Morgunblaðið - 25.07.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.07.2002, Blaðsíða 1
2002  FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A ÍSLAND MÆTIR ÁSTRALÍU Í FYRSTA LEIK Á HM Í PORTÚGAL / C3 UMBOÐSMAÐUR Hermanns Hreiðarssonar, knattspyrnumanns hjá Ipswich Town, segir á helstu stuðningsmannasíðu félagsins að Her- mann sé að öllum líkindum á förum frá félag- inu. Umboðsmaðurinn, Peter Harrison, er sá sami og fer með mál Eiðs Smára Guðjohnsens. Hann vakti athygli í vikunni er hann úttalaði sig um mál Eiðs í fjölmiðlum þar ytra. Haft er eftir Harrison að nokkur úrvalsdeildarlið í Englandi hafi áhuga á Hermanni enda hafi hann sannað sig í úrvalsdeildinni. Hann telur það Hermanni sérstaklega til tekna að geta leikið bæði sem vinstri bakvörður og sem mið- vörður því skortur sé á örvfættum leikmönnum. Harrisson segir að rólegt hafi verið yfir leik- mannamarkaðnum að undanförnu en meira fjör sé í vændum í ágúst þar sem frestur til þess að ganga til liðs við ensk félög renni út 1. sept. Hermann sagður vera á förum Molde er með flesta erlenda leik-menn innan sinna raða, átta talsins, og þar eru þrír Íslendingar, Andri Sigþórsson, Bjarni Þorsteins- son og Ólafur Stígsson. Lilleström, Lyn og Start koma þar á eftir með sjö erlenda leikmenn hvert félag. Fjórir Íslendingar leika með Lille- ström auk þess sem Logi Ólafsson er aðstoðarþjálfari þar. Davíð Þór Við- arsson, Gylfi Einarsson, Indriði Sig- urðsson og Ríkharður Daðason leika með Lillestöm. Tveir íslenskir leikmenn eru í röð- um Lyn, Helgi Sigurðsson og Jóhann Birnir Guðmundsson. Sex erlendir leikmenn eru á mála hjá Bryne og fimm hjá Stabæk og Viking, en Marel Baldvinsson og Tryggvi Guðmundsson eru með Sta- bæk og Hannes Þ. Sigurðsson hjá Viking. Moss og Odd Grenland hafa fjóra erlenda leikmenn hvort félag og Vålerenga þrjá. Brann, sem Teitur Þórðarson þjálfar, var með tvo er- lenda leikmenn í upphafi tímabils en hefur bætt tveimur við síðan. Árni Gautur Arason er annar tveggja erlendra leikmanna hjá Ros- enborg og Bodö/Glimt og Sogndal hafa aðeins einn erlendan leikmann á sínum snærum. Erlendu leikmönnunum hefur fjölgað um tvo frá því í upphafi tíma- bilsins og eru því 64 nú um stundir. Fjórtán lið leika í efstu deild og þró- unin virðist vera sú að erlendum leik- mönnum fjölgar stöðugt. Fyrir síð- asta leiktímabil voru 55 erlendir leikmenn, 1997 voru þeir 20 og fimm árum þar á undan tólf. Helsta ástæða þessa er að félögin telja sig kaupa gæði fyrir tiltölulega lítið fé. Þeir sem eru á móti þessari þróun, eins og til dæmis Björn Han- sen, landsliðsþjálfari 19 ára liðs Norðmanna, segja að ungu strák- arnir fái ekki nægilega góð tækifæri til að þróast og þroskast ef erlendir leikmenn taki alltaf stöður þeirra. Teitur Þórðarson, þjálfari Brann, keypti nýverið Alonso Solis frá Kosta Ríku og Nkosinathi Nhleko frá S- Afríku, en hann telur að séu of marg- ir erlendir leikmenn í liðunum skapi það vandamál, áhorfendur samsami sig ekki liðinu og snúi baki við liðinu sínu. „Ég held að 70–30% skipting sé ágæt, 70% norskir og 30% erlendir, en því miður er slíkt ekki alltaf mögulegt þegar barist er í efstu deild,“ segir Teitur. „Þegar við urð- um að fá arftaka Thorstein Helstad höfðum við hreinlega ekki efni á að kaupa leikmann hér í Noregi. Það var alveg út úr myndinni að greiða 10 milljónir fyrir Bent Sæternes,“ segir Teitur. Hann er sammála þjálfara U-19 ára liðsins varðandi tækifæri ungra leikmanna. „En þetta er ekki erlendu leikmönnunum að kenna. Félögin hafa ekki verið nægilega dugleg að gefa ungum leikmönnum tækifæri til að þroskast,“ bendir Teitur á. Arne Erlandsen, þjálfari Lille- ström, hefur verið iðinn við að fá er- lenda leikmenn til félagsins. „Sjálf- sagt ættum við að óska þess að við værum með fleiri leikmenn héðan úr nágrenninu eða frá Noregi, en norsk félög verðleggja leikmenn allt of hátt. Það er slæmt að þetta skuli vera svona en við getum ekki greitt millj- ónir króna fyrir norska leikmenn,“ segir þjálfarinn. Lilleström hefur lengi haft er- lenda leikmenn í þjónustu sinni og má þar nefna Dennis Schiller, Heiðar Helguson, Mamadou Diallo og Clay- ton Zane, sem allir voru miklir markaskorar í norsku deildinni. Erlandsen er ekki samþykkur því að fjöldi erlendra leikmanna komi í veg fyrir að ungir norskir leikmenn fái tækifæri með liðunum og hann telur að erlendu leikmennirnir dragi ekki úr áhuga stuðningsmanna félag- anna. „Áhorfendum fjölgar á leikina. Til langs tíma litið getur þetta kanski verið hættulegt, en í augnablikinu stenst það ekki að áhugi stuðnings- manna minnki,“ segir Erlandsen. Útlendingar fjölmennir í Noregi ■ Þrýst á um … / C2 ERLENDIR leikmenn í efstu deildinni í norsku knattspyrnunni hafa aldrei verið fleiri en í ár. Þegar deildin hófst voru þeir 62 talsins, fimm sinnum fleiri en fyrir áratug þegar þeir voru tólf. Þessir leik- menn koma frá 16 löndum, flestir, 18 talsins, frá Svíþjóð en þar á eftir koma Íslendingar en þeir eru 13 í efstu deildinni. Morgunblaðið/Arnaldur Kári Steinn Reynisson í baráttu við Sead Seferovic. Skagamenn töpuðu fyrir Zeljeznicar frá Bosníu og eru úr leik í Evrópukeppninni. Allt um leikinn á síðu C2. ALEX Smith, knatt- spyrnustjóri skoska úrvalsdeildarfélags- ins Dundee United, er mjög spenntur fyrir því að fá Arnar Gunnlaugsson í sínar raðir. Smith sagði í viðtali við dagblaðið Dundee Courier, sem birtist í dag, að hann hefði trú á að Arnar gæti styrkt lið sitt verulega. „Þegar mér var bent á Arnar mundi ég strax eftir honum úr leikjum Raith Ro- vers við Akranes í Evrópukeppn- inni fyrir nokkrum árum. Ef Arn- ar er sami leikmaður í dag og hann var fyrir tveimur árum er engin spurning að hann getur nýst okkur mjög vel. Arnar er afar skapandi leikmaður og hann getur bæði spilað á vinstri kantinum og fyrir aftan sóknarmennina, en það myndi henta okkur mjög vel á næsta tímabili,“ sagði Smith. Hann staðfesti ennfremur að hann hefði fylgst mjög náið með Arnari Grétarssyni hjá Lokeren und- anfarna mánuði. Áður hafði komið fram að hann væri með leikmann í Belgíu í sigtinu um nokkurt skeið. Smith sagði að fyrst Arnar Gunn- laugsson væri kom- inn inn í myndina væri ólíklegt að reynt yrði að fá Arnar Grétarsson til félagsins að svo stöddu. Hann væri samningsbundinn Lokeren og því þyrfti að kaupa hann þaðan og félagið hefði ekki ráð á því eins og staðan væri í dag. Arnar Gunnlaugsson er vænt- anlegur til Skotlands í dag og hann mun leika æfingaleik með Dundee United gegn Alloa Athle- tic í kvöld. Á laugardaginn fer hann síðan með liðinu til Englands þar sem það mætir enska 1. deild- arfélaginu Coventry á Highfield Road. Arnar Gunnlaugsson æfir og leikur með Dundee United í Skotlandi Smith spenntur fyrir Arnari Arnar Gunnlaugsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.