Morgunblaðið - 16.04.2002, Page 8
KNATTSPYRNA
8 B ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Brentford
í hreinan
úrslitaleik
BRENTFORD getur
tryggt sér sæti í 1. deild
ensku knattspyrnunnar á
heimavelli á laugardag-
inn kemur. Þá mætir liðið
Reading í lokaumferð 2.
deildar og það er hreinn
úrslitaleikur um annað
sætið. Reading dugir jafn-
tefli en Brentford hefur
unnið 17 af 22 heima-
leikjum sínum í vetur og
stendur því vel að vígi.
Ívar Ingimarsson lék
allan leikinn með Brent-
ford á laugardag þegar
liðið gerði 0:0 jafntefli í
nágrannaslag við QPR að
viðstöddum 18 þúsund
áhorfendum. Ólafur Gott-
skálksson sat á vara-
mannabekk Brentford.
Reading gerði aðeins
jafntefli heima gegn Pet-
erborough, 2:2, og þar lék
Helgi Valur Daníelsson
allan leikinn með Pet-
erborough.
HEIÐAR Helguson lék síðustu 22
mínúturnar með Watford sem vann
Portsmouth, 1:0, á útivelli í ensku 1.
deildinni á laugardaginn. Heiðar var
óheppinn að skora ekki en Dave
Beasant, markvörður Portsmouth,
varði skot hans naumlega.
PETER Schmeichel, markvörður-
inn gamalkunni, samdi um helgina til
eins árs við Manchester City, sigur-
vegarana í 1. deild. Schmeichel er
hættur hjá Aston Villa en hann gerði
garðinn frægan hjá Manchester
United um árabil.
TRESOR Lua-Lua, Kongóbúinn
hjá Newcastle, skoraði langþráð
mark þegar hann tryggði liðinu sigur
á Derby á laugardaginn. Þetta var
fyrsta mark Lua-Lua í 37 leikjum eft-
ir að hann kom til Newcastle frá
Colchester á síðasta tímabili.
SOL Campbell, miðvörður Arsen-
al, og Uho Ehiogu, miðvörður Middl-
esbrough, höltruðu báðir af velli í
bikarleik liðanna á sunnudag. Þar
með voru höggvin enn frekari skörð í
enska landsliðshópinn fyrir vináttu-
leikinn gegn Paragvæ annað kvöld
en þeir voru báðir í 25 manna hópi
sem Sven Göran Eriksson tilkynnti á
laugardaginn. Hann valdi Martin
Keown frá Arsenal í hópinn í staðinn.
JOE Cole lék ekki með West Ham
gegn Tottenham vegna meiðsla á
laugardaginn og er heldur ekki leik-
fær á morgun. Þar með er hópurinn
þegar kominn niður í 22 leikmenn.
DAVID Beckham, Rio Ferdinand,
Emile Heskey og Ashley Cole, sem
allir hafa verið lykilmenn hjá Eriks-
son, verða allir fjarri góðu gamni
vegna meiðsla.
MATT Jansen, sóknarmaður
Blackburn, fær væntanlega sitt
fyrsta tækifæri gegn Paragvæ en
hann var óvænt valinn í 25 manna
hópinn hjá Eriksson.
ERIKSSON valdi ekki þá Steve
McManaman og Andy Cole og vonir
þeirra um að vera með í HM-hópnum
virðast þar með vera orðnar mjög litl-
ar. Hann sleppti einnig þeim Richard
Wright, Chris Powell, Darren And-
erton, Kevin Phillips, Graeme Le
Saux og Lee Bowyer, sem allir hafa
verið inni í myndinni að undanförnu.
LE Saux meiddist síðan eftir að-
eins þriggja mínútna leik þegar
Chelsea lék við Fulham í bikar-
keppninni á sunnudag og möguleikar
hans eru því endanlega úr sögunni.
FÓLK
Þó Chelsea og Arsenal þættubæði sigurstrangleg í undanúr-
slitaleikjunum áttu bæði í talsverð-
um vandræðum og mörðu 1:0 sigra.
Chelsea fór þó í gegn af heldur
meira öryggi; John Terry skoraði
sigurmarkið skömmu fyrir hlé og
sigurinn hefði orðið stærri ef Eiður
Smári Guðjohnsen hefði verið á
skotskónum seinni hluta leiksins.
Fyrst átti hann glæsilegt stangar-
skot utan af hægra kanti, og síðan
skaut hann tvívegis framhjá marki
Fulham úr upplögðum marktæki-
færum.
Claudio Ranieri, knattspyrnu-
stjóri Chelsea, sagði að sér hefði
ekki liðið vel á varamannabekknum
en eftir leik lék hann á als oddi.
„Við fengum góð færi til að skora
annað mark en síðasta snertingin
var aldrei nógu góð. Þetta var erf-
iður leikur fyrir bæði lið, skrýtinn
leikur,“ sagði Ranieri sem hrósaði
fyrst og fremst varnarmönnum sín-
um – sagði að John Terry og Marcel
Desailly hefðu átt frábæran leik,
auk þess sem Albert Ferrer hefði
skilað vel nýrri stöðu sem vinstri
bakvörður.
Eiður Smári lék allan leikinn með
Chelsea og var ekki áberandi fyrr en
leið á síðari hálfleik en þá lék lánið
ekki við hann.
Arsenal áfram á slysalegu
sjálfsmarki
Arsenal var í miklu basli með
Middlesbrough og komst áfram á
slysalegu sjálfsmarki. Gianluca
Festa sendi boltann í eigið mark eft-
ir hornspyrnu frá Thierry Henry.
„Þetta var mikill taugaleikur og
lið Middlesbrough lék mjög vel. Við
þurfum á öllum okkar styrk að halda
til að halda þetta út. Það sem gerðist
var einfaldlega það að leikmenn
Middlesbrough náðu að koma í veg
fyrir að við spiluðum okkar knatt-
spyrnu, og þeir voru afar óheppnir
að fá á sig þetta mark,“ sagði Arsene
Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal.
Þetta er í 15. skipti sem Arsenal
leikur til úrslita í bikarkeppninni en
liðið hefur sigrað 7 sinnum og tapað
7 sinnum frá því liðið vann keppnina
árið 1930. Chelsea hefur unnið
keppnina þrisvar í sex tilraunum,
þar af tvisvar á síðustu fimm árum,
1997 og 2000.
Reuters
Edwin Van Der Sar, markvörður Fulham, slær boltann frá marki sínu, aðþrengdur af Eiði Smára
Guðjohnsen, í bikarleiknum á sunnudag. Til vinstri er Alain Goma, varnarmaður Fulham.
Lundúnaliðin
halda til Wales
DRAUMAÚRSLITALEIKUR margra varð að veruleika á sunnudaginn
þegar Chelsea lagði Fulham og Arsenal vann Middlesbrough í und-
anúrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu á sunnudaginn.
Þar með mætast þessi öflugu félög frá London í fyrsta skipti í úr-
slitaleik keppninnar á Millenium leikvanginum í Cardiff hinn 4. maí.
Það er því ljóst að mikill mannfjöldi mun streyma frá höfuðborg
Englands til höfuðborgar Wales þá helgina.
EFTIR sextán löng ár á hið gamal-
kunna félag West Bromwich Albion,
sem Lárus Orri Sigurðsson leikur
með, gullna möguleika á að tryggja
sér sæti í efstu deild ensku knatt-
spyrnunnar á ný. WBA lék þar síðast
árið 1986, og hafði þá verið þar linnu-
lítið frá árinu 1949, en stuðningsmenn
félagsins hafa haft litlu að fagna um
árabil. En eftir ævintýralegan sigur á
Bradford, 1:0, á laugardaginn, er
WBA einum sigri, á heimavelli, frá úr-
valsdeildarsætinu langþráða. Takist
Lárusi Orra og félögum að sigra
Crystal Palace á heimavelli sínum,
The Hawthorns, í lokaumferð 1. deild-
ar næsta sunnudag verður það í höfn.
Þá á kostnað nágrannaliðsins Wolves,
sem hefur beðið enn lengur, eða frá
1984, og virtist fyrir fáum vikum
öruggt með að fara upp í úrvalsdeild-
ina ásamt Manchester City. Eitt stig
skilur að WBA og Wolves í öðru og
þriðja sætinu, þannig að ef WBA
tekst ekki að sigra tryggir Wolves sér
úrvalsdeildarsætið með því að vinna
Sheffield Wednesday á útivelli.
Það munaði nokkrum sekúndum að
Wolves hefði undirtökin fyrir síðustu
umferðina því Igor Balis skoraði sig-
urmark WBA úr vítaspyrnu á loka-
mínútunni í Bradford. Lárus Orri lék
allan leikinnn í vörn WBA og stóð sig
vel.
Liðið í þriðja sæti, WBA eða Wolv-
es, fer í úrslitakeppni um eitt úrvals-
deildarsæti. Ekki liggur fyrir hver
hin þrjú liðin verða en fyrir lokaum-
ferðina stendur baráttan á milli Mill-
wall, Birmingham, Burnley, Norwich
og Preston.
Löng
bið brátt
á enda?
RUUD van Nistelrooy, hol-
lenski sóknarmaðurinn hjá
Manchester United, var kjör-
inn knattspyrnumaður ársins í
Englandi af Samtökum at-
vinnuknattspyrnuna. Kjörinu
var lýst í hófi í fyrrakvöld.
Tveir franskir leikmenn hjá
Arsenal komu næstir, Thierry
Henry varð annar og Robert
Pires þriðji.
„Þetta er stærsta stundin á
mínum ferli til þessa. Það eru
leikmennirnir sem velja og
enska úrvalsdeildin er sterk-
asta deild í Evrópu um þessar
mundir. Ég er afar stoltur,“
sagði van Nistelrooy sem hef-
ur skorað 32 mörk fyrir Unit-
ed á fyrsta tímabili sínu í Eng-
landi.
Craig Bellamy hjá New-
castle var valinn efnilegasti
leikmaður deildarinnar, Mich-
ael Ricketts hjá Bolton varð
annar og Steven Gerrard hjá
Liverpool þriðji.
Í úrvalslið úrvalsdeildar
voru valdir eftirtaldir leik-
menn: Shay Given (New-
castle), Steve Finnan (Ful-
ham), Rio Ferdinand (Leeds),
Sami Hyypia (Liverpool),
Wayne Bridge (Southampton),
Robert Pires (Arsenal), Roy
Keane (Manchester United),
Patrick Vieira (Arsenal), Ryan
Giggs (Manchester United),
Ruud van Nistelrooy (Man-
chester United), Thierry
Henry (Arsenal).
Van Nist-
elrooy
leikmaður
ársins
Eiður fyrstur í úrslitaleik?
EIÐUR Smári Guðjohnsen verður að öllu óbreyttu fyrstur Íslend-
inga til að taka þátt í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar í knatt-
spyrnu þegar Chelsea mætir Arsenal á Millenium leikvanginum í
Cardiff þann 4. maí.
Eiður Smári hefur skorað 22 mörk fyrir Chelsea í vetur og það er
nokkuð ljóst að einungis meiðsl eða leikbann gæti komið í veg fyrir
þátttöku hans.
Guðni Bergsson var í leikmannahópi Tottenham þegar liðið sigr-
aði Nottingham Forest, 2:1, í úrslitaleiknum á Wembley vorið 1991
og fékk því verðlaunapening en kom ekki við sögu í leiknum. Þor-
valdur Örlygsson var þá í herbúðum Forest en var ekki í leik-
mannahópnum.