Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 2
KNATTSPYRNA 2 C FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA Efsta deild kvenna, Símadeild: Grindavík: Grindavík – KR ......................20 1. deild karla: Valbjarnarv.: Þróttur R. – Valur .............20 ÍR-völlur: ÍR – Stjarnan...........................20 Ólafsfj.: Leiftur/Dalvík – Víkingur R. .....20 2. deild karla: Borgarnes: Skallagrímur – Léttir ...........20 Sauðárkrókur: Tindastóll – HK...............20 3. deild karla: Tungubakkav.: Deiglan – Grótta .............20 Þorlákshöfn: Ægir – Bruni.......................20 Ásvellir: ÍH – Úlfarnir ..............................20 Laugavöllur: Efling – Hvöt ......................20 Hofsós: Neisti H. – Vaskur ......................20 Fáskrúðsf.: Leiknir F. – Neisti D............20 Í KVÖLD Í DAG verður dregið til 1. um- ferðar í UEFA-bikarnum í knatt- spyrnu. Tvö íslensk lið eru með í keppninni, Fylkir og ÍBV, og Fylkismenn eiga 20 prósent möguleika á að dragast gegn Hermanni Hreiðarssyni og fé- lögum í Ipswich. ÍBV á hins- vegar 75 prósent möguleika á að fara til Skotlands eða Norð- urlanda en liðunum í keppninni hefur verið raðað upp í riðla og síðan er dregið innan þeirra. Fylkir getur mætt fimm liðum og þar yrði besti kosturinn fyrir utan Ipswich að fá Moeskroen frá Belgíu. Hinir þrír möguleik- arnir eru ekki spennandi fyrir Árbæingana en það eru Sartid frá Júgóslavíu, Koba Senec frá Slóvakíu og National Búkarest frá Rúmeníu. Sennilega ætti Fylkir helst möguleika á að komast áfram gegn slóvakíska liðinu. ÍBV getur mætt fjórum liðum og af þeim eru þrír kostir góðir. Það eru Aberdeen frá Skotlandi, AIK frá Svíþjóð og HJK frá Finnlandi en fjórða liðið er Vart- eks frá Króatíu. Ef litið er á möguleikana á að komast áfram yrði HJK líklega besti kosturinn. Moreno svarar Ítölum fullum hálsi KNATTSPYRNUDÓMARINN Byron Moreno frá Ekvador hefur svarað fullum hálsi þeirri gagnrýni sem hann fékk frá Ítölum í kjölfar leiks Ítalíu og Suður- Kóreu í 16-liða úrslitum HM, þar sem Ítalir féllu úr keppni. Moreno segir að Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hafi haft samband við sig og hrósað sér fyrir frammistöðuna í leiknum, þó svo að honum hafi reyndar verið tilkynnt að hann muni ekki dæma fleiri leiki í keppninni. Hann er þess þó fullviss að hann muni verða á meðal þeirra dómara sem dæma í Þýskalandi eftir fjögur ár. „Það er ekki rétt að kenna mér um það hvernig fór fyrir ítalska liðinu á HM. Það er leikmönnunum að kenna, því þeir skoruðu ekki nægilega mörg mörk til þess að komast áfram. Ég skil ekki þá Ítali sem eru mér svo reiðir sem raun ber vitni. Ég hafði ekkert út á þá að setja. Vandamálið er að allir töldu að Ítalir ættu að sigra Suður-Kóreu en þegar á hólminn var komið þá tókst þeim aldrei að halda andstæðingum sínum í skefj- um.“ Moreno vísaði Francesco Totti af leik- velli í framlengingunni. „Það var aug- ljóst að Totti lét sig falla í vítateignum og gögn frá FIFA hafa staðfest það. Totti lét sig falla áður en S-Kóreumaðurinn kom við hann. Í slíkri aðstöðu ber mér að áminna hann og þar sem þetta var hans önnur áminning í leiknum þá varð ég að reka hann af velli,“ sagði Moreno. Sigurvin Ólafsson var ekki í liðiKR að þessu sinni vegna meiðsla og er útlit fyrir að hann verði frá fram í lok júlí. Þorsteinn Jóns- son kom inní liðið í hans stað og lét strax að sér kveða á 3. mínútu er hann skaut rétt framhjá marki Fram. Þorbjörn Atli Sveins- son, framherji Fram, tók við keflinu frá Þorsteini og rak endahnútinn á þrjár vænlegar sóknir en hafði ekki erindi sem erfiði. Hinn 18 ára og bráðefnilegi leikmaður KR, Jón Skaftason, átti skot í slá en hann var mættur í vörnina á 44. mínútu er hann bjargaði á síðustu stundu skoti frá Andra Fannari Óttóssyni. Eins og áður segir skoraði Sig- urður Ragnar eina mark fyrri hálf- leiks á besta tíma fyrir KR-liðið sem gat haldið fengnum hlut „að ítölsk- um hætti “ í síðari hálfleik. Miðjuþóf var allsráðandi í síðari hálfleik eftir að að Einar Þór Daní- elsson tók nokkrar syrpur upp hægri vænginn í upphafi síðari hálf- leiks. Leikmenn beggja liða náðu aldrei að skapa færi með réttum tímasetningum í sendingum og hlaupum án bolta og er vel hægt að færa rök fyrir því að leikurinn hafi þróast í þá átt að vera hreinlega leið- inlegur á að horfa. Á síðasta stundarfjórðungi leiks- ins spýttu Framarar aðeins í lófana og reyndu hvað þeir gátu. Andri Fannar Óttósson fékk besta færi þeirra á 86. mínútu en skaut framhjá. Arnar Jón Sigurgeirsson, KR, fékk hinsvegar besta færi leiks- ins á 75. mínútu en hann nýtti tæki- færið illa. Bæði lið náðu sér aldrei uppúr meðalmennskunni og á stundum jaðraði við að mönnum þætti of vænt um knöttinn er þeir fengu að gæla við hann með fótunum stutta stund. Í fjölmörgum tilfellum vantaði að menn væru tilbúnir að gefa eina sendingu í viðbót út á vængina þar sem samherjar þeirra höfðu gert sig líklega til þess að hlaupa inní opin svæði. KR-liðið sýndi í þessum leik að lið- ið er ekki með yfirburði í Símadeild- inni þrátt fyrir að vera í efsta sæti þessa stundina. Stöðugleika, festu og áræðni skortir enn í leik liðsins – sem segir aðeins eitt, að liðið á enn mikið inni. Veigar Páll Gunnarsson hefur enn ekki skorað í sumar en hann fékk í raun ekki mörg tækifæri til þess gegn Fram. Veigar er hins- vegar ávallt ógnandi en hefur enn ekki fundið réttu augnablikin í sam- spili sínu við samherja sína hjá KR. Ungu leikmennirnir í KR, hafa staðið sig vel það sem af er og náði Jökull Elísabetarson sem leikur í stöðu vinstri bakvarðar að halda Ómari Hákonarsyni í skefjum og við það riðlaðist sóknarleikur Framara. Styrkleiki Framliðsins er hraður sóknarleikur og að þessu sinni náði liðið ekki að nýta hann sem skyldi. Markið sem skildi liðin að í lok leiks reyndist þeim dýrkeypt og er liðið nú aðeins einu stigi frá fallsæti. KR beitti kunnulegri aðferð gegn Fram að þessu sinni. Liðið hóf ekki varnarvinnu sína fyrr en á eigin vall- arhelming og leyfði varnarlínu Fram að senda knöttinn á milli án þess að gera tilraun til þess að setja pressu á þá. Þar með er mesti broddur úr sóknarleik Fram horfinn því lítið rými er þá fyrir vængmenn liðsins til þess að stinga sér í og að auki verður þröngt á þingi fyrir eldfljóta fram- herja liðsins. Sigurður skaut KR á toppinn Ágúst Gylfason, fyrirliði Fram, ke EFLAUST hafa margir stuðn- ingsmenn KR og Fram vænst þess að líf og fjör yrði að- alsmerki í grannaslag liðana í lokaleik sjöttu umferðar Síma- deildar í knattspyrnu í gær. Leikmenn liðanna náðu aldrei að skemmta rúmlega 1.600 áhorfendum með leiftrandi og kraftmiklum sóknarleik og að- eins Sigurður Ragnar Eyjólfs- son náði að koma knettinum í markið undir lok fyrri hálfleiks og tryggði KR sigur á heima- velli. KR er þar með í efsta sæti deildarinnar með 13 stig, tveim- ur fleiri en Fylkir. Fram er í sjö- unda sæti með sex stig, einu meira en ÍA og ÍBV sem eru í fallsætunum tveimur. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar                                          !"# $ %  &    !'() #    * !)  !   $    !  $+ #  ,  -&  .&% /0 / 12)3 )  .  4  1)3 5  / %#     #% / /  67)% 8'   !   * 9 "  $ %  &     :;  /<77< +% '()  #= *   /% ''*   +   %  4       '    <> 2 =    ? &  :  4 / ( 8 @ * /A ! 0  $-A @% 4  .& 0)@  12)3 :" &  + &% / , &  .B; %  =1)3 * / C $  ' *8  .   71)3 &  '/    '/  <>,-./ .=3 2 < .<3 ÚRSLIT Fylkir getur mætt Ipswich KNATTSPYRNA Símadeild, efsta deild karla KR – Fram .................................................1:0 Staðan: KR 6 4 1 1 9:4 13 Fylkir 6 3 2 1 11:7 11 KA 6 2 3 1 5:5 9 Grindavík 6 2 2 2 11:11 8 Keflavík 6 2 2 2 9:10 8 FH 6 2 2 2 8:10 8 Fram 6 1 3 2 9:9 6 Þór 6 1 3 2 8:10 6 ÍA 6 1 2 3 8:10 5 ÍBV 6 1 2 3 7:9 5 Markahæstir: Grétar Ólafur Hjartarson, Grindavík........ 4 Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV ............. 4 Jóhann Þórhallsson, Þór............................. 4 Sigurður Ragnar Eyjólfsson, KR .............. 4 Steingrímur Jóhannesson, Fylkir ............. 4 2. deild karla Víðir – Selfoss ...........................................1:0 Guðmundur Þór Brynjarsson Staðan: HK 5 5 0 0 11:3 15 Njarðvík 5 4 0 1 15:2 12 Víðir 6 4 0 2 10:7 12 KS 5 3 1 1 12:7 10 Tindastóll 5 3 0 2 13:9 9 Selfoss 6 2 1 3 10:12 7 Völsungur 5 1 2 2 9:10 5 Leiknir R. 5 1 0 4 9:15 3 Léttir 5 1 0 4 5:15 3 Skallagr. 5 0 0 5 2:16 0 3. deild karla D Huginn/Höttur – Fjarðabyggð...............1:4 1. deild kvenna A HK/Víkingur – Þróttur R. ......................1:6 HSH – RKV................................................0:4 Staðan: Þróttur R. 4 4 0 0 23:1 12 RKV 4 3 0 1 14:9 9 Haukar 4 3 0 1 10:5 9 HK/Víkingur 5 2 0 3 11:15 6 Fjölnir 4 1 0 3 7:9 3 ÍR 4 1 0 3 5:22 3 HSH 3 0 0 3 1:10 0 KÖRFUKNATTLEIKUR Kvennalandsliðið á móti smáþjóða, Promotion Cup, í Andorra: Ísland - Albanía.....................................71:83 Stig Íslands: Helga Þorvaldsdóttir 20, Anna María Sveinsdóttir 13, Birna Val- garðsdóttir 13, Guðbjörg Norðfjörð 12, Kristín Björk Jónsdóttir 6, Hildur Sigurð- ardóttir 3, Signý Hermannsdóttir 2, Kristín Blöndal 2. GOLF Opna Kumho-mótið Golfklúbbur Kiðjabergs, 15. júní: Hörður Már Gylfason, GÖ........................ 41 Heiðar Davíð Bragason, GKJ .................. 40 Gylfi Héðinsson, GÖ.................................. 40 Eyjólfur Eyjólfsson, GR........................... 39 Aron Gauti Mahoney, GR ......................... 39 ÍSÍ styrkir þjálfara ÁTTA þjálfarar fengu 50.000 kr. styrk frá Íþrótta- og ól- ympíusambandi Íslands á þriðjudaginn. Það eru Ágúst Sigurður Björgvinsson, körfuknattleiksþjálfari hjá Val, Árni Þór Eyþórsson, danskennari hjá ÍR, Edgar Konráð Gapunay, danskenn- ari við Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar. Friðrik Ingi Rúnarsson, körfuknattleiks- þjálfari hjá Grindavík og landsliðsþjálfari karla, Júlíus Jónasson, handknattleiks- þjálfari hjá ÍR, Jökull Jörg- ensen skvassþjálfari, Magnús Tryggvason, sundþjálfari á Selfossi og Stefán Arnarson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik. SIGURÐUR Ragnar Eyjólfsson hefur tryggt KR sigur í síðustu tveimur leikjum liðsins í Síma- deildinni og hafa bæði mörkin ver- ið keimlík – skot með hægri rétt utan vítateigs. Sigurður sagði að Framliðið hefði verið erfitt við- ureignar. „Það var ekki mikið um færi í þessum leik og þar sem við lékum undir getu í fyrri hálfleik var gott að skora mark rétt fyrir leikhlé. Ég var ánægður með það.“ Sigurður játti því að KR-liðið hefði ekki náð að sýna þann stöðugleika sem stefnt væri að. „Það er slæmt að missa Sigurvin Ólafsson í meiðsli en hann hefur leikið vel í sumar. Auðvitað kemur maður í manns stað en í þessum leik var of mikið bil milli sóknarmanna og miðjumanna. Leikskipulag okkar slitnaði í sundur án þess að við gætum lagað það. Við uppskárum þrjú stig og erum á toppnum þrátt fyrir að leika frekar illa og það er jákvætt,“ sagði Sigurður. Ágúst Gylfason, fyrirliði Fram, var óánægður með uppskeru kvöldsins. „Við ætluðum okkur að pressa á varnarmenn KR og ná hraðanum upp í leiknum frá upphafi. Það gekk vel af og til en við náðum aldrei takti hver við annan. Send- ingar, fyrirgjafir og hlaup voru illa tímasett og það leiðir af sér að við fáum ekki marktækifæri. Það hefði verið gaman að vinna leikinn og fá enn meiri spennu í Íslands- mótið en það gekk ekki nógu vel hjá okkur. Ég veit ekki af hverju við náum okkur ekki á strik í grannaslag sem þessum en svona er knattspyrnan – óútreiknanleg,“ sagði Ágúst. „Lékum undir getu“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.