Morgunblaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 6
„V
í a
in
Ke
lei
að
þe
lið
kö
ve
ur
vin
lif
á s
m
sk
sig
He
va
sta
ell
M
um
ek
ge
Si
lið
an
ko
bæ
vo
þe
síð
bæ
N
a
lei
sv
um
No
gó
um
sk
sk
ge
by
fó
lei
við
um
en
un
sjö
fæ
sp
ok
lei
lá
sa
J
ef
va
Ha
lei
ha
od
m
við
to
sig
ok
fy
sli
rík
KÖRFUKNATTLEIKUR
6 B ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK
Í fyrsta leik liðanna var það DamonJohnson, Bandaríkjamaðurinn í
liði Keflvíkinga, sem dró vagninn, en
það var greinilegt að
aðrir leikmenn liðs-
ins ætluðu sér stærra
hlutverk að þessu
sinni. Gunnar Ein-
arsson skoraði tíu stig í röð í fyrsta
leikhluta, Guðjón Skúlason tók við
hlutverki Gunnars í öðrum leikhluta
og þeir Gunnar Stefánsson og Davíð
Jónsson létu mikið að sér kveða í
leiknum.
Á meðan fjórir til fimm leikmenn
Keflavíkur voru að raða niður stigum
í gríð og erg var leikstjórnandi Njarð-
víkinga, Peter Philo, með boltann í
lúkunum megnið af öllum sóknum
liðsins. Philo var því afar áberandi í
leik liðsins og skoraði 19 stig í fyrri
hálfleik og 30 alls en á meðan voru
aðrir leikmenn liðsins í hópi fjöl-
margra áhorfenda á leiknum og
fengu úr litlu að moða. „Ég veit að
Peter er mikið fyrir að skreyta aðeins
hlutina og er stundum of lengi að
koma boltanum frá sér en ég get ekki
annað en verið ánægður með framlag
hans, 30 stig og 9 stoðsendingar í sig-
urleik. Ég bið ekki um meira,“ sagði
Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarð-
víkinga, er hann var inntur eftir því
hvort Philo væri dragbítur á sóknar-
leik liðsins.
Keflvíkingar léku gríðarlega vel
allt þar til um miðbik fjórða leikhluta,
en þá féllu leikmenn liðsins í þá gryfju
að ætla Damon Johnsons það hlut-
verk að ljúka öllum sóknum liðsins.
Damon var í afar strangri gæslu
Brentons Birminghams frá upphafi
til enda. Aðrir leikmenn Keflavíkur
fengu því tækifæri til þess að finna
glufur á vörn Njarðvíkur og það nýttu
þeir sér megnið af leiknum með góð-
um árangri, en þegar mest á reyndi
var sem trúin á eigin getu væri ekki
lengur til staðar. Njarðvíkingar aftur
á móti fundu nýjar leiðir að körfu
Keflvíkinga og hertu á varnarleikn-
um. Páll Kristinsson var afar mikil-
vægur á þeim kafla þar sem Njarð-
víkingar náðu yfirhöndinni og það
sama má segja um Teit Örlygsson
sem annars hafði sig lítið í frammi.
Það vakti athygli að Sigurður Ingi-
mundarson lét Sverri Sverrisson vera
í leikstjórnandahlutverkinu á loka-
kaflanum en hann er ekki besta
skytta Keflvíkinga og varnarmenn
Njarðvíkur lögðu þeim mun meiri
áherslu á að koma í veg fyrir að Dam-
on Johnson fengi boltann.
„Ég tel að það hafi ekki verið mis-
tök að hafa Sverri inni á í lok leiksins
hann er liðinu gríðarlega mikilvægur
og veit sín takmörk,“ sagði Sigurður
Ingimundason. Þrátt fyrir tapið er
greinilegt að sigurviljann skortir ekki
hjá Keflvíkingum og leikur liðsins var
margfalt betri en það sem þeir sýndu
í fyrstu viðureign liðanna. Gunnar
Einarsson og nafni hans Stefánsson
voru áberandi í fyrri hálfleik en gerðu
sig seka um klaufalegar villur sem
varð til þess að þeir léku minna en
ella. Davíð Jónsson kom
gríðarlega á óvart og skor-
aði tólf stig á aðeins ellefu
mínútum. Damon Johnson
var ekki eins áberandi í
sókninni að þessu sinni en
var mun atkvæða meiri á
öðrum sviðum og það sama
má segja um Guðjón Skúla-
sons sem var bestur í liði
Keflavíkur.
Það sem er einkennir
Njarðvíkinga er að hlut-
verkaskipting þeirra er á
hreinu. Logi Gunnarsson er
ekki eins áberandi í leik liðs-
ins, Philo virðist með sjálfs-
traustið í lagi og Brenton
Birmingham skilar varnar-
hlutverkinu með sóma. Mið-
herjarnir Páll Kristinsson
og Friðrik Stefánsson verja
skot og taka fráköstin og
þrátt fyrir að Friðrik eigi
erfitt uppdráttar í stigaskor-
uninni er framlag hans til
liðsins oft á tíðum vanmetið.
Það sama má segja um ref-
inn Teit Örlygsson sem skoraði þegar
mest á reyndi en hann verður fjarri
góðu gamni í næsta leik þar sem hann
verður í leikbanni.
Morgunblaðið/Sverrir
Beðið eftir boltanum. Njarðvíkingar og Keflvíkingar mættust í Njarðvík á laugardaginn og þriðji leikurinn verður í kvöld í Keflavík.
Njarðvík með afar
vænlega stöðu
ÞAÐ var fátt sem benti til annars en að Keflvíkingar myndu jafna
metin í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla
gegn Njarðvík á laugardaginn á heimavelli þeirra síðastnefndu.
Gestirnir fóru hamförum í vörn og sókn allt þar til í fjórða leikhluta
en þá hrundi leikur liðsins líkt og spilaborg. Njarðvíkingar gengu á
lagið og náðu yfirhöndinni sem skilaði þeim 96:88 sigri og eru Ís-
landsmeistararnir í afar vænlegri stöðu fyrir þriðja leik liðanna sem
fram fer á þriðjudaginn í Keflavík en þar geta Njarðvíkingar tryggt
sér titilinn, annað árið í röð.
Morgunblaðið/Sverrir
Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarð-
víkinga, þurfti að messa yfir sínum
mönnum.
Sigurður Elvar
Þórólfsson
skrifar
„VIÐ erum með betra lið en Njarð-
vík og eigum að vinna þá á eðlilegum
degi,“ sagði Sigurður Ingimundar-
son þjálfari Keflvíkinga á laugardag
eftir að hann hafði mátt horfa uppá
lið sitt tapa öðru sinni gegn granna-
liðinu frá Njarðvík í úrslitum um Ís-
landsmeistaratitilinn í körfuknatt-
leik karla.
Það var greinilegt að Sigurður var
ekki ánægður með dómgæsluna í
leiknum en hann vildi ekki kenna
þeim um úrslit leiksins. „Það er samt
sem áður ótrúlegur munur á liðunum
hvað villurnar varðar, hve oft fórum
við á vítalínuna í þessum leik? Ég
trúi varla að það sé svo mikill munur
á liðunum á þessum vettvangi.“
Þess má geta að Keflavík tók tíu
vítaskot í leiknum án þess að geiga á
einu þeirra en á sama tíma fengu
heimamenn úr Njarðvík fjörutíu og
eitt vítaskot. Sigurður bætti því við
að hann hygðist mæta með lið sitt á
ný í Njarðvík í þessari rimmu en til
þess þarf liðið að sigra í næstu við-
ureign liðana sem fram fer þriðju-
dag.
„Við klúðruðum þessu sjálfir með
ótrúlegum klaufaskap í lok leiksins
en við því er ekkert að gera úr þessu.
Ég lofa því að við sigrum á heima-
velli í næsta leik og við eigum aðeins
eftir að eflast við mótlætið,“ sagði
Sigurður.
Klárum einvígið í næsta leik
„Við skorum alltaf um og yfir 90
stig í leikjum okkar og því var ég
sallarólegur þrátt fyrir að við værum
undir megnið af leiknum. Það vant-
aði aðeins að herða á vörninni og þá
var ég viss um að þetta myndi ganga
upp hjá okkur, sem varð raunin,“
sagði Friðrik Ragnarsson þjálfari
Njarðvíkinga.
„Vörnin í fyrri hálfleik var skelfi-
leg þar sem við leyfðum Keflvíking-
um að skjóta fyrir utan og þeir þökk-
uðu fyrir sig með því að skora tíu
þriggja stiga körfur úr nítján til-
raunum.“
Friðrik sagði að liðið hefði verið
saman frá því snemma morguns á
laugardag þar sem leiktíminn var
óvenjulegur. „Það er mikill hugur í
mönnum og það er langt síðan ég hef
fundið meira hungur í titil í okkar
liði. Við vitum hvað við þurfum að
gera og það er langur vegur frá því
að við séum mettir. Við klárum þetta
einvígi á þriðjudaginn í Keflavík,“
sagði Friðrik.
Eflumst við mótlæti
FORRÁÐAMENN Njarðvíkur
boðuðu til stórviðburðar í leikhléi á
laugardaginn í leik Njarðvíkur og
Keflavíkur og áttu áhorfendur von á
mikilli sýningu. Vélhjólamaður átti
að leika listir sínar á íþróttagólfinu
íklæddur Njarðvíkurbúningi. Þegar
til kom fór hjólið ekki í gang en það
tókst þó að lokum rétt áður en leik-
menn beggja liða voru tilbúnir að
hefja upphitun á ný. Vélhjólinu var
síðan ekið um gólfið en skildi lítið
eftir nema loft- og hávaðmengun. En
starfsmenn íþróttahússins þurftu að
þrífa upp gúmmí og olíubletti eftir
„atriðið“ sem var til lítils gagns.
NJARÐVÍK og Keflvík léku til úr-
slita árið 1991 um Íslandsmeistara-
titilinn og þar höfðu þeir græn-
klæddu betur, 3:2. Falur Harðarson,
Guðjón Skúlason og Sigurður Ingi-
mundarson, þjálfari Keflavíkur,
léku þá allir með Keflavíkurliðinu.
Teitur Örlygsson og Friðrik Ragn-
arsson, þjálfari Njarðvíkur, voru þá
í herbúðum Njarðvíkinga.
ÁRIÐ 1999 léku liðin að nýju gegn
hvort öðru í úrslitum um Íslands-
meistaratitilinn og þá sneru Kefl-
víkingar taflinu við og sigruðu 3:2.
Halldór Karlsson, leikmaður Njarð-
víkurliðsins í dag, var þá í liði Kefla-
víkur. Sigurður Ingimundarson var
sem fyrr þjálfari liðsins og þeir Fal-
ur Harðarson, Guðjón Skúlason,
Gunnar Einarsson og Damon John-
son léku með liðinu. Í Njarðvíkurlið-
inu voru þeir Páll Kristinsson,
Brenton Birmingham, Teitur Ör-
lygsson, Friðrik Stefánsson, Sævar
Garðarsson og Friðrik Ragnarsson.