Morgunblaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 B 3
OPINN FUNDUR
UM ÍÞRÓTTAMÁL Í REYKJAVÍK
haldinn í Félagsheimili Þróttar í Laugardal
í dag, þriðjudaginn 16. apríl, kl. 17:30
Framsögumenn:
Reynir Ragnarsson, formaður ÍBR,
Theodór Sigurbergsson, foreldri barns í íþróttum,
Rúnar Geirmundsson, formaður Íþróttafélagsins Fylkis,
Ólafur F. Magnússon, Frjálslyndum og óháðum,
Björn Bjarnason, Sjálfstæðisflokki,
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Reykjavíkurlista.
Pallborðsumræður að lokinni framsögu.
Íþróttabandalag Reykjavíkur
Frábær varnarleikur Stjörnunnar ísíðari hálfleik var grunnurinn að
sigrinum á sunnudag. Jelena Jovano-
vic, sem hafði aðeins
varið 6 skot í fyrri
hálfleiknum og varn-
arlínan öll hreinlega
skellti í lás í seinni
hálfleik. Leikmenn Gróttu/KR voru
hreinlega ráðalausir gegn þessari
sterku vörn og náðu aðeins að setja
fimm mörk allan hálfleikinn sem er
frammistaða sem ekki er hægt að
leyfa sér í undanúrslitum um Íslands-
meistaratitilinn.
Margrét Vilhjálmsdóttir átti fanta-
fínan leik í liði Stjörnunnar, hún stóð
vaktina eins og herforingi í vörninni í
seinni hálfleiknum auk þess að skora
þá fjögur mörk. Hún var undrandi
þegar henni var bent á að Grótta/KR
hafði aðeins skorað 5 mörk í seinni
hálfleiknum. „Ég tók hreinlega ekki
eftir þessu,“ sagði Margrét í samtali
við Morgunblaðið.
„Við ætluðum að byrja vörnina
framarlega og sjá hvernig þær
myndu bregðast við þessu, svo bara
ákváðum við að fara niður og berja á
þeim. Sóknin í fyrri hálfleik var hrika-
lega slök, við vorum að skjóta úr hálf-
færum og fengum hraðaupphlaup í
bakið.“
Margrét vildi ekkert segja um leik-
ina framundan við Hauka, „það er
ágætt að vera búinn með þetta í dag,
svo verðum við bara að sjá hvert
framhaldið verður,“ sagði Margrét
Vilhjálmsdóttir sem var besti leik-
maður Stjörnunnar í þessum leik.
Grótta/KR átti virkilega góðan leik
í fyrri hálfleiknum. Liðið lék þá ag-
aðan sóknarleik og var sóknarnýting
þeirra 63%, sem er mjög vel viðun-
andi en í seinni hálfleiknum var eins
og gefur að skilja allt annað upp á ten-
ingnum en þá skoruðu þær aðeins úr
5 sóknum af 22. Alla Gorkorian var að
leika þokkalega en hún var tekin úr
umferð í seinni hálfleiknum og þá var
eins og fátt væri til ráða hjá Seltirn-
ingum. Það lagaði þó leik þeirra nokk-
uð að Ágústa Edda Björnsdóttir lék
aftur með liðnu eftir nokkra fjarveru
vegna meiðsla. Þó má segja að helsti
veikleiki Gróttu/KR hafi verið mark-
varslan en hvorugur markvarða liðs-
ins náði sér á strik að þessu sinni.
Leikglaðar Haukastúlkur
öruggar áfram
Haukastúlkur létu engan bilbug ásér finna þegar þær sóttu Vík-
ingsstúkur heim í Víkina á sunnudag.
Þær unnu öruggan
átta marka sigur
31:23 á stöllum sínum
úr Fossvoginum og
leika því til úrslita um
Íslandsmeistaratitilinn gegn Stjörn-
unni.
Leikurinn byrjaði af krafti og var
ljóst að bæði lið voru komin til að
sigra. Leikgleðin skein úr andliti leik-
manna og skilaði sér beint til áhorf-
enda svo úr varð fínasta skemmtun.
Haukastúlkur skoruðu fyrstu þrjú
mörkin áður en Gerður Beta Jó-
hannsdóttir skoraði fyrsta mark Vík-
inga. Þrátt fyrir óstöðvandi baráttu
Víkingsstúlkna voru það Haukarnir
sem héldu forystunni framan af -
munurinn varð þó aldrei meiri en þrjú
mörk. Undir lok hálfleiksins náðu
Víkingar þó að jafna og var það að
þakka fínni frammistöðu Gerðar og
góðri markvörslu Helgu Torfadóttur.
Þegar flautað var til leikhlés var stað-
an 12:12.
Í byrjun síðari hálfleiks var fljót-
lega ljóst í hvoru búningsherberginu
hafði gengið meira á, því eftir fimm
mínútna leik settu Haukastúlkur í gír
og völtuðu yfir Víkingana. Þær tóku
Gerði, sem gerði níu mörk í fyrri hálf-
leik, úr umferð og hófu stórsókn. Bar
þar mest á Nínu Björnsdóttur sem
skoraði mörk í öllum regnbogans lit-
um auk þess að eiga eitraðar send-
ingar á fyrirliða Hauka, Hörpu Mel-
sted. Samleikur þeirra skilaði
mörgum glæsilegum mörkum sem
gerðu út af við Víkingsstúlkur. Á tíu
mínútna kafla breyttu þær stöllur,
með hjálp frá Jenný Ásmundsdóttur í
markinu, stöðunni úr 14:17 í 17:27.
Víkingar reyndu hvað þær gátu en
áttu fá svör við feikna sterkri vörn
Hauka. Einnig stóð Jenný vaktina vel
í marki Hauka og varði átján skot í
leiknum.
„Við sáum það í leikhléi að við lék-
um langt undir getu og spýttum því í
lófana, lokuðum vörninni og sigurinn
er ekki síst því að þakka ásamt frá-
bærri markvörslu,“ sagði Harpa Mel-
sted fyrirliði Hauka eftir leikinn.
Morgunblaðið/Golli
Ragnheiður Stephensen, Stjörnunni, sækir að Evu Björk Hlöðversdóttur og Selmu Grétarsdóttur,
varnarmönnum Gróttu/KR, í leik liðanna á sunnudaginn. Ragnheiður og samherjar höfðu betur
og eru komnir í úrslitaeinvígið við Hauka. Það hefst á laugardaginn.
Umskipti á
Seltjarnarnesi
ALGJÖR umskipti á varnarleik Stjörnunnar í leik gegn Gróttu/KR á
sunnudag færði Garðbæingum réttinn til þess að leika um Íslands-
meistaratitilinn í handknattleik kvenna, þar sem liðið mætir Hauk-
um úr Hafnarfirði. Stjarnan sigraði Gróttu/KR með fjögurra marka
mun 22:26 eftir að hafa verið undir í leikhléi 17:13.
Ingibjörg
Hinriksdóttir
skrifar
Andri
Karl
skrifar
KA tryggði sér sæti í úrslitakeppnideildabikars karla í knatt-
spyrnu á laugardaginn með því að
sigra Keflvíkinga, 1:0, í næstsíðustu
umferðinni á Ásvöllum í Hafnarfirði.
Hreinn Hringsson skoraði sigur-
markið í síðari hálfleik eftir að Þor-
valdur Makan Sigbjörnsson hafði átt
skot í þverslá.
KA og Keflavík eru efst í B-riðli og
eru einu liðin sem eru komin í átta liða
úrslit þó aðeins sé ólokið fjórum leikj-
um í hvorum riðli efri deildar. Fram,
Valur, Þróttur R., Grindavík og ÍBV
berjast um hin tvö sætin í B-riðlinum.
Framarar styrktu stöðu sína með því
að bursta Dalvíkinga 9:1 á laugardag-
inn og ÍBV á enn von eftir 2:1 sigur
gegn Þrótti R. Þar léku Eyjamenn
manni færri frá 30. mínútu þegar
Bjarnólfi Lárussyni var sýnt rauða
spjaldið en þeir tryggðu sér sigur
með mörkum Gunnars Heiðars Þor-
valdssonar og Péturs Runólfssonar.
Ekkert lið er komið áfram úr A-
riðli en þar skilja aðeins þrjú stig sex
efstu liðin að. Skagamenn sigruðu
Stjörnuna, 3:1, á sunnudaginn, þar
sem Hjörtur Hjartarson skoraði tví-
vegis fyrir Íslandsmeistarana og
Garðar Gunnlaugsson einu sinni.
Skagamenn hafa lokið leikjum sínum
og verða að bíða annarra úrslita en ef
KR og Breiðablik vinna sína leiki sitja
þeir eftir þrátt fyrir að vera komnir
með 12 stig.
Aðeins KA
og Keflavík
komin áfram
STOKE City tryggði sér sæti í úr-
slitakeppninni um sæti í 1. deild
ensku knattspyrnunnar þriðja ár-
ið í röð með því að sigra Wrex-
ham, 1:0, í næstsíðustu umferð 2.
deildar á laugardaginn. Þetta var
sjötti heimasigur Stoke í röð og
skoraði Andy Cooke sigurmarkið
á 30. mínútu. Bjarni Guðjónsson
lék allan leikinn með Stoke, einn
Íslendinga, en Stefán Þ. Þórð-
arson var á varamannabekknum
og kom ekki við sögu.
Það ræðst í lokaumferðinni
hvort Stoke hafnar í fjórða,
fimmta eða sjötta sæti og hverjir
mótherjarnir verða í úr-
slitakeppninni en þangað fara
einnig Cardiff og Huddersfield og
annaðhvort Reading eða Brent-
ford, sem berjast um annað sætið
í síðustu umferðinni. Reyndar á
Stoke tölfræðilega möguleika á
þriðja sætinu, ef Brentford tapar
illa fyrir Reading og Stoke vinnur
Bristol City stórt á útivelli.
Stoke hafnaði í sjötta sæti 1999-
2000, á fyrsta tímabili Íslending-
anna við stjórnvölinn þar, og í
fimmta sæti í fyrra. Talsvert er í
húfi að ná fjórða sætinu því þá
fengi liðið síðari undanúrslitaleik-
inn á heimavelli, en tvö und-
anfarin ár hefur liðið átt síðari
leikinn á útivelli og tapað í bæði
skiptin.
„Þegar við leikum af fullri getu
sigrum við hvaða lið sem er í þess-
ari deild. Ég hef því ekki miklar
áhyggjur af því hverjum við mæt-
um héðan í frá,“ sagði Guðjón
Þórðarson, knattspyrnustjóri
Stoke, á heimasíðu félagsins eftir
leikinn við Wrexham.
Guðjón hefur
ekki áhyggjur