Morgunblaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 4
 HERMANN Hreiðarsson var fyrir- liði enska knattspyrnuliðsins Ipswich í fyrsta skipti þegar það sigraði Brig- hton, 3:1, í deildabikarnum í fyrra- kvöld. Hermann leysti Matt Holland af hólmi en Holland missti í fyrsta skipti af leik í fimm ár vegna meiðsla. Holland hefur leikið 254 deildaleiki í röð en tvísýnt er að hann nái þeim næsta, gegn Derby á sunnudag.  KFÍ frá Ísafirði teflir fram banda- rískum leikmanni í 1. deild karla í körfuknattleik í vetur. Sá heitir Je- remy Sargeant, 2,03 metrar á hæð, og er væntanlegur til Ísafjarðar um helgina.  MAGNUS Wislander, handknatt- leiksmaðurinn snjalli, sem hefur leik- ið með Kiel í Þýskalandi undanfarin ár, lék vel í sínum fyrsta leik í Svíþjóð, eftir heimkomuna – skoraði sex mörk fyrir Redbergslid, sem vann Wasai- terna á heimavelli í Gautaborg í úr- valsdeildinni, 35:24.  CRAIG Bellamy framherji New- castle var í gær úrskurðaður í þriggja leikja bann í Evrópukeppninni en hann skallaði mótherja sinn í andlitið í leik Newcastle og Dynamo Kiev í Meistaradeildinni í síðustu viku.  ALESSANDRO Del Piero heldur naumlega því meti sínu að hafa skor- að „sneggsta“ mark sögunnar í meist- aradeild Evrópu. Del Piero skoraði fyrir Juventus á 20. sekúndu í leik gegn Manchester United árið 1997 en Gilberto Silva skoraði fyrir Arsenal á 21. sekúndu gegn PSV í gærkvöld.  HERNAN Crespo tryggði Inter frá Mílanó heldur óverðskuldaðan sigur á Ajax, 1:0, í meistaradeildinni í gær- kvöld. Þrátt fyrir erfiðar samgöngur vegna verkfalla á Ítalíu mættu 66 þúsund manns á leikinn og sáu Fran- cesco Toldo, markvörð Inter, halda sínu liði inni í leiknum.  JERZY Dudek, markvörður Liver- pool, er í slæmum málum eftir að hafa sagt að félagar sínir hefðu spilað „eins og stelpur“ þegar þeir töpuðu fyrir Valencia í síðustu viku. Þjálfari stúlknaliðs í borginni hefur skorað á Dudek að mæta í vítaspyrnukeppni hjá sínum stúlkum og bæta ráð sitt með því að gefa 100 pund til góðgerð- armála fyrir hvert mark sem þær skora hjá honum.  EYJASTÚLKUR spiluðu með sorgarbönd gegn Stjörnunni í Garða- bænum í gærkvöldi. Það var til minn- ingar um Þorvald Vigfússon föður Þorvarðar formanns handknattleiks- deildar ÍBV. FÓLK Gestirnir úr Eyjum sáu vart tilsólar til að byrja með því Stjarnan spilaði 5-1 vörn auk þess að fara langt út á móti skyttunni Öllu Gorkorian. Það skilaði Garðbæing- um 6:1 forystu eftir níu mínútur. Þá loks komust Eyja- stúlkur í gang og minnkuðu mun- inn í eitt mark á skömmum tíma en Jelena Jovanvic í marki Garðbæinga sá til þess að þeim tækist ekki að jafna og var staðan 13:10 í leikhléi. Taflið snerist heldur betur við eftir hlé því nú skoruðu Eyjastúlk- ur úr sex fyrstu sóknum sínum og náðu 14:16 forystu. Um miðjan hálfleik tóku Garðbæingar sér loks tak, stórbættu varnarleikinn og hófu að útfæra eigin sóknarleik betur, sem skilaði forystu á ný. Þeir höfðu alltaf frumkvæðið en þegar átta mínútur voru til leiks- loka hvorki gekk né rak og þó að Eyjastúlkur gerðu einnig mistök voru þau færri. „Við byrjuðum mjög vel en byrj- un síðari hálfleiks varð okkur að falli því þá var eitthvert einbeit- ingarleysi og það gengur ekki á móti liði eins og ÍBV,“ sagði Anna Bryndís Blöndal fyrirliði Stjörn- unnar eftir leikinn. Ásamt henni áttu Jelena markvörður og Jóna Margrét Ragnarsdóttir góðan leik. Amela Hegic fór mikinn í fyrri hálfleik en síðan bráði af henni. „Þetta var ekki fallegur hand- bolti en baráttusigur, sem er góð- ur fyrir baráttuandann í liðinu,“ sagði Ingibjörg Jónsdóttir fyrirliði ÍBV eftir leikinn. „Það er líka gott að vinna þegar maður leikur ekki vel en við verðum að koma betur undirbúnar til leiks næst.“ Anna Yakova gerði skemmtilega hluti en dró sig oft of lengi í hlé. Alla Gor- korian aftur á móti sló hvergi af þó stundum væru tilburðir hennar ekki uppá marga fiska. Vigdís Sig- urðardóttir varði oft vel, Ingibjörg barðist um á línunni og spilið gekk vel á Sylviu Strass. Spenna í Garðabæ TÓNNINN var vonandi gefinn í kvennahandboltanum þegar Stjarn- an fékk ÍBV í heimsókn í Garðabæinn í gærkvöldi en það var leikur sem var frestað vegna veðurs. Þar var baráttuleikur með mörgum mörkum og mistökum en eitt mark skildi að í lokin, Eyjastúlkur unnu 24:23 með tveimur síðustu mörkunum og hafa því unnið alla þrjá leiki sína í vetur. Stefán Stefánsson skrifar Dennis Bergkamp hefur veriðsjaldséður í leikjum Arsenal á meginlandinu vegna flughræðslu sinnar. En Hollendingurinn lét sig hafa það að keyra til Eindhoven í þetta skiptið og hann átti drjúgan þátt í góðri frammistöðu sinna manna. Gilberto Silva gaf tóninn þegar hann kom Arsenal yfir eftir að- eins 20 sekúndna leik, Freddie Ljungberg skoraði um miðjan síðari hálfleik og Thierry Henry innsiglaði sigurinn með tveimur mörkum undir lokin. Wenger vildi lítið gera úr sínum þætti hjá Arsenal. „Ég er enginn töfralæknir, bara fótboltaþjálfari. En þetta eru afar mikilvæg úrslit fyrir þróun liðsins. Við tökum eitt skref í einu og sjálfstraustið í hópnum vex stöðugt. Það er gífurlegur metnaður í liðinu og löngun til að ná lengra. Leikmennirnir vilja bæta sig og mér finnst þeir gera það í hverjum leik. Þessi úrslit færa okkur sanninn um að við verðum jafn öflugir á útivöllum í keppninni og við erum heima fyrir, og sigurinn kemur okkur jafnframt í mjög sterka stöðu í riðlinum,“ sagði Wenger, en lið hans vann Dortmund í fyrsta leik sínum í síðustu viku. Liverpool varð að sætta sig við óvænt jafntefli á heimavelli gegn Ba- sel frá Sviss, 1:1, þrátt fyrir talsverða yfirburði allan tímann. John Arne Riise átti tvö hörkuskot í þverslá svissneska marksins og Milan Baros eitt. Baros kom Liverpool yfir en Rossi jafnaði fyrir Basel rétt fyrir hlé. Gerard Houllier, knattspyrnu- stjóri Liverpool, hrósaði sínum mönnum þrátt fyrir jafnteflið. „Þó ég sé vonsvikinn fyrir þeirra hönd með úrslitin, er ég stoltur af knattspyrn- unni sem þeir sýndu. Hún var frábær á köflum og þeir reyndu allt. Mark- vörður Basel bjargaði liði sínu nokkrum sinnum og við skutum þrisvar í stöng. Það var allt annað að sjá liðið en gegn Valencia á dögun- um,“ sagði Houllier. Hann sagði enga ástæðu til að fara á taugum þó Liver- pool væri aðeins með eitt stig eftir tvo fyrstu leikina. „Það er nægur tími til stefnu, Basel mun eiga erfitt uppdráttar gegn Valencia og við get- um unnið í Sviss,“ sagði Houllier. Árni bestur í stórtapi Rosenborg Árni Gautur Arason þurfti að sækja boltann fimm sinnum í mark sitt þegar Rosenborg fékk skell gegn Lyon í Frakklandi, 5:0. Samkvæmt norskum fjölmiðlum var Árni Gautur besti leikmaður Rosenborg og forð- aði liðinu frá mun stærra tapi. Ros- enborg fékk eitt marktækifæri í leiknum, vítaspyrnu, en Bent Skammelsrud nýtti hana ekki. „Þetta er versti leikur sem ég hef séð hjá liðinu, við spiluðum hræði- lega og Frakkarnir léku sér að okk- ur. Við hefðum getað skipt öllum 11 leikmönnunum út af í hálfleik,“ sagði Rune Bratseth, framkvæmdastjóri Þrándheimsliðsins. Stjörnulið Real Madrid fór illa með Genk frá Belgíu og sigraði, 6:0, á heimavelli sínum. Enginn töfralæknir, bara fótboltaþjálfari Reuters Thierry Henry skorar annað tveggja marka sinna fyrir Arsenal í Eindhoven í gærkvöld. Arsenal lék PSV grátt og sigraði, 4:0. Ensku meistararnir standa þar með vel að vígi í sínum riðli. ARSENAL vann langþráðan úti- sigur í meistaradeild Evrópu í gærkvöld, og gerði það á sann- færandi hátt. Ensku meist- ararnir fengu aðeins eitt stig í sex útileikjum í keppninni í fyrra og höfðu ekki unnið í átta ferð- um í röð yfir á meginlandið. En þeir skelltu hollenska liðinu PSV Eindhoven, 4:0, og undir- strikuðu orð framkvæmdastjóra síns, Arsenes Wengers, að þeir ætluðu sér stóra hluti í keppn- inni í vetur. Stórveldin mætast á HM í Kína ÞESSA dagana stendur yfir Heimsmeistarakeppni kvennaliða í körfuknattleik, en keppnin fer fram í Kína. Það verða stórveldin Banda- ríkin og Rússland sem leika til úrslita, en bandaríkjamenn vann Ástrali í undanúrslitum, 71:56. Rússar hinsvegar lögðu Suður-Kóreu í hinni undan- úrslitaviðureigninni, 70:53. Liðin sem leika til úrslita hafa bæði unnið HM sex sinnum áð- ur, en liðin mættust í úrslitum keppninnar fyrir fjórum árum þar sem Bandaríkin unnu með sex stiga mun. Liðin mættust í riðlakeppninni á HM að þessu sinni þar sem Bandaríkin höfðu mikla yfirburði og unnu, 89:55. Arnar frá í 3-4 vikur ARNAR Pétursson hand- knattleiksmaður, sem leikur með FH-ingum, verður ekki með Hafn- arfjarðarliðinu næstu þrjár til fjórar vikurnar vegna meiðsla. Arnar fékk skurð á fingurinn í leik FH og Stjörnunnar í fyrstu umferð Íslands- mótsins fyrir tíu dögum en eftir leik liðsins við HK um síðustu helgi fór hann að finna fyrir miklum verk í fingrinum. Í ljós kom að sýking hafði myndast í sárinu og var hann lagður inn á sjúkra- hús þar sem gera þurfti tvær aðgerðir á fingri hans. Arnar kom heim af sjúkrahúsinu í gær en ljóst er að FH-ingar verða án leikstjórnanda síns í næstu 4–6 leikjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.