Morgunblaðið - 23.07.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.07.2002, Blaðsíða 22
22 C ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir L INDARGATA og Smiðju- stígur voru fyrstu göturnar í Skuggahverfi og árið 1910 var Lindargatan fjórða fjöl- mennasta gatan í bænum. Um 1900 voru flest húsin við götuna timburhús en áður höfðu verið það torf- og steinbæir. Í Skuggahverfinu bjó al- þýðufólk, tómthúsmenn, sem byggðu afkomu sína á sjónum og verkun aflans. Við mörg af húsunum voru hjallar og fiskreitir. Þegar lítið var að gera við fiskinn var íhlaupavinna í landi stunduð þegar þess var kostur. Húsið sem fjallað verður um í þessari grein var byggt þegar efnahagur flestra Skuggahverfisbúa var farinn að batna til muna frá því að hverfið byggðist fyrst. Torfbæir voru sem óðast að hverfa og timburhúsin að rísa af grunni. Flest voru þessi hús látlaus og dæmigerð fyrir húsagerð í Reykjavík á þessum tíma. Bakkabúð Árið 1894 var Þorsteini Þorsteins- syni skipstjóra leyft að byggja sér hús, 11 x 9 álnir að grunnfleti, á spildu úr Móakotslóð norðan við Lindar- götu. Húsið var nefnt Bakkabúð. Sama ár fær Þorsteinn að byggja fiskiskúr á óútmælda lóð norðan við íbúðarhúsið að grunnfleti 8 x 10 álnir. Þegar húsin við Lindargötu fengu númer varð hús skipstjórans númer 23 við götuna. Fyrsta brunavirðingin á húsinu var gerð í október 1894. Þar segir að hús- ið sé byggt af bindingi, klætt að utan með borðum, pappa og járni yfir. Þak er klætt járni á langböndum. Niðri í húsinu eru þrjú herbergi og eldhús, allt þiljað og málað. Uppi eru þrjú herbergi sem ekki er búið að fullgera. Kjallari er undir húsinu öllu. Í virðingu sem gerð var nokkrum árum eftir að húsið var fullbyggt er getið um inn- og uppgönguskúr sem er við norðurhlið hússins, byggður eins og það. Ennfremur segir að á neðri hæðinni séu fjögur herbergi og eldhús. All þiljað, veggfóðrað og mál- að. Á efri hæðinni er sama herbergja- skipun með sama frágangi. Þá kemur fram að gólf í kjallara er úr timbri og hann notaður til geymslu. Samkvæmt íbúaskrá frá árinu 1900 búa í húsinu: Þorsteinn Þorsteinsson skipstjóri, 32 ára, Guðrún Brynjólfs- dóttir, kona hans, 23 ára, og foreldrar Þorsteins, Þorsteinn Helgason 65 ára og Guðrún Bjarnadóttir 65 ára. Enn- fremur eru á heimilinu, Guðbjörg Jónsdóttir verkakona 22 ára, Kristín Vigfúsdóttir námsmær 18 ára og Kol- beinn Þorsteinsson, bróðir húsbónd- ans, 22 ára. Árið 1901 er sama fólk búsett á Lindargötu 23 nema Kristín Vigfús- dóttir. Íbúum hefur fjölgað í Bakka- búð en ekki er getið um að þar séu tvö heimili. Þeir sem bættust við eru: Kristín Einarsdóttir vinnukona, 35 ára, Gísli Guðmundsson tökubarn, 8 ára, Kristín Blöndal ekkjufrú, 62 ára og tvö uppkomin börn hennar: Har- aldur Blöndal 18 ára og Guðrún Blön- dal 26 ára. Þorsteinn Þorsteinsson stækkaði fiskgeymsluhúsið árið 1902 og annað fiskgeymsluhús var byggt um sama leyti og virðist það hafa verið neðar á lóðinni. Árið 1904 byggðir þorsteinn í félagi við Bjarna Jónsson 27 álna langa og 9 álna breiða skemmu neð- arlega í lóðinni, sennilega niður undir sjó. Það skilyrði fylgdi leyfinu fyrir byggingu skemmunnar að hún yrði fjarlægð þegar bærinn krefðist þess. Trébryggja var fyrir neðan Bakka- búð sem útgerð Þorsteins átti. Árið 1941 var númerum húsa við Lindargötu breytt, þá fékk hús Þor- steins númer 45 við götuna. Frumkvöðull á mörgum sviðum Þorsteinn Þorsteinsson var fædd- ur á Mel í Hrunamannahreppi á Mýr- um 14. október 1869. Foreldrar hans voru Þorsteinn Helgason bóndi á Mel og kona hans Guðný Bjarnadóttir frá Straumfirði á Mýrum. Þorsteinn lauk skipstjóraprófi úr Stýrimannaskólan- um vorið 1893 en það var fyrsta próf sem haldið var við löggltan stýri- mannaskóla á Íslandi. Hann var frumkvöðull að vélbáta- útgerð við Faxaflóa og gerði fyrstu hafskipabryggjuna í Reykjavík og var bæði skipstjóri og útgerðarmað- ur. Þorsteinn sat í ótal nefndum t.d. niðurjöfnunarnefnd, og vitamála- nefnd. Hann var skipaður eftirlits- maður skipa og báta árið 1894 og fulltrúi í alþjóðafélagsskap um mann- björgun. Þorsteinn var forseti Slysavarna- félags Íslands fyrstu 10 árin eftir að félagið tók til starfa. Einnig átti hann þátt í stofnun margra fyrirtækja. Kona hans var Guðrún Brynjólfsdótt- ir frá Engey. Guðrún var fædd 11. maí 1877. Börn Þorsteins og Guðrún- ar voru: Gunnar hæstaréttarlögmað- ur, Þórunn gift Gunnari Benjamíns- syni lækni, og Brynjólfur skipstjóri. Þorsteinn Þorsteinsson lést 13. apríl 1954 og Guðrún Brynjólfsdóttir lést 23. júní 1964. Í gegnum tíðina hafa ekki verið margir eigendur að húsinu, síðast meðan það stóð við Lindargötu var Eimskipafélagið eigandi þess. Svein- björn Gunnarsson og eiginkona hans, Kolbrún Mogensen, keyptu húsið ár- ið 1990 og var ætlun þeirra að flytja það enda stóð það til að Eimskip léti byggja hótel á þessum slóðum. Nokk- ur bið varð á að viðunandi staður fengist til þess að setja húsið niður á en í mars 1991 fékkst lóð á Bakkastíg 3. Kl. 20 hinn 10. maí 1991 var slökkviliðið kvatt að Lindargötu 45. Mikinn reyk lagði frá húsinu frá eldi á annarri hæð. Nærliggjandi hús voru ekki í hættu því að hægur vindur var af suðri og lagði reykinn út yfir sund- in. Talið var fullvíst að um íkveikju hefði verið að ræða. Eitthvað í þessa átt hljóðuðu fréttir af brunanum í fjölmiðlum. Miklar skemmdir urðu af eldinum en burðarvirkið var lítið brunnið nema efst. Húsið hafði ekki fengist tryggt vegna þess að ekki var búið í því. Tjón þeirra Kolbrúnar og Svein- björns var því mjög tilfinnanlegt. Efri hæðin og risið brunnu illa, bæði þak og gólf á milli hæða. Þrátt fyrir þetta áfall kom aldrei til greina hjá ungu hjónunum að hætta við að flytja húsið og gera það upp. Á lóðinni Bakkastígur 3 sem húsið var flutt á byggði Sveinn Guðmunds- son sér bæ árið 1880 sem kallaður var Sveinsbær og þá talinn við Ánanaust. Ári seinna fékk Sveinn að stækka bæ- inn og byggði við hann frambæ. Hann byggði síðan timburhús á lóðinni árið 1900 að viðbættum skúr. Ekki er vit- að með vissu hvenær bærinn var rif- inn. Hinn 7. mars 1991 fá þau Svein- björn Guðmundsson og Kolbrún Mogensen leyfi til þess að flytja húsið á lóðina á Bakkastíg 3 og endur- byggja það. Þegar byrjað var að grafa fyrir grunninum komu upp syk- urtengur, silfurskeiðar og talsvert af postulínsbrotum. Haft var samband við Þjóðminjasafnið og töldu þeir sem komu á staðinn að þarna væri gamall öskuhaugur. Hið ómögulega Í byrjun ágúst var búið að ganga frá kjallaranum og húsið flutt á nú- verandi stað. Jakob Fenger sá um framkvæmdina. Fyrstu nóttina sem húsið átti á Bakkastígnum beið það á vagninum en var híft á grunninn dag- inn eftir. Jakob Fenger segir að hann hafi aldrei flutt eins illa farið hús sem síðan hefur verið gert upp. Hann kall- ar húsið „ Hið ómögulega“. Af ódrepandi kjarki og dugnaði hófu þau Kolbrún og Sveinbjörn að gera húsið upp. Burðarvirkið er upp- haflegt nema í helmingi efri hæðar og í risi en það skemmdist það mikið í brunanum að endursmíða þurfti það allt. Ekki var neinn fúi í húsinu og kemur það til af því að það var ekki einangrað á milli veggja. Grjóti hafði verið hlaðið í grind hússins upp í miðja veggi en það gegnir nú miklu hlutverki í hleðslum í garðinum á Bakkastíg 3. Að utan var húsið gert upp eftir sínu upprunalega útliti nema norðan við það var byggður rúmgóður inn- og uppgönguskúr og aðalinngangur fluttur þangað. Allir gluggar eru nýir með sama útliti og fyrstu gluggar hússins voru og eins skrauti fyrir ofan. Eini mun- urinn er að munstrið nær ekki í gegn eins og áður, en það gert til þess að koma í veg fyrir að óboðnir gestir taki sér þar bólfestu, t.d geitungar. Efri rúður í gluggum eru með lituðu gleri. Aðaldyrnar sem voru á húsinu þegar það stóð við Lindargötu eru út á litlar svalir á suðurhlið hússins. Húsið snýr eins eftir áttum og upp- haflega en er mun hærra því að kjall- arinn er að mestu ofanjarðar. Það er járnklætt á þaki og hliðum, málað grænt með hvítum vindskeiðum og glugga- og dyraumbúnaði. Að innan er herbergjaskipan önnur en upphaf- lega. Á aðalhæðinni er ein stór stofa og opið frá henni inn í stigahúsið sem er með breiðum stiga upp á efri hæð- ina og í kjallara. Uppi eru þrjú svefn- herbergi og baðherbergi. Baðherbergið er klætt panel upp á miðja veggi og í því er stórt pottbað- kar. Risloftið er einn geimur, svefnloft, ef næturgesti ber að garði; það er allt klætt með panel. Báðar hæðirnar eru klæddar með gifsplötum, á veggjum og loftum. Bitar í lofti stofunnar eru upphaflegir, bæsaðir dökkir og gefa stofunni skemmtilegan svip. Gólfin eru lögð mótatimbri en það fer mjög vel við innviði hússins. Allar hurðir eru gamlar og margra faga og úr ýmsum áttum. Mikil vinna var að gera þær upp en hefur tekist afar vel. Sveinbjörn og Kolbrún voru búin að viða að sér pottofnum, hurð- um og ýmsu öðru sem átti að fara í húsið þegar bruninn varð. Það var geymt í húsinu meðan það stóð á Lindargötunni en lítið sem ekkert var hægt að nota af því vegna skemmda. Tvískipt hurð Í kjallaranum, sem er að mestu of- anjarðar, er rúmgott eldhús með svörtum og hvítum flísum á gólfi. Úr eldhúsinu eru dyr út í garð með tví- skiptri hurð, þannig að hægt er að opna efri hluta dyranna en hafa þann neðri lokaðan. Minnir óneitanlega á Villta vestrið, en er mjög hyggilegt og ættu fleiri húsbyggendur að gera slíkt hið sama. Garðurinn í kringum húsið er fal- legur og sérstakur. Þar er verið að hlaða arin úr grjótinu úr skorstein- inum sem var á húsinu á meðan það stóð við Lindargötu. Þar er einnig mikill gróður og skemmtilegt að sjá að þar eru ræktaðar kartöflur í upp- hækkuðum beðum sem hlaðin eru úr grjóti sem var í grind hússins. Sumir steinarnir eru mjög þungir en þeir eru allir tilhöggnir og að öllum lík- indum hafa þeir verið fengnir úr Skólavörðuholtinu. Húsið á Bakkastíg 3 er eitt af fal- legustu húsunum í Vesturbænum. Hugvit og alúð hafa ráðið ferðinni við endursmíði þess. Helstu heimildir eru frá Þjóðskjalasafni, Borgarskjalasafni. B-skjöl og brunavirðingar. Bakkastígur 3 Húsið er eitt af fallegustu húsunum í Vesturbæn- um, segir Freyja Jóns- dóttir. Hugvit og alúð hafa ráðið ferðinni við endursmíði þess. Morgunblaðið/Arnaldur Að utan var húsið gert upp eftir sínu upprunalega útliti nema norðan við það var byggður rúmgóður inn- og uppgönguskúr og aðalinngangur fluttur þangað. Húsið á sínum upphaflega stað við Lindargötu. Þorsteinn Þorsteinsson og Guðný Bjarnadóttir standa á tröppunum. Þessi samsetta mynd sýnir húsið þá og nú. Myndin til hægri er af húsinu við Lindargötu fyrir flutning. Myndin til vinstri er af húsinu eins og það lítur út nú, þar sem það stendur við Bakkastíg 3. Húsið var flutt frá Lindargötu á núverandi stað við Bakkastíg. Í garðinum við húsið er verið að hlaða arin úr grjótinu úr skorsteininum, sem var á húsinu á meðan það stóð við Lindargötu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.