Morgunblaðið - 25.07.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.07.2002, Blaðsíða 4
Laun Eiðs Smára PETER Harrison, umboðs- maður Eiðs Smára Guðjohn- sen, sem fer með launakröfu- mál Eiðs, ber hann saman við besta og dýrasta leikmann Lundúnaliðsins – hollenska landsliðsmanninn Jimmy Floyd Hasselbaink, sem er með 8 millj. ísl. kr. í vikulaun, en vikulaun Eiðs Smára eru rúmlega 3,7 millj. ísl. kr. BRASILÍSKI knattspyrnukappinn Rivaldo, sem var leystur frá samn- ingi við Barcelona á dögunum, seg- ir að hann muni halda blaðamanna- fund á næstu dögum til að tilkynna með hvaða liði hann muni leika. Ri- valdo, sem er staddur í Brasilíu, segir að hann fari aftur til Evrópu. Rivaldo, sem hefur verið þekktur fyrir að fara oft sínar eigin leiðir, er talinn hafa gert stór mistök er hann sýndi mikinn leikaraskap í leik gegn Tyrklandi á HM – þegar hann greip um andlitið er hann fékk knöttinn í lærið. Það eru ekki mörg lið sem hafa áhuga á að fá hann til sín og þá ekki á þeim laun- um sem hann var með hjá Barce- lona – árslaun yfir 520 millj. ísl. kr., sem er rúmlega 43 millj. kr. á mán- uði, eða yfir tíu millj. kr. á viku. Hann hefur verið orðaður við mörg lið – síðast Leeds. Peter Rids- dale, stjórnarformaður Leeds, seg- ir að hann hafi fengið símhring- ingu frá umboðsmanni Rivaldos, sem sagði að Rivaldo hefði áhuga að koma og leika á Elland Road. „Eftir að ég ræddi við knatt- spyrnustjórann Terry Venables var ljóst að við viljum ekki fá Rivaldo. „Kröfur hans um laun er nokkuð sem við ráðum ekki við. Þá gerðum við okkur grein fyrir að það væri ekkert víst að hann félli inn í leik- mannahóp okkar og hvort ensk knattspyrna ætti við hann,“ sagði Ridsdale. Þess má geta að Venables, knatt- spyrnustjóri Leeds, er fyrrverandi þjálfari Barcelona og hefur því fylgst vel með framkomu Rivaldos í herbúðum liðsins. Luciano Moggi, stjórnarformað- ur Juventus, sagði í gær að liðið hefði ekki áhuga á að fá Rivaldo. Þau lið sem hafa verið nefnd sem líklegasti áningarstaður Rivaldos eru ítölsku liðin AC Milan og Lazio, en ef hann fer til þeirra verður hann að slá verulega af launakröf- um sínum, eins og leikmenn lið- anna hafa verið að gera að und- anförnu. Leeds vildi ekki Rivaldo  RICHARD Wright, 24 ára, vara- markvörður Arsenal, sem Lundúna- liðið keypti frá Ipswich á sex millj. punda fyrir ári, var seldur til Ever- ton í gær á 4,5 millj. punda. Hann mun leika sinn fyrsta leik með liðinu gegn Dunfermline á laugardaginn.  LEEDS lagði kínverska liðið Green Town FC að velli í æfinga- og keppnisferð sinni um Kína og Ástr- alíu, 5:1. 20 þús. áhorfendur sáu Harry Kewell skora fyrsta markið á 10 mín. og síðan bættu þeir Mark Vi- duka, Robbie Keane, Danny Mills og Robbie Fowler mörkum við.  LEE Bowyer, leikmaður Leeds, sem varð eftir í Englandi, er á förum til Ástralíu og hann mun funda með Terry Venables, knattspyrnustjóra liðsins, í Melbourne á þriðjudaginn, til að ræða um framtíð sína hjá Leeds, sem er tilbúið að bjóða Bow- yer fimm ára samning.  WAYNE Rooney, 16 ára gamall sóknarleikmaður hjá Everton, hefur skorað sjö mörk í æfingaleikjum liðsins að undanförnu – hann skoraði eitt mark í fyrsta leiknum, síðan þrjú og aftur þrjú mörk í leik gegn skoska liðinu Queen’s Park á þriðjudag, 6:0.  NKIRU Okosieme tryggði kvennalandsliði Nígeríu sigur á Englendingum í Norwich á þriðju- daginn, 1:0. Þá voru leikmenn Níg- eríu aðeins tíu, þar sem einn var rek- inn af leikvelli eftir að hafa fengið að sjá tvö gul spjöld. Englendingar mæta Íslendingum í tveimur leikj- um í undankeppni HM í september. Þess má geta að kvennalið Fulham vann Nígeríu í æfingaleik í sl. viku, 2:1.  ÞÝSKI landsliðsmaðurinn Car- sten Jancker, 27 ára, miðherji Bay- ern München, er genginn til liðs við Udinese á Ítalíu – kaupverð 256 millj. ísl. kr. Jancker skrifaði undir fjögurra ára samning í gær.  KEVIN Keegan, knattspyrnu- stjóri Manchester City, hefur til- kynnt að Ali Benarbia frá Alsír verði fyrirliði liðsins næsta keppn- istímabil. Þetta kom nokkuð á óvart, þar sem flestir reiknuðu með að markvörðurinn Peter Schmeichel myndi fá fyrirliðabandið.  WEST Ham hefur gert samning við Anton Ferdinand, 17 ára, bróður Rio, sem Man. Utd. keypti frá Leeds. Rio byrjaði einnig sinn atvinnu- mannaferil hjá West Ham. Anton er sagður geysilegt efni og talið að bróðir hans eigi eftir að falla í skugga hans í framtíðinni. Hann er varnarmaður eins og stóri bróðir og leikur sinn fyrsta leik með aðalliði West Ham gegn Leyton Orient á morgun.  ÞRJÁR af helstu stjörnum ítalska liðsins Inter, Ronaldo, Christian Vi- eri og Alvaro Recoba, segjast vera tilbúnar að lækka laun sinn nokkuð til þess að koma til móts við forráða- menn félagsins sem hyggjast spara í rekstri þess á næstu leiktíð.  FORRÁÐAMENN argentínska knattspyrnusambandsins hafa ákveðið að snúa sér á ný til Marcelo Bielsa og óska eftir að hann verði áfram með landsliðið. Bielsa ákvað að segja starfi sínu lausu eftir HM. Julio Grondona, formaður sam- bandsins, sagði í gær að leikmenn- irnir vildu einnig að Bielsa yrði áfram. „Við munum reyna að fá Bielsa til að breyta ákvörðun sinni.“  ÞÝSKI knattspyrnuþjálfarinn Winfried Schäfer, 52 ára, hefur ver- ið endurráðinn þjálfari landsliðs Ka- merún, þrátt fyrir að liðið náði sér ekki á strik undir hans stjórn á HM í Suður-Kóreu og Japan. Hann skrif- aði í gær undir tveggja ára samning.  BIRMINGHAM hefur hætt við að kaupa pólska landsliðsmanninn frá Nígeríu, Emmanuel Olisadebes, 23 ára, frá gríska liðinu Panathinaikos. FÓLK Nú er svo komið að forráðamönn-um tveggja fyrrgreindra liða hefur verið gefinn frestur til 29. júlí nk. til þess að koma lagi á fjármál sín, a.m.k. leggja fram gögn um hvernig þeir ætli að mæta vandanum þannig að félögin geti mætta þeim skuldbindingum sem þau hafa tekist á hendur. Lánist þeim það ekki eiga þau yfir höfði sér að vera dæmd úr keppni í efstu deild. Auk þessara tveggja stórliða úr efstu deild er fjárhagsstaða 2. deildar liðanna Fiorentina, Napoli, Messina, Palermo og Verona rústir einar. Þar sjá menn ekki til lands og óvíst hvort félögin geti tekið þátt í deildarkeppn- inni á næstu leiktíð nema að fjárhags- grundvöllur þeirra verði tryggður. Bæði lið AS Roma og Lazio eru al- menningshlutafélög og skráð á mark- að kauphallarinnar í Mílanó. Þar með er bágborin staða þeirra ekkert einkamál örfárra eigenda eða jafnvel eins manns eins og á tíðum getur ver- ið. Bæði félög hafa samþykkt að skera niður kostnað en hvernig það verður gert hefur ekki verið skýrt ennþá. Um leið og það verður gert óttast forráðamenn félaganna og stuðningsmenn að árangurinn versni. Á það vill enginn hætta. Þar með er líklegt að a.m.k. hnífur geti einhvers staðar staðið fastur í kú. Forseti Roma, Franco Sensi, vill opinberlega ekki gera of mikið úr stöðu félagsins. Hann segir að það hafi verið sett á svartan lista hjá ítalska knattspyrnusambandinu vegna þess að það neiti að leggja fram umbeðna tryggingu fyrir þátt- töku í deildarkeppninni. „Við neitum að borga þar sem okkur er ætlað að greiða þrisvar sinnum hærri upphæð en Mílanóliðunum, Inter og AC. Þar til við fáum skýringu á þessu borgum við ekkert,“ segir Sensi. Sergio Cragnotti, forseti Lazio, segist þegar hafa gert forráðamönn- um ítölsku deildarkeppninnar grein fyrir stöðu félagsins. Væntir hann þess að þar með fái Lazio að taka þátt í deildarkeppninni án frekari vand- kvæða. Margt bendir þó til að ekki séu öll kurl komin til grafar. Erfiðleikar á Spáni Á Spáni hefur sjö félögum í 2. deild verið settur stóllinn fyrir dyrnar þar til þau hafa gert upp ógreidd laun við leikmenn sína. Takist þeim ekki að greiða upp skuldir sínar eða semja um þær fyrir lok þessa mánaðar verða þau dæmd niður um deild. Eitt þeirra félaga sem á í miklum vanda vegna skulda er Las Palmas sem Þórður Guðjónsson var á mála hjá um tíma. Staða þess er svo slæm að talað er um að Kanaríeyjaliðið rambi á barmi gjaldþrots. Vandi margra smærri liða er mikill en einnig er farið að sverfa að hjá stóru félögunum sem hafa spennt bogann hátt á síðustu árum. Þrátt fyrir mikla hækkun tekna, einkum frá sölu sýningarréttar til sjónvarps- stöðva, er ljóst að allflest knatt- spyrnulið í Evrópu hafa eytt talsvert um fram efni á sama tíma. Ástæðan er einfaldlega sú laun leikmanna hafa hækkað meira en sem nemur tekju- aukningu liðanna og síðast en ekki síst þá hefur verð á leikmönnum hækkað stórkostlega. Á leiktíðinni 2000 til 2001 voru félög í efstu deild ítölsku knattspyrnunnar rekin með samtals 60 milljarða króna tapi. Stað- an að lokinni síðustu leiktíð liggur ekki fyrir en ósennilegt er talið að hún hafi skánað. Ef marka má fregn- ir frá Spáni, Englandi og Þýskalandi drýpur smjörið ekki lengur af hverju strái á knattspyrnuvöllum. Vandi knattspyrnuliða er fyrir hendi í fleiri löndum Evrópu. Vart verður litið fram hjá því að framundan eru tímar sparnaðar og niðurskurðar, en síðast en ekki síst er kominn tími til að leik- menn og forráðamenn félaga komi niður á jörðina og átti sig á því að uppspretta peninganna er ekki óþrjótandi og hluti góðærisins, sem ríkt hefur í knattspyrnuheiminum, var byggður á sandi. Fréttir af fjárhagserfiðleikum liða daglegt brauð Roma og Lazio settur stóllinn fyrir dyrnar ÞAÐ er víðar en á Englandi farið að sverfa að fjárhag knatt- spyrnufélaga. Á Ítalíu og Spáni standa mörg félög höllum fæti og í þeirra hópi eru m.a. þekkt og stór félög eins og fyrrverandi meistaralið Ítalíu AS Roma og Lazio. Þessi tvö félög eru meðal þeirra sem reist hafa sér hurð- arás um öxl í keppninni um frama á iðagrænum knatt- spyrnuvöllum Ítalíu á undan- förnum árum. AP Rivaldo og Roberto Carlos, leikmaður með Real Madrid, fagna á HM. Vikulaun þeirra eru ekki undir tíu millj. ísl. kr. Ívar Benediktsson tók saman SVONA til að gefa lesendum smá nasaþef af því hvað föst laun varnarmannsins Rio Ferdinand hjá Manchester United eru, eftir að hann var keyptur frá Leeds – fyrir utan ýmsar aðrar tekjur, koma hér nokkar tölur.  Rio er með 9,4 millj. ísl. kr. í vikulaun.  Rio er með 1,34 millj. ísl. kr. á dag.  Rio fær greiddar 55.878 þúsund ísl., kr. fyrir klukkustund allan sólarhringinn.  Rio er með 938 kr. á mínútu. Þó að laun Rio séu há er David Beckham með hærri laun hjá Man. Utd., eða 13,4 millj. kr. á viku. Laun Ferdinand

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.