Alþýðublaðið - 29.10.1972, Síða 2
Stjörnuspekin spurð
álits um sambúðiua
slikum karlmanni og Vatnsbera-
konu, og það eru miklar likur til
að hjónaband þeirra geti orðið
hamingjusamt. Bæði kunna að
verða að laga sig nokkuð hvort
eftir öðru, en óliklegt er að komi
til mikilla árekstra i sambúð
þeirra. Hann er yfirleitt mjög ást-
heitur og oft ástriðumikill, og ást
hans ætti að kynda ástarglóð
hennar. Gáfur hans og dugnaður
geta vakið aðdáun hans, og það er
liklegt að þau geti eignazt marga
sameiginlega vini. Sjálfur vill
hann ekki vera neinum háður og
þvi er sennilegt að hanri skilji þörf
hennar fyrir frelsi og sjálfræði.
Þótt hann geti verið nokkuð
kröfuharður i fyrstu, getur hann
sannfærzt um að það borgi sig
ekki að vera ráðrikur við hana, og
ef hann er hygginn i framkomu,
sér hann eflaust leið til að fá sinu
framgengt innanstokks. Þau ættu
að einsetja sér að gera sér ekki
peninga að deiluefni, þvi að sjálf-
ur á hann það til að vera ör á fé,
og stendur þvi illa að vigi hvað
það snertir að gagnrýna hjálp-
semi hennar og örlæti við aðra.
Geti hún tamið sér meira hlut-
leysi og hann dregið nokkuð úr
kröfuhörku sinni, bendir allt til
þess að hjónaband þerra geti
orðið hið farsælasta, og þvi frem-
ur sem á liður.
Vatnsberakonan og karl
inaöur fæddur undir
NAUTSMEIIKI,
21. aprll — 21. mai.
Þaðgeta orðið mörg vandamál,
sem sigrast verður á ef Vatns-
berakona giftist manni sem
fæddur er undir Nautsmerkinu.
Slikur karlmaður er oft jarðbund-
inn og ástriðumikill og á erfitt
með að skilja rólega elsku hannar
og tryggð. Hann er venjulega
mjög raunhæfur og hagsýnn,
einkum i peningamálum, og það
er ekki vist að hann kunni að
meta örlæti hennar, oft og tiðum
við fólk sem hún naumast þekkir.
Hún er ekki likleg til þess að ein-
skorða sig við að verða við ástrið-
um hans á þann hátt sem hann
kýs, þar sem áhugi hennar á
mannúðarmálum og örlögum
annarra gerir oft miklar kröfur til
tima hennar. Henni kann að virð-
ast hann um of varkár, hægfara
og seinn að taka ákvarðanir og
þvi er hætta á að hún geti misst
þolinmæðina. Hún mun og kunna
þvi illa hve hann vill ráða fyrir
henni og yfir henni á öllum svið-
um, og óliklegt að hún sé þess fús
að biða alltaf eftir samþykki
hans. Sem betur fer, þí tekur
hann sér hlutina ekki alltaf mjög
nærri, og það er ekki vist að oft
slái i harðar orðasennur með
þeim. En þar sem þau eiga bæði
til nokkra þvermóðsku, getur
reynzf erfitt fyrir þau að sigrast á
þeim vandamálum, sem eiga ræt-
ur sinar að rekja til þess hve ólik
þau eru. Það er minnsta kosti lik-
legt að það kosti þau bæði mikla
áreynslu, ef hjónabandið á að
verða langt og farsælt.
Vatnsberakonan og karl
maöur fæddur undir...
TVÍBURAMERKI.
21. mai — 20. júni.
Karlmaður, fæddur undir þessu
merki, getur verið hinn ákjósan-
legasti eiginmaður fyrir Vatns
berakonu og hjónaband þeirra
orðið hið merkilegasta Hún getur
haft róandi áhrif á eirðarleysi
hans og fjölbreytt eðli og þannig
orðið honum að drjúgu liði i lifs-
barSttunni. Það er ekki ólikleg að
þau ættu við nokkra efnahags-
örðugleika að etja sökum hjálp-
semi hennar og örlætis, ef hann
væri óstöðugur i starfi sinu, enda
er Vatnsberakonunni margt betur
gefið en hyggindi i fjármálum. En
jafnvel þótt ekki yrði neinum auði
Kona, fædd undir þessu merki,
er venjulega trygg og stööug hvað
tilfinningar snertir. Þegar um er
að ræða ástir eða hjúskap, lita
þær ekki einungis á likamlegan
gjörfuleika, heldur gera þær kröf-
ur til gáfna, hæfileika og mennt-
unar. Fari svo að Vatnsberakon-
an komist að raun um að elskhugi
hennar eða eiginmaður fullnægi
ekki þeim vonum, sem hann vakti
hjá henni, er eins vist að hún snúi
baki við honum, tilfinningalega
og likamlega. 1 rauninni er hún að
öðru leyti trygg og trú, og sjaldr
gæft að hún gruni mann sinn um
ótrúnað. En komist hún aftur á
móti aö raun um að hann hafi
verið ótrúr, veitist hénni örðugt
að fyrirgefa honum. Og til er það
að konur undir þessu merki, séu
afbrýðisamar úr hófi fram.
Vatnsbarakonur taka mikið til-
lit til tilfinninga annarra og
trúarlegrar afstöðu, og helga oft
ýmsum mannúbarmálum krafta
sina. Enda þótt konur, fæddar
undir Vatnsberamerki, séu fylgj-
andi jafnrétti kvenna yfirleitt,
eru þær sjaldan mjög grunnreifar
kvenréttindakonur. Þær krefjast
ekki einungis menntunar fyrir sin
eigin börn, heldur til handa öllu
mannkyni, og þær eru flestar um-
burðarlyndar og trúa á jafnrétti
allra manna, án tillits til kyn-
þáttar eða hörundslitar.
Vatnsberakonan og karl
niaður l'æddur undir
IIRÚTSMERKI,
21. marz — 20. april.
Oft getur verið uni tiltölulega
sterkt aðdráttarafl að ræða með
VATNSBE
íyrir að .fara i sambúð þeirra , er
ekkert þvi til fyrirstöðu að þau
geti orðið hin hamingjusömustu i
hjónabandinu og sambúð þeirra
hin innilegasta. Hvorugt þeirra er
eigingjarnt eða ráðrikt að eðlis-
fari, og þvi litil hætta á að þau
leggi þvingandi höft hvort á ann-
að. Hinn viðfeðmi áhugi hennar
og margskonar starfsemi utan
heimilis, er liklegt til að halda at-
hygli hans vakandi og firra hann
leiðindum. Þó að hvorugt þeirra
sé drottnunargjarnt, er eins lik-
legt að Vatnsberakonan reynist
slikum eiginmanni viljasterkari
og geti gert hann staðfastari i öll-
um ásetningi og vakið með hon-
um ábyrgðarkennd. Ylrikar til-
finningar hans og ljúfar ástir
munu viðhalda ást hennar og
tryggð , og þvi er liklegt að sam-
búð þeirra verði hin ágætasta.
Vatnsberakonan og karl
maður fæddur undir
KRABBAMERKI
21. júni — 20. júli.
Það er hætt við að sá maður
hafi litið aðdráttarafl á Vatns-
berakonuna, enda hætt við að
margir örðugleikar yrðu á leið
þeirra til hamingjunnar. Þau
mundu að minnsta kosti þurfa að
leggja mikið á sig til að jafna það
hve ólik þau eru á flestum svið-
um, að þau gætu orðið samhent og
samrýmd. Hin heita ást hans gæti
að visu kynt með hanni kærleiks-
glóð en eigi að siður er hætt við
að hún mundi telja sig of bundna.
Hann væri liklegur til að krefjast
athygli hennar og tima um of þar
sem hann er mjög fyrir það gef-
inn að stjanað sé við hann. Vatns-
berakonan þolir hinsvegar engin
bönd, og vill geta varið tima sin-
um eins og henni sjálfri þóknast i
sambandi við hin mörgu áhuga-
mál sin utan heimilisins. Hann er
yfirleitt mjög vanafastur og
heimakær, hún er litt fyrir að
hlita viðteknum venjum og hugur
hennar opinn fyrir allri ný-
breytni. Sjálfri finnst henni lika
tiðum meira koma til starfsemi
sinnar utan heimilisins en
fjölskyldu hennar, enda þótt það
eigi sér naumast stað að hún van-
ræki fjölskyldu sina þeirrar starf-
semi vegna. Það er eins sennilegt
að hún reynist þess ekki umkomin
að skilja skapbrigði hans eða þörf
hans fyrir ástriki hennar. Eins er
er sennilegt að þau eigi fá
sameiginleg áhugamál — en séu
þau staðráðin i að hjónaband
þeirra skuli reynast farsælt þá er
ekki fyrir að að synja, að þau
finni einhver ráö til að leysa
vandamál sin.
Vatnsberakona og karl
maöur fæddur undir
LJÓNSMERKI
21. júli — 21. ágúst.
Enda þótt Vatnsberakonan geti
laðast mjög að karlmanni, sem
fæddur er undir þessu merki, er
eins liklegt að þau verði að finna
lausn á ýmsum vandkvæðum
áður en þau geta höndlað ham-
ingju i hjónabandi. Hann er oft
sjálfshyggjumaður og eigin-
gjarn: gerir sér háar hugmyndir
um sitt eigið mikilvægi i heimin-
um ; hún aftur á móti hefur meiri
áhuga á öðru fólki en sjálfri sér.
Hann er oft ástriðuheitur og
rómantiskur og gerir ráð fyrir
þvi að ást hans verði endurgoldin
i sömu mynt. En þó svo að Vatns-
berakonan geti verið mjög ástrik
á köflum, er hún gædd rikri sjálf-
stæðishneigð, vill eiga sitt einka-
lif og hafa frelsi.til að fullnægja
sinum eigin löngunum. Hún getur
orðið þvi fegin að hann stjórni
heimilishaldinu og sjái um það en
kann þvi illa að sér sé sagt fyrir
verkum. En geti hann, þrátt fyrir
allt, haft hemil á drottnunargirnd
sinni og eigingirni, og geti hún
knúið sjálfa sig til að sýna honum
sem eiginmanni meiri alúð og at-
hygli gæti hjónaband þeirra að
sjálfsögðu orðið hið farsælasta.
En þá yrði hún lika að hafa hug-
fast að stolt hans er mjög auðsært
og dálitil aðdáun og hrós getur
gert hann mun auðveldari i
sambúðinni.
Vatnsberakonan og karl
maður fæddur undir
MEYJARMERKI
22. ágúst — 22. sept.
Karlmaður, sem fæddur er
undir þessu merki, á mjög fátt
sameiginlegt við Vatnsberakonu,
og ef þau skyldu samt laðast
hvort að öðru og ganga i hjóna-
band, er hætt við að þau yrðu að
horfast i augu við býsna mörg
vandamál. Viðhorf hans gagnvart
lifinu er fræðilegt og kerfisbundið
og áhugamál hans oftast nær
fremur litilsgild og þröngrar
merkingar. Hún hinsvegar er
venjulega hamingjusömust ef
hún getur beint áhuga sinum að
velferð fólks út um viða veröld,
eins og allt mannkynið væri
hennareigin fjölskylda.'Hann vill
lifa mjög reglubundnu lifi og
mundi án efa reyna að fá hana til
FRAMRJOÐENDURNIR
Grinistimi Boren er i framboöi
fyrir „Rikiss amtök atvinnu-
skriffinna”. Einkunnarorö hans
eru: Sért þú í vafa, þá muldr-
aðu. Hann segir Nixon harðasta
keppinautinn á sviöi „ógnarlegs
aögerðarleysis”.
Joe Clegg er i framboði fyrir
flokkinn „Tryggð við USA".
Hann hefur skipaö Guð sem yf-
irmann kosningabaráttunnar,
Krist sem hlaðafulltrúa og heil-
agur andi scmur fyrir liann ræð-
urnar. Clegg er einn i flokknum.
Kichald M. Nixon, forseti
Bandarikjanna, leitar nú endur-
kjörs. Honum er talinn sigurinn
vís. Hann á sjálfsagt aldrei eftir
að liitta mótframbjóðendur
sina, — þá Boren og Clegg.
George McGovern. Kandidat-
inn. sem fór svo vel af stað en
virðist hafa sprengt sig áður en
endaspretturinn hófst. Ef til vill
á hann eftir að öfunda Borcn.
Hjá honuni var þetta alveg frá
upphafi allt i grini.
ENGINN
Þegar rætt er og ritað um for-
setakosningarnar i Bandarikj-
unum i næsta mánuði er yfirleitt
einungis minnzt á tvo menn,
sem keppa um forsetasætið.
Þessir tveir menn Nixon og
McGovern, eru reyndar þeir
tveir einu, sem hafa von um að
ná kosningu. Og kannski bara
Nixon forseti.
En hann og McGovern eru
ekki þeir einu, sgm bjóða sig
fram. Tólf aðrir Bandarfkjmenn
bjóða sig fram i kosningunum
auk þessara tveggja. Sumir
gera það i fullri alvöru, aðrir i
grini eða geðveiki.
Samkvæmt stjórnarskrá
Bandarikjanna er hverjum
Bandarikjamanni, sem náð hef-
ur 35 ára aldri heimilt að bjóða
sig fram.
Reynsla undanfarinna ára
hefur sýnt og sannað, að það er
alltaf nóg af fólki, sem hefur á-
huga á forseta starfinu. Sumir
bjóða fram i nafni alvarlegra
stjórnmálaflokka.
0
Sunnudagur 29. október 1972