Morgunblaðið - 08.10.2002, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 08.10.2002, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 2002 C 17HeimiliFasteignir Akralind - Glæsilegt skrifstofu- húnæði Vorum að fá á söluskrá/leigu glæsilegt skrifstofuhúsnæði í lyftuhúsi á ann- ari hæð með millilofti á frábærum stað í Kópa- vogi. Húsnæðið er fullbúið og bíður upp á mikla möguleika. Stærð ca 400 fm. Allar nán- ari uppl. gefur sölumaður Holts. Bæjarlind - Kópavogur Erum með í sölumeðferð mjög gott atvinnuhúsnæði sem er í útleigu til 7 ára með forleigurétti. Leigutekj- ur á mánuði eru um 250.000. Áhvílandi á eigninni eru um 11.5 milljónir. Allar nánari uppl. veittar á skrifstofu. Glæsilegt verslunarhúsnæði Vor- um að fá í sölu glæsilegt verslunarhúsnæði sem staðsett er við verlunarmiðstöðina í Mjódd. Húsnæðið er á tveimur hæðum ca 400 fm að stærð. Áhvílandi hagstæð langtíma- lán. Askalind - Til leigu Vorum að fá mjög gott húsnæði í Askalind í Kópavogi til sölu/leigu sem hentar m.a. undir verslun og heildsölu. 1. hæðin er um 172 fm og 2. hæðin um 91 fm. Allar nánari uppl. á skrifstofu. Gistiheimili - Nýtt á skrá Vorum að fá á söluskrá okkar glæsilegt gistiheimili miðsvæðis í Reykjavík. Gistiheimilið er með 9 góð herbergi og 5 stk vel útbúnum stúdíóí- búðum. Áhv. ca 30 milljónir hagstætt lán til 25 ára á góðum vöxtum. Allar nánari uppl á skrifstofu. Túngata - Glæsigisting Erum með í sölumeðferð mjög gott og skemmtilega inn- réttað hús með fimm glæsiherbergjum. Góður rekstur með fína viðskiptavild. Uppl. á skrif- stofu. Veitingarhúsnæði - Vitastígur Vorum að fá í sölumeðferð mjög gott húsnæði þar sem áður var rekið vinsælt kaffihús. Hús- næðið er ca 60 fm að stærð og er áhvílandi um 3 milljónir. Allar nánari uppl. á skrifstofu. Tunguháls - Iðnaðarhúsnæði Til sölu eða leigu stórglæsilegt iðnaðarhúsnæði við Tunguháls í Reykjavík. Um er að ræða ný- legt stálgrindarhús sem mikið var í lagt við smíði þess. Áhv. hagstæð lán. Allar nánari uppl. gefnar á skrifstofu. Verslunarhúsnæði - Hjarðarhagi Vorum að fá í sölu gott verslunarhúsnæði við Hjarðarhaga í Reykjavík þar sem rekin hefur verið þekkt ísbúð til margra ára. Húsnæðið er laust. Hagstæð lán áhvílandi. Allar nánari uppl. á skrifstofu. s. 530 4500 Sími: 551 8000 - Fax: 551 1160 Vitastíg 12 - 101 Reykjavík sporléttir sölumenn Fasteignasalan Sérbýli KLAUSTURHVAMMUR HF RAÐHÚS 184 fm, ásamt 30 fm bíl- skúr 4 svefnherb, 2 stofur með arni. Garður hannaður af Stanislav skrúð- garðaarkitekt. Verð 21,9 millj. LANGAGERÐI - EINBÝLI 147 fm, ásamt bílskúr 28 fm, 5 svefnherb, 3 stofur, 50 fm suðurverönd, efst í botnlangagötu við opið svæði. Verð 33 millj. STEINÁS - GARÐABÆ - EINBÝLI 176 fm, 50 fm bílskúr, 2-3 svefnherb. Glæsilegt hús innst í götu með fallegu útsýni. Verð 29 millj. KJARRÁS - GARÐABÆ - EINBÝLI Sökklar og glæsilegar teikningar að 173 fm húsi með 34 fm bílskúr. Verð 9,8 millj. TUNGUÁS - GARÐABÆ - EINBÝLI Fokhelt 214 fm með bíl- skúr og óuppfylltu 40 fm rými. Mögu- leiki á 2 aukaíbúðum. Verð 19 millj. ÞORLÁKSGEISLI Raðhús með mikla möguleika rétt við óspillta nátt- úru. Gott fyrir göngu- og vélsleðafólk. Allt að 5 svefnherb. Verð frá 14,9 millj. Fokheld að innan fullbúin að utan. Óskast í Mosfellsbæ 4-5 herb íbúð, rað, par eða lítið ein- býli fyrir hjón sem eru tilbúin að kaupa. 2ja-4ra herb. 2JA HERB./STÚDÍÓÍBÚÐ 43 fm snytileg íbúð. Verð 7,2 millj. LÓMASALIR - KÓP. Fjölbýli í byggingu, innst í botnlangagötu, stutt í skóla. 4-5 hæða lyftuhús með bíl- skýli. GVENDARGEISLI - VIÐ REYNISVATN Fjölbýli í byggingu, allar íbúðir með sérinngang. Verð- launateikning. VESTURGATA 4ra herb. 112 fm á 2. hæð í bakhúsi, með sérinngangi. Verð aðeins 12,4 millj. KLEPPSVEGUR 4ra herb. 96 fm, 35 fm bílskúr. Verð 14,9 millj. Atvinnuhúsnæði Við eigum á skrá gott úrval af mörgum stærðum og gerðum af at- vinnuhúsnæði til sölu og leigu. 245 fm endaraðhús með innbyggð- um bílskúr. 3 rúmgóð svefnher- bergi, stórt sjónvarpsherbergi, stór stofa með svölum og fallegu útsýni. Sólstofa með flísum á gólfi, eldhús með borðkrók, gestasnyrting og baðherbergi. Húsið er á friðsælum stað innst í götu. Verð 23,7 millj. Núpabakki - raðhús á góðum stað! Stærri fyrirtæki og opinberar stofnanir ! Til leigu eru tvær fullbúnar skjalageymslur með hillum og öllum búnaði. Langtímaleigusamningur stendur til boða. Þórarinn Jónsson hdl., löggiltur fasteignasali. Jón Kristinsson sölumaður, farsími 894 5599. Viðar F. Welding sölumaður, farsími 866 4445 Hjörtur Aðalsteinsson sölumaður, farsími 690 0807 Hamraborg 12, Kópavogi, sími 564 1500, fax 554 2030. Jóhann Hálfdánarson, Vilhjálmur Einarsson, löggiltir fasteigna- og skipasalar  564 1500 20 ára EIGNABORG FASTEIGNASALA SJÁ NÁNAR FLEIRI EIGNIR Á NETINU WWW.EIGNABORG.IS/— SÉRBÝLI Steinasel 246 fm einbýli, 4 svefnh. rúmgott eldhús með eikar-innréttingu, parket á stofu og sjónvarpsholi, flísar á baði. Bílskúr og geymsla um 80 fm. Hrauntunga 225 fm endaraðhús, ný- leg eikar-innrétting í eldhúsi, 4 svefnher- bergi, stór stofa og sólstofa, 35 fm svalir. Á neðri hæð er stórt sjóvarpsherbergi, hiti í stéttum, bílsk. um 24 fm af heildarstærð. Glæsileg eign. Neðstatröð 125 fm parhús á tveimur hæðum, 4 svefnh., 23 fm bílskúr. Reynihvammur Nýleg 191 fm hæð í tvíbýli, 4 svefnh. Glæsilegar sérsmíðaðar innréttingar, flísalagt baðherbergi, tvennar suðursvalir. 30 fm bílskúr. Glæsileg eign. Hverfisgata 58 fm einbýlishús á ba- klóð, eitt svefnh., parket á stofu, laust fljótlega. V. 7,7 m. 2JA TIL 4RA HERB. ÍBÚÐIR Kleppsvegur 97 fm á miðhæð í þrí- býli, þrjú svefnherb. Tvær samliggjandi stofur, 36 fm bílskúr. Hamraborg 73 fm 2ja herb. á 1. hæð, nýlegt parket, flísalagt bað, eikar- innrétting í eldhúsi, vestursvalir, mikið út- sýni, mjög góð íbúð. Hamraborg Glæsileg 71 fm 2ja herb. á 4. hæð í lyftuhúsi, parket á stofu, nýleg innrétting í eldhúsi, suðursvalir, laus fljót- lega. Reynihvammur Ný 2ja herb. 60 fm á 1. hæð, afhent máluð að innan án inn- réttinga. Háaleitisbraut 112 fm á 4. hæð, 3 svefnh., rúmgóð stofa með vestursvölum, laus fljótlega, 20 fm bílskúr. Furugrund 2ja herb. 54 fm á 3. hæð, parket á holi og stofu, mikið útsýni, laus fljótlega. Furugrund 3ja herb. á 2. hæð, góð innrétting í eldhúsi, tvö svefnh. með skápum, stofa með vestursvölum. Skjólbraut 115 fm á 2. hæð í þríbýli, 3 svefnherb. Ljósar innréttingar í eldhúsi, flísar á baði, parket, bílskúr um 32 fm, laus fljótlega. Álftröð 93 fm á 2. hæð með sérinn- gangi, þrjú svefnh., gegnheilt parket, 34 fm bílskúr með gryfju. Gauksás Hafn. 205 fm raðhús tilb. Fullbúið að utan, fokh. að innan. 26 fm bílskúr, mikið útsýni, til afh. strax. Dalvegur 16 A 247 fm. Á götuhæð, sem er um 140 fm, er stór innkeyrsluhurð, á efri hæð eru, skrifstofa, kaffistofa, snyrt- ing og geymslur. Húsnæðið er mjög vel innréttað með vönduðum innréttingum. Malbikað bílaplan, laust fljótlega. FINNAR voru þegnar Svía-konunga í ein 600 ár, þartil þeir töpuðu Finnlanditil Rússa á ófriðartím- unum miklu í byrjun 19. aldar. Finn- um vegnaði reyndar ekkert sérlega illa undir stjórn Rússakeisara, sem gerðu landið að sérstöku stór- hertogadæmi. Í lok ársins 1917 hlutu Finnar fullt svo sjálfstæði frá Rússum í kjölfar byltingar bolsévíka. Mikil átök urðu fljótt um það hvaða stefnu hið nýja finnska þjóðríki myndi taka; um tíma leit jafnvel út fyrir að Finnland yrði konungsríki. Brátt skall á borg- arastyrjöld, sem lauk með sigri hæg- fara þjóðfélagsafla. Millistríðsárin einkenndust af pólitískum óstöð- ugleika og í byrjun síðari heimsstyrj- aldarinnar urðu Finnar fyrir allsherj- arárás af hálfu Sovétríkjanna. Hægfara húsnæðisþróun Finnland hafði orðið harðast úti allra Norðurlanda á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Efna- hagsþróunin þar var skemmra á veg komin áður en til styrjaldarinnar kom og stríðskostnaðurinn og tjónið sem fylgdi stríðsátökunum bættu ekki úr skák. Húsnæðisþróunin í Finnlandi dró lengi dám af því að landið var ívíð seinna að ná sama velmegunarstigi og hin Norðurlöndin. Finnar stóðu frammi fyrir því við lok seinni heims- styrjaldarinnar, einir Norð- urlandaþjóða, að þurfa bæði að byggja nýtt húsnæði í stað þess sem eyðilagt hafði verið af herjum Sov- étríkjanna og Þýskalands, svo og að byggja yfir fjölmenna hópa sem flúðu frá þeim landsvæðum sem töpuðust til Sovétríkjanna við stríðslokin. Upphaf hins núverandi opinbera húsnæðislánakerfis í Finnlandi má rekja til ársins 1949, þegar hinu svo- nefnda ARAVA-lánakerfi var komið á laggirnar. ARAVA-kerfinu var í byrjun einungis ætlað að vera til bráðabirgða, til þess að leysa úr hús- næðisvandanum eftir stríðið. Tilurð þessa kerfis minnir talsvert á stofnun Húsnæðismálastofnunar ríkisins hér á landi á sjötta áratug síðustu aldar, sumt líkist því hvernig staðið var að Framkvæmdanefnd byggingaráætl- unar árið 1965. Hlutur finnska ríkisins í hinu op- inbera fjármögnunarkerfi þróaðist síðan áfram og 1966 var sérstök hús- næðisstofnun, hliðstæð samnefndum stofnunum á hinum Norðurlönd- unum, sett á laggirnar. Finnska hús- næðislánakerfið var einnig líkt því ís- lenska að því leyti að lánshlutfallið var tiltölulega lágt og lánstími var mun skemmri heldur en tíðkast hefur í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, eða oft á bilinu 10–20 ár. Hlutfall eignarhúsnæðis í Finn- landi er nú nær 70%, mun hærra en í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, en heldur lægra en á Íslandi. Þessu veldur ekki síst það, að húsnæði í fjöl- býli í Finnlandi er yfirleitt í eigu þeirra sem í íbúðunum búa, svo sem einnig er algengast hér á landi. Útfærsla Finna á eignarhaldi fjöl- býlisíbúða er þó sérstök að því leyti að þeir nota hlutafélagsformið sem ramma utan um það; íbúðareigand- inn er þá formlega séð eigandi hluta- bréfs sem svarar til hlutfalls sem hans íbúð er af heildareign viðkom- andi húsnæðishlutafélags. Finnsk fjölbýlishús eru einnig sérstök um það að almennt tíðkast að íbúarnir hafi aðgang að finnsku saunabaði og er slíkt raunar talið ómissandi þar í landi. Um miðjan níunda áratuginn byrj- aði aukin frjálshyggjustefna að ein- kenna finnsk húsnæðismál. Sú þróun hófst á tíma alþjóðlegrar efnahags- uppsveiflu, sem leiddi til gífurlegrar þenslu á finnska húsnæðismark- aðnum á síðari hluta áratugarins. Eftir 1989 snerist sú þróun hins veg- ar gersamlega við. Við tók efnahags- stöðnun í Finnlandi á árunum 1989– 90, sem umhverfðist fljótlega í alvar- lega efnahagskreppu upp úr 1990. Einn orsakaþáttur í þessu var að sjálfsögðu pólitískt og efnahagslegt hrun Sovétríkjanna, helsta viðskipta- lands Finnlands, frá og með haustinu 1991. Efnahagsörðugleikar eftir 1990 Finnski húsnæðismarkaðurinn fór vitanlega ekki varhluta af áhrifum efnahagskreppunnar. Íbúðaverð hrundi, atvinnuleysi jókst, fólk missti eignir sínar og margir sátu uppi með tvær eignir, því þeir gátu ekki selt fyrri eign sína. Af hálfu stjórnvalda var svarað með margs konar aðgerðum. Í sparn- aðarskyni var öll stjórnsýsla finnska ríkisins endurskipulögð og stjórn- sýslustofnanir aðrar en ráðuneyti voru mjög skorin niður. Þetta leiddi m. a. til þess að finnska húsnæð- isstofnunin var lögð niður og verkefni hennar voru færð til umhverfisráðu- neytisins, sveitarfélaganna og fleiri stofnana. Í stað finnsku húsnæð- isstofnunarinnar er nú kominn sér- stakur Húsnæðissjóður ríkisins (Statens bostadsfond), sem stofnaður var árið 1990. Til þess að vinna gegn áhrifum þrenginganna á eignaríbúðamark- aðnum hefur verið gripið til ráðstaf- ana til eflingar hins frjálsa leigu- markaðar. Afnumdar hafa verið reglur um hámarkshúsaleigu og húsaleigulög endurskoðuð í frjáls- ræðisátt. Þetta hefur leitt til upp- sveiflu á leigumarkaði, einkum hafa ungar fjölskyldur í vaxandi mæli leit- að út á leigumarkaðinn. Afleiðing þessarar þróunar og erfiðleika eign- arbúðarmarkaðarins eru þær, að hlutfall finnsku þjóðarinnar, sem bjó í eigin húsnæði, féll á tíunda áratug liðinnar aldar um heil fjögur pró- sentustig. Með vaxandi gengi finnsks efna- hagslífs eftir inngöngu í ESB og upp- töku evrunnar, samfara gífurlegri uppsveiflu í finnskum hátækniiðnaði, hefur hins vegar bjartsýnin aukist á ný, sem á allra síðustu árum hefur skilað sér í nýrri uppsveiflu á hús- næðismarkaðnum í Finnlandi. Athugasemd vegna greinar um húsaleigu í Reykjavík Í grein minni um húsaleigu í Reykjavík hér á þessum vettvangi hinn 24. september sl. áætlaði ég að heildarfjöldi leiguíbúða í Reykjavík væra allt að 9.000. Eftir að greinin birtist rann það fljótlega upp fyrir mér að í þessari tölu felst visst ofmat, enda hafa ýmsir málsmetandi aðilar, sem þekkja vel til aðstæðna á leigumarkaðnum í Reykjavík, verið ósparir á að benda mér á villu míns vegar í þessu efni. Ég byggði töluna 9.000 á fram- reikningi þess hlutfalls leiguíbúða á öllu landinu sem könnun Hagstofu Íslands árið 1999 sýndi fram á. Var þetta hlutfall talið vera 17%, sem byggðist m.a. á þeirri ætlan að brott- fall svarenda meðal leigjenda væri hærra en meðal eigenda. Væri ekki gert ráð fyrir því, var hlutfallstalan hins vegar áætluð 15%. Sé miðað við að hlutfall leigjenda á öllu landinu sé í dag 15% en ekki 17%, gefur sama reikniaðferð og ég beitti í grein minni tölu sem er nálægt 7.500. Sú tala er án efa nær réttri tölu en sú sem ég nefndi í grein minni, ekki síst ef tekið er mið af því að flest bendir til þess að almennar leiguíbúðir hafi í talsverðum mæli horfið af leigumark- aði vegna þess að þær hafi verið seld- ar í hinni miklu uppsveiflu á fast- eignamarkaði sem átti sér stað kringum árþúsundamótin. Húsnæðismál í Finnlandi Gamalt og nýtt. Fjölbýlishús í Hels- ingfors. Ný uppsveifla eftir Jón Rúnar Sveinsson félagsfræðing, Borgarfræðasetri/ jonrunar@hi.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.