Morgunblaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 C FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT Viðbrögðin hafa verið mjög í stílvið söguhetjuna, ofsafengin. Keane var úthrópaður í pressunni og þess krafist að hann yrði dæmdur í langt keppnisbann. Gary Neville, samherji hans hjá Man. Utd, bað menn um að sýna stillingu og bíða eftir því að bókin kæmi út svo að hægt væri að lesa ummæli Keane í samhengi. „Ég veit hversu ranga mynd nokkrar línur geta gefið, kannski slitnar úr öllu samhengi,“ sagði Neville. „Í fyrra var mikið gert úr ummælum Jaap Stam um mig og bróður minn Phil, þar sem hann virt- ist vera að hæða okkur. Við lestur bókarinnar kom hins vegar á daginn að Stam var mjög hlýtt til okkar og var bara að gera góðlátlegt grín.“ Hafi einhverjir aðdáendur Keane og Man. Utd. vonað að orð kappans hafi verið slitin úr samhengi hvað varðar digurbarkalegustu yfirlýs- ingarnar, t.d varðandi viðskiptin við Haaland og Mick McCarthy, lands- liðsþjálfara Íra, verða þeir fyrir von- brigðum við lestur bókarinnar. Sam- hengið sýnir bara enn frekar hversu „einbeittur brotavilji“ Keane gegn Haaland var, og hversu brogaður karakter hann er. Heift hans í garð Haaland er gífurleg, þrátt fyrir að hann játi það með mikilli iðrun að hann hafi verið grúttimbraður í leiknum gegn Leeds fyrir fjórum ár- um er hann sleit krossbönd þegar hann var að reyna að brjóta á Haa- land, af því að sá síðarnefndi hafði verið að „fokka“ í honum eins og hann orðar það svo pent. Í frásögn Keane um viðskiptin við Haaland kristallast flest af því merkilegasta við þessa bók: Hið ofurmannlega keppnisskap Keane sem liggur á mörkum mannlegrar getu (og skynsemi), innsýn í hinn lokaða heim ofurstjarna knattspyrn- unnar, hetjusiðfræði kappans sem helst mætti ætla að tekin væri úr Hávamálum, og hin furðulaga ófag- mennska sem oft virðist ríkja hjá jafnvel ríkasta knattspyrnufélagi heims. Yfirgengilegar yfirlýsingar Keane um menn og málefni eru nefnilega með þeim hætti að maður trúir því hreinlega ekki að forsvars- menn Manchester United hafi lesið yfir bókina og veitt henni þegjandi samþykki, eins og þeir segjast hafa gert. Sé svo hlýtur dómgreind þeirra að vera viðbrugðið því Keane heggur í allar áttir og ljóst er að félagið og hann persónulega eiga eftir að glíma við eftirmál ummælanna um ókomna tíð. Sokkið í sama pytt Þrátt fyrir að útgáfa bókarinnar orki um margt tvímælis fyrir Keane og Man. Utd verður að taka það fram strax að hún er einhver áhugaverð- asta ævisaga sem nokkur knatt- spyrnumaður hefur sent frá sér. Þetta finnst fleirum en undirrituðum ef marka má sölutölur en bókin stefnir í að verða ein söluhæsta fót- boltabók allra tíma. Hún er á köflum leiftrandi vel skrifuð og erfitt er ann- að en að hrífast með þegar Keane tekur á sprett. Hann talar af mikilli ástríðu og þekkingu á leiknum og styður mál sitt sterkum rökum þannig að auðvelt er að sjá hans hlið á málunum, jafnvel hreinlega halda með honum gegn öllum þessum „vit- leysingum og aumingjum“ sem hann lætur kenna á því. Bókinni tekst hins vegar ekki nema að litlu leyti að varpa ljósi á rót hinna miklu skap- bresta Keane og þá gríðarlegu reiði sem býr innra með honum. Er því sjálfsagt mest um að kenna að höf- undurinn hefur ekki enn náð tökum á sjálfum sér. Hann játar syndir sín- ar fullur iðrunar á annarri hverri síðu aðeins til að vaða á þeirri næstu í sama foraðið á ný. Hverjum kafla lýkur með heitstrenginum um það að nú hafi hann lært að takast á við hlutina og ætli að bæta ráð sitt, en þeir lesendur sem hafa fylgst sæmi- lega með boltanum undanfarin ár vita að hann lærði auðvitað ekki neitt og lenti bara í næsta skandal. Bók- inni lýkur þar sem Keane telur sig nú aldeilis vera búinn að gera upp við Mick McCarthy og írska landsliðið auk þess sem hann telur sig vera reiðubúinn að leiða villuráfandi fé- laga sína í Man. Utd til stórra afreka eftir að hafa lesið þeim pistilinn um það hve ömurlegt hugarfar þeirra hafi verið síðan þeir urðu Evrópu- meistarar 1999 (óverðskuldað reynd- ar að mati Keane). Þeir sem fylgst hafa með því sem gerst hefur í kjöl- far útkomu bókarinnar vita að Keane er ekki kominn á neinn leið- arenda í sjálfsþerapíu sinni, þvert á móti hefur hann sokkið enn dýpra í myrkviði heiftarinnar og ferill hans hefur aldrei staðið tæpar en nú. Skrásetjarinn æskuhetja Flestar ævisögur knattspyrnu- snillinga eru fremur einhæf lesning. Hver kannast ekki við að hafa rennt hratt í gegnum væmnar lýsingar úr æsku, þar sem lýst er hvernig ótví- ræðir hæfileikar snillingsins komu fljótt fram og hann rústaði öllum skólamótum þar til hann var upp- götvaður snemma af útsendara ein- hvers stórliðsins? Þessu er ekki svona farið í bók Keane og bestu kaflar hennar eru þeir sem lýsa upp- vexti hans og fyrstu skrefum sem at- vinnumanns. Þessir kaflar eru lang- best skrifaðir af hálfu skrásetjarans, Eamon Dunphy, og það læðist að manni sá grunur að heldur hafi verið kastað til höndunum með seinni hluta verksins til þess að nýta sér eftirvæntinguna eftir frásögn Keane af því sem gerðist rétt fyrir HM í sumar. Eða þá að Keane sjálfur hafi ekki getað beðið eftir því að „jafna málin við helvítin.“ Skrásetjarinn Dunphy er ekki síð- ur umdeildur karakter en Keane. Ævisaga Roy Keane, fyrirliða Manchester United, hefur að geyma Sokkið enn dýpra í myrkviði heiftarinnar David Beckham og dómarinn Uriah R manns Sunderland, eftir að þeim lent sína, og þau ummæli urðu ti ’ Keane finnst sexmenningaklíka kórdrengjann Beckham, Scholes, Butt Giggs og Neville-bræðr heldur bragðdaufur fé- lagsskapur ‘ ’ Stærilæti þolir Keaneekki og fær danski land liðsmarkvörðurinn mark vörðurinn Peter Schmeichel nokkrar meinhæðnar pillur fyrir mont og almenn leiðindi ‘ Fáar knattspyrnubækur hafa vakið jafnmikla úlfúð og athygli og nýútkomin ævisaga Roy Keane, fyrirliða Manchester United. Einar Logi Vignisson las bókina, sem hafði verið beðið með mikilli eftirvænt- ingu eftir að bresk blöð hófu að birta kafla og glefsur úr henni, og segir hvernig honum finnst bókin, þar sem Keane lætur ýmislegt flakka um samferðamenn sína í fótbolta- sirkusnum. Sérstaklega vöktu ummæli hans um frægt brot hans á Alf Inge Haaland athygli og er þeirri sögu fjarri því lokið því Keane hefur verið kærður af enska knattspyrnusambandinu og verður málið tekið fyrir um miðjan október. ’ Heift Keane ígarð Haaland er gífurleg, þrátt fyr- ir að hann játi það með mikilli iðrun að hann hafi verið grúttimbraður í leiknum gegn Leeds ‘ KNATTSPYRNA Meistaradeild Evrópu A-RIÐILL: Dortmund - Auxerre ............................... 2:1 Jan Koller 6., Marcio Amoroso 78. - Ben- jamin Mwaruwaru 83. PSV Eindhoven - Arsenal....................... 0:4 Gilberto Silva 1., Fredrik Ljungberg 66., Thierry Henry 81., 90. Staðan: Arsenal 2 2 0 0 6:0 6 Dortmund 2 1 0 1 2:3 3 Auxerre 2 0 1 1 1:2 1 PSV 2 0 1 1 0:4 1 B-RIÐILL: Spartak Moskva - Valencia .................... 0:3 Miguel Angel Angulo 6., Miguel Mista 70., Juan Sanchez 85. Liverpool - Basel...................................... 1:1 Milan Baros 34., - Juilio Rossi 43. Staðan: Valencia 2 2 0 0 5:0 6 Basel 2 1 1 0 3:1 4 Liverpool 2 0 1 1 1:3 1 Spartak M. 2 0 0 2 0:5 0 C-RIÐILL: AEK - Roma.............................................. 0:0 Real Madrid - Genk ................................. 6:0 Didier Zokora 44. (sjálfsm.), Michel 45., Luis Figo 54. (víti), Guti 64., Albert Celades 73., Raúl 76. Staðan: Real Madrid 2 2 0 0 9:0 6 AEK 2 0 2 0 0:0 2 Roma 2 0 1 1 0:3 1 Genk 2 0 1 1 0:6 1 D-RIÐILL: Inter Mílanó - Ajax .................................. 1:0 Hernan Crespo 74. Lyon - Rosenborg .................................... 5:0 Tony Vairelles 25., 45., Eric Carriere 5., Sonny Anderson 34., Peguy Luyindula 75. Staðan: Inter 2 1 1 0 3:2 4 Ajax 2 1 0 1 2:2 3 Lyon 2 1 0 1 6:2 3 Rosenborg 2 0 1 1 2:7 1 Evrópukeppni kvennaliða Riðill í Hvíta-Rússlandi: Bobruichanka (Hv.R) - Breiðablik ..........3:2 Fortuna (Dan) - Anenil Noi (Mold)......... 5:0 England 1. deild: Sheffield Wed. - Crystal Palace .............. 0:0 Stoke - Nottingham Forest ..................... 2:2 Ítalía Bikarkeppnin: Vicenza - Parma........................................ 2:0 Bari - Udinese........................................... 4:1 Sampdoria - Atalanta............................... 1:0 Triestina - Como....................................... 1:0 Ternana - Piacenza................................... 1:1 Ancona - Brescia....................................... 1:1 HANDKNATTLEIKUR Stjarnan - ÍBV 23:24 Ásgarður, 1. deild kvenna: Gangur leiksins: 1:0, 1:1, 6:1, 8:3, 9:8, 10:9, 13:10, 13:14, 14:16, 16:16, 16:18, 18:18, 19:20, 21:20, 23:22, 23:24. Mörk Stjörnunnar: Jóna Margrét Ragn- arsdóttir 10/6, Anna B. Blöndal 4, Amela Hegic 3, Kristín Clausen 2, Margrét Vil- hjálmsdóttir 2, Hind Hannesdóttir 1, El- ísabet Gunnarsdóttir 1. Varin skot: Jelena Jovanovic 16/1 (þar af fóru 6 aftur til mótherja). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk ÍBV: Anna Yakova 7/1, Alla Gorkori- an 6/3, Ingibjörg Jónsdóttir 4, Sylvia Strass 4, Björg Ó. Helgadóttir 3. Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 11 (þar af fóru 5 aftur til mótherja). Utan vallar: 12 mínútur. Dómarar: Valgeir Ómarsson og Bjarni Viggósson. Áhorfendur: Um 240. Staðan: Haukar 3 3 0 0 90:63 6 ÍBV 3 3 0 0 79:62 6 Stjarnan 3 2 0 1 63:52 4 Valur 3 2 0 1 70:65 4 Víkingur 3 2 0 1 58:53 4 Grótta/KR 3 2 0 1 57:60 4 FH 3 1 0 2 66:54 2 Fylkir/ÍR 2 0 0 2 28:43 0 KA/Þór 4 0 0 4 78:105 0 Fram 3 0 0 3 55:87 0 Þýskaland HSV Hamburg - Willst./Schutt........... 24:17 Alþjóðlegt mót í Noregi Noregur - Grænland .............................29:20 Danmörk - Grænland............................29:19 Noregur - Danmörk ............................. 25:24 Lokastaðan: Noregur 2 2 0 0 54:44 4 Danmörk 2 1 0 1 53:44 2 Grænland 2 0 0 2 39:58 0 KÖRFUKNATTLEIKUR Reykjanesmót karla: Keflavík - Haukar............................... 104:82 Breiðablik - Grindavík ......................... 68:84 Staðan: Njarðvík 4 3 1 315:290 6 Keflavík 4 3 1 343:299 6 Grindavík 4 3 1 323:314 6 Breiðablik 4 1 3 276:324 2 Haukar 4 0 4 303:327 0  Njarðvík og Keflavík mætast í úrslitaleik mótsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.