Morgunblaðið - 25.07.2002, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.07.2002, Blaðsíða 3
Keflavík - ÍBV Keflavíkurvöllur fimmtudaginn 25. júlí kl. 19.15.  Keflvíkingar og Eyjamenn hafa mæst 50 sinnum í efstu deild frá árinu 1968. ÍBV hefur unnið 21 leik en Keflavík 19 og 10 hafa endað með jafntefli, ÍBV hefur skorað 79 mörk en Keflavík 66.  Keflavík vann leik liðanna í Eyjum í vor, 2:1. Þórarinn Krist- jánsson og Guðmundur Steinars- son skoruðu fyrir Keflavík en Gunnar Heiðar Þorvaldsson fyrir ÍBV.  ÍBV hefur ekki tapað í fimm síð- ustu heimsóknum sínum til Kefla- víkur, unnið þrisvar og gert tvö jafntefli frá 1997. Keflavík vann síðast 1996, 1:0, í síðustu umferð- inni og bjargaði sér frá falli. Þór- arinn Kristjánsson, 15 ára gamall, kom þá inná sem varamaður og skoraði markið mikilvæga með sinni fyrstu snertingu við boltann í efstu deild. Fram - Grindavík Laugardalsvöllur, fimmtudaginn 25. júlí kl. 19.15.  Þetta er 14. viðureign félag- anna í efstu deild. Grindavík hefur unnið 6 leiki en Fram aðeins 2 og 5 hafa endað með jafntefli. Grinda- vík hefur skorað 24 mörk en Fram 17.  Liðin skildu jöfn, 1:1, í 2. um- ferðinni í vor. Guðmundur A. Bjarnason skoraði fyrir Grindavík en Þorbjörn Atli Sveinsson fyrir Fram.  Grindavík hefur aðeins tapað einu sinni fyrir Fram á Laugar- dalsvellinum. Það var árið 2000 þegar Fram sigraði, 3:1.  Sinisa Kekic hefur oft gert Frömurum lífið leitt og hefur skor- að 5 mörk gegn þeim í efstu deild. LEIKIR KVÖLDSINS ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 C 3 FÓLK  KR-INGAR hafa rætt við Alex- ander Ermolinskíj að undanförnu, ekki þó til að fá hann í leikmanna- hópinn í úrvalsdeildinni í körfu, heldur til að fá hann sem þjálfara hjá yngri flokkum félagsins.  ERMOLINSKÍJ er stór og stæði- legur miðvörður sem gæti styrkt lið KR. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari meistaraflokks, sagðist í gær ekki vita til að Ermolinskíj yrði með í úr- valsdeildinni, en sagði að ef hann hefði áhuga þá væri það í góðu lagi, það væri fínt að vera með Baldur Ólafsson og hann inni í teig.  SIGMUNDUR Kristjánsson, knattspyrnumaðurinn efnilegi úr Þrótti R., skoraði 4 mörk í fyrsta leik sínum með varaliði hollenska úr- valsdeildarfélagsins Utrecht á dög- unum. Utrecht vann þá yfirburða- sigur á áhugamannaliði. Viktor B. Arnarson, sem er genginn upp úr unglingaliði Utrecht eftir tvö ár þar, skoraði eitt mark í leiknum.  SIGMUNDUR, sem gekk til liðs við Utrecht fyrr í þessum mánuði eftir að hafa samið við félagið síðasta vetur, skoraði síðan eitt mark til við- bótar í næsta leik varaliðsins, sem var í fyrrakvöld, en bæði hann og Viktor hafa leikið báða leikina frá upphafi til enda. Þeir stefna að því að vinna sér sæti í aðalliði Utrecht á komandi tímabili.  ÓLAFUR Gottskálksson sat á varamannabekknum þegar Brent- ford vann utandeildarliðið Crawley Town í æfingaleik, 6:0. Tveir sam- herjar Ólafs fengu að sjá rauða spjaldið í leiknum – Stephen Evans og Ijak Anderson.  SPÁNSKA liðið Villarreal, sem lagði FH í getraunakeppni Evrópu á dögunum, hefur fengið til liðs við sig einn af heimsmeisturunum frá Bras- ilíu. Það er bakvörðurinn Julian Bel- letti, 26 ára, sem hefur skrifað undir fimm ára samning og mun leika með liðinu gegn Tórínó í getraunakeppn- inni á laugardaginn. Belletti, sem var varamaður fyrir Cafu á hægri vængnum, var í herbúðum Valencia.  MEXÍKÓAR hafa mikinn áhuga að fá Luiz Felipe Scolari, landsliðs- þjálfara Brasilíu á HM, sem næsta landsliðsþjálfara. Sagt er að Scolari vilji fá um 170 millj. ísl. kr. í árslaun. Aðrir sem hafa verið orðaðir við landsliðsþjálfarastarfið eru Hugo Sánchez, fyrrverandi landsliðsmað- ur Mexíkó, sem gerði garðinn fræg- an hjá Real Madrid, og Argentínu- mennirnir Ricardo Lavolpe og Marcelo Bielsa, sem stjórnaði arg- entínska landsliðinu á HM.  ÓHÆTT er að segja að Hjalti Pálmason hafi sigrað með glæsibrag í sameinuðum Meistara- og 1. flokki á Meistaramóti Golfklúbbs Bakka- kots um síðustu helgi. Hjalti lék hol- urnar 72 á 12 höggum undir pari sem eru fáheyrðar tölur hér á landi.  HJALTI lék annan daginn á 63 höggum eða 7 undir pari sem er vall- armet. Hina dagana lék hann á 67 og tvisvar á 69. Hjalti lék fyrstu holuna í mótinu á þremur yfir pari og má því segj að fall hafi verið fararheill í þessu tilviki.  TÉKKINN Vladimir Smicer framlengdi samning sinn við Liver- pool um tvö ár í gær, þannig að hann verður samningsbundinn liðinu fram til sumars 2005.  JENS Nowotny, fyrirliði Bayer Leverkusen, sem var frá vegna meiðsla nær allt sl. keppnistímabil, verður frá æfingum og keppni næstu fimm mánuðina. Hann verður að fara í nýjan uppskurð vegna lið- banda í hné á mánudaginn.  GERARD Houllier, knattspyrnu- stjóri Liverpool, er tilbúinn að borga Blackburn 12 millj. pund fyrir Írann Damien Duff og láta Black- burn fá tvo leikmenn, varnarmann- inn Stephen Wright, 22 ára, og sóknarmanninn Patrik Berger, 29 ára. Þetta myndi jafngilda því að greidd væru 20 millj. pund fyrir Duff. ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik mætir Ástralíu í upphafsleik sínum á heimsmeistaramótinu í Portúgal 20. janúar á næsta ári, en gengið var frá niðurröðun leikja í riðlakeppni móts- ins í gær. Daginn eftir leikinn við Ástrala mæta Íslendingar Grænlend- ingum áður en gert verður eins dags hlé á mótinu þar til tekist verður á við heimamenn fimmtudaginn 23. janúar. Aftur verður gefið eins dags hlé á riðlakeppninni áður en tvær síðustu umferðirnar fara fram en laugardag- inn 25. janúar fæst íslenska landsliðið við liðsmenn Katar og síðasti leik- urinn verður við Þjóðverja sunnudag- inn 26. janúar. Fjórar efstu þjóðirnar í riðlinum halda áfram í 16 liða úrslit, en tvær þjóðir heltast úr lestinni og halda heim á leið. Íslenska landsliðið leikur í B-riðli sem háður verður í bænum Viseu, um 75 km suðaustur af Porto. Keppn- ishúsið í Viseu tekur 2.500 manns í sæti og er það næstminnsta sem hýsir leiki keppninnar. Takist íslenska liðinu að komast í 16 liða úrslitin leikur það annaðhvort í Rio Maior eða Póvoa do Varzim, en leikið verður í fjórum fjögurra liða riðlum í 16 liða úrslitunum. Efstu lið þeirrar riðlaleppni leika um fjögur efstu sætin en liðin sem hafna í öðru sæti riðlakeppni 16 liða úrslitanna um 5. til 8. sætið. Tvö neðstu lið hvers rið- ils halda heim að 16 liða úrslitunum loknum 30. janúar. Ísland mætir Ástr- alíu í fyrsta leik á HM en ytra. „Þeir voru mun ðnari þar og klárlega var 3:0 gott veganesti fyrir þá þannig að var mikill munur á þessum mur leikjum. Þeir halda boltan- vel og eru flinkir með boltann ig að það var erfitt að eiga við sagði fyrirliðinn. Eigum að komast áfram gi Ólafsson, aðstoðarþjálfari ka liðsins Lilleström, fylgdist leiknum enda verður bosníska mótherji norska liðsins í næstu rð. „Um leið og Bosníumennirn- oruðu var þetta í rauninni búið. inn fékk frið til að skora áður en kið kom enda var stefnt að því að a með marki og það hefði getað tt heilmiklu. ér sýnist að undir öllum eðlileg- kringumstæðum eigum við að a bosníska liðið. Þeir léku aftar- núna enda með góða stöðu og ég n á svipuðu leikkerfi á móti okkur ri leiknum í Noregi. Leikmenn teknískir“ en ekki mjög hvassir á við og nota vængina lítið. ð hefur verið heldur brösugt i hjá okkur og því er ætlunin að ast áfram í keppninni og bjarga tinu auk þess sem verulegir pen- r eru í spilinu fyrir að komast m,“ sagði Logi. Morgunblaðið/Arnaldur st með framherjanum. aði si UNGMENNALIÐ kvenna í knatt- spyrnu, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, beið í gær lægri hlut fyrir Þýskalandi 4:0 í öðrum leik sínum á opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Finnlandi. Ísland er því án stiga eftir tvo leiki en fyrsti leik- urinn tapaðist einnig 4:0 en þá var leikið gegn Norðmönnum. Íslenska liðið leikur á föstudag gegn Svíum, sem gerðu jafntefli við Þjóðverja 1:1 en töpuðu fyrir Norðmönnum í gær 3:1. Markalaust var í hálfleik gegn Þjóðverjum og komst Ísland næst því að skora þegar skalli frá Dóru Maríu Lárusdóttur í þver- slána var varinn á 35. mínútu. En á upphafsmínútum síðari hálfleiks skoruðu þýsku stelpurnar tvívegis, eftir 58 sekúndna leik og aftur á 49. mínútum. Þýska liðið bætti við tveimur mörkum á 65. og 81. mín. Tap fyrir Þjóðverjum á opna NM í Finnlandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.