Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 3
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2002 C 3 Sláðu í gegn á Skaga Garðavöllur - Akranesi laugardaginn 22. júní Opna SV mótið, karlamót - einn flokkur. Punktakeppni með og án forgj. Hámarks vallarforgjöf. 27. Opna Lancome kvennamótið, tveir flokkar. Punktamót með forgjöf. Flokkar 0-28 og 29-36 í vallarforgjöf. Keppnisgjald kr. 2.700. Skráning og nánari upplýsingar í síma 431 2711 og www.golf.is/gl. Golfklúbburinn Leynir, Akranesi.  SERES Cosmi, þjálfari ítalska liðsins Perugia, vonar að forseti liðs- ins Luciano Caucci snúist hugur, þannig að Suður-Kóreumaðurinn Ahn Jung-hwan, sem skoraði sigur- markið gegn Ítalíu, 2:1, verði ekki látinn fara frá liðinu. „Ahn er leik- maður sem ég vil hafa í mínu liði.“  OLIVER Kahn markvörður Þjóð- verja leikur í dag sinn 50. landsleik gegn Bandaríkjamönnum á HM. Kahn kemst þar með í hóp 42 leik- manna sem leikið hafa fleiri en 50 leiki fyrir Þýskaland.  MICHAEL Ballack miðjumaður- inn snjalli hjá Þjóðverjum er orðinn heill heilsu eftir meiðsli og hann verður með sínum mönnum í leikn- um við Bandaríkjamenn í dag. Sömu sögu er að segja um Christoph Met- zelder. Hann er orðinn góður af meiðslunum sem hann hlaut í leikn- um við Paragvæ um síðustu helgi.  SEPP Blatter forseti FIFA hefur fordæmt sumar ákvarðanir dómar- anna á HM en hann biður Ítali um að sýna virðingu þrátt fyrir að þeir séu súrir eftir fallið á HM. „Mér þykja dómararnir hafa staðið sig að mörgu leyti vel en aðstoðardómararnir hafa margir hverjir gert skelfileg mistök og þá einkum og sér í lagi varðandi rangstöðudóma. Þeir hafa ekki áttað sig á því að það er betra að dæma rangstöðumark gott og gilt í stað þess að dæma af löglegt mark,“ segir Blatter.  BLATTER segist vel skilja gremju Ítalanna og segir þá hafa orðið illa fyrir barðinu á dómurun- um. Blatter segir að Totti hefði aldr- ei átt að vera vikið af leikvelli og markið sem Tomassi skoraði í fram- lengingunni hafi verið fullkomnlega löglegt. „Það eina neikvæða við keppnina er frammistaða dómar- anna,“ segir Blatter.  ENSKA úrvalsdeildarliðið New- castle hefur gengið frá kaupum á portúgalska landsliðsmanninum Hugo Viana frá portúgalska liðinu Sporting Lissabon. Viana er aðeins 19 ára gamall en er talinn einn af efnilegustu knattspyrnumönnum í Evrópu og hefur verið líkt við landa sinn Luis Figo. Talið er að New- castle hafi þurft að reiða fram sem samsvarar um 1,1 milljarði króna fyrir piltinn.  ÍTALSKA landsliðið í knattspyrnu fékk varmar viðtökur þegar það sneri til síns heima í gær. Hundruð aðdáenda liðsins tóku á móti liðinu á flugvöllunum í Mílanó og Róm og fögnuðu þrátt fyrir að Ítalir hefðu tapað fyrir Suður-Kóreu í 16-liða úr- slitum. Aðdáendurnir héldu á borð- um með hughreystandi orðum fyrir landsliðsmennina, „Þið eruð hinir sönnu meistarar og hættuð aldrei að berjast.“  ÍTÖLSKU leikmennirnir fengu því mun betri móttökur en landar þeirra fyrir 36 árum sem voru grýttir með tómötum við heimkomuna fyrir frammistöðu sína á heimsmeistara- mótinu í Englandi, en þar tapaði liðið fyrir Norður-Kóreu í riðlakeppninni og komst ekki áfram. FÓLK Tölfræðin með Þjóðverjum ÞÝSKALAND og Bandaríkin hafa sex sinnum mæst á knatt- spyrnuvellinum. Þjóðverjar hafa unnið fjóra þeirra og tví- vegis hafa Bandaríkjamenn borið sigur úr býtum. Marka- talan er Þýskalandi í hag, 13:10. Þjóðverjar unnu fyrstu þrjá leikina sem þjóðirnar áttust við í, þann fyrsta 4:3, annan 3:0, en báðir leikirnir fóru fram árið 1993, og þann þriðja á úr- slitakeppni HM fyrir fjórum ár- um, 2:0, með mörkum Jürgens Klinsmanns og Andreas Möll- ers. Árið 1999 mættust þjóð- irnar tvívegis og unnu Banda- ríkjamenn báða leikina, 3:0 og 2:0. Í marsmánuði 2002 léku svo þjóðirnar vináttulandsleik í Þýskalandi þar sem Þjóðverjar fóru með sigur af hólmi, 4:2. Á HM í Frakklandi fyrir fjórumárum höfnuðu Bandaríkjamenn í neðsta sæti þeirra 32 liða sem tóku þátt í keppninni en nú fjórum árum síðar eru þeir komnir í 8-liða úrslit keppninnar – ótrúleg umskipti hjá þessarri fjölmennu þjóð þar sem knattspyrnan hefur átt mjög undir högg að sækja frá íþróttagreinum eins og körfuknattleik, ruðningi og hafnabolta. Rudi Völler, landsliðsþjálfari Þjóðverja, viðurkennir að þýska liðið sé kannski ekki í sama gæðaflokki og Brasilíumenn og Englendingar en þar með er ekki sagt að ævintýri þýska liðsins geti ekki haldið áfram í keppninni. „Við erum eitthvað á eftir Bras- ilíumönnum og Englendingum en við höfum liðsandann, viljann og óbil- andi sjálfstraust sem getur dugað okkur til að leggja hvaða þjóð sem er að velli. Ég er bjartsýnn á að okkur takist að komast í undanúrslitin. Ef við spilum okkar leik og náum að setja bandaríska liðið undir pressu strax í byrjun leiks þá vinnum við leikinn. Það er ekkert vanmat í okk- ar huga. Bandaríkjamenn hafa sýnt hvers megnugir þeir eru og þeir mæta til leiks gegn okkur undir þeim formerkjum að þeir hafi engu að tapa. Enginn reiknaði með þeim svona langt í keppninni og það gerir þá hættulega í mínum huga,“ segir Rudi Völler. Líkt þýska liðinu frá 1986 Karl-Heinz Rummenigge, fyrr- verandi stjarna í þýska landsliðinu, segir að lið Þjóðverja í dag minni sig mikið á liðið sem lék á HM 1986 en í þeirri keppni komust Þjóðverjar í úrslitaleikinn en töpuðu þar fyrir Argentínumönnum, 3:2. „Það er margt í okkar liði í dag sem minnir mig á liðið 1986. Löng- unin er til staðar og leikmenn virka í líkamlega góðu formi. Í keppninni 1986 gátum við ekki borið okkur saman við Brasilíu, Argentínu og Frakkland hvað leikni og hæfni varðar en engu að síður tókst okkur að leggja gestgjafana í Mexíkó og Frakkland í leið okkar í úrslitaleik- inn. Ég held að liðið í dag geti gert það sama,“ segir Rummenigge. Árið 1986 voru ekki bundnar mikl- ar vonir við þýska liðið og það sama er uppi á teningnum í ár. Rudi Völler þurfti að glíma við ýmis vandamál fyrir HM. Meiðsli sterkra leikmanna voru ekki til að auka vonir Þjóðverja um velgengni á HM en eftir 8:0 sigur á Sádi-Arabíu í fyrsta leik fengu þýsku leikmennirnir sjálfstraustið og trúna á að þeir gætu náð langt. Rummenigge segir að Þjóðverjar eigi besta markvörð heims, sem er Oliver Kahn, og Miroslav Klose hafi sýnt og sannað að hann sé framherji í fremstu röð. Kahn hefur aðeins þurft að hirða knöttinn einu sinni úr neti sínu og Klose er sem stendur markahæstur ásamt Brasilíumann- inum Ronaldo með 5 mörk. Skipulagðir og agaðir Þó svo Bandaríkjamenn hafi ekki heillað marga með leikjum sínum á HM hafa þeir komið geysilega á óvart. Vel skipulagt lið, agaður leik- ur og sterk liðsheild eru vopnin sem bandaríska liðið, undir stjórn Bruce Arena, hefur haft á hendi og sigrar gegn Portúgölum og Mexíkóum hafa gefið skýr skilaboð um að Banda- ríkjamenn eru sýnd veiði en ekki gefin. Varnarleikurinn hefur verið þeirra aðalsmerki, ef undan er skil- inn leikurinn við Pólverja, og sókn- armenn bandaríska liðsins hafa vak- ið athygli fyrir vaska framgöngu. „Það er öll pressan á Þjóðverjum, flestir reikna með með sigri þeirra. Þeir eru hávaxnir og líkamlega sterkir og eru góðir að nýta sér föstu leikatriðin. Við verðum að vera til- búnir í mikil átök og það er lykilat- riði fyrir okkur að taka vel á þeim og sækja hratt á vörn þeirra þegar tími gefst. Sjálfstraustið hefur eflst í okk- ar liði með hverri raun og við mætum óhræddir til leiks,“ segir Arena. Þrefaldir heimsmeistarar Þjóðverja glíma við Bandaríkjamenn í Ulsan Sýnd veiði en ekki gefin FYRIR ekki mjög mörgum árum hefði verið litið á leik Þýskalands og Bandaríkjanna á heimsmeistaramóti í knattspyrnu sem viðureign Davíðs og Golíats en í dag þegar þjóðirnar kljást í 8-liða úrslitunum í Ulsan í S-Kóreu líta málin öðruvísi út. Þjóðverjar, sem þrívegis hafa hampað heimsmeistaratitlinum, eru að sjálfsögðu miklu sig- urstranglegri aðilinn, en eins og keppnin hefur spilast hingað til er ekki hægt að afskrifa Bandaríkjamenn sem af öllum öðrum þjóðum ólöstuðum hafa komið mest á óvart í keppninni. ÍSLANDSMEISTARAR ÍA eiga ýmsa athyglisverða kosti þegar dreg- ið verður til 1. umferðar í forkeppni meistaradeildar Evrópu í knatt- spyrnu í dag. Þeir gætu fengið þægi- legt ferðalag og farið til Færeyja eða Norður-Írlands, en þeir gætu líka orðið afar óheppnir og lent í Armeníu eða í nýjasta aðildarríki Knattspyrnu- sambands Evrópu, Kasakstan. Þeim liðum sem leika í 1. umferð er skipt í tvo hópa eftir styrkleika en Skagamenn eru í sterkari hópnum og eiga því góða möguleika gegn flestum þeim liðum sem þeir geta dregist gegn. Þau eru eftirtalin: Hibernians frá Möltu, Barry Town frá Wales, Flora Tallinn frá Eistlandi, Pyunik frá Armeníu, Zeljeznicar frá Bosníu, Portadown frá Norður-Ír- landi, B36 frá Færeyjum, Dinamo Tirana frá Albaníu, Dudelange frá Lúxemborg og Zhenis Astana frá Kasakhstan. Ef Skagamenn slá út andstæðinga sína, dragast þeir gegn einhverju eft- irtalinna liða, sem sitja hjá í 1. um- ferð: Dinamo Kiev frá Úkraínu, Sparta Prag frá Tékklandi, Club Brugge frá Belgíu, Boavista frá Portúgal, Grazer AK frá Austurríki, Bröndby frá Dan- mörku, Maccabi Haifa frá Ísrael, Legia Varsjá frá Póllandi, Lilleström frá Noregi, Basel frá Sviss, Partizan frá Júgóslavíu, NK Zagreb frá Króat- íu, Levski Sofia frá Búlgaríu og Mari- bor frá Slóveníu. ÞRÁTT fyrir að Evrópa eigi fjóra fulltrúa í 8-liða úrslitunum á heims- meistarakeppninni í knattspyrnu, England, Þýskaland, Tyrkland og Spán, hafa ekki verið færri þjóðir frá Evrópu í 8-liða úrslitunum síðan á HM í Mexíkó árið 1970. Í þeirri keppni komust England, Þýskaland, Ítalía og Sovétríkin sálugu í 8-liða úrslitin en Brasilíumenn stóðu sem kunnugt uppi sem heimsmeistarar – lögðu Ítali í úrslitaleik, 4:1. Í fyrsta sinn í sögu HM gæti það gerst að Evrópa ætti ekki fulltrúa í undan- úrslitum keppninnar. Líkurnar á að svo verði eru kannski ekki miklar en miðað við mörg óvænt úrslit á HM til þessa er ekki hægt að afskrifa þann möguleika. Í 8-liða úrslitunum eigast við: England – Brasilía, Þýskaland – Bandaríkin, Spánn – S-Kórea og Tyrkland – Senegal. m ð r g Morgunblaðið/Jim Smart emur aftan að Þorsteini Jónssyni, KR, í baráttu þeirra um knöttinn. Undanúrslit á HM án Evrópuþjóða? ÍA til Færeyja eða Kasakstan?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.