Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 1
2002  FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A DÓMARINN SVARAR ÍTÖLUM FULLUM HÁLSI / C3 Helgi Sigurðsson áfram hjá Lyn HELGI Sigurðsson, knattspyrnumaður hjá Lyn, framlengdi í gær samning sinn við norska félagið um eitt ár en hann gekk í raðir þess frá gríska liðinu Panathinaikos á síðasta ári. Helgi hefur lít- ið getað spilað með Lyn á leiktíðinni vegna meiðsla og hefur aðeins komið inn á í tveimur leikjum. Á síðustu leiktíð lék hann 13 leiki með liðinu í norsku úrvalsdeildinni og skoraði 6 mörk. „Við höfum tröllatrú á að Helgi komi sterkur til baka eftir meiðslin og verði framherji í alþjóð- legum toppklassa. Það er mikil ánægja í okkar herbúðum að vera búnir að ganga frá þessum samningi,“ sagði Ole-Ray Grödseth, fram- kvæmdastjóri Lyn, í samtali við norska fjölmiðla í gær. Lyn, sem Jóhann B. Guðmundsson er einn- ig á mála hjá, trónir á toppnum í norsku úrvals- deildinni. Liðið er með 28 stig eftir 12 umferðir, tveimur stigum meira en Molde. GUÐMUNDUR E. Stephensen, margfaldur Íslandsmeistari í borðtennis, hefur gert samning við norska úrvalsdeildarliðið B-72 frá Osló. Guðmundur, sem lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund nú í vor, heldur utan til Noregs í sumar og mun leika með Oslóarliðinu á næsta keppnistímabili. Hann mun dvelja í Norgi og Svíþjóð og frá því hefur verið gengið að hann muni keppa á öllum stórmótum í Evrópu á komandi keppnistímabili. Guðmundur hefur borið höfuð og herðar yfir aðra borðtennisleikara hér á landi mörg undanfarin ár og verður fróðlegt að fylgjast með honum í keppni við sterka spilara frá Evrópu á næsta hausti. Guðmundur samdi við B-72 Ólafur, sem er fyrsti leikmað-urinn til að vera kjörinn tvö ár í röð, fékk 79 stig í fyrra, þá var Jan Holpert hjá Flensburg í öðru sæti með 43 stig. Kjörið á vegum blaðsins fór fyrst fram 1998 og var þá kjörinn Daniel Stephan, Lemgo, 1999 var kjörinn Suður-Kóreumað- urinn Kyung-Shin Yoon, Gummers- bach, og Svíinn Magnus Wislander, Kiel, var kjörinn 2000. „Fullkominn leikmaður, sem býr yfir mikilli kunnáttu,“ sagði Peter Meisinger, þjálfari Grosswallstadt, og Bob Hanning, þjálfari Willstätt/ Shutterwald, sagði að Ólafur væri hugmyndaríkur og fljótur að fram- kvæma hlutina. Alfreð Gíslasyni kom útnefning Ólafs ekki á óvart, en hann var með hann í öðru sæti, en Peter Gentzel, markvörð Nordhorn, í fyrsta sæti. „Ólafur hefur allt sem góður hand- knattleiksmaður þarf að hafa,“ sagði Stefan Lövgren. Ólafur var í efsta sæti hjá ellefu þjálfurum, eins og í fyrra. Hann var í öðru sæti hjá tveimur, fimm í fyrra og þriðja sæti hjá einum, tveimur í fyrra. Ólafur fékk ekki atkvæði hjá sjö þjálfur- um, en þremur í fyrra. Níu fyrirliðar settu Ólaf nú í fyrsta sæti, átta í fyrra. Hann var í öðru sæti hjá fjórum eins og í fyrra, þriðja sæti hjá einum, en tveimur í fyrra. Ólafur fékk ekki atkvæði hjá sex fyrirliðum nú, eins og í fyrra. Þeir leikmenn sem fengu flest stig, voru: Ólafur Stefánsson.....................74 Stefan Lövgren, Kiel ................51 Peter Gentzel, Nordhorn..........23 Oleg Velyky, Essen...................16 Glenn Solberg, Nordhorn.........11 Daniel Stephan, Lemgo............10 Erik Veje Rasmussen, þjálfari Flensburg Morgunblaðið/Golli Ólafur Stefánsson skorar mark í landsleik gegn Portúgal á HM í Frakklandi 2001. „Ólafur bestur í heiminum“ „BESTI handknattleiksmaður heims í ár,“ sagði Daninn Erik Veje Rasmussen, þjálfari þýska handknattleiksliðsins Flensburg, þegar hann gaf Ólafi Stefánssyni einkunn í kjöri handknattleiksmanns ársins í Þýskalandi, sem þjálfarar 1. deildarliða, landsliðsþjálfari og fyrirliðar tóku þátt í á vegum þýska handknattleiksblaðsins Hand- ball magazin. Ólafur var kjörinn leikmaður ársins með miklum yf- irburðum, fékk 74 stig, en Svíinn Stefan Lövgren hjá Kiel kom í öðru sæti með 51 stig. Á HEIMASÍÐU tímaritsins Playboy í Bandaríkjunum stendur yfir val á kynþokkafyllstu knattspyrnukonu landsins og hafa tæplega 30 þúsund manns tekið þátt í valinu. Íslenska knattspyrnukonan Rak- el Ögmundsdóttir er þessa stundina í öðru sæti í kjörinu með um 11% at- kvæða á bak við sig en bandaríska stúlkan Heather Mills er með mikla yfirburði, hefur fengið um 53% at- kvæða. Mills, sem er varnarmaður, leik- ur með Philadelphia Charge í at- vinnumannadeildinni vestanhafs en Rakel leikur einnig með því liði. Mills hefur verið með sína eigin sjónvarpsþætti í Philadelphiu og að auki er hún fremst í flokki í auglýs- ingaherferð sem fór af stað fyrir skemmstu og skýrir það að nokkru leyti yfirburði hennar. Í kynningu vefsíðunnar er Rakel, sem gengur undir nafninu „Ice Ice Baby“, sögð koma næst í röðinni á eftir tónlistarkonunni Björk er Bandaríkjamenn eru inntir eftir þekktum Íslendingum. Íslenska landsliðskonan er sögð vera einkar glæsileg á velli og ljósir lokkar hennar veki mikla athygli hvar sem hún komi. Rakel hefur búið alla sína tíð í Bandaríkjunum og á íslenska for- eldra en hún lék með liði Breiða- bliks fyrir tveimur árum og varð Ís- lands- og bikarmeistari með liðinu. Rakel skoraði 22 mörk í úrvals- deildinni og varð næstmarkahæst á eftir Olgu Færseth, sem skoraði 26 mörk. Rakel hefur lítið leikið með Charge að undanförnu þar sem hún er að jafna sig eftir að hafa slitið krossband í hné fyrr á þessu ári. Rakel notar eftirnafnið Karvels- son vestanhafs en faðir hennar heit- ir Ögmundur Karvelsson og er hægt að skoða stöðu mála inni á slóðinni www.playboy.com/sports/ features/wusa/. Íslensk val- kyrja vekur athygli vestanhafs Morgunblaðið /Arnaldur Rakel Ögmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.