Vísir - 03.10.1980, Qupperneq 3

Vísir - 03.10.1980, Qupperneq 3
iSJLtt Föstudagur 3. október 1980. rs '3 si stofna málfundasam- mennAlberts- ~. ma _ _ _ ýiSniiíor- tok eða nyjan nokk? landsins: Margir velta þvi fyrir sér þessa dagana hvort stuðnings- menn Alberts Guðmundssonar séu á haganlegan hátt að undir- búa stofnun nýs stjórnmála- flokks. Eins og lesendum Visis er kunnugt var nýlega haldinn fundur i þeim hópi, þar sem samþykkt var að stofna mál- fundasamtök, þar sem þjóð- málin verða rædd á opinn og hlevDidómalausan hátt. Ætlumn er að stofna mál- fundafélög i hverju kjördæmi og stærri kaupstöðum, sem siðan mynda með sér landssam- tök. Kosinn var starfshópur, sem telur 10 manna lið úr öllum kjördæmum, og skal hafa á hendi þaö hlutverk að undirbúa og koma á fót umræddum mál- fundafélögum. 1 nefnd þessari sitja eftirtaldir menn: Ásgeir Hannes Eiriksson, Þorvaldur Mawby og Óskar Einarsson úr Reykjavik, Grétar Norðfjörð, Reykjanesi, Þor- björg Þórðardóttir, Vestur- landi, Guðmundur H. Ingólfs- son, Vestfjörðum, örn Björns- son, Noröurlandi vestra, Jón Arnþórsson, Norðurlandi eystra, Rúnar Pálsson, Aust- fjörðum og Þorsteinn Matthias- son Suðurlandi. Ýmsum þykir skipulagningin bera svip þess að verið sé aö byggja upp virkt stjórnmálaafl, sem á fljótan og öruggan hátt mætti ummynda i stjórnmála- flokk, ef aöstæður breytast á þann veg að slikt þætti henta. Visir spurði nokkur þeirra, sem starfshópinn mynda, hvort eitt- hvaö v æri h æft i þeim hugm ynd- um. Svör þeirra fara hér á eftir. Þorbjörg Þórðardóttir: „Ég held að það sé ekki tima- bært að ræða um það núna. Til- gangurinn er fyrst og fremst að hittast og halda hópinn. Það er búið að leggja drög að þessum málfundasamtökum. Við eigum svo eftir aö hittast seinna og þá hlýtur ýmislegt að koma i ljós’.. Ásgeir Hannes Eiriks- son: „Tilgangurinn er aö efla hvern félagsmann til aö verja eigin hag, i ræðu og riti, innan núverandi stjórnmálaflokka og breyta stjórnmálaumræðunni, losa hana úr fjötrum bölsvni, ósannsögli og stéttaþvargs* Rúnar Pálsson: „Þaö má hver gæla við sinar hugmyndir eftir geðþótta.það bætir heilsuna. En ég tek þátt i þessum samtökum i þeirri trú aö verið sé aö koma á einskonar málfundafélögum til að opna al- menna þjóðfélagsumræðu, þannig að hún fari fram á já- kvæðan hátt”. Guðmundur H. Ingólfs son: „Það er fráleitt aö ætla þaö i dag. Þetta eru nokkurs konar þjóðmálasamtök, sem eru reiðubúin til umræöna. Ég er ekki reiöubúinn til að skilgreina hlutverk samtakanna, vegna þess að ég hef ekki tekið nægi- legan þátt i undirbúningsstarf- inu til þess.” Jón Arnþórsson: „Þetta fæddist hjá mér meö undirbúningi að forsetakosning- unum og þetta er ekki sett upp sem neinn flokksundirbúningur, að minnsta kosti á þessu stigi málsins, og er þaö ekki frá minni hendi. En þaö er rétt, þetta er nokkuö góð uppbygging og býður ýmsum möguleikum heim.’ Jón, sem tií þessa hefur tekið þátt i störfum Framsóknar- flokksins, var spurður hver staöa hans yröi, ef til þess kæmi að úr málfundasamtökunum yröi stjórnmálaflokkur. „Það er ekkert á döfinni hjá mér,” sagði Jón,” i þá veru að skipta um flokk og ég held bara aö maður fari yfir þá brú þegar maður kemur að henni og meti þaö þegar hlutirnir verða ljós- ari, hvaöa stefnu menn taka.” SV. Hluti jassbandsins, sem leikur á Hótel Loftleiöum i tengslum við Finn- landskynninguna. (Mynd GVA). Flnnlandskynning á Hótel Loftlelðum Þessa dagana stendur yfir á Hótel Loftleiðum Finnlandskynn- ing. Hún er haldin á vegum Loft- leiða, Finnair, Finnwear, Ferða- málaráðsskrifstofu Finna i Osló, og Hótels Rantasippi, sem er hótelhringur i Finnlandi. I tengsl- um við kynninguna er staddur hér á landi sölustjóri Finnair i Kaup- mannahöfn, Bo Lang. Kynningin hófst á miðvikudag og henni lýkur á laugardag. Kynningardagana veröa sérstök Finnlandskvöld að Hótel Loft- leiðum, en tilgangur þessa er að auka þekkingu Islendinga á Finn- landi. A dagskránni eru tiskusýn- ingar, þar sem sýnd verða föt frá Finnwear, þá verður á boðstól- num finnskur matur, en kokkar frá Hótel Rantasippi eru hér- lendis af þvi tilefni og siðast en ekki sist er hér 9 manna finnsk jasshljómsveit, sem leikur gest- um til ánægju og yndisauka. Þetta er hljómsveit, sem er mjög vinsæl i heimalandinu og lék i fyrra á jasshátið i New Orleans við góðan orðstir. Aðeins einn spilaranna er atvinnumaður i faginu. —KP. allt til sláturgerðar nýtt og ófryst slátur afgreitt beint úr kæ/i Opið: Föstudaga kl. 14-20 Laugardaga kl. 9-12 Þriðjudaga til fimmtudaga kl. 14-18 Ath: Engin slátursala á mánudögum Þægileg afgreiðsla Næg bílastæði Sparimarkaðurinn Austurveri v/Háaleitisbraut ^ Neðra bílastæði (sunnan hússins)

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.