Morgunblaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2002 C 3 Verkefnasjóður Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands auglýsir hér með til umsóknar styrki fyrir íþróttaþjálfara til að kynna sér þjálfun erlendis. Veittir verða 8 styrkir, hver að upphæð kr. 50.000. Við úthlutun verður leitast við að styrkja sem flestar íþróttagreinar. Þjálfarar hvers kyns hópa (afreksmanna, barna og unglinga o.s.frv.) koma jafnt til greina við úthlutun. Konur eru sérstaklega hvattar til að sækja um styrkina. Umsóknum með lýsingu á náms- og starfsferli, auk greinargóðrar lýsingar á fyrirhugaðri ráðstöfun styrksins og ávinningi íþróttahreyfingarinnar af henni, skal skilað til skrifstofu ÍSÍ, Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, fyrir fimmtudaginn 10. október nk. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á skrifstofu ÍSÍ, Íþróttamiðstöðinni Laugardal. Einnig á heimasíðu ÍSÍ www.isisport.is Þjálfarastyrkir ÍSÍ  JÓN Arnar Magnússon, Breiða- bliki, var valinn frjálsíþróttakarl ársins og Þórey Edda Elísdóttir, FH, frjálsíþróttakona ársins, á loka- hófi Frjálsíþróttasambandsins sem haldið var um síðustu helgi. Jón Arn- ar varð svo fyrir valinu sem frjáls- íþróttamaður ársins hjá FRÍ.  RAGNHEIÐUR Ólafsdóttir og Eggert Bogason voru valin þjálfarar ársins, Sigurbjörg Ólafsdóttir, Breiðabliki, fékk viðurkenningu fyr- ir mestu framfarir á árinu og Sveinn Margeirsson, Tindastóli, fékk bikar fyrir óvæntasta afrek ársins sem var sigur í 3000 metra hindrunarhlaupi í Evrópubikarkeppninni í Tallinn.  ENSKI landsliðsmaðurinn Steve McManaman, sem fór til Real Ma- drid frá Liverpool 1999, segir að hann komi aldrei til með að leika aft- ur fyrir Liverpool. „Ég er ánægður hjá Real Madrid, sem er besta lið heims. Það var það besta sem gat komið fyrir mig að gerast leikmaður með liðinu og ég vona að ég eigi eftir að vera mörg ár í Madrid,“ sagði McManaman.  ÞÝSKALAND og Svíþjóð gerðu jafntefli, 31:31, í vináttuleik sem fram fór í Hannover í Þýskalandi í fyrrakvöld að viðstöddum rúmlega 10.000 áhorfendum. Þessar sömu þjóðir áttust sem kunnugt er við í úr- slitaleik EM, þar sem Svíar fögnuðu sigri í framlengdum leik.  SVÍAR tefldu fram hálfgerðu ung- lingaliði en tíu af þeim leikmönnum sem fögnuðu Evrópumeistaratitlin- um voru fjarri góðu gamni, þar á meðal fyrirliðinn Stefan Lövgren og hinn mjög svo leikreyndi Staffan Olsson. Þjóðverjar voru hins vegar með sitt sterkasta lið.  MARTIN Boguist var markahæst- ur í liði Svía með 6 mörk og Kim Andersson skoraði 5 en báðir eru þeir af nýrri kynslóð sænskra hand- boltamanna. Hjá Þjóðverjum skor- aði Daniel Stephan 7 mörk og Flori- an Kehrman skoraði 6.  PATREKUR Jóhannesson hefur náð sér af veikindum sem hafa hrjáð hann upp á síðkastið. Patrekur gat ekki leikið af þeim sökum á móti Magdeburg um síðustu helgi þar sem Essen steinlá. Í samtali við Morgunblaðið sagðist Patrekur vera að braggast og hann yrði með á móti Wilhelmshavener um helgina.  NENAND Perunicic, stórskyttan í liði Magdeburg, verður frá næstu fjórar vikurnar vegna meiðsla sem hann hlaut í leiknum við Essen. FÓLK Hann er fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu sem lék 23 landsleiki fyrir Írland. Hann hóf feril sinn hjá Man. Utd en komst aldrei í liðið og gekk til liðs við Millwall þar sem hann lék lungann af ferlinum. Hann vakti mikla athygli fyrir bók sína „Only a game“ sem lýsir skrautlegri leiktíð hjá Millwall en hún kom út í lok áttunda áratugarins þegar Dunphy hafði lagt skóna á hilluna. Bókin var valin ein af fimm bestu fót- boltabókum aldarinnar í könnum The Times alda- mótaárið 2000 og ruddi braut- ina fyrir Dunphy inn í heim fjölmiðla en hann er í dag einn víðlesnasti blaðamaður Íra og m.a. höfund- ur metsölubók- ar um U2. Dunphy er kjaftfor, upp- reisnargjarn og harður í horn að taka og ein af æskuhetjum Keane. Keane var ekki fæddur fótboltamaður af guðs náð og Dunphy nær að magna upp spennu hjá les- andanum þegar við fylgjumst með strögglinu á hinum smá- vaxna Keane sem var hafnað af hverju félaginu á fætur öðru. Ekk- ert virtist bíða hans nema atvinnu- leysi og drykkjuvolæði á tímum mik- illa efnahagsþrenginga á Írlandi. En Keane gafst aldrei upp og þegar hann var 18 ára fékk hann annað tækifæri hjá Nottingham Forest sem hafði áður hafnað honum. Hlut- irnir gerðust ákaflega hratt og Keane þreytti frumraun sína hjá Forest gegn Liverpool á Anfield. Sagan af frumrauninni er dásamleg, Keane var fúll yfir því að hafa ein- ungis verið valinn á bekkinn hjá varaliðinu en fékk þó að spila í 10 mínútur. Morguninn eftir þegar hann mætti á æfingu var honum sagt að hann væri á leiðinni til Liverpool og ætti að taka takkaskóna með! Keane hélt að þetta væri kynning fyrir nýliða, leyfa ætti þeim að fylgj- ast með undirbúningi aðalliðsins fyr- ir stórleik. Þegar hann mætti í bún- ingsklefann vildi hann sýna hvað hann væri góður drengur og fór að hjálpa til við að taka til búninga handa leikmönnum. „Íri, hvað ertu að gera!“ kallaði Brian Clough til hans. „Hjálpa til,“ svaraði Keane. „Náðu þér þá í peysu númer sjö, þú átt að spila,“ svaraði Clough, sem að sögn Keane vissi ekki hvað Írinn ungi hét fyrr en eftir leikinn! Dilkadráttur Clough er stórmenni að mati Keane, en ein helsta skemmtun hans í bókinni er að draga menn í dilka. Er þessi dilkadráttur Keane mein- hæðinn og skemmtilega andstyggi- legur. Heiðursflokkinn hjá Keane fylla þeir menn sem búnir eru þeim mannkostum sem hann telur mest um verða; heiðarleika, vinnusemi, fagmennsku, hreinskilni og hóg- værð. Efstur í pýramída Keane trón- ir Alex Ferguson, en milli þeirra rík- ir sérstakt trúnaðarsamband. Aðrir framkvæmdastjórar eru miskunnar- laust bornir saman við Ferguson og felldir umsvifalaust á því prófi. Hann talar þó fallega um Clough þótt hann dragi ekkert úr takmörkunum hans. Af félögum hans hjá Forest fær Stuart Pearce hæstu einkunn og aðr- ir sem njóta velþóknunar eru Des Walker, Nigel Clough og Teddy Sheringham, sem Keane hrósar mjög sem leikmanni, og segir að þrátt fyrir að þeim hafi aldrei lynt saman hafi þeir aldrei látið það hafa áhrif á sig á leikvellinum. Af leikmönnum United fjallar Keane mest um þá sem léku með honum fyrstu árin og ljóst er að hann telur mikla eftirsjá að þeim tímum og mannskap. Engan þarf að undra að Bryan Robson, Steve Bruce og Eric Cantona eru goð í augum Keane og hann segist ekki hafa lært jafn mikið af nokkrum leikmönnum og þessum forverum sínum í fyrir- liðastöðunni hjá United. Þeir tóku hann undir verndarvæng sinn innan vallar sem utan og þrátt fyrir að Keane segist fagna þeirri auknu fag- mennsku sem nú sé komin í fótbolt- ann er ljóst að honum finnst sex- menningaklíka kórdrengjanna Beckham, Scholes, Butt, Giggs og Neville-bræðra heldur bragðdaufur félagsskapur samanborið við áður- nefnda herra. Þeir kölluðu ekki allt ömmu sína og Keane virðist sjá hressilegar drykkjuveislur þeirra í rósrauðum bjarma þótt bókin sé annars í hina röndina uppgjör Keane við áfengisdemóninn sem hann hefur átt erfitt með að hrista af sér. Ber- söglar lýsingar Keane af þeirri bar- áttu eru einkar athyglisverðar, sér- staklega ef maður lítur til kaflanna í bók Alex Ferguson, Managing my Life, þar sem hann lýsir þeirri tiltekt sem hann hafi ráðist í á Old Trafford til að brjóta upp drykkjukúltúrinn. Virðist sem Ferguson hafi ekki sagt þar alla söguna og látið nægja að tala um þetta vandamál í þátíð – vitna til fyrrverandi leikmanna en láta líta út sem svo að þetta væri nú eitthvað sem Keane & co. stunduðu ekki … Keane segir heldur fátt um núver- andi liðsfélaga sína á Old Trafford, en þó er ljóst að honum er mjög hlýtt til áðurnefndra sexmenninga auk þess sem hann lofar Solskjær, Veron og van Nistelrooy. Bestu ummælin fá þó Frakkarnir Laurent Blanc og Fabien Barthez, sem hann telur toppatvinnumenn; harða karla sem ekkert brjóti á. Blanc virðist vera sá leikmanna United sem Keane lítur mest upp til og ekki sýtir hann söl- una á Jaap Stam. Hollendingurinn hafi verið ákaflega viðkunnanlegur náungi, tryggur félaginu og vinsæll meðal leikmanna en þrátt fyrir hraða sinn og líkamsstyrk hafi Stam verið takmarkaður leikmaður, stað- setningar hans hafi verið afleitar og hann hafi skort slægð til að eiga við bestu framherjanna í boltanum. Ekki vantar „dissið“ Þeir eru ófáir sem fara í taugarnar á Roy Keane og kappinn fer á kost- um þegar hann tætir fræga kappa í sig. Hjá Keane snýst þetta allt um karakter, þá mannkosti sem fyrr voru taldir upp. Hann hefur þó sam- úð með leikmönnum sem fóru út af sporinu en voru góðir drengir; Lee Sharpe, Mark Bosnich, Dwight Yorke og Paul McGrath svo fáeinir séu nefndir. Stærilæti þolir hann ekki og fær Peter Schmeichel nokkr- ar meinhæðnar pillur fyrir mont og almenn leiðindi! Stjórn Man. Utd fær yfirhalningu fyrir hvernig þeir hafa staðið að samningamálum við leikmenn en þó ekki síst við aðra starfsmenn sem séu á lúsarlaunum hvort sem miðað er við ofurstjörn- urnar eða almennan vinnumarkað. Keane segir framkomu þeirra oft á tíðum algerlega ólíðandi og ekki sé lengra síðan en í sumar að þeir gerðu enn einu sinni í buxurnar; í þetta skiptið gagnvart þeim góða dreng Raimond Van der Gouw sem ekki hafi fengið samning sinn framlengd- ann þrátt fyrir fádæma hollustu og fagmennsku í gegnum árin. „Fót- boltinn er andstyggilegur bransi,“ segir Keane. Hin rómaða íslenska sókn! Áralangar deilur Keane við Írska knattspyrnusambandið taka mikið pláss í bókinni – alltof mikið verður að segjast því Keane virðist halda að hann sé í réttarsal þar sem leggja þurfi ýtarleg gögn fram máli sínu til stuðnings. Jack Charlton fær það óþvegið fyrir ófagmannleg vinnu- brögð en það er þó hátíð miðað við súpuna sem Keane hellir yfir arftaka hans Mick McCarthy, sem hann tel- ur hafa verið miðlungsleikmann sem orðið hafi miðlungsþjálfari. Það er að bera í bakkafullan lækinn að fjalla meira um áratugslanga orrustu kappanna en til gamans verður hér gripið niður í bókina þar sem Keane er að taka enn eitt dæmið um getu- leysi McCarthy. „Eftir að hafa misst af nokkrum leikjum var ég valinn til að spila gegn Íslandi á heimavelli í undan- keppni HM. McCarthy lét mig leika í stöðu aftasta varnarmanns … Við gerðum markalaust jafntefli. Mér tókst að stöðva hina rómuðu sókn Ís- lendinga. Okkur mistókst að komast í úrslitakeppni HM 1998 … ef við hefðum sigrað Ísland í Dublin hefð- um við komist í úrslitin.“ Þessi skemmtilega röksemda- færsla Keane er eins og margar aðr- ar í bókinni einkar sannfærandi og skemmtilega fram sett. En það er þó ekki rétt, að Írland hefði komist í úrslitakeppni HM, með sigri á Íslandi. Rúmenar voru efstir í riðlinum með 28 stig, Írar komu síðan með 18 stig. Þeir léku síðan aukaleiki um farseðilinn til Frakklands við Belgíumenn – gerðu jafntefli í Dublin, 1:1, en töpuðu í Brussel, 2:1. Einn í stríði gegn öllum Roy Keane er leikmaður sem ekki var fæddur með silfurskeið í munni og hefur unnið sig með ótrúlegri eljusemi upp í raðir fremstu íþrótta- manna heims. Það er þó ljóst að sömu kraftarnir og komu honum í fremstu röð hafa tætt hann í sundur sem einstakling. Blaðamaðurinn Sean O’Hagan náði fágætu og ein- lægu viðtali við Keane í Observer fyrr í haust. O’Hagan kemst að þeirri niðurstöðu að Keane telji sig standa fyrir utan mannlegt samfélag þegar komið er inn á knattspyrnuvöllinn. Hefðbundin siðferðislögmál gildi ekki lengur, aðeins þau lögmál karl- mennskunnar sem Keane hefur sett sér sjálfur. Johnny Giles, fyrrum landsliðsmaður Íra, kemst að sömu niðurstöðu í grein á Soccernet en segir að Keane sé ekki fyrsti leik- maðurinn til að týna sér inni á leik- vellinum, hann hafi sjálfur gert sig sekan um ýmislegt á sínum tíma sem sé svo fáránlegt að hann geti vart tal- að um það ógrátandi. „En ég var ekki fyrirliði stærsta félagsliðs í heimi með myndavél við hvert fótmál og Keane verður að taka ábyrgð á þeirri stöðu sem hann gegnir fyrr en seinna.“ Ekkert í ævisögu Keane bendir til þess að hann muni taka þessi orð landa síns til greina á næst- unni. Því miður fyrir þennan frá- bæra knattspyrnumann sem er kannski sá leikmaður í dag sem náð hefur að kreista mest út úr hæfileik- um sínum. Keane er að mörgu leyti eins og dæmigerður einstaklings- íþróttamaður sem er alltaf einn í stríði gegn öllum. Hnefaleikaþjálf- unin úr æsku kann að hafa haft áhrif þar á. Þeim mun meiri þversögn er þetta í ljósi þess að inni á vellinum er hann sennilega mesti „liðsspilari“ sem um getur í boltanum í dag. Stað- festa Keane kemur glögglega fram þegar hann vitnar með velþóknun í orð Muhammad Ali og gerir þau að einkunnarorðum sínum: „Gerðu aldrei nokkurn tímann málamiðlanir um það sem þú trúir virkilega á.“  enga miskunn  engar málamiðlanir  enga meðalmennsku Reuters Rennie ganga á milli Roy Keane og landa hans Jasons McAteers, leik- ti saman. McAteer sagði við Keane, að hann ætti að rita þetta í ævisögu il þess að Keane missti stjórn á skapi sínu og sló til McAteers. n- na t, ra e s- k- r i! Reuters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.