Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 2002 B 15 bílar  ÞAÐ var afar óvenjuleg sýn sem blasti við blaðamönnum á bílasýning- unni í París þegar hulunni var svipt af nýjum Jaguar XJ. Þetta var heims- frumsýning á bílnum og Jaguar ákvað að sýna eitt eintakið ólakkað en púss- að upp svo yfirbyggingin gljáði eins og króm. Yfirbyggingin er úr áli og 40% léttari en stályfirbygging af sambæri- legri stærð. Jaguar gengur allt í hag- inn um þessar mundir. Á síðasta ári seldi fyrirtækið í fyrsta sinn í sögu sinni yfir 100 þúsund bíla og búist er við enn meiri sölu á þessu ári. Frá því XJ-gerðin var kynnt fyrst ár- ið 1968 hafa selst yfir 800 þúsund bílar af þeirri gerð, sem er meira en helmingurinn af öllum Jaguar-bílum sem hafa verið framleiddir. Nýi bíllinn verður fáanlegur með fjórum gerðum véla. Sú stærsta er V8, 4,2 lítra. Hana er að finna í XJR-gerðinni og er hún með forþjöppu og skilar 400 hest- öflum Sama vél án forþjöppunnar skilar svo 300 hestöflum en ný 3,5 lítra, V8- vél var frumkynnt um leið og bíllinn en hún skilar að hámarki 262 hestöflum. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Jaguar XJ var frumsýndur með ályfirbyggingu. Jaguar XJ álbíllinn  CHRYSLER afhjúpaði California Cruiser-hugmyndabílinn í París en hann gefur hugmynd um hvernig næsta kynslóð PT Cruiser, sem kemur á markað 2004, mun líta út. Stóra málið við þennan bíl er inn- anrýmið sem hægt er að breyta á einfaldan hátt í svefnrými fyrir tvo. Bíllinn var sýndur með nýrri 2,4 lítra, 215 hestafla vél, sem nú er fá- anleg í Bandaríkjunum í PT Cruiser Turbo. California Cruiser sýnir hvernig næsta kynslóð PT Cruiser gæti litið út. PT Cruiser Kaliforníu  SUZUKI sýnir Concept S á bíla- sýningunni í París. Framleiðsla hefst á bílnum í verksmiðjum fyrirtækisins í Ungverjalandi árið 2004. Suzuki ráðgerir að tvöfalda framleiðsluget- una í verksmiðjunni strax árið 2003 þannig að hún verði orðin 200 þús- und bílar á ári í árslok 2003. Hug- myndabíllinn er lítill fjölskyldubíll sem á að keppa við bíla eins og Renault Clio og Ford Fiesta og kemur í stað- inn fyrir Swift á evrópskum mörk- uðum. Hann verður framleiddur jafnt í þrennra og fimm dyra útfærslum. Bíllinn fær m.a. nýja 1,6 lítra vél smíðaða úr léttmálmi en ólíklegt þykir að framleiðslubíllinn haldi sex gíra handskipta gírkassanum sem hugmyndabíllinn státar af. Suzuki hefur framleiðslu á Ignis í Ungverjalandi á næsta ári en hann er núna smíðaður í Japan. Fyrir eru framleiddir bílarnir Swift og Wagon R+ í Ungverjalandi. Suzuki S fer í framleiðslu 2004. Suzuki S í framleiðslu árið 2004 Klapparstíg 44, sími 562 3614 Pipar og Salt 15 ára Afmælistilboð 3.-12. október 2002 Kokkabókastatíf Litir: Svart, blátt, grænt, grátt áður 3995 kr nú 2995 kr Granít Mortel áður 6995 kr nú 4500 kr Skurðarbretti frá Pimpernel 10 tegundir áður 1995 kr nú 1295 kr 15% afmælisafsláttur af öllum öðrum vörum Tilboð gilda meðan birgðir endast Sprotafjármögnun þekkingarfyrirtækja Rannsóknarráð Íslands (RANNÍS) og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins (NSA) bjóða sprotafjármögnun til að efla rannsóknar- og þróunarstarf í íslensku atvinnulífi. Forsenda styrkveitingar er að markvisst sé stefnt að öflun hagnýtrar þekkingar er lagt geti grunn að nýrri framleiðslu og aukinni samkeppnishæfni í íslensku atvinnulífi. Með samstarfi RANNÍS og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins (NSA) er mögulegt að ráðast í framsækin og fjárfrek rannsókna- og þróunarverkefni. Rannsóknarráð metur umsóknir og úthlutar styrkjum til verkefna samkvæmt reglum sínum. NSA metur hugsanlegt viðskiptalegt gildi þekkingarverðmæta sem stefnt er að. Viðskiptaáætlun þarf þó ekki að liggja fyrir. Aðild NSA að verkefnum getur verið með þrennum hætti: A) Hlutafé. B) Áhættulán. C) Áhættulán með breytirétti í hlutafé. Á árinu 2003 mun RANNÍS verja allt að 30 milljónum króna til þessara verkefna og NSA 60 milljónum króna að því gefnu að verkefni uppfylli kröfur sjóðsins. Umsóknareyðublöð er að finna á heimsíðu RANNÍS (http://www.rannis.is) Upplýsingar veita starfsmenn Tæknisjóðs RANNÍS: Erlendur Jónsson, beinn sími 515 5808/netfang: elli@rannis.is Snæbjörn Kristjánsson, beinn sími 515 5807/netfang: skr@rannis.is Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 2002. SPROTAFJÁRMÖGNUN Rannsóknarráð Íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, sími 515 5800, bréfsími 552 9814, netfang rannis@rannis.is, heimasíða http//www.rannis.is Dr. Fischer hreinsiklútar Frábær vara á verði sem kemur á óvart Dr. Fischer hreinsiklútarnir eru ótrúlega auðveldir og þægilegir í notkun því þeir fjarlægja allan farða á augabragði, hvort sem um er að ræða andlits- eða augnfarða. Í hreinsiklútunum er andlitsvatn auk kamillu (Chamomille), sem hefur róandi og nærandi áhrif á húðina og hjálpar til við að halda rakastigi húðarinnar réttu. Dr. Fischer hreinsiklútarnir eru ofnæmisprófaðir og henta öllum húðgerðum. Útsölustaðir: Allir helstu stórmarkaðir og apótek landsins. ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.