Morgunblaðið - 16.07.2002, Blaðsíða 38
38 C ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir
árangur og farsóttarsjúklingum
fækkaði. Eftir nokkur ár var farið
að leggja inn sjúklinga á efri hæð
hússins með aðra sjúkdóma, en
neðri hæðin var notuð áfram fyrir
farsóttarsjúklinga.
María Bóthildur Jakobína Péturs-
dóttir Maack var fædd 21. október
1889 að Stað í Grunnavík í
N-Ísafjarðarsýslu. Foreldrar henn-
ar voru Pétur Andres Maack prest-
ur og Vigdís Einarsdóttir frá Neðri-
Miðvík í Aðalvík í N-Ísafjarðar-
sýslu. María stundaði hjúkrunar-
nám við Laugarnesspítalann hjá
Sæmundi Bjarnhéðinssyni yfirlækni
þar. Eftir að hún hafði lokið námi
vann hún við hjúkrun bæði á Laug-
arnesspítala og á sjúkrahúsinu í
Vestmannaeyjum. Árið 1918 réðst
hún til Reykjavíkurborgar.
María Maack var yfirhjúkrunar-
kona á Farsóttarhúsinu í Þingholts-
stræti í aldarfjórðung. Jafnframt
því að hjúkra og hafa yfirumsjón
með rekstri Farsóttarhússins var
María Maack í ótal nefndum. Hún
var í framfærslunefnd Reykjavíkur í
mörg ár og ein af stofnendum Sjálf-
stæðiskvennafélagsins Hvatar.
María var formaður Vestfirðinga-
félagsins frá stofnun þess. Hún var í
Sálarrannsóknarfélagi Íslands og
Slysavarnafélaginu frá stofnun þess.
María Maack var sæmd riddara-
krossi fálkaorðunnar.
Frá árinu 1945 er til góð lýsing á
húsinu en þá var það brunavirt. Þá
er það skráð sem íbúðar- og sjúkra-
hús. Þar segir að húsið sé klætt að
utan með borðum, pappa, listum og
járni yfir á veggjum og þaki. Allir
útveggir eru múraðir í binding,
kalksléttaðir og málaðir. Innveggir,
loft og gólf eru úr timbri. Allt kalk-
sléttað í strápípur og málað. Kjallari
er undir öllu húsinu með gólfi og
milliveggjum úr steinsteypu. Þar er
eldhús, búr, þvottaherbergi og lín-
strokuherbergi sem allt er kalk-
sléttað og málað. Þar eru einnig
geymsluherbergi, kolaklefi, klósett
og gangur.
Á neðri hæðinni eru fjögur
sjúkraherbergi, eitt íbúðarherbergi,
baðherbergi, þvottaherbergi, búr,
gangur og klósett. Á efri hæðinni er
frágangur og herbergjaskipan öll sú
sama og á neðri hæðinni. Í þaklyfti
eru fjögur íbúðarherbergi, þurrk-
herbergi og tveir gangar. Í þessari
virðingu er sagt að kvistur sé á þak-
lyfti hússins. Í virðingum sem gerð-
ar voru áður er ekki getið um hann,
en kvisturinn er í austur.
Þá var tekin fyrir virðing á lík-
skurðarhúsinu sem stóð á lóðinni.
Það er einlyft með risi, byggt úr
bindingi, klætt utan með plægðum
borðum bæði á hliðum og þaki og
járni þar yfir. Í því er gangur og lík-
skurðarherbergi með steingólfi og
flísagólf í miðju herberginu. Að inn-
an er húsið þiljað og málað.
Árið 1956 var stofnuð lyflækna-
deild við Heilsuverndarstöð Reykja-
víkur. Eftir það voru allir farsótt-
arsjúklingar lagðir inn á
Heilsuverndarstöðina. Þá breyttist
starfsemi Farsóttarhússins og þar
voru aðallega vistaðir áfengis- og
taugasjúklingar. Árið 1968 tók
Borgarspítalinn við þeirri starfsemi.
Farsóttarhúsið í Þingholtsstræti 25
er í eigu Reykjavíkurborgar. Frá
árinu 1969 hefur Félagsþjónustan í
borginni notað húsið fyrir gistiskýli
handa þeim einstaklingum sem ekki
hafa önnur úrræði.
Núna er Óli Ágústsson fram-
kvæmdastjóri Gistiskýlisins. Þrír
vaktmenn starfa hjá honum, Brynj-
ólfur Ólason, Hjálmar Benediktsson
og Jón Sævar Jóhannsson.
Í gegnum tíðina hefur húsinu ver-
ið haldið vel við og ekki verður ann-
að sagt en unnið hafi verið að því að
gamli stíllinn fái að halda sér jafnt
að utan sem innan. Tvennar dyr eru
á húsinu og eru aðrar þeirra með
tvöfaldri hurð. Ekki er vitað hvort
sú hurð er upphafleg. Í húsinu eru
sex faga gluggar, nema í kjallara,
þar eru gluggar fjögurra faga.
Kappar með tannstöfum
Yfir gluggum á neðri hæð er
skraut, kappar með tannstöfum en
svipaðar útfærslur á skrauti má víða
sjá við þakskegg á eldri timbur-
húsum. Gluggar á efri hæð og risi
eru án skrauts. Svalir eru á báðum
hæðum hússins sem vísa að Þing-
holtsstræti. Á þakinu eru tveir skor-
steinar. Að utan er húsið klætt járni
á suðurstafni og austurhlið en með
borðaklæðningu á norðurstafni og
vesturhlið.
Að innan virðist herbergjaskipan
vera með líkum hætti og upphaf-
lega. Dyraumbúnaður er renndur
og ekki annað að sjá en hann sé á
flestum dyrum hússins upphaflegur,
en hurðum hefur verið skipt út. Á
efri hæð er nýtt eldhús sem er með
smekklegum innréttingum er minna
á gamla tímann. Eldhúsið sem var í
kjallaranum er ekki lengur notað. Í
rislyfti hússins er ekki nein starf-
semi en þar eru gamlir línolíumdúk-
ar á gólfum. Þar eru stórir súða-
skápar og auðséð að allt pláss hefur
verið notað til hins ýtrasta.
Þetta hús var byggt af þeim sem
höfðu mannúð og kærleika að leið-
arljósi og í gegnum tíðina hefur hús-
ið hýst sjúkrahús og læknaskóla, en
síðan Gistiskýli. Svava Guðbergs-
dóttir, sem lengi var matráðskona á
Gistiskýlinu, segir að hún hafi alltaf
fundið að það var góður andi í hús-
inu.
Fyrir tveimur árum var lóðin bak
við húsið tekin í gegn. Grunnurinn
þar sem líkskurðarhúsið stóð er í
norðausturhorni lóðarinnar, hann
var lagfærður og gerðar tröppur við
hann. Flísarnar á gólfinu þar sem
fyrstu læknanemarnir stóðu við
vinnu sína eru þar enn og líta ótrú-
lega vel út. Grunnurinn er vernd-
aður eins og húsið sjálft en það er
með B- friðun.
Helstu heimildir eru frá Borgar-
skjalasafni, B-skjöl og brunavirð-
ingar, og frá Húsadeild Árbæjar-
safns.
Morgunblaðið/Sverrir
Svalir eru á báðum hæðum hússins.
Opið
mánud.–föstud. frá kl. 9–18
Hilmar Óskarsson, Guðjón Sigurjónsson, Rósa Guðmundsdóttir,
Álfheiður Emilsdóttir. Lögfr.: Pétur Þ. Sigurðsson hrl.
www.fjarfest.is - fax 562 4249
FJÁRFESTING
FASTEIGNASALA ehf.
Sími 562 4250, Borgartúni 31
Fjallalind - raðhús
Mjög vandað raðhús á 1. hæð með inn-
byggðum bílskúr. Glæsilegar innréttingar.
Parket á gólfum. Þetta er eign sem vert
er að skoða. Póstnr. 201
3ja 4ra og 5 herb. íbúðir
Hvassaleiti - 5 herb. - bílskúr
Sérstaklega björt og stór 150 fm íbúð.
Frábært útsýni. Verð 16,9 millj. Póstnr.
103
Mosarimi 4ra herb. íbúð með sérinn-
gangi. Góðar suð-austur svalir. Stutt í
þjónustu. Póstnr.112
Nýbýlavegur Glæsileg 3ja-4ra herb.
íbúð. Vandaðar innréttingar og gólfefni.
Stórt baðherb. með hornkeri. Fallegt eld-
hús með vönduðum tækjum. Laus fljót-
lega. Verð 13,5 millj. Póstnr. 200
Engihjalli Björt og skemmtileg 5
herb. íbúð á fyrstu hæð. Suðursvalir. Við-
haldsfrítt hús. Verð 12,5 millj. Póstnr.
200
2ja-3ja herbergja
Skipholt Vorum að fá á sölu 3ja herb.
íbúð 84 fm á fjórðu hæð á mjög góðum
stað. Stutt í verslanir. Húsið er nýtekið í
gegn að utan. Verð 9,9 millj. Póstnr. 105
Boðagrandi - lyftuhús - bíla-
geymsla Vorum að fá í sölu 2ja herb.
íbúð á 3ju hæð. Húsið er nýmálað. Hús-
vörður. LAUS STRAX. Póstnr. 107
Til sölu vandaðar og rúmgóðar 3ja og 4ra herb. íbúðir í 10 og 12 hæða álklæddum
lyftuhúsum. Mjög fallegt útsýni. Góð staðsetning og stutt í alla verslun og þjónustu.
Byggingaraðili er Byggingarfélag Gylfa og Gunnars. Teikningar og nánari upp-
lýsingar hjá sölumönnum. Til afhendingar nú þegar.
Ársalir 1-3 - glæsileg álklædd lyftuhúsEinbýlishús, parhús
og raðhús
Sogavegur - einbýlishús - 5
herb. Húsið skiptist í kjallara, hæð og
ris. Verð 15,5 millj. Póstnr. 108
Strýtusel - einbýlishús Erum
með í sölu ca 180 fm einbýlishús á einni
hæð. Arinn. Húsið er staðsett í lokaðri
götu. Rúmgóður bílskúr. Verð 21,9 millj.
Póstnr. 109
Brúnastekkur - einbýlishús -
arinn Erum með í sölu ca 200 fm ein-
býlishús á rólegum og góðum stað.
Glæsilegt eldhús. Nýlegt parket á öllu.
Góður bílskúr. Sólpallur. Verð 23 millj.
Póstnr. 109
Melbær - raðhús - bílskúr Gott
raðhús á tveimur hæðum ásamt aukaíbúð
í kjallara. Suðurgarður - heitur pottur.
Póstnr. 110
Vesturberg - einbýli - at-
vinnutækifæri Mjög gott pallabyggt
einbýlishús með 30 fm bílskúr. Hentugt til
að leigja út að hluta. Einnig er hægt að
hafa séríbúð í kjallara. Gott útsýni yfir bæ-
inn. Miklir möguleikar. Póstnr. 111
Bergstaðastræti - nýtt
Funafold - einbýli m. tvöföld-
um bílskúr 300 fm einbýlishús ásamt
tvöföldum bílskúr. Vandaðar beykiinnr. og
gólfefni. Fullfrágenginn garður og sól-
verönd. Póstnr. 112
Hrauntunga - raðhús með
aukaíbúð Gott tveggja hæða raðhús
á þessum vinsæla stað í Kópavogi með
innb. bílskúr. Stórar stofur, 3 svefnh. og
ca 40 fm flísalagðar svalir. Hús í góðu
ástandi að utan sem innan. Ágæt aukaíb.
á jarðhæð. Póstnr. 200
Birkihvammur - einbýlishús -
bílskúr Mjög gott pallabyggt einbýlis-
hús á góðum stað. Fallega gróinn garð-
ur. Póstnr. 200
Til sölu nokkrar nýjar 2ja-4ra herb.
íbúðir á besta stað í miðbæ Reykja-
víkur. Íbúðirnar verða afhentar full-
búnar með vönduðum innréttingum
og flísum á baði en án gólfefna að
öðru leyti. Lyftuhús. Húsið er álklætt
að utan að hluta og sameign verður
frágengin. Möguleiki á viðbótarláni
frá byggingaraðila á eftir húsbréfum.
Til afhendingar í september 2002.
Arahólar Stór glæsileg 2ja herb. íbúð
á 4. hæð með stórkostlegu útsýni. Þetta
er eign sem vert er að skoða. Húsið er bú-
ið að endurn.mikið að utan. Póstnr. 111
Breiðavík - 3ja herb. Sem ný og
falleg 3ja herb. íbúð á vinsælum stað í
Grafarvogi. Vandaðar innréttingar og gólf-
efni. Stæði í opinni bílag.Póstnr. 112
Kirkjusandur - lyftuhús -
bílageymsla Vorum að fá á sölu 3ja
herb. íbúð á jarðhæð á þessum skemmti-
lega stað. Laus fljótlega. Póstnr. 105
Bergþórugata - miðbær
Snyrtileg 2ja herb. íbúð á jarðhæð. Verð
8,3 millj. Póstnr. 101
Bergþórugata - góð íbúð Vor-
um að fá í sölu snyrtilega og nýstand-
setta 3ja herb. íbúð. Góðar innréttingar og
gólfefni. Verð 11,4 millj. Póstnr. 101
Gyðufell - lyftublokk Skemmtileg
2ja herb. íbúð á 2. hæð með yfirbyggðum
svölum í viðhaldsfríu húsi. Verð 8,5 millj.
Póstnr. 111
Mosarimi Nýkomin er í sölu skemmti-
leg 3ja herb. íbúð á mjög góðum stað í
Grafarvogi. Póstnr. 112
Ársalir - 3ja herb. Rúmgóð 100 fm
íbúð í nýju álklæddu lyftuhúsi. Sérsmíðað-
ar innréttingar frá Brúnási. Flísalagt bað-
herbergi og vönduð tæki. Til afhendingar
nú þegar. Verð 12,950. Póstnr. 201
Sumarbústaður
Sumarbústaður Til sölu nýlegur A-
bústaður á góðum stað í Eilífsdal í Kjós.
Rúmlega 7.000 fm lóð. Bústaðurinn er
ekki full kláraður. Nánari upplýsingar hjá
sölumönnum Fjárfestingar.
Nýjar íbúðir
Maríubaugur - keðjuhús/ein-
býli Til afhendingar nú þegar, tilbúin til
innréttinga, skemmtilega hönnuð ca 200
fm keðjuhús á einni hæð með innbyggð-
um 25 fm bílskúr. Húsin standa á útsýnis-
stað og afhendast tilbúin til innréttinga.
Fullfrágengin að utan og lóð verður gróf-
jöfnuð. Glæsilegt útsýni. Teikningar og
nánari upplýsingar er hægt að nálgast á
skrifstofu. Verð frá 19,2 millj. Póstnr. 113
Ólafsgeisli - raðhús með út-
sýni Fyrir ofan golfskálann skemmtilega
hönnuð rúmlega 200 fm raðhús á tveimur
hæðum og með innbyggðum bílskúr. Af-
hendast tilbúin til innréttinga og frágengin
að utan með grófjafnaðri lóð. Glæsilegt
útsýni. Teikningar og nánari upplýsingar
er hægt að nálgast á skrifstofu. AÐEINS
TVÖ HÚS EFTIR. Verð 19,9 millj. Póstnr.
113