Vísir - 03.10.1980, Qupperneq 14

Vísir - 03.10.1980, Qupperneq 14
/ VtSIR Föstudagur 3. október 1980. ' 7 * I I BUBBI OG EGILL BESTIR 4913-1038 skrifar: Fyrir nokkru skrifaði einhver Bolli i DB hina mestu lofrullu um söngvarann Pálma Gunnarsson. Hélt hann m.a. þvi fram að Pálmi væri besti söngvarinn þó viðar væri leitað. Ég sendi strax athugasemd i DB við þessa fáránlegu full- yrðingu. NU eru liðnar hátt i 4 vik- ur frá þvi ég sendi athugasemd- ina. En ekkert bólar á henni i DB. Ekki ætla ég að leiða getum að þvi hvers vegna DB birtir bara ósanngjarna auglýsingarullu um Pálma en ekki sanngjarna at- hugasemd við hana. Mér er nefni- lega alveg sama þó að viss kliku- skapur hafi myndast milli DB og umboösaðila Pálma G. (einn af yfirmönnum DB er t.d. blaðafull- trúi Hljómplötuútgáfunnar hf. og þar með Pálma). Hins vegar vil ég benda á að fullyrðing um aö Pálmi sé besti söngvarinn (þó viðar væri leitað) er gróf móðgun við bestu poppsöngvara landsins, þá Bubba Morthens og Egil ólafs- son. Hafi Bolli aftur á móti átt við að Pálmi sé besti söngvarinn sem Hljómplötuútgáfan hf. hefur upp á aö bjóða þá get ég vel fallist á það. Plötur Mannakorns og Heimavarnaliðsins bera þess glögg merki aö Pálmi getur sung- ið af innlifun og sannfæringu hafi hann þannig efni að moða úr. Það er meira en hægt er að segja um aðra söngvara Hljómplötuútgáf- unnar hf. Bréfritara finnst Egill ólafsson ásamt Bubba Morthens bestu söngvar- ar landsins. „Guörún Helga í Gunnar hringdi/ Gervasoni aö heimta griö”. Stundarfrlður Reginn skrifar: Guðrún Helga i Gunnar hringdi Gervasoni að heimta grið - Fljóð vor hyggja að frönsku yndi frat þvi gefa i stjórnarfrið Landsfaðirinn ljúfur sagði: ég lit á málið Guðrún min. Við gerum í að gleðja konur, geymum til þess ráðin fin. Ef þú bregst mér, á ég bendi, itrekaði þingkonan, krúna þin með kvenmannshendi kippist yfir á fransarann Grið og skjól hjá góðum konum glæðir stjórnarsamstarfið. Friðjón minn við færum honum fransk-islenskan stundarfrið Gleðifregn þá Gunnar sagði Guðrúnu i talsimann. Allt er klárt, á augabragði ég afhendi þér fransarann. Landsstjórnin á lukku frakkans lifa mun þvi enn um skeið. Svona geta settar konur sómann bætt i lands vors neyð. Nina Björk Arnadóttir, höfundur Ljóðs dagsins. LJOfi DAGSINS Þegar kokteilar islenzk peysuföt ferðalög smásögur sverir morgunverðir Alþingi íslendinga (kjaftasamkunda) rikisfjölmiðlarnir manneskjur á borð við Svövu Jakobsdóttur kommadindlar eins og t.d. hann Matthias þýskarar Búlgaria Chiie og manneskjur, að hugsa sér manneskjur • / ja. þegar allt þetta djöfuls húmbúg sem rithöfundasambandið liður og lætur sig varða þetta húmbúg sem liður rithöfundasambandið og lætur sig það varða þegar allur þessi ófögnuður grúfist yfir Svarthöfða þá er munur að vera svarthöfði já, þá er munur að vera ekki manneskja en vera svarthöfði. sandkorn Elias Snæland Jónsson ritstjórnarfulltrúi skrifar fllöræösla á Austfjörðum? Beiðni Lúðviks Jósepssonar um útreikning á bygginga- kostnaði fyrir nýja alverk- smiðju af svipaðri stærð og álverið i Straumsvik, hefur vakið mikla athygli, en Visir skýrði frá henni i gær. Starfs- menn tSAL reiknuöu þetta dæmi fyrir Lúðvik, og liggur skýrsla þeirra nú fyrir. Margir velta þvi fyrir sér, hvað valdi skyndilegum áhuga Lúðviks á álbræöslu. Telja kunnugir vist, aö Lúðvik sé að velta fyrir sér stóriðju i tengslum viö stórvirkjun á Austurlandi, og hafi þar m.a. i huga möguleikann á byggingu álbræðslu þar, enda telji þeir Lúðvik og Hjörleifur Gutt- ormsson iðnaðarráðherra mikinn mun á álbræöslu á Austfjörðum eða i Straums- vik! • Stíf funda - hdld um her- inn og NflTO Það hefur vakið umræður, að Alþýðubandalagsmenn hafa að undanförnu efnt til margra funda um utanrikis- og þjóðfrelsismál undir yfir- skriftinni „Undirbúningur fyrir landsfund". Fimmti sliki fundurinn var haldinn á vegum flokksfélagsins i Reykjavik i gærkvöldi. Þetta þykir nokkuð skritiö þegar til þess er litiö, að Al- þýðubandalagið hefur nú um nokkurt skeið átt aðild að rikisstjórnum sem hafa haft áframhaldandi aðild að NATO og óbreytta starfsemi banda- riska herliðsins á Keflavikur- flugvelli á stefnuskrá sinni. Það er til að mynda stefna nú- verandi rikisstjórnar, sem Al- þýðubandalagið á sæti i. A meðan svo er hlýtur þaö að teljast skollaleikur einn að láta landsfund samþykkja miklar yfirlýsingar um brott- för hersins og úrsögn úr NATO. Nema ætlunin sé aö lýsa yfir stuðningi viö stjórnarstefnuna i þessum málum? Allt getur svo sem gerst i fslenskri pólitik! Kvennasetur Menntaskólinn á tsafiröi er nú orðinn eins konar kvenna- setur, þar sem stúlkur sækja þar mun meira um skólanám en piltar. Nú i vetur eru 120 nemendur i skólanum, Þar af eru 76 stúlkur en aðeins 44 piltar. Þessu var öðru visi fariö þegar menntaskólinn á tsa- firði hóf göngu sina, þvi þá voru aðeins örfáar stúlkur i skólanum.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.