Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 4
 MARÍA Ágústsdóttir, markvörður kvennaliðs Stjörnunnar í knatt- spyrnu og varamarkvörður lands- liðsins, leikur ekki meira með Garða- bæjarliðinu í sumar. Hún er á förum til náms í Bandaríkjunum.  PÉTUR Kristjánsson, sóknarmað- ur úr Þór á Akureyri, hefur verið lánaður til 1. deildarliðs Leifturs/ Dalvíkur. Pétur hefur leikið tvo leiki með Þórsurum í úrvalsdeildinni í sumar.  HREIÐAR Bjarnason var í fyrsta skipti í leikmannahópi Fylkis í ár þegar Árbæingar unnu Grindavík, 2:0, í úrvalsdeildinni í knattspyrnu í fyrrakvöld. Hreiðar sleit hásin í vet- ur en er kominn á fulla ferð á ný. Hann kom þó ekki við sögu í leikn- um.  KÁRI Steinn Reynisson, Pálmi Haraldsson og Hálfdán Gíslason léku allir sinn fyrsta leik með ÍA á tímabilinu, auk Bjarka Gunnlaugs- sonar, þegar liðið vann Keflavík, 5:2, í fyrrakvöld. Þeir hafa allir verið frá vegna meiðsla. Þar með hefur Ólafur Þórðarson, þjálfari ÍA, teflt fram 22 leikmönnum í fyrstu sex umferðum Íslandsmótsins, mun fleirum en aðr- ir þjálfarar í deildinni.  ÖLL önnur lið í deildinni hafa not- að 16-18 leikmenn í fyrstu sex leikj- unum. Grindavík, Fylkir og KR hafa notað fæsta, 16 leikmenn hvert.  HILMAR Þórlindsson, landsliðs- maður í handknattleik, sem lék með Modena á Ítalíu sl. keppnistímabil, er genginn til liðs við 1. deildarliðið Cangas á Spáni. Grótta/KR lánaði hann í eitt keppnistímabil. Cangas hafnaði í 13. sæti af 16 liðum á síð- ustu leiktíð og er Hilmar þriðji er- lendi leikmaðurinn í herbúðum liðs- ins en fyrir eru Rússi og Ungverji.  BIRGIR Leifur Hafþórsson, GL, tekur þátt í atvinnumannamóti sem fram fer á De Vere Slaley Hall vell- inum á Englandi, en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Birgir Leifur lék á þremur höggum yfir pari í gær og er sem stendur í 111. sæti og þarf að leika mun betur í dag til þess að sleppa í gegnum niðurskurðinn.  LANDON Donovan ein helsta stjarnan í spútnikliði Bandaríkjanna mun í sumar ganga að nýju í raðir þýska liðsins Bayer Leverkusen. Donovan gerði samning við þýska liðið árið 1999 en hann ákvað að snúa til baka og leika með liði San Jose Earthquakes í MLS-deildinni þar sem hann fékk fá tækifæri með Lev- erkusen. Þjóðverjarnir lánuðu Don- ovan til San Jose Earthquakes en nú hafa þeir náð samkomulagi við leik- manninn um að hann komi til Þýska- lands í sumar.  DONOVAN er 20 ára gamall og hefur skorað tvö mörk fyrir Banda- ríkjamenn á HM. Hann tryggði sín- um mönnum sigurinn á Mexíkó í 16- liða úrslitunum þegar hann skoraði annað markið og átti þar með stóran þátt í að koma Bandaríkjamönnum í 8-liða úrslit keppninnar í fyrsta sinn í 72 ár.  PETER Velappan, formaður as- íska knattspyrnusambandsins, vandar ítalska félaginu Perugia ekki kveðjurnar en félagið sagði sem kunnugt er upp samningi s-kóreska leikmannsins Jung-Hwan Ahn. Hann segir vinnubrögð Ítalanna vera barnaleg. „Heimsbyggðin hlær að viðbrögðum Perugia, Ítölum al- mennt og samsæriskenningum þeirra vegna tapsins gegn Suður- Kóreu.“  RIVALDO hefur útilokað að hann sé á leið til Newcastle á Englandi eða ítalska liðsins Lazio. Brasilíu- maðurinn, sem á eitt ár eftir af samningi sínum við Barcelona, seg- ist ætla vera um kyrrt í herbúðum Börsunga, endi kunni hann mjög vel við sig hjá Barcelona. FÓLK Síðari leikur liðanna verður íKaplakrika annan laugardag en liðið sem kemst áfram mætir Vill- arreal frá Spáni í 2. umferð keppn- innar. FH-ingar hafa ekki tekið þátt í Evrópukeppni í sjö ár, eða frá 1995 þegar þeir léku við Glenavon frá Norður-Írlandi í UEFA-bikarnum. Þá töpuðu þeir 1:0 í Kaplakrika en gerðu 0:0 jafntefli á Norður-Írlandi. Mótherjarnir, Cementarnica, hafa aldrei unnið til titla í Makedóníu en náðu sínum besta árangri á nýliðnu tímabili. Þá varð liðið í þriðja sæti deildakeppninnar og komst í bikar- úrslitin en beið þar lægri hlut fyrir Pobeda. Áður hafði félagið aldrei komist ofar en í fimmta sæti í deilda- keppninni. Cementarnica hefur aldrei leikið í hefðbundinni Evrópukeppni en tók þátt í Intertoto-keppninni árið 1999. Þá vann liðið Kolkheti frá Georgíu, 4:0 og 4:2, en beið síðan lægri hlut fyrir Rostselmash frá Rússlandi, gerði 1:1 jafntefli heima en tapaði 2:1 í Rússlandi. Lið Cementarnica er ungt og at- hyglisverðustu leikmenn þess eru Dragan Grozdanovski, 19 ára miðju- maður, sem var valinn efnilegasti leikmaður Makedóníu á síðasta tíma- bili, og Riste Naumov, 21 árs sókn- armaður. Þjálfarinn, Zoran Stratev, var valinn þjálfari ársins í Makedón- íu 2001–2002. ÖNNUR umferð Íslandsmeist- aramótsins fer fram á morgun á og við Höfn í Hornarfirði og verð- ur forvitnilegt að sjá hvernig keppnin verður á milli Baldurs Jónssonar og Jóns Ragnarssonar, sem aka á Subaru Legacy, og Gunnars Viggóssonar og Björns Ragnarssonar, sem aka á Ford Escort. Þeir Gunnar og Björn hafa gert nokkrar breytingar á bílnum frá síðustu keppni og hafa meðal annars farið yfir fjöðrun og sett ATS (antilac) sem heldur túrbínunni á stöðugum snúningi og gefur meira afl. Þeim gekk vel í fyrra á Höfn þrátt fyrir ýmis vandræði. „Það voru bæði já- kvæðir og neikvæðir punktar hjá okkur í fyrra. Við lentum í bleytu- vandamálum en fórum hins vegar mjög hratt á tímabili. Í þessu ralli er ein hraðasta sérleið landsins, Stokksnesið á Höfn. Rúnar sló þar Íslandsmet í fyrra þegar hann sló meðalhraðamet á sérleið og ók þessa sérleið á rúmlega með- alhraðanum 153 km, sem er eins og það gerist best erlendis. Við ætlum að komast nær Subaru í þessari keppni, við vitum að við eigum inni bæði í afli og eins líka höfum við verið að bæta okkur og þarna eru tvær til þjár sérleiðir sem okkur líður vel á. Við vorum í okkar annarri keppni í fyrra og núna erum við búnir að ná fimm keppnum í viðbót þannig að við erum reynslunni ríkari. Þarna eru margar skemmtilegar leiðir þannig að við hlökkum til að fara austur. Veðrið getur ekki verið verra en í fyrra þar sem það snjó- aði á okkur þannig að við erum bara mjög bjartsýnir,“ sagði Gunnar, sem er ákveðinn í að láta til sín taka og ætlar ekki að gefa Baldri neitt eftir. Þessar fréttir um Rúnar slógualla þátttakendur og áhuga- fólk um íslenskt mótorsport þegar þær bárust. Þrátt fyrir þessi tíðindi hefur Baldur ákveð- ið að halda áfram keppni og með aðstoð föður síns er stefnan sett á að verja Íslands- meistaratitilinn, sem Rúnar og Baldur eru handhafar að. „Þetta eru náttúrlega ekki þær aðstæður sem ég hefði viljað setjast undir stýri aftur. Rúnar hefur greinst með æxli í höfði, sem er sem betur fer talið 99% öruggt að sé góð- kynja. Hann þarf að fara í lækn- ismeðferð til Svíþjóðar seinna í sumar,“ sagði Baldur þegar Morg- unblaðið náði tali af honum. Markmiðið að halda áfram að vera á toppnum Baldur mun aftur taka við stýr- inu, en hann ók þessum sama bíl síðustu ár þar til nú í sumar að ákveðið var að einungis skyldi vera keppt á einum bíl í stað tveggja og tók Baldur því við sem aðstoðar- ökumaður. Við þessa breytingu í vor ákvað Jón Ragnarsson að stíga til hliðar en nú hefur hann ákveðið að setjast við hlið Baldurs það sem eftir er af þessu tímabili. „Allar þær áætlanir sem við vorum búnir að setja okkur fara náttúrlega úr skorðum en markmiðið hjá mér og karlinum er að sjálfsögðu að halda áfram að vera á toppnum. Ég þarf aðeins að átta mig á að keyra með karlinum en nóturnar eru þær sömu þannig að þetta ætti ekki að vera öðruvísi en fyrir Rúnar að taka mig inn nú í vor. Ég er vanur að keyra og allt það en ég held að fyrst og fremst verði þetta tilfinn- ingaleg barátta, að við séum að setjast saman og keyra þetta á þessum forsendum. Við þurfum bara að yfirstíga það að þetta er breytt staða og Rúnar sé í þeirri stöðu að hann geti ekki tekið þátt en ekki að hann sé búinn að fá nóg. Maður er sleginn utanundir þegar svona gerist og eina sem ég get gert í raun og veru er að halda heiðri þeirra og þessa liðs sem hef- ur verið með sigur og það er mitt markmið númer eitt, tvö og þrjú,“ sagði Baldur sem er að vonum sleginn við þessi tíðindi en er ákveðinn í að hann ætli að láta til sín taka þrátt fyrir það. „Þeir eru búnir að byggja upp mjög sterkan feril, góðar nótur og gott kerfi að öllu leyti og ég er búinn að kynn- ast því vel og ég held að það sé bara mitt að halda merkinu á lofti áfram. En ég get líka lofað því að ég bakka strax úr sætinu um leið og Rúnar hefur kost á því að taka það aftur, það er alveg á hreinu,“ sagði Baldur. Önnur umferð Íslandsmótsins í ralli fer fram á morgun við Höfn Morgunblaðið/Gunnlaugur Briem Rúnar Jónsson er hættur keppni vegna veikinda. ÞÆR þungu fréttir bárust í síðustu viku að Rúnar Jónsson, marg- faldur Íslandsmeistari í rallakstri, verður frá keppni í sumar vegna veikinda og er óljóst hvenær hann muni snúa aftur til að keppa hér heima og erlendis eins og allar áætlanir lágu fyrir um. Í hans stað mun bróðir hans, Baldur – sem hefur verið aðstoðarökumaður Rún- ars, taka við stýrinu og mun faðir þeirra, Jón Ragnarsson, setjast aftur í aðstoðarmannssætið. Gunnlaugur Einar Briem skrifar Baldur sest aftur undir stýri Erum reynslunni ríkari FH-ingar sakna þriggja fastamanna FH-INGAR fóru í gær til Makedóníu þar sem þeir leika á morgun fyrri leik sinn við Cementarnica frá Skopje í 1. umferð Intertoto- keppninnar í knattspyrnu. Þrír af fastamönnum Hafnarfjarðarliðs- ins sátu eftir vegna meiðsla. Freyr Bjarnason er frá vegna meiðsla í læri, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson er handarbrotinn og Jón Þorgrímur Stefánsson meiddist í hné í leiknum við KA í fyrrakvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.