyndist Inter dýrmætur á sunnudaginn þegar hann náði loks að leika heilan leik fyrir félagið í ítölsku knatt- spyrnunni. Inter var lengi vel undir á heimavelli gegn Brescia en Ronaldo skoraði tvívegis með fjögurra mínútna millibili seint í leiknum. Inter vann, 2:1, og heldur tveggja stiga for- ystu í deildinni. Ítalskir fjölmiðlar voru í gær hástemmdir í lýsingum sínum á frammistöðu Ronaldos og sögðu að frá og með þessum leik væri endanlega ljóst að snillingurinn væri kominn aftur á sinn fyrri stall.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.