Morgunblaðið - 07.08.2002, Page 1
2002 MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST BLAÐ B
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
FJÓRTÁN MEISTARAR MÆTA TIL LEIKS / B4
ÍSLANDSMEISTARAR KR í körfuknattleik
kvenna hafa fengið góðan liðstyrk fyrir
komandi tímabil því Hanna Kjartansdóttir
hefur ákveðið að ganga til liðs við Vest-
urbæjarliðið á nýjan leik. Hanna lék síðasta
vetur með Skjold/Stevnsgade í Danmörku,
þar sem hún varð bikarmeistari, en hún lék
þar á undan með KR-ingum og var í sig-
ursælu liði þeirra sem vann alla þá titla sem
í boði voru tímabilið 2000–01. Koma Hönnu
til KR eru góðar fréttir fyrir Vesturbæj-
arliðið, þar sem tveir af máttarstólpum þess
undanfarin ár, Guðbjörg Norðfjörð og Krist-
ín Jónsdóttir, verða ekki með í vetur – Guð-
björg hefur lagt skóna á hilluna og Kristín
hyggur á nám í Bandaríkjunum.
Hanna til
liðs við KR
EIÐUR Smári Guðjohnsen, knatt-
spyrnumaður hjá Chelsea, hefur
ekki getað tekið þátt í undirbúnings-
leikjum liðsins fyrir komandi leiktíð
vegna meiðsla, en hann hefur að
undanförnu reynt að vinna bug á
bólgu við hnéskel.
Eiður var frá allan júlímánuð
vegna meiðslanna en er óðum að ná
sér. Hann er farinn að skokka en er
ekki byrjaður að æfa með liðinu. Það
má því telja ólíklegt að hann verði
klár í slaginn í fyrstu leikjum
Chelsea á nýrri leiktíð í ensku knatt-
spyrnunni. Liðið leikur við Charlton
Athletic á útivelli í fyrstu umferð 17.
ágúst og mætir svo Manchester
United á heimavelli sínum, Stamford
Bridge, sex dögum síðar, á föstu-
dagskvöldi, sem er mjög óvenjulegur
leiktími í ensku úrvalsdeildinni.
Nafn Eiðs Smára hefur mikið verið í
enskum blöðum upp á síðkastið en
ítrekað hafa komið fréttir um að
hann sé á förum frá félaginu.
Claudio Ranieri, knattspyrnu-
stjóri Chelsea, vill ekki missa Eið úr
sínu liði og er mjög bjartsýnn á að
geta haldið honum í herbúðum
Chelsea. Ranieri sagði eftir 5:1sigur
Chelsea á Aldershot í fyrrakvöld að
Eiður Smári vildi vera um kyrrt.
„Ég veit að Eiður vill vera áfram
hjá Chelsea. Ég er ánægður með
hann, hann er ánægður, svo ég held
að hann verði áfram hjá Chelsea,“
sagði Ranieri í samtali við Skysport-
fréttastofuna.
Ranieri
bjartsýnn
á að halda
Eiði Smára
ENSKA 1. deildarliðið Ipswich
Town, lið Hermanns Hreiðars-
sonar, hefur sýnt Hjálmari
Þórarinssyni, leikmanni Þrótt-
ar og U-17 ára landsliðsins í
knattspyrnu, áhuga að því er
fram kemur á netmiðlinum riv-
als.net. Útsendari félagsins
mun hafa fylgst með Hjálmari í
leik með U-17 ára landsliðinu á
opna Norðurlandamótinu sem
lauk í Svíþjóð um síðustu helgi,
þar sem Íslendingar urðu efstir
af norrænu liðunum. Hjálmar
er 16 ára og er klárlega í hópi
efnilegustu knattspyrnumanna
landsins.
Ipswich
sýnir Hjálm-
ari áhuga
Bæði Haukar og Grótta/KR eigaheimaleikinn fyrst og eiga
fyrri leikirnir að fara fram 5. eða 6.
október og síðari leikirnir viku síð-
ar.
Haukar hafa á undanförnum ár-
um staðið sig hreint frábærlega vel
á Evrópumótunum og skemmst er
að minnast þess þegar liðið komst í
undanúrslit EHF-keppninnar fyrir
tveimur árum þar sem liðið var
naumlega slegið út af króatíska lið-
inu Metkovic Jambo. Viggó Sigurðs-
son, þjálfari Haukanna, var mjög
sáttur við andstæðinga sinna manna
þegar Morgunblaðið leitaði álits hjá
honum um dráttinn í gær.
Ætlum okkur langt
„Ég get ekki verið annað en mjög
sáttur. Við fréttum það að vísu rétt
áður en dregið var að drátturinn var
svæðaskiptur svo við vissum að við
mundum ekki fá óheppilega mót-
herja upp á mikinn kostnað að gera.
Kýpur er vænlegur kostur og það
má segja að heppni okkar Hauk-
anna hvað Evrópudráttinn varðar
haldi áfram,“ sagði Viggó.
„Á þessari stundu vitum við ekk-
ert um þetta lið en það má vel reikna
með því að einhverjir Rússar eða
Júgóslavar séu í þeirra herbúðum.
Það er ekki spurning í mínum huga
að við eigum að ryðja þessu liði úr
vegi okkar og það er sami metn-
aðurinn og áður hjá okkur. Við ætl-
um okkur langt í keppninni,“ sagði
Viggó ennfremur.
Viggó segir að undirbúningurinn
fyrir ástök vetrarins gangi vel en
Haukarnir hófu æfingar 25. júlí og
hafa æft mjög stíft að hans sögn.
Ljóst er að Gróttu/KR bíður erfitt
og kostnaðarsamt ferðalag og and-
stæðingurinn líklega nokkuð öflug-
ur enda á handknattleikur sér
sterka hefð á þessum slóðum. Ágúst
Jóhannsson, þjálfari Gróttu/KR, var
ekki mjög hress með dráttinn þegar
Morgunblaðið náði tali af honum í
gær.
„Nei, það er ekki hægt að segja að
þetta hafi verið draumadráttur. Það
fyrsta sem maður horfir í er að þetta
verður erfitt og langt ferðalag og
örugglega dýrt og í öðru lagi getur
reynst mjög erfitt að afla sér upp-
lýsinga um styrk þessa liðs. Ég mun
að sjálfsögðu reyna að finna eitt-
hvað um liðið og vonandi getur Ro-
land, markvörður Vals, veitt okkur
einhverja hjálp. Þetta verður erfitt
en við förum í þessa keppni fullir af
tilhlökkun. Það er mikill metnaður í
strákunum, þeir hafa lagt hart að
sér við söfnun til að vera með í Evr-
ópukeppninni og að sjálfögðu er
stefnan sú að komast lengra í
keppninni,“ sagði Ágúst.
Ágúst segir að undirbúningur fyr-
ir komandi tímabil gangi vel, Einar
Baldvin Árnason sé byrjaður að
nýju eftir erfið meiðsl og vel líti út
með Lettann Danis Tarankanovs en
hann missti nánast af öllu tímabilinu
í fyrra þar sem hann sleit krossbönd
í hné.
Grótta/KR hafði ekki
heppnina með sér
TVÖ íslensk félagslið voru í hattinum þegar dregið var til annarrar
umferðar á Evrópumótunum í handknattleik í höfuðstöðvum evr-
ópska handknattleikssambandsins í Vín í Austurríki í gær. Bikar-
meistarar Hauka höfðu heppnina með sér enn einn ganginn en þeir
drógust á móti Youth Union Strovolos frá Kýpur í Evrópukeppni bik-
arhafa. Grótta/KR, sem tekur þátt í Evrópukeppni í fyrsta sinn í
sögu félagsins, var óheppið með sinn drátt en liðið mætir
Switlotechnik Brovary frá Úkraínu í Áskorendakeppninni.
PAULA Radcliffe frá Bretlandi
gerði sér lítið fyrir og bætti 16 ára
gamalt Evrópumet Ingridar Krist-
iansen í 10.000 metra hlaupi á Evr-
ópumótinu í frjálsum íþróttum sem
hófst í München í Þýskalandi í gær.
Radcliffe kom í mark á 30:01,09
mínútum og bætti Evrópumetið um
tæpar 13 sekúndur. Þetta var um
leið fyrsti sigur Radcliffe á stórmóti
en hún hafnaði í fjórða sæti í þess-
ari grein á Ólympíuleikunum í
Sydney fyrir tveimur árum.
Í kúluvarpi karla var Úkraínu-
maðurinn Júfí Bilonog krýndur
Evrópumeistari en sigurkast hans
mældist 21,37 metrar. Silfurverð-
launin féllu Dananum Joachim Ol-
sen í skaut en hann varpaði kúlunni
21,16 metra. Heimamaðurinn Ralf
Bartels hlaut bronsið með kast upp
á 20,58 metra.
Spánverjinn Francisco Fern-
andez vann fyrstu gullverðlaunin á
Evrópumótinu þegar hann kom
fyrstur í mark í 20 km göngu.
Reuters
Paula Radcliffe sést hér fagna sigri sínum í 10.000 metra hlaupi á Evrópumótinu í frjálsum íþrótt-
um sem hófst í München í gær. Radcliffe kom í mark á nýju Evrópumeti, 30:01,09 mínútum.
Evrópu-
met hjá
Radcliffe