Morgunblaðið - 25.07.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.07.2002, Blaðsíða 2
KNATTSPYRNA 2 C FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hið árlega hraðmót í knattspyrnu, VP mótið, verður haldið á Víkurvelli í Vík í Mýrdal laugardaginn 10. ágúst Mótið hefst kl. 12.00. Leikinn er 7 manna bolti, hámark 12 í liði. Skráningargjald er kr. 15.000 og greiðist á staðnum áður en keppni hefst. Skráningar þurfa að hafa borist fyrir fimmtudaginn 8. ágúst á usvs@mmedia.is, í síma 864 9579, 487 1161, Þorgerður, eða í síma 847 1857, Atli. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu USVS, www.usvs.is. USVS og Víkurprjón ehf. Laugardaginn 27. júlí Nesvöllur Minningarmót Óskars H. Friðþjófssonar. 18 holu höggleikur. Verðlaun 1., 2. og 3. sæti m/án forgjafar Nándarverðlaun á 2/11 og 5/14 holu. Dregið úr skorkortum í mótslok. Ræst er út frá 8.00-10.00 og 13.00-15.00 Þátttökugjald 2.500 kr. Skráning á golf.is og í síma 561 1930 KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Símadeild: Laugardalur: Fram - Grindavík ..........19.15 Keflavík: Keflavík - ÍBV .......................19.15 2. deild karla: Leiknisv.: Leiknir R. - Skallagrímur........20 3. deild karla: Djúpivogur: Neisti D. - Hug./Höttur........20 1. deild kvenna B: Fáskrúðsf.: Leiknir F. - Sindri .................20 Í KVÖLD ÚRSLIT KNATTSPYRNA ÍA - Zeljeznicar 0:1 Akranes, 1. umferð í forkeppni Meist- aradeildar Evrópu, seinni leikur, mið- vikudagur 24. júlí 2002. Aðstæður: Suðaustan strekkingur, blautt og 10 stiga hiti. Mark Zeljeznicar: Almir Gredic 32. Dómari: Romans Lajuks, Lettlandi. Áhorfendur: Um 400. Skot að marki: ÍA 9 (4) - Zeljeznicar 9 (3) Hornspyrnur: ÍA 4 - Zeljeznicar 12 Rangstaða: ÍA 5 - Zeljeznicar 5. Lið ÍA: Ólafur Þór Gunnarsson - Stur- laugur Haraldsson (Guðjón Sveinsson 54.), Gunnlaugur Jónsson, Reynir Leós- son, Andri Karlvelsson - Ellert Jón Björnsson, Pálmi Haraldsson (Jón Þór Hauksson 66.), Grétar Rafn Steinsson - Bjarki Gunnlaugsson (Garðar Gunnlaugs- son 46.), Hjörtur Hjartarson, Kári Steinn Reynisson. Lið Zeljeznicar: Miroslav Kruzik - Adin Mulaosmanovic, Edis Mulalic, Haris Ali- hodzic, Sead Seferovic - Bulend Biscevic (Sanjin Megsic 81.), Denis Karic, Almir Gredic, Sergeij Tica (Dacibor Silic 63.), Almir Cosic (Emir Hadzic 76.) - Jure Guvo. Aðrir leikir Feitletruð lið áfram, samanlögð úrslit innan sviga: Zhenis Astana - Sherif Tiraspol ..3:2 (4:4) Pyunik - Tampere United.............2:0 (6:0) Belshina - Portadown ....................3:2 (3:2) Vardar - Dudelange.......................3:0 (4:1) Tirana - FBK Kaunas ...................0:0 (3:2) Apoel Nicosia - Flora Tallinn.......1:0 (1:0) B36 Þórshöfn - Torpedo Kutaisi..0:1 (2:6) Barry Town - Skonto Riga ...........0:1 (0:6) Shelbourne - FC Hibernians.........0:1 (2:3) Þýskaland Deildarbikarkeppnin: Bayer Leverkusen - Werder Bremen..1:0 Zoltan Sebescen 63. mín.  Leverkusen mætir Schalke í undan- úrslitum Í hinum undanúrslitaleiknum mætir Dortmund sigurvegaranum úr við- ureign Bayern Munchen og Herthu Berl- ín. Ég held þetta sé afleiðing þessmikla þrýstings sem er kom- inn á félögin um að ná árangri. Svo er þetta líka spurning um peninga allt saman. Nærtækasta dæmið er til dæmis hjá okkur. Lillestrøm fékk Heiðar Helguson fyrir tiltölu- lega litla peninga og seldi hann svo til Englands fyrir um 20 milljónir norskar. Sama má segja um Ástr- alann Clayton Zane sem við keypt- um fyrir ágætt verð frá Molde en hann er síðan seldur til Anderlecht fyrir tæpar 20 milljónir. Félögin sjá að það er möguleiki að fá peninga út úr þessu og freistast því til að reyna þó svo að það fylgi þessu auðvitað áhætta því það standa ekki allir undir því að verða góð söluvara,“ segir Logi. Hann segist sammála því að norskir leikmenn séu verðlagðir allt of hátt. „Það sést til dæmis á því að fáir norskir leikmenn voru seldir til útlanda eftir síðasta keppnistímabil og það held ég að sé fyrst og fremst vegna þess hversu mikið þeir kosta.“ Logi segir það allra hag að verð á leikmönnum sé ekki of hátt, heldur sé samið þannig að móð- urfélagið fái hlut af næstu sölu, komi til hennar. „Það góða við að peningarnir eru að minnka í knatt- spyrnunni á ný er að þá leggja fé- lögin meiri rækt við og áherslu á að búa til góða leikmenn innan fé- laganna. Landslagið hefur breyst gríðar- lega í Noregi og raunar um alla Evrópu. Fyrir nokkrum árum voru leikmenn keyptir fyrir lægra verð og til þess að gera þá að betri knattspyrnumönnum. Nú er verðið hærra og leikmenn verða að vera nógu góðir þegar þeir koma til fé- laganna, það er enginn tími til að gera þá að betri leikmönnum áður en þeir komast í liðið,“ segir Logi. Hann segir erlenda leikmenn ekki draga úr aðsókn, þvert á móti, þeir séu margir hverjir mjög vinsælir meðal stuðningsmanna fé- laganna. „Það er þó alveg ljóst að það er erfitt að vera erlendur leik- maður í Noregi því að til þeirra eru gerðar miklar kröfur. Þeir verða að vera betri en norskir leik- menn til þess að vera samþykktir,“ sagði aðstoðarþjálfari Lillestrøm. Logi Ólafsson, þjálfari Lillestrøm, um erlenda leikmenn í Noregi Þrýst á um árangur „ÉG veit eiginlega ekki hvað skal segja um þetta, því þetta er nokk- uð tvíbent,“ sagði Logi Ólafsson, aðstoðarþjálfari norska liðsins Lillestrøm, í samtali við Morgunblaðið vegna umræðunnar um fjölda erlendra leikmanna í efstu deild þar í landi. Heimamenn hófu leikinn undanstrekkingnum og hafi þeir ein- hvern tíma haft trú á að þeir ættu möguleika á að kom- ast áfram þá sást það varla á leik þeirra. Byrjunin var þó allt í lagi, Sturlaugur Har- aldsson átti fínt langtskot á 11. mín- útu sem markvörðurinn varði en hélt ekki boltanum. Hann var þó sneggri en Hjörtur Hjartarson og náði að handsama knöttinn áður en illa fór. Besti maður vallarins, Almir Gre- dic (nr. 9) átti mjög gott skot frá víta- teig á 23. mínútu en Ólafur Þór mark- vörður varði vel. Sex mínútum síðar fékk Kári Steinn Reynisson besta færi leiksins, fékk boltann á markteigshorni vinstra megin en hitti hann ekki nægilega vel, hefði ef til vill átt að nota hægri fótinn, og skot hans fór rétt framhjá markstöng gestanna. Það er aldrei að vita hvað hefði gerst ef Kári Steinn hefði skorað en þess í stað var það Almir Gredic sem skoraði á 32. mínútu. Boltinn var sendur af vinstri kanti, hátt í loft upp á móti vindinum. Ólafur Þór ætlaði út á móti til að handsama boltann en vindurinn stöðvaði hann í loftinu, Ólafur hikaði og bakkaði en Gredic spyrnti viðstöðulaust yfir Ólaf og í markið. Rúmlega 40 bosnískir áhorf- endur fögnuðu innilega og kveiktu á blysi í tilefni marksins. Þar með má segja að allur vindur hafi verið úr heimamönnum enda hefði leikur þeirra þurft að taka virki- legum stakkaskiptum til að liðinu tækist að gera fimm mörk. Um síðari hálfleik er best að hafa sem fæst orð því hann var einn sá leiðinlegasti sem undirritaður hefur séð hér á landi lengi. Skagamenn komust frá leiknum eins og þeir virtust vilja, án þess að meiðast og án þess að leggja allt of mikið á sig. Hjá þeim var Gunnlaugur lengstum sterkur í vörninni, Hjörtur líflegur frammi og Garðar lífgaði verulega upp á leik liðsins eftir að hann skipti við Bjarka bróður sinn í leikhléi. Gestirnir virkuðu þungir enda er mánuður þar til deildarkeppnin hefst hjá þeim. Leikmenn eru þó flestir færir með knöttinn og létu hann ganga manna á milli enda þremur mörkum yfir við komuna til landsins. Bestu menn þeirra voru Gredic (nr.9), Bicevic (nr.2), Alihodzic (nr.5) og varamaðurinn Silic (nr.10). Ætluðum að skora snemma „Þetta fór nú ekki alveg eins og við vonuðumst til. Þeir komu að því er virtist værukærir til leiks og ætluðu að halda fengnum hlut og komast sem léttast frá leiknum,“ sagði Gunn- laugur Jónsson, fyrirliði Skaga- manna, eftir leikinn. „Við lögðum í hann með það að markmiði að skora snemma en það tókst því miður ekki þó svo við fengj- um færi til þess. Eftir að þeir skoruðu var ljóst að við urðum að gera fimm mörk og þar sem það er mjög erfiður leikur í deildinni á laugardaginn var talað um það í hálfleik að komast frá leiknum með sæmd. Ég hefði nú samt viljað fá eitt mark frá okkur, við feng- um tækifæri til þess,“ sagði Gunn- laugur. Hann sagði leikinn talsvert öðru- vísi ákveð mjög að þa tveim um v þanni þá,“ s E Lo norsk með liðið m umfer ir sko Skagi mark byrja breyt Mé um k vinna lega n á von í fyrr eru „ fram Þa gengi koma andlit ingar áfram Hjörtur Hjartarson á fullri ferð og varnarmaðurinn Edis Mulalic fylgis Fátt sem ylja á Akranes ÞAÐ var hálf napurt á Akranesi í gærkvöldi þegar ÍA tók á móti bosníska liðinu Zeljeznicar í síðari leik liðanna í forkeppni Meist- aradeildar Evrópu. Leikmenn liðanna náðu ekki að ylja þeim fáu áhorfendum sem lögðu leið sína á völlinn að þessu sinni og virtust Skagamenn með hugann að einhverju leyti við deildarleikinn við KR um helgina. Gestirnir höfðu betur, gerðu eina mark leiksins í fyrri hálfleik og unnu því samanlagt 4:0. Skúli Unnar Sveinsson skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.