Morgunblaðið - 17.04.2002, Side 2
LAXNESSÞING, LAUGARDAGUR 20. APRÍL
2 B MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Í VERKUM sínum tekst Halldór á
við íslenska sveitamennsku og flest-
ar hliðar íslensks sveitalífs. Þetta réð
miklu um viðtökur stóru skáldsagn-
anna hans á þriðja áratugnum og
annarra skrifa hans.
Úlfar Bragason nefnir fyrirlestur
sinn Sveitaómenninguna í skugga
skáldsins frá Laxnesi. Þar leggur
hann upp með fyrirlestur Guðmund-
ar Friðjónssonar um Sjálfstætt fólk
og Ljós Heimsins sem Guðmundur
hélt 1937. Síðar kom fyrirlestur Guð-
mundar út í sérprenti. Guðmundur
var afar gagnrýninn á þessi verk
eins og reyndar tveir aðrir sem um
hana höfðu fjallað en annar þeirra
var Jónas frá Hriflu. Halldór gerði
síðar mikið úr andstöðu almennings
við Sjálfstætt fólk en staðreyndin er
sú að flestir ritdómanna voru lofsam-
legir, eða tíu af þrettán. Úlfar fer í
saumana á gagnrýni Guðmundar í
fyrirlestri sínum og ástæðum henn-
ar. Guðmundur var alinn upp í
raunsæishefð og honum gramdist sú
árás á einyrkja sem hann fann fyrir í
bókum Halldórs. Hann fagnaði hins-
vegar málfrelsi og vildi notfæra sér
það. Úlfar telur að Guðmundur hafi
viljað skapa umræður um þessi verk
en ekki ætlað sér að berja bókina
niður.
Jón Karl Helgason veltir fyrir sér
annarri hlið á Laxness-viðtökum í
fyrirlestri sínum og fjallar um menn-
inguna sem varning. Menningin er
táknræn eða áþreifanleg söluvara
sem hægt er nota sér til framdáttar í
margvíslegum skilningi. Í fyrirlestri
sem hann nefnir Hver á Halldór
Laxness? veltir Jón Karl því fyrir
sér hvernig eignarhaldi á Laxness og
verkum hans hafi verið háttað,
fjallar um höfundar- og útgáfurétt
og tengir þetta vangaveltum um
menningarlegt auðmagn. Jón Karl
fjallar líka um samtímaumræðuna
um Laxness sem snýst á vissan
hátt um að gera hann að þjóð-
areign. En þetta skapar vandamál
– til að hægt sé að gera höfundinn
að eign þjóðarinnar og tákni henn-
ar þarf að sníða sögu hans og per-
sónu að þessu hlutverki. Það er
jafnvel nauðsynlegt að gera ein-
hvers konar dýrlingsmynd úr hon-
um. Þegar Halldór er annars veg-
ar er þetta ekki auðvelt, saga hans
er ekki einföld og margir aðilar
telja sig hugsanlega geta gert til-
kall til ólíkra þátta hans.
Það má segja að menningarlegt
auðmagn, notkun og misnotkun
þess, tengist einnig umfjöllunar-
efni Péturs Más Ólafssonar í fyr-
irlestri um einn af þekktustu kar-
akterum Laxness, alheimssaungv-
arann. Pétur nefnir fyrirlesturinn
Platsaungvara hólfélagsins –
Garðar Hólm verður til. Þar rekur
hann hvernig Halldór víkur að
persónu sem hann nefnir „al-
heimssaungvarann“ í minniskomp-
um sínum frá því að hann vann að
Sjálfstæðu fólki. Tveimur áratug-
um síðar lifnaði sá ágæti maður
við á síðum Brekkukotsannáls
undir nafninu Garðar Hólm. Í nót-
issubókum Halldórs frá sjötta ára-
tugnum er sama persóna nefnd
„platsaungvarinn“. Pétur Már
fjallar um líf stórsöngvarans og
hvernig hann lendir í klónum á
„hólfélaginu“ sem Halldór skrifar
um í sömu nótissubók.
Þröstur Helgason stýrir mál-
stofunni.
9.30–10.30
Kvika í hrosshófi –
Skáld og samfélag
LEIKRIT Halldórs Laxness hafa
alla tíð verið umdeild og hefur hverj-
um sýnst sitt um gæði þeirra. Tveir
fyrirlesarar í þessari málstofu fjalla
sérstaklega um Strompleik sem nú er
verið að sýna í Þjóðleikhúsinu en
leikstjóri verksins,
Kristín Jóhannes-
dóttir er einmitt einn
fyrirlesara.
Hávar Sigurjóns-
son kallar fyrirlestur
sinn Frá Stromp-
leiknum til Kristni-
haldsins og segir
hann hugmynd sína
vera þá að skoða
nokkur leikrit Hall-
dórs Laxness í sam-
hengi en þetta eru
Strompleikur,
Prjónastofan Sólin
og Dúfnaveislan. Út
frá þessum þremur
leikritum veltir Háv-
ar vöngum yfir því
hvers konar leikrita-
höfundur Laxness
var — hverskonar
leikrit eru þessi
þrjú? Niðurstaða
Hávars er sú að sum-
part megi líta á
skáldsöguna Kristni-
hald undir Jökli sem
afurð þessara
þriggja verka og í
raun sé sú saga bita-
stæðasti afrakstur
þess tímabils sem
Halldór helgaði sig
leikritun mest. Háv-
ar telur erfitt að
setja merkimiða á
leikrit Halldórs Laxness. Verk hans
eru tæplega absúrd verk, ekki einu
sinni þótt maður felli þau undir eitt-
hvað sem kalla má íslenskan absúrd-
isma. Kannski helst að kalla verkin
bókmenntalegar revíur. Þau eru full
af ólíkindalátum, ekki djúp — lifa
frekar á skopstælingunni. Halldór
gerir grín að áhorfendum sínum og
sjálfum sér í leiðinni.
Kristín Jóhannesdóttir kallar fyr-
irlestur sinn einfaldlega Um Stromp-
leikinn. Í honum ætlar hún að fjalla
um byggingu leikritsins og tengsl
þess við dharmaheimspeki. Kerfið
sem þessi austræna trúspeki beitir á
heiminn styðst við andstæðurnar
koan og mondo en í árekstrum þeirra
opnast möguleikinn á uppljómun,
dýpri skilningi. Kristín ætlar einnig
að skoða höfundarverk Laxness frá
þeim tíma er hann skrifaði Stromp-
leik en það telur hún einkennast af
frelsunarbaráttu. Tilraunir Halldórs
til að brjótast út úr listrænni sjálf-
heldu móta pólitískt uppgjör hans um
leið að áliti Kristínar.
Bjarni Jónsson
fjallar um hvernig
saga er löguð að miðli
í fyrirlestri sínum
Gengið yfir lík. Um
ástríðufullar og
dramatískar persón-
ur í skáldsögunni
Barn náttúrunnar og
tilraun til þess að
breyta henni í leik-
gerð fyrir útvarp. Í
fyrirlestrinum segir
Bjarni frá tilraun til
að skapa leikgerð
upp úr þessari sögu
sem nýtir sér textann
óbreyttan en gerir þó
meira en að hljóð-
skreyta sögu. Bjarni
vann að þessu ásamt
fleirum hjá Útvarps-
leikhúsinu en af-
rakstrinum verður
útvarpað á sunnudag.
Í leikgerðinni er not-
uð tónlist sem segja
má að sé túlkanir á
sönglögum við ljóð
Halldórs.
Þannig verður til
margbrotið leikrit
uppúr þessari fyrstu
sögu Halldórs sem
sumpart vísar til höf-
undarverksins í heild.
Bjarni segir söguna
heilla fyrir það hve laus hún sé við
loddaraskap og háð. Hún sé að
mörgu leyti ólík seinni verkum Hall-
dórs, en þó sé að finna í henni
grunnstef sem borið hafi uppi skáld-
sögur hans síðar.
Árni Ibsen stýrir málstofunni.
13.30–14.30
Völvan með töfrasprotann
– Leikrit og leikhús
Morgunblaðið/Þorkell
Úr uppfærslu Þjóðleikhússins á Strompleiknum í leikstjórn Kristínar
Jóhannesdóttur.
Í FYRIRLESTRINUM Chaplin í
krosshliðinu fjallar Sigurbjörg Þrast-
ardóttir um goðsögnina Laxness, um
víðtæk áhrif hans burtséð frá lestri
fólks á bókunum. Hún heldur því
fram að áhrif hans á kynslóð ungra
rithöfunda í dag séu ekki bein, þeir
séu ekki að reyna að „skrifa sig frá
Laxness“ enda hafi aðrir glímt við
það á undanliðnum áratugum og tek-
ist það. Laxness er stór höfundur en
það er einmitt þessvegna sem hann
getur sýnt rithöfundum hvað er
hægt: að það er hægt að skrifa
merkilega texta á íslensku, að það er
hægt að gefa kerfinu langt nef, að allt
er hægt... Laxness er stór, næstum
jafnstór og Chaplin í augum kyn-
slóðar sem fæddist fyrir þremur ára-
tugum og miðar allt sitt við bíó og
sjónvarp. Hann er stjarna en samt er
hann lítillátur förumaður úr fortíð-
inni, eins og hver annar gestur í
krosshliðinu í Brekkukoti sem biður
bara um húsaskjól yfir nóttina.
Andri Snær Magnason kallar fyr-
irlestur sinn Lengstur skuggi í kvöld-
sól og í honum talar hann um myrkr-
ið í skugga Laxness. Andri heldur því
fram að skuggi Laxness hafi einkum
færst yfir samtímamenn hans: Þeir
sem lifðu og störfuðu á sama tíma og
hann þurfa sterka umboðsmenn í nú-
tímanum til þess að vega upp á móti
stærð hans. En það er ekki þar með
sagt að Laxness varpi skugga á rit-
höfunda dagsins í dag. Eða eins og
Andri orðar það sjálfur: „Laxness
hefur safnast til forfeðra okkar og
hann er undir og yfir og allt um kring
ásamt Njálu og Jónasi og ásamt þeim
mun hann skína á skáldin gegnum
orð forseta Íslands og forsætisráð-
herra og afmælishátíðarhaldara í ei-
lífri framtíð (50 ár frá Nóbel, 175 ár
frá Sölku, 275 ár frá Vefara) og þau
munu fá ofbirtu í augun og líta undan
en sjá ekkert nema sinn langa og
mikla skugga í þögninni milli orða
ræðumanna og skáldin munu neyðast
til að atast í honum hvort sem þeim
líkar betur eða verr, hvort sem verk
hans hafa haft raunveruleg áhrif á
þau eða ekki. Jónasarorðræðan mun
neyða menn til þess að snúa útúr,
vísa í verk og semja Sólliljuljóð, (sbr.
Hallgerðarljóðin) neyða menn til upp-
gjöra, stælinga, endurtekninga og nið-
urrifs til eilífðar amen.“
Síðust rithöfundanna talar Auður
Jónsdóttir en hún nefnir fyrirlestur
sinn Fáðu þér fjallgönguskó! – Rang-
hugmyndin um að íslenskir höfundar
skrifi í skugga „,fjallsins“ Halldórs
Laxness. Auður segir það einfaldlega
ranghugmynd að íslenskir höfundar
séu í skugga ,,fjallsins“, þ.e.a.s. Hall-
dórs. Þvert á móti sé Laxness þeim
hvatning.
Hughrifin af lestri bóka hans geta
gert lesandanum kleift að sjá mann-
lífið í æðra ljósi því hann sé fyrst og
fremst frábær listamaður. Þannig hafi
hann miðlað listrænni tilfinningu til
komandi kynslóða, sem hver og einn
geti nýtt sér eftir eigin höfði. Þetta
finnst Auði hafa gleymst í umræðunni
um hann undanfarið enda sé hún yf-
irboðskennd hvort sem um sé að ræða
meiningar um stjórnmálaskoðanir
hans eða eitthvert fjas um komplexa
yngri höfunda gagnvart honum:
„Kannski á minning hans ekki eftir að
njóta sín í þessu ljósi fyrr en eftir
nokkra áratugi þegar tilgangslaust
verður að nota nafn hans sem póli-
tískt vopn eða til að hæðast að sam-
tímahöfundum okkar í stórkarlalegu
jólabókaflóði. Því er ég þeirrar skoð-
unar að ungir höfundar eigi ótrauðir
að klífa fjallið í glaðasólskini, enda er
Halldór Laxness ekki fjallið sjálft,
heldur safaríkt nesti í farteskinu,“
segir Auður.
Páll Valsson stýrir málstofunni.
15.00–16.00
„Að gánga á mála hjá lyginni“
– Laxness á nýrri öld
Halldór kominn í stellingarnar.
STÓRIR skáldsagnahöfundar eru auð-
vitað alltaf að kljást við hin sígildu við-
fangsefni mannsins í verkum sínum,
ástina, dauðann, hamingjuleitina. Á
þetta bendir Halldór Guðmundsson í
fyrirlestri sínum „Einsog þráin sem ég
bar“ – Um ástina í verkum Halldórs
Laxness. Halldór ætlar að leggja út af
endurteknum minnum í verkum nafna
síns og skoðar einkum viðhorf hans til
ástarinnar með þessum hætti. Halldór
sýnir hvernig finna má hliðstæður í
efnistökum Laxness í annars gerólík-
um verkum, og hvernig ástinni bregður
stundum fyrir einsog leiftri eða vitrun í
sögum hans.
Bergljót Kristjánsdóttir er á dálítið
öðrum miðum með fyrirlestri sínum
Tunga, samfélag, menning. Um málið á
Gerplu. Bergljót ætlar að gera atrennu
að því að tala um málið á Gerplu og
velta sögunni fyrir sér út frá merking-
arvirkni. Lesendum er ætlað mismikið
hlutverk í skáldsögum – stundum ræð-
ur sköpunargáfa þeirra miklu um
merkingu sögunnar. Merkingarvirkni
Gerplu er mikil í þessum skilningi að
áliti Bergljótar. Halldór blandar saman
ólíkum máltegundum í sögunni, setn-
ingum og frösum í fornu máli og nýju,
pólitísku dægurmáli og bókmennta-
máli og því velta hugrenningatengslin
sem textinn skapar mjög á lesandan-
um, á því hvernig hann kemur að verk-
inu. Gerpla er uppreisn gegn mótunar-
afli menningarinnar og gerir þannig
miklar kröfur til lesandans.
Torfi Tulinius rannsakar hvernig
Halldór notar íslenska alþýðumenn-
ingu og þjóðtrú í skáldsögunni Sjálf-
stætt fólk. Torfi bendir á að Halldór
hafi staðið frammi fyrir ákveðnu fag-
urfræðilegu vandamáli, því að gæða
kotbændur innra lífi sem bókmennta-
persónur. Þar dugar hin marxíska
greining skammt og borgaralegar að-
ferðir koma ekki til greina. Það er
ekki fyrr en Laxness fer að beita
þjóðtrúnni markvisst í persónusköp-
un sem honum tekst að skapa þær
persónur sem gefa sögunni líf. Í fyr-
irlestri sínum Búkolla, Bjartur og
blómin. Um þjóðtrú, myndmál og list
skáldsögunnar í Sjálfstæðu fólki
beinir Torfi einkum sjónum að kafla
um eftirleitir og hvernig þjóðsagna-
minni eru notuð til að byggja upp
persónu Bjarts í þeim kafla. Torfi
hugar einnig að náttúrmyndmáli
Laxness, ekki síst blómamyndmáli
sem talsvert kemur fyrir í Sjálfstæðu
fólki, til dæmis í lýsingu á sambandi
Bjarts og Ástu Sóllilju.
Jaromil og Ljósvíkingurinn:
Ímynd ljóðskáldsins hjá Laxness og
Kundera er yfirskrift fyrirlestrar
Friðriks Rafnssonar sem er sá síðasti
í þessari málstofu. Friðrik ætlar að
bera saman erkitýpu ljóðskáldsins
hjá þessum tveimur höfundum.
Jaromil er sögupersónu Kundera úr
skáldsögunni Lífið er annarsstaðar
sem svipar að nokkru leyti til Ólafs
Kárasonar, sögupersónu Halldórs úr
Heimsljósi. Báðir verða eins konar
samnefnarar ljóðskáldsins. Þeir eiga
sameiginlegt að vera óumdeilanlega
mjög góð ljóðskáld. Staða þeirra í
menningunni er hins vegar ólík. Í
Heimsljósi er skáldið hluti af and-
lausu umhverfi og öðlast stöðu snill-
ingsins. Jaromil verður hins vegar
ljóðrænunni að bráð í umhverfi bylt-
ingarklisjunnar; umhverfi þar sem
skáldleg, ljóðræn veruleikafirring
blandast saman við pólitíska veru-
leikafirringu. Firringin er hins vegar
samkenni þeirra í einhverjum skiln-
ingi: Hjá báðum hefur fegurðin stöðu
andspænis raunveruleikanum.
Brynhildur Þórarinsdóttir stýrir
málstofunni.
11.00–12.00
Yfirdímensjóneruð
örlög – Samtöl
við skáldsögur