Vísir - 15.08.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 15.08.1980, Blaðsíða 5
5 sjonvarp Sunnudagur 17. ágúst 1980 18.00 Sunnudagshugvekja. Séra Siguröur Siguröarson, prestur á Selfossi, flytur hugvekjuna. 18.10 Fyrirmyndarframkoma. Finnskur teiknimynda- flokkur. Þriöji þáttur. Nærgætni. Þyöandi Kristin Mantyla. Sögumaöur Tinna Gunnlaugsdóttir. (Nordvision — Finnska sjönvarpiö). 18.15 óvæntur gestur. Tékk- neskur my ndaflok kur. Þriöji þáttur. Þýöandi Jón Gunnársson. 18.45 Vetur á krossgötunum. Bresk mynd um lifsbaráttu dýranna ifjöllum Irans. Þar er funheitt á sumrin en vetur eru nistingskaldir. Þýöandi og þulur ÓÞskar Ingimarsson. 19.10 Hlé. 20.00 Fréttir og veöur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 1 dagsins önn. Þessi mynd lýsir þúfnasléttun fyrr á timum. 20.50 Dýrin mln stór og smá. Þýöandi Oskar Ingimarsson. 21.40 James Cagney. Kvikmyndaleikarinn fjöl- hæfi, James Cagney, lék i meira en sextiu myndum og var löngum I hópi vinsæl- ustu og virtustu Hollywood- leikara. Þessi þáttur var geröur, þegar bandariska kvikmyndastofnunin hélt honum heiöurssamkvæmi. Veislustjóri er Frank Sinatra, og meöal þeirra sem láta aö sér kveöa eru John Wayne, Doris Day, Charlton Heston, Jack Lemmon, George C. Scott, Shirley McLaine og Ronald Reagan. Ennfremur er brugöiöupp svipmyndum Ur mörgum kvikmyndum, sem Cagney lék i. Þýöandi Dóra Hafsteinsdóttir. 22.55 Dagskrárlok. Mánudagur 18. ágústl980 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Tommi og Jenni 20.40 Iþróttir. Umsjónarmaö- ur Jón B. Stefánsson. 21.15 Blessuö skepnan. Ný, frönsk sjónvarpsmynd. Aöalhlutverk Hubert Gignoux. 1 22.05 Interferon. Bresk heim- ildamynd. Tekst visinda- mönnum senn aö sigrast á krabbameini? Miklar vonir eru bundnar viö lyfiö Interferon, «n þaö er rán- dýrt i framleiöslu, og enn er allsendis óvist, hvort þaö reynist nógu öflugt gegn þessum hræöilega sjíik- dómi. Þýöandi Jón O. Edwald. 22.55 Dagskrárlok. t siöasta ,,Pókk"þætti spilaöi Karl á greiöu. Þessi mynd var tek- in á æfingu rétt fyrir upptöku og Sigrún hefur auösjáanlega haft gaman af tilburöum hans viö spilamennskuna. t baksýn má sjá Gulia tæknimann,_______________ Vlsismynd: ÞC Utvarp mánuflag kl. 20. líi Sklpiinemar glens og grín Þátturinn „Púkk er á dag- skrá útvarpsins á mánudags- kvöld eins og aö venju. Visir ræddi viö Sigrúnu Valbergs- dóttur um efni þáttarins og kom þá fram aö mikiö af efni hans aö þessu sinni er um skiptinema. Viö ætlum aö tala viö stelpu, sem er aö fara til Italiu á veg- um skiptinemasamtakana AFS og einnig tölum viö viö strák sem er nýkominn frá Frakklandi. Þá kemur til okk- ar kona sem var skiptinemi I Kaliforniu I Bandarikjunum fyrir 15 árum siðan. Hún ætlar að segja frá þvi hvaöa áhrif dvölin þar hafði á hana og lif hennar.” Sigrún sagöi, að I þættinum yröi lesin stutt saga af skáldi og hvatti hún öll ung og upp- rennandi skáld til þess aö hlusta á þá sögu. Þau Sigrún og Karl ætla aö tala við meö- limi tríós sem heitir „Aldeilistrló” og veröa spiluö lög meö þeim. Plötuverölaun- in veröa ,,að öllum likindum” veitt fyrir tónlist. Einnig veröur mikiö af léttu gaman- máli I þættinum eins og alltaf. AB James Cagney lék lyfir sextiu myndum á leikaraferli slnum og f þættinum, sem geröur var er bandariska kvikmyndastofnunin hélt honum heiðurssamkvæmi, eru sýnd atriöi úr mörgum þeirra. Þessi mynd sýnir atriöi úr myndinni „Public Enemy” sem gerö var áriö 1931. Mótieikkona hans I þeirri mynd var Mae Clarke. Siðnvarp sunnudag kl. 21.40: Til helðurs James Cagney Margir kannast eflaust viö leikarann fjölhæfa James Cagney sem var einn af allra vinsælustu leikurunum á 4 og 5. áratugnum. Hann lék i meira en sextiu myndum og þótti alltaf sýna þaö sem hon- um einum var lagiö. Banda- riska kvikmyndastofnunin hélt honum eitt sinn heiöurs- samkvæmi og var þá þáttur sá er sjónvarpiö sýnir á sunnu- dagskvöld geröur. Veislustjóri er hinn vinsæli Frank Sinatra og I þessum þætti koma einnig fram þekktar stjörnur eins og John Wayne, Doris Day, Charlton Heston, Jack Lemm- on, George C. Scott, Shirley McLane og siöast en ekki sist Ronald Reagan, serr' keppir nú viö Carter um forsetastólinn I Bandarlkjunum. Einnig verö- ur i þættinum brugöiö upp svipmyndum úr mörgum kvikmyndum sem Cagney lék Þýöandi þáttarins er Dóra Hafsteinsdóttir. AB \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.